Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.

Guðspjall

Eftir þetta fór Jesús um, borg úr borg og þorp úr þorpi, prédikaði og flutti fagnaðarerindið um Guðs ríki. Með honum voru þeir tólf og konur nokkrar er læknaðar höfðu verið af illum öndum og sjúkdómum. Það voru þær María, kölluð Magdalena, er sjö illir andar höfðu farið úr, Jóhanna, kona Kúsa, ráðsmanns Heródesar, Súsanna og margar aðrar. Þær hjálpuðu þeim með fjármunum sínum.

Lúkasarguðspjall 8. 3-1

Hundrað orða hugleiðing

Vegir eru þræddir stað úr stað. Sá sem fer fyrir fólkinu er óþreytandi að flytja fagnaðarerindið um Guðs ríki. Þau sem fylgdu honum komu úr ýmsum áttum og höfðu fundið fast land undir líf sitt, Guð, í þessum farandprédikara. Lærisveinarnir komu úr djúpi hversdagsins og konur sem höfðu verið sjúkar, voru nú heilar. Þau fundu líf og tilgang. Þetta var kirkjan. Yfirbyggingin ekki mikil né klæðin skrautleg. Hagsýnar konurnar lögðu fé til ferðarinnar. Fólk á ferð. Fátækt fólk af veraldlegum gæðum. Þó hlykkjóttir og rykugir vegir væru farnir milli jarðneska staða þá voru fótspor prédikarans himnesk. Það var ríkidæmið. Fagnaðarerindið.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.

Guðspjall

Eftir þetta fór Jesús um, borg úr borg og þorp úr þorpi, prédikaði og flutti fagnaðarerindið um Guðs ríki. Með honum voru þeir tólf og konur nokkrar er læknaðar höfðu verið af illum öndum og sjúkdómum. Það voru þær María, kölluð Magdalena, er sjö illir andar höfðu farið úr, Jóhanna, kona Kúsa, ráðsmanns Heródesar, Súsanna og margar aðrar. Þær hjálpuðu þeim með fjármunum sínum.

Lúkasarguðspjall 8. 3-1

Hundrað orða hugleiðing

Vegir eru þræddir stað úr stað. Sá sem fer fyrir fólkinu er óþreytandi að flytja fagnaðarerindið um Guðs ríki. Þau sem fylgdu honum komu úr ýmsum áttum og höfðu fundið fast land undir líf sitt, Guð, í þessum farandprédikara. Lærisveinarnir komu úr djúpi hversdagsins og konur sem höfðu verið sjúkar, voru nú heilar. Þau fundu líf og tilgang. Þetta var kirkjan. Yfirbyggingin ekki mikil né klæðin skrautleg. Hagsýnar konurnar lögðu fé til ferðarinnar. Fólk á ferð. Fátækt fólk af veraldlegum gæðum. Þó hlykkjóttir og rykugir vegir væru farnir milli jarðneska staða þá voru fótspor prédikarans himnesk. Það var ríkidæmið. Fagnaðarerindið.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir