The Economist fjallaði fyrir nokkru um ofsóknir á hendur kristnu fólki í Kína. Kommúnistaflokkurinn þar í landi sem öllu ræður leyfir trúariðkun landa sinna í ákveðnu formi sem hann setur trúfélögum. Af sjálfu leiðir að þessi trúfélög eru ekki frjáls og eru undir ströngu eftirliti ríkisins. Þess vegna kjósa margir að sniðganga ríkistrúfélögin og taka þátt í sjálfstæðum söfnuðum sem eru óskráðir. Kínversk yfirvöld hafa hundelt þessi trúfélög en ekki tekist að kveða þau í kútinn. Frjálsu trúfélögin hafa fundið samastað sinn á netinu og blómstra þar. Kínversk stjórnvöld hafa ekki gefist upp og herja á þessa söfnuði af mikilli hörku. Xi Jinping forseti Kína hefur hvatt flokksfélaga til að vera ósveigjanlega marxíska trúleysingja og sækja „andlega skírn“ í sögu og afrek Flokksins.

Jin Mingri

The Economist rekur í stuttu máli í grein sinni sögu stofnanda eins kristins trúfélags í Peking, Sion-safnaðarins. Jin Mingri mótmælti því að settar væru upp í safnaðarsalnum eftirlitsmyndavélar. Stjórnvöld brugðust ókvæða við og lokuðu húsnæðinu, gerðu eignir safnaðarins upptækar og hröktu Jin Mingri úr borginni. Hann settist að í borginni Beihai sem er í suður Kína og hóf þar starfsemi í gegnum netið. Efnið sem hann setur á netið er notað af leynilegum heimasöfnuðum kristinna sem hlusta á prédikanir og hafa um hönd helgihald. Síon-söfnuðurinn starfar í 40 borgum og sumir hafa brugðið á það ráð að leigja rútur og ferðast um í þeim á meðan þeir hlusta á prédikanir. Stjórnvöld bera það fyrir sig að lén trúfélaganna séu ólögleg og rjúfa þau af þeim ástæðum. Þau setja og það skilyrði að í öllum prédikunum komi skírt fram ást til föðurlandsins og stuðningur við Kommúnistaflokkinn. Það er ekki aðeins Síon-söfnuðurinn sem er undir smásjá Kommúnistaflokksins heldur fleiri söfnuðir. Fyrir nokkrum mánuðum voru tíu meðlimir annars mótmælendasafnaðar dæmdir í fangelsi, þar á meðal prestur sem fékk fimmtán ára dóm.

Þessar ofsóknir sem staðið hafa svo áratugum skiptir í Kína á hendur kristnu fólki virðast gleymast þegar vestrænir leiðtogar sækja landið heim og brosa breitt með Xi Jinping, forseta landsins og skála við hann á rauðum dreglum. Kannski blóðrauðum dregli?

Bandaríkjastjórn hefur fordæmt þessar aðgerðir gegn kristnum trúfélögum í Kína.

Mannréttindavaktin um trúfrelsi í Kína. 

Hér má lesa greinina í The Economist.

Því má bæta við að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er nýbúinn að hitta Xi Jinping, forseta Kína, á fundi í Suður-Kóreu. Ekki er vitað hvort mannréttindamál bar á góma í viðræðum þeirra.

Donald Trump og Xi Jinping á fundi í Suður-Kóreu í gær - mynd: BBC

Donald Trump og Xi Jinping á fundi í Suður-Kóreu í gær – mynd: BBC

Myndskeið frá Firstpost um efnið: 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

The Economist fjallaði fyrir nokkru um ofsóknir á hendur kristnu fólki í Kína. Kommúnistaflokkurinn þar í landi sem öllu ræður leyfir trúariðkun landa sinna í ákveðnu formi sem hann setur trúfélögum. Af sjálfu leiðir að þessi trúfélög eru ekki frjáls og eru undir ströngu eftirliti ríkisins. Þess vegna kjósa margir að sniðganga ríkistrúfélögin og taka þátt í sjálfstæðum söfnuðum sem eru óskráðir. Kínversk yfirvöld hafa hundelt þessi trúfélög en ekki tekist að kveða þau í kútinn. Frjálsu trúfélögin hafa fundið samastað sinn á netinu og blómstra þar. Kínversk stjórnvöld hafa ekki gefist upp og herja á þessa söfnuði af mikilli hörku. Xi Jinping forseti Kína hefur hvatt flokksfélaga til að vera ósveigjanlega marxíska trúleysingja og sækja „andlega skírn“ í sögu og afrek Flokksins.

Jin Mingri

The Economist rekur í stuttu máli í grein sinni sögu stofnanda eins kristins trúfélags í Peking, Sion-safnaðarins. Jin Mingri mótmælti því að settar væru upp í safnaðarsalnum eftirlitsmyndavélar. Stjórnvöld brugðust ókvæða við og lokuðu húsnæðinu, gerðu eignir safnaðarins upptækar og hröktu Jin Mingri úr borginni. Hann settist að í borginni Beihai sem er í suður Kína og hóf þar starfsemi í gegnum netið. Efnið sem hann setur á netið er notað af leynilegum heimasöfnuðum kristinna sem hlusta á prédikanir og hafa um hönd helgihald. Síon-söfnuðurinn starfar í 40 borgum og sumir hafa brugðið á það ráð að leigja rútur og ferðast um í þeim á meðan þeir hlusta á prédikanir. Stjórnvöld bera það fyrir sig að lén trúfélaganna séu ólögleg og rjúfa þau af þeim ástæðum. Þau setja og það skilyrði að í öllum prédikunum komi skírt fram ást til föðurlandsins og stuðningur við Kommúnistaflokkinn. Það er ekki aðeins Síon-söfnuðurinn sem er undir smásjá Kommúnistaflokksins heldur fleiri söfnuðir. Fyrir nokkrum mánuðum voru tíu meðlimir annars mótmælendasafnaðar dæmdir í fangelsi, þar á meðal prestur sem fékk fimmtán ára dóm.

Þessar ofsóknir sem staðið hafa svo áratugum skiptir í Kína á hendur kristnu fólki virðast gleymast þegar vestrænir leiðtogar sækja landið heim og brosa breitt með Xi Jinping, forseta landsins og skála við hann á rauðum dreglum. Kannski blóðrauðum dregli?

Bandaríkjastjórn hefur fordæmt þessar aðgerðir gegn kristnum trúfélögum í Kína.

Mannréttindavaktin um trúfrelsi í Kína. 

Hér má lesa greinina í The Economist.

Því má bæta við að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er nýbúinn að hitta Xi Jinping, forseta Kína, á fundi í Suður-Kóreu. Ekki er vitað hvort mannréttindamál bar á góma í viðræðum þeirra.

Donald Trump og Xi Jinping á fundi í Suður-Kóreu í gær - mynd: BBC

Donald Trump og Xi Jinping á fundi í Suður-Kóreu í gær – mynd: BBC

Myndskeið frá Firstpost um efnið: 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir