Hvað var það fyrsta sem kom upp í huga þínum þegar þú opnaðir augun í morgun? Tók það kannski langan tíma að draga augnlokin upp eins og hver önnur gömul og rykug gluggatjöld því að hugurinn var kominn í gang en líkaminn vildi hvílast ögn lengur? Eða skutust augnlokin upp eins og tappi úr flösku? Albúin til að festa allt á filmu sem nýr dagur gæfi?

Nýr dagur er gjöf.

Dagurinn fram undan og augun eins og linsa kvikmyndavélarinnar. Þú ert kvikmyndatökumaðurinn og auga vélarinnar festir allt beint inn á harða diskinn. Síðan þarft þú að klippa myndina og raða henni saman. Horfa hvað eftir annað á hvert myndskeiðið á fætur öðru. Úr daglega lífinu þínu. Þetta er kvikmyndin um líf þitt. Þú ert handritshöfundur, stýrir tökum og leikstjórn. Já, og ert aðalleikarinn.

Þetta er þinn dagur. Þitt líf.

Verkefni dagsins felst í því að fara á stjá í hversdagsleika þínum. Þú hefur búið þér til snoturt hreiður sem er heimili þitt. Útstöðin er vinnustaðurinn sem þér er jafn kær og heimilið. Lausar stundir eru fjársjóður þinn; sérstaklega ef störfum er lokið og hinn helgi steinn blasir við. Augu þín renna yfir heimilið, vinnustaðinn, lausu stundirnar– og þau eru sátt. Þetta er lífssvið þitt. En þú veist að þú ert ekki eins á heimilinu og vinnustaðnum.

Þegar þú kemur út á stóra sviðið, hversdaginn utan heimilisins, hefur auga þitt ekki við að taka á móti öllu sem þar býðst. Kvikmyndatökuvél þín snýst hratt og hvert atriðið rekur annað. Þú gengur inn í enn fleiri hlutverk en vanalega – veist ekki alltaf hvernig þú átt að haga þér. Auga þitt verður stundum mett í þessum straumi – og þú þráir að komast heim. Í kyrrð og hvíld. Faðma lausar stundir með þínu fólki. En þú ert aðalleikarinn og verður að standa þig á hverdagssviðinu. Þú getur ekki lagt á flótta. Þú stígur inn á sviðið. Inn í mitt sköpunarverkið sem þú hefur oft velt fyrir þér og fundist vera stórkostlegt, dularfullt og fallegt. Líka stundum ógnandi. Þessi daglega hringrás sem hrífur huga og sál knýr siglingu þína áfram.  Í kjölrákinu sérðu  kannski brydda á kvíða fyrir því sem kann að verða – eða horfir fram honum og bíður réttu stundarinnar til að takast á við hann.

„Hygginn er sá er safnar á sumri en illa fer þeim sem sefur af sér uppskeruna,“ segir í Orðskviðunum 10.5.

Fyrirhyggju í hversdegi sköpunarinnar er viturleg. Að halda vöku sinni, sofa ekki af sér daginn og möguleika hans. Lífsbjörgina. Ekkert gerist af sjálfu sér. Allt gerist í samvinnu milli þín og þess sem hefur smíðað sviðið. Þegar þú skoðar myndskeið lífsins sérðu nokkur skot þar sem þú varst ekki þar sem þú áttir að vera. Líka stundir þegar orðin voru stolin úr minni þínu og þú heyrðir ekki í hvíslaranum. Þú stóðst skjálfandi í æpandi þögninni. Þú sérð líka kafla þegar þú varst á réttum stað á réttri stundu. Fórst með hlutverk þitt með glæsibrag og fagnaðarlátum ætlaði aldrei að linna.

Hvert verk sem þú stendur andspænis talar til þín. Starf þitt, laus stund, hvíld þín, umhyggja fyrir öðrum. Þú getur gert það vel og illa. Með hangandi hendi og fýldum svip, hálfluktum augum, eða sýnt vinnufúsar hendur og með áræðnum svip og eftirvæntingarfullum. Augun leiftra af vinnugleði og þakklæti fyrir hversdaginn.

Um leið og og þú býður skyldur dagsins velkomnar með bros í auga kvikmyndatökuvélar þá getur farið um þig ánægjustraumur og nýtt myndskeið í lífsmynd þinni verður til. Forvitnilegt andartak fyrir þig – eitt af mörgum en þó eru þau öll ólík. Þú skoðar það kannski aftur og aftur og það lýkst upp fyrir þér að betra er að hafa augun opin en lokuð. Betra að kunna hlutverk sitt og vanda til hvers dags:

„Gullepli í silfurskálum, svo eru vel valin orð.“ (Orðskviðirnir 25.22).

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Hvað var það fyrsta sem kom upp í huga þínum þegar þú opnaðir augun í morgun? Tók það kannski langan tíma að draga augnlokin upp eins og hver önnur gömul og rykug gluggatjöld því að hugurinn var kominn í gang en líkaminn vildi hvílast ögn lengur? Eða skutust augnlokin upp eins og tappi úr flösku? Albúin til að festa allt á filmu sem nýr dagur gæfi?

Nýr dagur er gjöf.

Dagurinn fram undan og augun eins og linsa kvikmyndavélarinnar. Þú ert kvikmyndatökumaðurinn og auga vélarinnar festir allt beint inn á harða diskinn. Síðan þarft þú að klippa myndina og raða henni saman. Horfa hvað eftir annað á hvert myndskeiðið á fætur öðru. Úr daglega lífinu þínu. Þetta er kvikmyndin um líf þitt. Þú ert handritshöfundur, stýrir tökum og leikstjórn. Já, og ert aðalleikarinn.

Þetta er þinn dagur. Þitt líf.

Verkefni dagsins felst í því að fara á stjá í hversdagsleika þínum. Þú hefur búið þér til snoturt hreiður sem er heimili þitt. Útstöðin er vinnustaðurinn sem þér er jafn kær og heimilið. Lausar stundir eru fjársjóður þinn; sérstaklega ef störfum er lokið og hinn helgi steinn blasir við. Augu þín renna yfir heimilið, vinnustaðinn, lausu stundirnar– og þau eru sátt. Þetta er lífssvið þitt. En þú veist að þú ert ekki eins á heimilinu og vinnustaðnum.

Þegar þú kemur út á stóra sviðið, hversdaginn utan heimilisins, hefur auga þitt ekki við að taka á móti öllu sem þar býðst. Kvikmyndatökuvél þín snýst hratt og hvert atriðið rekur annað. Þú gengur inn í enn fleiri hlutverk en vanalega – veist ekki alltaf hvernig þú átt að haga þér. Auga þitt verður stundum mett í þessum straumi – og þú þráir að komast heim. Í kyrrð og hvíld. Faðma lausar stundir með þínu fólki. En þú ert aðalleikarinn og verður að standa þig á hverdagssviðinu. Þú getur ekki lagt á flótta. Þú stígur inn á sviðið. Inn í mitt sköpunarverkið sem þú hefur oft velt fyrir þér og fundist vera stórkostlegt, dularfullt og fallegt. Líka stundum ógnandi. Þessi daglega hringrás sem hrífur huga og sál knýr siglingu þína áfram.  Í kjölrákinu sérðu  kannski brydda á kvíða fyrir því sem kann að verða – eða horfir fram honum og bíður réttu stundarinnar til að takast á við hann.

„Hygginn er sá er safnar á sumri en illa fer þeim sem sefur af sér uppskeruna,“ segir í Orðskviðunum 10.5.

Fyrirhyggju í hversdegi sköpunarinnar er viturleg. Að halda vöku sinni, sofa ekki af sér daginn og möguleika hans. Lífsbjörgina. Ekkert gerist af sjálfu sér. Allt gerist í samvinnu milli þín og þess sem hefur smíðað sviðið. Þegar þú skoðar myndskeið lífsins sérðu nokkur skot þar sem þú varst ekki þar sem þú áttir að vera. Líka stundir þegar orðin voru stolin úr minni þínu og þú heyrðir ekki í hvíslaranum. Þú stóðst skjálfandi í æpandi þögninni. Þú sérð líka kafla þegar þú varst á réttum stað á réttri stundu. Fórst með hlutverk þitt með glæsibrag og fagnaðarlátum ætlaði aldrei að linna.

Hvert verk sem þú stendur andspænis talar til þín. Starf þitt, laus stund, hvíld þín, umhyggja fyrir öðrum. Þú getur gert það vel og illa. Með hangandi hendi og fýldum svip, hálfluktum augum, eða sýnt vinnufúsar hendur og með áræðnum svip og eftirvæntingarfullum. Augun leiftra af vinnugleði og þakklæti fyrir hversdaginn.

Um leið og og þú býður skyldur dagsins velkomnar með bros í auga kvikmyndatökuvélar þá getur farið um þig ánægjustraumur og nýtt myndskeið í lífsmynd þinni verður til. Forvitnilegt andartak fyrir þig – eitt af mörgum en þó eru þau öll ólík. Þú skoðar það kannski aftur og aftur og það lýkst upp fyrir þér að betra er að hafa augun opin en lokuð. Betra að kunna hlutverk sitt og vanda til hvers dags:

„Gullepli í silfurskálum, svo eru vel valin orð.“ (Orðskviðirnir 25.22).

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir