Erik Heide, einn kunnasti kirkjulistamaður Dana lést í vikunni á nítugasta aldursári.

Hann fæddist  árið 1934 á eyjunni Mors við Norður-Jótland og lauk námi 1954 við málaradeild Konunglegu dönsku listaakademíunnar í Kaupmannahöfn. Frá 1958 vann Erik nær eingöngu skúlptúrverk en hann var sjálfmenntaður í höggmyndalist og með þeim færustu í þeirri listgrein á sinni tíð. Enginn danskur listamaður á jafnmörg listaverk í kirkjum og Erik en þær eru nær hundrað að tölu sem hrósa happi að eiga verk eftir hann. Verk hans eru skírnarfontar, róðukrossar, prédikunarstólar, ölturu og margt fleira. Efniviður verkanna er af ýmsu tagi: Náttúrulegir steinar, trjáviður, steypujárn; fábrotið efni og grófgert; ál, stál og brons. Einkenni á verkum hans eru stór form, einfaldar línur, lifandi myndflötur og auðskilinn. Erik hafði mikinn áhuga á keltneskri list og sótti innblástur til hennar í verk sín. Mörg verka hans endurspegla tilvistarfræðilegar spurningar lífsins með bæði trúarlegum tilvísunum og veraldlegum. Erik vann einnig með færeyskum listamönnum í steinþrykki (litógrafíu).

Erik Heide sótti í myndlistararf kirkjunnar en einfaldaði öll form og færði yfir þau með listrænu innsæi sínu nútímalegan blæ án þess að vega að hinu hefðbundna. Hann leit á það sem hlutverk sitt að koma trúarboðskapnum fram með beinum hætti og ekki ætti að fela hann í flóknum myndheimi og táknum. Erik var afar eftirsóttur kirkjulistamaður og söfnuðirnir kunnu að meta verk hans.

Auk kirkjuverka liggja eftir hann listaverk í bæjum og þorpum um alla Danmörku. Höggmyndir hans eru grípandi myndir af dýrum eins og fuglum, fuglsvængjum, fiskum, hundum o. fl. sem gerðir eru úr steypujárni eða graníti.

Erik Heide var sýndur margvíslegur sómi á langri ævi fyrir störf sín að listum. Hann sat til dæmis í tvo áratugi í stjórn Thorvaldsen-safnsins.

Hér má sjá myndir af nokkrum kirkjulistaverkum hans.

Kirkja frelsarans í Horsens, Danmörku. Erik Heide gerði altarismyndina, altarið og umgjörð þess

Þrenningarkirkjan í Esjberg. Krossinn er gerður af Erik Heide og er úr koparplötum sem fuku af kirkjunni í fárviðri

Kristur, eftir Erik Heide frá 1999

No-kirkja í Ringköbing, altaristafla eftir Erik Heide, frá 1996

Hin milda fjöður, eftir Erik Heide. Í Durham-háskóla, Englandi

Þess má geta að Erik Heide sýndi á Kjarvalsstöðum nokkrar höggmyndir á norrænni myndlistarsýningu 1972.

Erik Heide (1934-2024)

Viltu deila þessari grein með fleirum?

 

Erik Heide, einn kunnasti kirkjulistamaður Dana lést í vikunni á nítugasta aldursári.

Hann fæddist  árið 1934 á eyjunni Mors við Norður-Jótland og lauk námi 1954 við málaradeild Konunglegu dönsku listaakademíunnar í Kaupmannahöfn. Frá 1958 vann Erik nær eingöngu skúlptúrverk en hann var sjálfmenntaður í höggmyndalist og með þeim færustu í þeirri listgrein á sinni tíð. Enginn danskur listamaður á jafnmörg listaverk í kirkjum og Erik en þær eru nær hundrað að tölu sem hrósa happi að eiga verk eftir hann. Verk hans eru skírnarfontar, róðukrossar, prédikunarstólar, ölturu og margt fleira. Efniviður verkanna er af ýmsu tagi: Náttúrulegir steinar, trjáviður, steypujárn; fábrotið efni og grófgert; ál, stál og brons. Einkenni á verkum hans eru stór form, einfaldar línur, lifandi myndflötur og auðskilinn. Erik hafði mikinn áhuga á keltneskri list og sótti innblástur til hennar í verk sín. Mörg verka hans endurspegla tilvistarfræðilegar spurningar lífsins með bæði trúarlegum tilvísunum og veraldlegum. Erik vann einnig með færeyskum listamönnum í steinþrykki (litógrafíu).

Erik Heide sótti í myndlistararf kirkjunnar en einfaldaði öll form og færði yfir þau með listrænu innsæi sínu nútímalegan blæ án þess að vega að hinu hefðbundna. Hann leit á það sem hlutverk sitt að koma trúarboðskapnum fram með beinum hætti og ekki ætti að fela hann í flóknum myndheimi og táknum. Erik var afar eftirsóttur kirkjulistamaður og söfnuðirnir kunnu að meta verk hans.

Auk kirkjuverka liggja eftir hann listaverk í bæjum og þorpum um alla Danmörku. Höggmyndir hans eru grípandi myndir af dýrum eins og fuglum, fuglsvængjum, fiskum, hundum o. fl. sem gerðir eru úr steypujárni eða graníti.

Erik Heide var sýndur margvíslegur sómi á langri ævi fyrir störf sín að listum. Hann sat til dæmis í tvo áratugi í stjórn Thorvaldsen-safnsins.

Hér má sjá myndir af nokkrum kirkjulistaverkum hans.

Kirkja frelsarans í Horsens, Danmörku. Erik Heide gerði altarismyndina, altarið og umgjörð þess

Þrenningarkirkjan í Esjberg. Krossinn er gerður af Erik Heide og er úr koparplötum sem fuku af kirkjunni í fárviðri

Kristur, eftir Erik Heide frá 1999

No-kirkja í Ringköbing, altaristafla eftir Erik Heide, frá 1996

Hin milda fjöður, eftir Erik Heide. Í Durham-háskóla, Englandi

Þess má geta að Erik Heide sýndi á Kjarvalsstöðum nokkrar höggmyndir á norrænni myndlistarsýningu 1972.

Erik Heide (1934-2024)

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir