Torfastaðakirkja í Biskupstungum er í Skálholtsprestakalli og var reist 1892-93. Hún er timburkirkja á steyptum grunni. Kór var byggður við kirkjuna 1961. Turn er á bjúgstalli á krossreistu þaki, sveigðu, og rís upp af vesturstafni. Engin forkirkja.

Altaristaflan er eftir danska málarann Anker Lund (1840-1922) frá 1893 í eikarramma, Kristur og bersynduga konan.

Í eigu kirkjunnar er kaleikur og patína sem Þorgrímur Tómasson, gullsmiður á Bessastöðum, smíðaði líklega.

Kirkjuklukkur eru frá 1739 og 1890.

Þjóðminjasafnið geymir nokkra gripi sem voru í Torfastaðakirkju, m.a. altaristöflu eftir Ófeig Jónsson (1769-1843), bónda og málara.

Getið er um kirkju á Torfastöðum  í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200.

Sjá nánar um Torfastaðakirkju í Kirkjum Íslands, 3. bindi, R. 2002, bls. 141-166.

Torfastaðakirkja – horft inn

Altaristaflan er eftir Anker Lund


Loftið í Torfastaðakirkju

Tvöföld innri hurð  – engin forkirkja er í Torfastaðakirkju

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Torfastaðakirkja í Biskupstungum er í Skálholtsprestakalli og var reist 1892-93. Hún er timburkirkja á steyptum grunni. Kór var byggður við kirkjuna 1961. Turn er á bjúgstalli á krossreistu þaki, sveigðu, og rís upp af vesturstafni. Engin forkirkja.

Altaristaflan er eftir danska málarann Anker Lund (1840-1922) frá 1893 í eikarramma, Kristur og bersynduga konan.

Í eigu kirkjunnar er kaleikur og patína sem Þorgrímur Tómasson, gullsmiður á Bessastöðum, smíðaði líklega.

Kirkjuklukkur eru frá 1739 og 1890.

Þjóðminjasafnið geymir nokkra gripi sem voru í Torfastaðakirkju, m.a. altaristöflu eftir Ófeig Jónsson (1769-1843), bónda og málara.

Getið er um kirkju á Torfastöðum  í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200.

Sjá nánar um Torfastaðakirkju í Kirkjum Íslands, 3. bindi, R. 2002, bls. 141-166.

Torfastaðakirkja – horft inn

Altaristaflan er eftir Anker Lund


Loftið í Torfastaðakirkju

Tvöföld innri hurð  – engin forkirkja er í Torfastaðakirkju

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir