Skoðanakannanir um trú fólks eru alltaf athyglisverðar. Þær segja margt og kannski ekki alltaf hið eina og rétta en þær gefa ýmislegt til kynna.

Nýlega lét danska ríkisútvarpið gera könnun á trúarhag landsmanna og margt athyglisvert kom þar í ljós.

Þar kom í ljós að þriðjungur Dana trúir á Guð, eða um 35%. Svipuð könnun var gerð fyrir tæpum tveimur áratugum og þá sögðust 45%.

Brian Arly Jacobsen, trúarlífsfélagsfræðingur sem starfar við Kaupmannahafnarháskóla, túlkar þetta svo að breyting hafi orðið á trú landsmanna og sígildar trúarjátningar verði meira framandi í augum þeirra og heimsmyndin breytist með nýjum andlegum og trúarlegum hugmyndum eða öðrum gömlum og rótgrónum sem nái að heilla fólk. Hugmyndin um persónulegan guð sem situr í skýjum himinsins er mörgum fjarlæg enda þótt margir – eða 66% – trúi því að „margt fleira sé á milli himins og jarðar.“

Í þessu sambandi má spyrja hvort trúarjátningar eins og Níkeujátningin sem fagnar 1700 ára afmæli séu ekki dæmi um trúarlegar minjar sem virtar eru vel í helgihaldi en spegli á engan hátt trú nútímamannsins.

35% svarenda trúa á Guð – 45% svöruðu svo í könnun 2009.

8% svarenda biðja daglega en 53% svöruðu því að þau bæðust aldrei fyrir

66% svarenda telja að til sé meira „milli himins og jarðar“ en „hvítskeggjaði öldungurinn Guð svífandi um milli skýja“

39% svarenda telja að maður eigi að fyrirgefa þeim sem hafa misstigið sig herfilega í lífinu

16% svarenda telja að stjörnuspá geti kennt fólki eitthvað um sjálft sig

26% svarenda  trúa á líf eftir dauðann – 43% svara því svo að ekki sé líf eftir dauðann – og 30% eru óviss

22% svarenda hafa reynslu af því að finna fyrir einum eða fleirum framliðnum í návist sinni

Fræðsludeild dönsku þjóðkirkjunnar (Folkekirkens Uddannelses- og Videnscenter) er mjög öflug eins og sjá má á heimasíðu hennar.

Einn sérfræðingurinn þar á bæ er dr. Karen Marie Leth-Nissen og telur hún þessa þróun vera ósköp eðlilega. Nú sé talað með öðrum hætti um trú og andleg málefni en áður var. Trúarlegir þættir í samfélaginu hafi gefið eftir og nú sé til dæmis Faðirvorið ekki kennt í skólum og sameiginlegur morgunsöngur þar sem sálmar flutu með sé ekki lengur til að dreifa. Sameiginlegt og kunnugt tungutak um trúna hafi því fjarað út.

„Hugmyndin um Guð sem einhvern öldung í skýjum himinsins er fólki fjarlæg og auk þess er það ekki heldur guðsmynd dönsku þjóðkirkjunnar,“ segir hún og bætir við: „Þessi hugmynd er lífseig en þau eru mörg sem vilja ekkert með hana hafa því að hægt sé að finna fyrir Guði í lífinu á svo margan hátt.“

Þegar hún var spurð að því hvað lesa mætti úr því að færri trúi á Guð samkvæmt könnuninni en áður sagðist hún telja að í raun snerist þetta ekki um minni trú einstaklingsins eða að hann væri síður leitandi en áður fyrr heldur að fólk vildi ekki láta aðra skilgreina trú sína eða samband sitt við Guð.

Um aðferðafræði könnunarinnar: Hraðkönnun, Epinion var umsjónaraðili. Vefkönnun og úrtakið voru danskir ríkisborgarar á aldrinum 18 ára og eldri. Gerð á tímabilinu 7. mars til 13. mars 2025. Könnunin hefur tölfræðilega óvissu upp á +/- 3,1 prósentustig.

Umfjöllun og byggð á frétt DR 31. júlí 2025 og Quiz: Hvad tror danskerne på? | DR

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Skoðanakannanir um trú fólks eru alltaf athyglisverðar. Þær segja margt og kannski ekki alltaf hið eina og rétta en þær gefa ýmislegt til kynna.

Nýlega lét danska ríkisútvarpið gera könnun á trúarhag landsmanna og margt athyglisvert kom þar í ljós.

Þar kom í ljós að þriðjungur Dana trúir á Guð, eða um 35%. Svipuð könnun var gerð fyrir tæpum tveimur áratugum og þá sögðust 45%.

Brian Arly Jacobsen, trúarlífsfélagsfræðingur sem starfar við Kaupmannahafnarháskóla, túlkar þetta svo að breyting hafi orðið á trú landsmanna og sígildar trúarjátningar verði meira framandi í augum þeirra og heimsmyndin breytist með nýjum andlegum og trúarlegum hugmyndum eða öðrum gömlum og rótgrónum sem nái að heilla fólk. Hugmyndin um persónulegan guð sem situr í skýjum himinsins er mörgum fjarlæg enda þótt margir – eða 66% – trúi því að „margt fleira sé á milli himins og jarðar.“

Í þessu sambandi má spyrja hvort trúarjátningar eins og Níkeujátningin sem fagnar 1700 ára afmæli séu ekki dæmi um trúarlegar minjar sem virtar eru vel í helgihaldi en spegli á engan hátt trú nútímamannsins.

35% svarenda trúa á Guð – 45% svöruðu svo í könnun 2009.

8% svarenda biðja daglega en 53% svöruðu því að þau bæðust aldrei fyrir

66% svarenda telja að til sé meira „milli himins og jarðar“ en „hvítskeggjaði öldungurinn Guð svífandi um milli skýja“

39% svarenda telja að maður eigi að fyrirgefa þeim sem hafa misstigið sig herfilega í lífinu

16% svarenda telja að stjörnuspá geti kennt fólki eitthvað um sjálft sig

26% svarenda  trúa á líf eftir dauðann – 43% svara því svo að ekki sé líf eftir dauðann – og 30% eru óviss

22% svarenda hafa reynslu af því að finna fyrir einum eða fleirum framliðnum í návist sinni

Fræðsludeild dönsku þjóðkirkjunnar (Folkekirkens Uddannelses- og Videnscenter) er mjög öflug eins og sjá má á heimasíðu hennar.

Einn sérfræðingurinn þar á bæ er dr. Karen Marie Leth-Nissen og telur hún þessa þróun vera ósköp eðlilega. Nú sé talað með öðrum hætti um trú og andleg málefni en áður var. Trúarlegir þættir í samfélaginu hafi gefið eftir og nú sé til dæmis Faðirvorið ekki kennt í skólum og sameiginlegur morgunsöngur þar sem sálmar flutu með sé ekki lengur til að dreifa. Sameiginlegt og kunnugt tungutak um trúna hafi því fjarað út.

„Hugmyndin um Guð sem einhvern öldung í skýjum himinsins er fólki fjarlæg og auk þess er það ekki heldur guðsmynd dönsku þjóðkirkjunnar,“ segir hún og bætir við: „Þessi hugmynd er lífseig en þau eru mörg sem vilja ekkert með hana hafa því að hægt sé að finna fyrir Guði í lífinu á svo margan hátt.“

Þegar hún var spurð að því hvað lesa mætti úr því að færri trúi á Guð samkvæmt könnuninni en áður sagðist hún telja að í raun snerist þetta ekki um minni trú einstaklingsins eða að hann væri síður leitandi en áður fyrr heldur að fólk vildi ekki láta aðra skilgreina trú sína eða samband sitt við Guð.

Um aðferðafræði könnunarinnar: Hraðkönnun, Epinion var umsjónaraðili. Vefkönnun og úrtakið voru danskir ríkisborgarar á aldrinum 18 ára og eldri. Gerð á tímabilinu 7. mars til 13. mars 2025. Könnunin hefur tölfræðilega óvissu upp á +/- 3,1 prósentustig.

Umfjöllun og byggð á frétt DR 31. júlí 2025 og Quiz: Hvad tror danskerne på? | DR

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir