Lútherska Kristskirkjan í Nígeríu (e. Lutheran Church of Christ) telur um 2,2 milljónir manna í 2.400 söfnuðum. Hún var stofnuð 1913. Í Nígeríu búa um 220 milljónir manna, múslímar eru í meirihluta (53.5%) en mótmælendur eru rúmlega 35% íbúa. 

Kirkja lútherskra í Nígeríu er einn þeirra hópa sem Boko Haram og íslamskir hryðjuverkamenn ofsækja grimmilega.

Lútherska Kristskirkjan í Nígeríu er fullgildur meðlimur í Lútherska heimssambandinu (LWF) og tekur þátt í öðrum alþjóðlegum samtökum sem vinna að málstað kristninnar.

Færeyska þjóðkirkjan segir frá því á vef sínum að Nemuel Babba, fyrrverandi erkibiskup Lúthersku kirkjunnar í Nígeríu, verði jarðsettur í Færeyjum næstkomandi mánudag, 15. desember.

Einhver kann að reka upp stór augu og spyrja auðvitað: Hvers vegna?

Svarið er ekki flókið. Hann var kvæntur færeyskri konu, Kaju Nemuel frá Rituvík, sem fædd var Lamhauge. Kaja og Nemuel gengu í hjónaband árið 1982 og varð þriggja barna auðið. Kynni þeirra tókust með þeim hætti að Kaja Lamhague fór sem trúboði til Nígeríu 1969 á vegum Misson Africa sem á sínum tíma hafði stundað trúboð þar í í landi með dyggum stuðningi frá dönskum trúboðum.

Nemuel Babba. Mynd; Lútherska Kristskirkjan í Nígeríu/Felix Samari

Nemuel Babba fæddist 31. desember 1952 í Bengó í Nígeríu og lést í Rituvík í Færeyjum 24. nóvember síðastliðinn. Hann var vígður til prests árið 1985 og tíu árum síðar var hann kjörinn biskup. Árið 2001 var hann kjörinn erkibiskup Lúthersku Kristskirkjunnar í Nígeríu (LCCN), embætti sem hann gegndi í þrjú fimm ára kjörtímabil, þar til hann lét af störfum vegna aldurs árið 2016. Um skeið var hann jafnframt forseti samtaka nokkurra mótmælendakirkna í Nígeríu og gegndi auk þess ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. 

Útförin nígeríska erkibiskupsins fyrrverandi fer fram mánudaginn 15. desember klukkan 12.00 á hádegi og verður henni streymt á vef Færeysku þjóðkirkjunnar, folkakirkjan.fo. Líklegt er að þúsundir manna úr Lúthersku Kristskirkjunni í Nígeríu fylgist með athöfninni. Jarðsett verður í kirkjugarðinum í Rituvík.

Útför erkibiskupsins fyrrverandi verður náttúrlega með öðrum hætti en venjulegar útfarir í Færeyjum. Musa Panti Filibus erkibiskup (fyrrum forseti Lútherska heimssambandsins) og Peter Bartimawus biskup, þjóna við útförina ásamt biskupi þeirra Færeyinga, Jógvani Friðrikssyni og færeysku prestunum Ova Brim prófasti, Bergi Debes Joensen og Sverri Steinhólm.

 Heimasíða Lúthersku Kristskirkjunnar í Nígeríu

Viðtal við Nemuel Babba um ofsóknir á hendur kristnu fólki í Nígeríu

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Lútherska Kristskirkjan í Nígeríu (e. Lutheran Church of Christ) telur um 2,2 milljónir manna í 2.400 söfnuðum. Hún var stofnuð 1913. Í Nígeríu búa um 220 milljónir manna, múslímar eru í meirihluta (53.5%) en mótmælendur eru rúmlega 35% íbúa. 

Kirkja lútherskra í Nígeríu er einn þeirra hópa sem Boko Haram og íslamskir hryðjuverkamenn ofsækja grimmilega.

Lútherska Kristskirkjan í Nígeríu er fullgildur meðlimur í Lútherska heimssambandinu (LWF) og tekur þátt í öðrum alþjóðlegum samtökum sem vinna að málstað kristninnar.

Færeyska þjóðkirkjan segir frá því á vef sínum að Nemuel Babba, fyrrverandi erkibiskup Lúthersku kirkjunnar í Nígeríu, verði jarðsettur í Færeyjum næstkomandi mánudag, 15. desember.

Einhver kann að reka upp stór augu og spyrja auðvitað: Hvers vegna?

Svarið er ekki flókið. Hann var kvæntur færeyskri konu, Kaju Nemuel frá Rituvík, sem fædd var Lamhauge. Kaja og Nemuel gengu í hjónaband árið 1982 og varð þriggja barna auðið. Kynni þeirra tókust með þeim hætti að Kaja Lamhague fór sem trúboði til Nígeríu 1969 á vegum Misson Africa sem á sínum tíma hafði stundað trúboð þar í í landi með dyggum stuðningi frá dönskum trúboðum.

Nemuel Babba. Mynd; Lútherska Kristskirkjan í Nígeríu/Felix Samari

Nemuel Babba fæddist 31. desember 1952 í Bengó í Nígeríu og lést í Rituvík í Færeyjum 24. nóvember síðastliðinn. Hann var vígður til prests árið 1985 og tíu árum síðar var hann kjörinn biskup. Árið 2001 var hann kjörinn erkibiskup Lúthersku Kristskirkjunnar í Nígeríu (LCCN), embætti sem hann gegndi í þrjú fimm ára kjörtímabil, þar til hann lét af störfum vegna aldurs árið 2016. Um skeið var hann jafnframt forseti samtaka nokkurra mótmælendakirkna í Nígeríu og gegndi auk þess ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. 

Útförin nígeríska erkibiskupsins fyrrverandi fer fram mánudaginn 15. desember klukkan 12.00 á hádegi og verður henni streymt á vef Færeysku þjóðkirkjunnar, folkakirkjan.fo. Líklegt er að þúsundir manna úr Lúthersku Kristskirkjunni í Nígeríu fylgist með athöfninni. Jarðsett verður í kirkjugarðinum í Rituvík.

Útför erkibiskupsins fyrrverandi verður náttúrlega með öðrum hætti en venjulegar útfarir í Færeyjum. Musa Panti Filibus erkibiskup (fyrrum forseti Lútherska heimssambandsins) og Peter Bartimawus biskup, þjóna við útförina ásamt biskupi þeirra Færeyinga, Jógvani Friðrikssyni og færeysku prestunum Ova Brim prófasti, Bergi Debes Joensen og Sverri Steinhólm.

 Heimasíða Lúthersku Kristskirkjunnar í Nígeríu

Viðtal við Nemuel Babba um ofsóknir á hendur kristnu fólki í Nígeríu

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir