…viðurstyggð eyðingarinnar

Hörmungar þær sem ganga yfir Úkraínu eru af mannavöldum.

Þegar leiðtogar heimsins ýja að því að nota kjarnavopn í Úkraínustríðinu þá hafa þeir gleymt Nagasaki og Hírósíma. Kannski er sá óhugnaður fjarri huga þeirra og hönd sem gælir við kjarnahnappinn. Einhver kann að segja að þetta séu hótanir, vopnaglamm til að hræða andstæðinginn. En það er skepnuleg og ómannúðleg framkoma að hóta tortímingu lífs.

Þeir sem gefa til kynna að gripið verði til hefðbundinna kjarnavopna eða nettrar ferðaútgáfu þeirra í Úkraínustríðinu ættu að lesa Tsjernobyl-bænina, framtíðarannálinn, sem Svetlana Aleksíevítj skrifaði og kom út í fyrra í glæsilegri þýðingu Gunnars Þorra Péturssonar.

Það segir margt um bókina að orðið bæn kemur fyrir í heiti hennar.

Bókin ætti að vera skyldulesning nútímafólks sem elst upp við að kjarnavopn séu „eðlilegur hluti“ af vopnabúri sumra þjóða.

Afleiðingar geislavirkna efna hvort sem þau eru af völdum stríðs eða kjarnorkuslyss eru djöfullegar.

Sprenging varð í kjarnorkuverinu í Tsjernobyl 1986.

Sú sprenging umturnaði lífi fólks og náttúru sem enn sér ekki endann fyrir.

Tsjernobyl-bænin lætur fórnarlömb þeirrar sprengingar tala. Í bókinni hljóma margar raddir en höfundur tók viðtöl við mörg hundruð manns. Svetlana gefur fólkinu orðið, hún hlustar og skráir. Fórnarlömbin tala – þau eru í forgrunni. Fórnarlömb kjarnorkusprengingarinnar í Tsjernobyl-kjarnorkuverinu. Í bókinni rennur frásögn þjáninga og hörmunga með áhrifamiklum hætti, raddir venjulegs fólks berast til lesenda. Alls konar fólk, úr öllum stigum samfélagsins.

Fórnarlömb kjarnorkuslyss. Sem þrá kraftaverk því að börnin þeirra eru með „Tjeronbyl í blóðinu, í genunum.“ (Bls. 362).

En kjarnorkusprengja sem send er yfir land og lýð af jakkafataklæddum mönnum í hvítum skyrtum og hálsbindið þétt bundið. Skór gljáandi og brakandi þar sem gengið er um mikla sali með gylltum súlum. Lagst til hvílu eftir að hafa gefið út fyrirmæli um að senda hörmungar yfir fólk.

Kjarnorkusprengja.

Kjarnorkuslys. „Mörkin á milli þess sem er raunverulegt og óraunverulegt hafa máðst út…“ (Bls. 182). Og í kringum Tsjernobyl voru átta hundruð grafreitir, „venjulegir skurðir.“ (Bls. 239).

Það er kannski hægt að draga viss líkindi út frá afleiðingum kjarnorkusprengju annars vegar og slyss hins vegar. En mergur málsins er alltaf sá hinn sami: fólk kvelst og deyr. Myndir frá Nagasaki og Hírósíma sýndu auðn eyðileggingarinnar. Viðurstyggð eyðingarinnar.

Viðmælendur Svetlönu Aleksíevítj eru margir hversdagslegir heimspekingar og guðfræðingar.

Einn viðmælendanna segir að Tsjernobyl hafi gert þau öll að heimspekingum. Og kirkjurnar hafi fyllst af fólki á ný bæði trúuðum og trúlausum. Fólkið var í leit að svörum „sem hvorki eðlisfræðin né stærðfræðin gátu veitt. Hinn þríviði heimur gliðnaði í sundur, allar götur síðan hef ég ekki hitt einn einasta ofurhuga sem treystir sér tl að sverja við biblíu efnishyggjunnar. (Bls. 44).

Og annar segir frá því að fólk hafi bankað upp á og viljað viðtöl og myndir, „sem við sjáum síðan aldrei. Enda erum við hvorki með sjónvarp né rafmagn. Horfum bara út um gluggann. Og biðjumst fyrir, auðvitað. Kommúnisminn átti að koma í staðinn fyrir Guð en nú er Guð einn eftir.“ (Bls. 82).

Enn einn viðmælandi dregur líkindi á milli geislavirkni og Guðs. Ekki til að hnjóða í Guð heldur til að tjá trú sína. Hvernig þá? Jú, geislavirknin var alls staðar, litlaus, enginn staður á svæðinu var ósnortinn af henni. Hún var eins og Guð. „Guð er alls staðar, samt sér hann enginn.“ (Bls. 88).

Karlmennirnir lögðust í drykkju. „Þeir drekka frá sér sorgina.“ (bls. 89). Í einni götunni voru aðeins tveir karlmenn eftir – hinir voru dánir af völdum geislavirkninnar. „Guð tekur karlmennina fyrst,“ segir viðmælandinn og af hverju? Svarar: „Enginn ræður þá gátu fyrir okkur, enginn veit leyndarmálið sem liggur þar að baki.“ (Bls. 89).

Og hamingjan sem allir leita að. Svartsýnn viðmælandi segir að maðurinn verði aldrei hamingjusamur. Af hverju ekki? Hann svarar: „Það reynist honum um megn. Drottinn sá að Adam var einsamall og gaf honum Evu. Ekki til að gera hann syndugan heldur hamingjusaman. En það á ekki fyrir manninum að liggja að vera hamingjusamur.“ Og hann bætir því að hann sé aldrei einsamall: „…trúaður maður er aldrei einsamall.“ (Bls. 104).

En þeir stíga líka fram sem kalla á trú enda þótt þeir segist „tigna mannsvitið“ og „allt sem maðurinn hefur skapað.“ Einn í þessum hópi segir vísindamenn vera fórnarlömb Tsjernobyl-slyssins eins og aðra. Hann þráir líf eftir Tsjernobyl og: „Ég vil vita á hvað ég á að trúa. Hvað getur veitt mér styrk.“ (Bls. 182).

Mitt í öllum hörmungum dauða og þjáningar var einn staður þar sem talað var um eilíft líf. Það var kirkjan. „Það hefur róandi áhrif á fólk, þessi orð sem nánast hvergi annars staðar eru sögð en við þurfum eigi að síður svo mjög á að halda. Enginn lét sig vanta í kirkjurnar…. Þær troðfylltust. Skipti engu hvort heldur menn voru guðleysingjar eða kommúnistar – enginn lét sig vanta.“ (Bls. 259). Trúlaus verkfræðingur segir: „Þegar maður leitar merkingar eru trúarbrögðin skammt undan.“ Hann er annarrar trúar – er verkfræðingur (Bls. 272)…. og spyr: „Hvað á ég að gera við trú mína?“

Haft er eftir Marteini Lúther að hann myndi planta eplatré jafnvel þótt að heimsendir skylli á daginn eftir. Tsjernobyl-slysið var eins konar heimsendir. Í einum bæ á Tsjernobyl-svæðinu var sú þjóðtrú að ef tré væri gróðursett áður en haldið væri á brott að heiman yrði heimkoman góð. Einn viðmælandi segir svo: „Ég gekk úr einum garði í annan Hvar einasti maður var að planta tré. Í þriðja garðinum settist ég niður og grét.“ (Bls. 340).

Bók Nóbelsverðlaunahafans Svetlönu Aleksíevítj ætti að liggja á skrifborðum þeirra í Kreml og Washington. Lesin í þaula. Sem og reyndar hjá öllum þeim er hafa þessi vopn í vopnabúrum sínum og öðrum þeim er ætla að komast höndum yfir þau til að komast í hóp kjarnorkuvelda. Og líka á þínu borði.

Sá eða sú sem les bók Svetlönu Aleksíevítj og verður ekki snortin/n er með steinhjarta.

Vonandi eru leiðtogar heimsins ekki með slíkt hjarta.

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

…viðurstyggð eyðingarinnar

Hörmungar þær sem ganga yfir Úkraínu eru af mannavöldum.

Þegar leiðtogar heimsins ýja að því að nota kjarnavopn í Úkraínustríðinu þá hafa þeir gleymt Nagasaki og Hírósíma. Kannski er sá óhugnaður fjarri huga þeirra og hönd sem gælir við kjarnahnappinn. Einhver kann að segja að þetta séu hótanir, vopnaglamm til að hræða andstæðinginn. En það er skepnuleg og ómannúðleg framkoma að hóta tortímingu lífs.

Þeir sem gefa til kynna að gripið verði til hefðbundinna kjarnavopna eða nettrar ferðaútgáfu þeirra í Úkraínustríðinu ættu að lesa Tsjernobyl-bænina, framtíðarannálinn, sem Svetlana Aleksíevítj skrifaði og kom út í fyrra í glæsilegri þýðingu Gunnars Þorra Péturssonar.

Það segir margt um bókina að orðið bæn kemur fyrir í heiti hennar.

Bókin ætti að vera skyldulesning nútímafólks sem elst upp við að kjarnavopn séu „eðlilegur hluti“ af vopnabúri sumra þjóða.

Afleiðingar geislavirkna efna hvort sem þau eru af völdum stríðs eða kjarnorkuslyss eru djöfullegar.

Sprenging varð í kjarnorkuverinu í Tsjernobyl 1986.

Sú sprenging umturnaði lífi fólks og náttúru sem enn sér ekki endann fyrir.

Tsjernobyl-bænin lætur fórnarlömb þeirrar sprengingar tala. Í bókinni hljóma margar raddir en höfundur tók viðtöl við mörg hundruð manns. Svetlana gefur fólkinu orðið, hún hlustar og skráir. Fórnarlömbin tala – þau eru í forgrunni. Fórnarlömb kjarnorkusprengingarinnar í Tsjernobyl-kjarnorkuverinu. Í bókinni rennur frásögn þjáninga og hörmunga með áhrifamiklum hætti, raddir venjulegs fólks berast til lesenda. Alls konar fólk, úr öllum stigum samfélagsins.

Fórnarlömb kjarnorkuslyss. Sem þrá kraftaverk því að börnin þeirra eru með „Tjeronbyl í blóðinu, í genunum.“ (Bls. 362).

En kjarnorkusprengja sem send er yfir land og lýð af jakkafataklæddum mönnum í hvítum skyrtum og hálsbindið þétt bundið. Skór gljáandi og brakandi þar sem gengið er um mikla sali með gylltum súlum. Lagst til hvílu eftir að hafa gefið út fyrirmæli um að senda hörmungar yfir fólk.

Kjarnorkusprengja.

Kjarnorkuslys. „Mörkin á milli þess sem er raunverulegt og óraunverulegt hafa máðst út…“ (Bls. 182). Og í kringum Tsjernobyl voru átta hundruð grafreitir, „venjulegir skurðir.“ (Bls. 239).

Það er kannski hægt að draga viss líkindi út frá afleiðingum kjarnorkusprengju annars vegar og slyss hins vegar. En mergur málsins er alltaf sá hinn sami: fólk kvelst og deyr. Myndir frá Nagasaki og Hírósíma sýndu auðn eyðileggingarinnar. Viðurstyggð eyðingarinnar.

Viðmælendur Svetlönu Aleksíevítj eru margir hversdagslegir heimspekingar og guðfræðingar.

Einn viðmælendanna segir að Tsjernobyl hafi gert þau öll að heimspekingum. Og kirkjurnar hafi fyllst af fólki á ný bæði trúuðum og trúlausum. Fólkið var í leit að svörum „sem hvorki eðlisfræðin né stærðfræðin gátu veitt. Hinn þríviði heimur gliðnaði í sundur, allar götur síðan hef ég ekki hitt einn einasta ofurhuga sem treystir sér tl að sverja við biblíu efnishyggjunnar. (Bls. 44).

Og annar segir frá því að fólk hafi bankað upp á og viljað viðtöl og myndir, „sem við sjáum síðan aldrei. Enda erum við hvorki með sjónvarp né rafmagn. Horfum bara út um gluggann. Og biðjumst fyrir, auðvitað. Kommúnisminn átti að koma í staðinn fyrir Guð en nú er Guð einn eftir.“ (Bls. 82).

Enn einn viðmælandi dregur líkindi á milli geislavirkni og Guðs. Ekki til að hnjóða í Guð heldur til að tjá trú sína. Hvernig þá? Jú, geislavirknin var alls staðar, litlaus, enginn staður á svæðinu var ósnortinn af henni. Hún var eins og Guð. „Guð er alls staðar, samt sér hann enginn.“ (Bls. 88).

Karlmennirnir lögðust í drykkju. „Þeir drekka frá sér sorgina.“ (bls. 89). Í einni götunni voru aðeins tveir karlmenn eftir – hinir voru dánir af völdum geislavirkninnar. „Guð tekur karlmennina fyrst,“ segir viðmælandinn og af hverju? Svarar: „Enginn ræður þá gátu fyrir okkur, enginn veit leyndarmálið sem liggur þar að baki.“ (Bls. 89).

Og hamingjan sem allir leita að. Svartsýnn viðmælandi segir að maðurinn verði aldrei hamingjusamur. Af hverju ekki? Hann svarar: „Það reynist honum um megn. Drottinn sá að Adam var einsamall og gaf honum Evu. Ekki til að gera hann syndugan heldur hamingjusaman. En það á ekki fyrir manninum að liggja að vera hamingjusamur.“ Og hann bætir því að hann sé aldrei einsamall: „…trúaður maður er aldrei einsamall.“ (Bls. 104).

En þeir stíga líka fram sem kalla á trú enda þótt þeir segist „tigna mannsvitið“ og „allt sem maðurinn hefur skapað.“ Einn í þessum hópi segir vísindamenn vera fórnarlömb Tsjernobyl-slyssins eins og aðra. Hann þráir líf eftir Tsjernobyl og: „Ég vil vita á hvað ég á að trúa. Hvað getur veitt mér styrk.“ (Bls. 182).

Mitt í öllum hörmungum dauða og þjáningar var einn staður þar sem talað var um eilíft líf. Það var kirkjan. „Það hefur róandi áhrif á fólk, þessi orð sem nánast hvergi annars staðar eru sögð en við þurfum eigi að síður svo mjög á að halda. Enginn lét sig vanta í kirkjurnar…. Þær troðfylltust. Skipti engu hvort heldur menn voru guðleysingjar eða kommúnistar – enginn lét sig vanta.“ (Bls. 259). Trúlaus verkfræðingur segir: „Þegar maður leitar merkingar eru trúarbrögðin skammt undan.“ Hann er annarrar trúar – er verkfræðingur (Bls. 272)…. og spyr: „Hvað á ég að gera við trú mína?“

Haft er eftir Marteini Lúther að hann myndi planta eplatré jafnvel þótt að heimsendir skylli á daginn eftir. Tsjernobyl-slysið var eins konar heimsendir. Í einum bæ á Tsjernobyl-svæðinu var sú þjóðtrú að ef tré væri gróðursett áður en haldið væri á brott að heiman yrði heimkoman góð. Einn viðmælandi segir svo: „Ég gekk úr einum garði í annan Hvar einasti maður var að planta tré. Í þriðja garðinum settist ég niður og grét.“ (Bls. 340).

Bók Nóbelsverðlaunahafans Svetlönu Aleksíevítj ætti að liggja á skrifborðum þeirra í Kreml og Washington. Lesin í þaula. Sem og reyndar hjá öllum þeim er hafa þessi vopn í vopnabúrum sínum og öðrum þeim er ætla að komast höndum yfir þau til að komast í hóp kjarnorkuvelda. Og líka á þínu borði.

Sá eða sú sem les bók Svetlönu Aleksíevítj og verður ekki snortin/n er með steinhjarta.

Vonandi eru leiðtogar heimsins ekki með slíkt hjarta.

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir