Torfastaðakirkja í Skálholtsprestakalli, Suðurprófastsdæmi –  Bláskógabyggð – var reist á árunum 1892-1893. Þar hefur kirkja staðið frá upphafi kristni í landinu.

Kirkjan er úr timbri, klædd bárujárni. Turninn er ferstrendur og ögn íbjúgur um miðjuna, klæddur sléttu járni. Upp af honum rís ljósakross.

Kirkjan á tvær klukkur. Sú eldri er frá 1739 og hin yngri frá 1890.

Altaristaflan er dönsk, eftir Anker Lund (1840-1922) og máluð 1893. Hún byggir á texta úr Lúkasarguðspjalli 7.36-50: Kristur blessar bersyndugu konuna.

Viðamiklar breytingar fóru fram á kirkjunni 1961. Kór var meðal annars byggður við kirkjuna. Gréta og Jón Björnsson máluðu skreytingar í kirkjunni sama ár – þær eru á prédikunarstól, fyrir ofan kór og í lofti, og austurgafli á framkirkju. Kirkjan var endurvígð 22. október sama ár.

Hitaveita var lögð í Torfastaðakirkju 1985 og hún þiljuð tveimur árum síðar með nýjum panelviði.

Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Sjá nánar í Kirkjum Íslands, 3. bindi, R. 2002, bls. 141-165.

 


Altaristaflan er dönsk og Anker Lund málaði

Skreytingar í lofti 

Horft til prédikunarstóls – hann er skreyttur með Lúthersrósinni á tveimur hliðum

Spjald úr prédikunarstólnum  – stílfærð Lúthersrós


Hlýlegt svipmót er yfir Torfastaðakirkju, horft fram frá altari

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Torfastaðakirkja í Skálholtsprestakalli, Suðurprófastsdæmi –  Bláskógabyggð – var reist á árunum 1892-1893. Þar hefur kirkja staðið frá upphafi kristni í landinu.

Kirkjan er úr timbri, klædd bárujárni. Turninn er ferstrendur og ögn íbjúgur um miðjuna, klæddur sléttu járni. Upp af honum rís ljósakross.

Kirkjan á tvær klukkur. Sú eldri er frá 1739 og hin yngri frá 1890.

Altaristaflan er dönsk, eftir Anker Lund (1840-1922) og máluð 1893. Hún byggir á texta úr Lúkasarguðspjalli 7.36-50: Kristur blessar bersyndugu konuna.

Viðamiklar breytingar fóru fram á kirkjunni 1961. Kór var meðal annars byggður við kirkjuna. Gréta og Jón Björnsson máluðu skreytingar í kirkjunni sama ár – þær eru á prédikunarstól, fyrir ofan kór og í lofti, og austurgafli á framkirkju. Kirkjan var endurvígð 22. október sama ár.

Hitaveita var lögð í Torfastaðakirkju 1985 og hún þiljuð tveimur árum síðar með nýjum panelviði.

Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Sjá nánar í Kirkjum Íslands, 3. bindi, R. 2002, bls. 141-165.

 


Altaristaflan er dönsk og Anker Lund málaði

Skreytingar í lofti 

Horft til prédikunarstóls – hann er skreyttur með Lúthersrósinni á tveimur hliðum

Spjald úr prédikunarstólnum  – stílfærð Lúthersrós


Hlýlegt svipmót er yfir Torfastaðakirkju, horft fram frá altari

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir