Kirkjublaðið.is lagði þrjár spurningar fyrir biskupsefnin þrjú sem hlutu flestar tilnefningar. Þá var þeim gefinn kostur á að segja hver yrðu áherslumál þeirra næðu þau kjöri.

Kynningin fer fram í stafrófsröð.
Í dag verður sr. Guðmundur Karl Brynjarsson kynntur.
Sr. Guðrún Karls Helgudóttir verður kynnt á morgun.
Í gær var sr. Elínborg Sturludóttir kynnt.
Biskupskosning fer fram með rafrænum hætti og hefst kl. 12:00 á hádegi þann 11. apríl 2024 og lýkur kl. 12:00 á hádegi þann 16. apríl 2024.
Rétt kjörið biskupsefni þarf meirihluta atkvæða og náist það ekki skal kosið á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fengu. Standi atkvæði á jöfnu ræður hlutkesti.

Svör sr. Guðmundar Karls:

  1. Hver er skoðun þín á fækkun í þjóðkirkjunni og telur þú ástæðu til að bregðast við henni? Og ef svo, hvernig þá?

Þegar litið er til baka um fáeina áratugi gátu fáir séð fyrir sér þá miklu breytingu sem orðið hefur á ytri stöðu þjóðkirkjunnar, frá því að vera nokkuð óumdeild stærð í samfélaginu sem hafði innanborðs 95 prósent þjóðarinnar til þess að vera umdeild og síminnkandi stofnun sem sætir stöðugri gagnrýni. Fækkun í þjóðkirkjunni er auðvitað dapurleg. Öll viljum við, sem unnum þjóðkirkjunni og teljum hana eiga mikilvægt erindi við fólk og gegna þýðingarmiklu hlutverki gagnvart fólki, að sem flestir vilji tilheyra henni.

Ástæður fækkunarinnar eru margvíslegar, ekki síst samfélagsbreytingar í fjölmenningarátt. Fækkun í þjóðkirkjunni er að mörgu leyti tímanna tákn sem við verðum að laga okkur að á sem ábyrgastan hátt. Við verðum að læra að vera þjóðkirkja í veraldlegu samfélagi og hætta að harma að staða okkar sé ekki betri (að þessu leyti) en raun ber vitni. Miklu frekar verðum við að horfa á þær áskoranir sem felast í breyttri stöðu og aðstæðum þjóðkirkjunnar sem tækifæri til sóknar.

Besta leiðin, þegar allt kemur til alls, til þess að bregðast við fækkandi meðlimafjölda þjóðkirkjunnar er einfaldlega þjóðkirkja sem veit hver hún er og til hvers hún er og lagar starf sitt, boðun, þjónustu og framgöngu að því; þjóðkirkja sem þykist ekki vera annað en það sem hún á að vera.

Þegar allt kemur til alls verður gildi og staða þjóðkirkjunnar ekki vegið og metið í fjölda meðlima heldur í heilindum hennar gagnvart fagnaðarerindinu. Þjóðkirkja sem stendur á þeim grunni mun farnast vel óháð því hvort formleg staða hennar breytist frá einum tíma til annars.

  1. Hvernig sérðu fyrir þér þátttöku biskups í opinberri umræðu á hinu íslenska samfélagstorgi sem verður sífellt fjölbreyttara?

Staða og hlutverk biskups hefur breyst mjög mikið á skömmum tíma samhliða breyttri stöðu þjóðkirkjunnar inn á við og út á við. Svo sem kunnugt er hefur skipulagi kirkjunnar verið breytt og rekstrarstofa heldur nú utan um fjármál og rekstur þjóðkirkjunnar. Biskup og samstarfsfólk hans sinna því sem kalla má kjarnastarfsemi kirkjunnar. Lokaferlið í þeirri vinnu var nýleg samþykkt kirkjuþings um nýtt skipurit þjóðkirkjunnar.

Með breytingunum virðist mér skapast aukið rými fyrir biskup til að vera einfaldlega hirðir og helga sig því hlutverki bæði á kirkjulegum vettvangi og breiðari grunni samfélagsins í heild.

Biskup á því að vera sýnilegur og nálægur á vettvangi fjölmiðla, hlaðvarpa og samfélagsmiðla og bregðast við umræðu og aðstæðum í samfélaginu og miðla erindi kristinnar trúar. Í þeim efnum eru orð postulans Péturs góður vegvísir: „Verið ætíð reiðubúin að svara hverjum manni sem krefst raka fyrir voninni sem þið eigið. En gerið það með hógværð og virðingu og hafið góða samvisku …“ (1Pét 3.)

Möguleikarnir sem samfélagsmiðlarnir gefa okkur eru að nú er kirkjan í bullandi séns að miðla sinni réttu ásýnd meðal þjóðarinnar. Við þurfum ekkert endilega að fá fjölmiðla með okkur í lið. Við getum tekið dagskrárvaldið í okkar hendur, miðlað okkar eigin narratívu, hver við erum sem kirkja. Það er mikilvægt að við getum verið stolt af því að elska þjóðkirkjuna okkar, sem mætir öllum í þjónustu sinni, býður upp á fjölbreytt og lifandi starf og reynir að koma til móts við mismunandi þarfir fólks í nútímanum.

  1. Hvernig sérðu fyrir þér samband ríkis og kirkju í framtíðinni? Hvaða rökum eða aðgerðum hyggstu beita svo að sú sýn nái fram að ganga?

Ég sé ekki fram í tímann og veit ekki hvert samband ríkis og þjóðkirkju verður í framtíðinni. Þróun þess sambands hefur öll verið í eina átt undanfarin ár og hefur hratt miðað að sjálfstæði þjóðkirkjunnar á öllum sviðum. Ég sé ekki fyrir mér að við munum hverfa til baka í þeim efnum.

Þegar unnið var að gerð nýrrar stjórnarskrár í kjölfar efnahagshrunsins kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslu að tæp 60% þeirra sem þátt tóku vildu að í nýrri stjórnarskrá væri ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi svo sem verið hefur til þessa. Nú eru liðin 12 ár frá þeirri þjóðaratkvæðagreiðslu og ég veit ekki hvernig niðurstöðu við mundum sjá nú á dögum væri hún endurtekin. Vera má að í framtíðinni verði stjórnarskrá Íslands án ákvæðis um þjóðkirkju í landinu en það getum við að sjálfsögðu ekki vitað núna né heldur hvað það mundi beinlínis leiða af sér.

Stjórnskipunarleg tengsl milli þjóðkirkjunnar og ríkisvaldsins eru mikilvæg og þýðingarmikil og það skiptir vitanlega máli í hvaða fari þau eru á hverjum tíma og að þeim þarf að hlúa. En það sem okkur ber að rækta umfram allt – og hafa áhyggjur af þegar ástæða er til – eru tengsl þjóðkirkjunnar og þjóðarinnar, þ. e. samband kirkjunnar við fólkið í landinu, það fólk sem hún vill mæta og hafa áhrif á, fólkið sem hún vill þjóna og fylgja og miðla því fagnaðarerindi sem henni er trúað fyrir.

  1. Annað sem þú vilt taka sérstaklega fram og hyggst leggja áherslu á í starfi biskups náir þú kjöri.

Á stefnumótafundi sem efnt var til á vegum kirkjuþings og haldinn var árið 2021 var unnið í umræðuhópum og töldu hóparnir að mikilvægasta málið sem setja ætti í forgang í starfi þjóðkirkjunnar væri að efla og bæta æskulýðsstarf.

Hvað hefur á hinn bóginn verið gert í þeim málaflokki sem metinn var mikilvægastur? Augljóst má vera að þar er enn verk að vinna.

Um leið og ég býð mig fram til biskups vek ég um leið athygli á því frumkvæði sem ég hef haft á því sviði sem talið er mikilvægast. Ég hef brunnið fyrir barna- og æskulýðsstarfið innan þeirra safnaða sem ég hef þjónað gegnum tíðina. Ég hef skrifað talsvert af fræðsluefni tengt barna- og æskulýðsstarfi. Ég nefni þættina Daginn í dag, sem ég átti minn þátt í að yrðu að veruleika á sínum tíma og eru enn í dag að gera gott mót á myndveitum Símans og Vodafone. Auk þess skrifaði ég ásamt fleirum, þætti um Hafdísi og Klemma, Tófu og Nebbanú sem eru sívinsælir í sunnudagaskólum landsins.

Svo má ég til með að nefna nýjan og spennandi vef í smíðum sem nefnist Humm. Hann er runninn undan rifjum Elínar Elísabetar fræðslustjóra en ég sit í ritstjórn hans. Í þeirri vinnu er leitað til fagfólks í hverju rúmi hvað varðar forritun, útlit, kennslufræði og guðfræði. Þessi vefur hefur markhópinn börn og ungt fólk. Honum er ætlað að mæta þeim sem lítið eða ekkert þekkja til trúarinnar. Vefnum er ætlað að efla skilning og þekkingu á biblíusögum og hvernig þær tengjast daglegu lífi okkar í nútímanum, vonandi kveikir hann trú og auðgar trúarlíf. Þarna verður líka lögð áhersla á menningarlæsi í samhengi kristinnar trúar. Auk þess verður líka flokkur fyrir börn um Biblíuna, trúna og gildin svo eitthvað sé nefnt. Humm á að geta nýst jafnt kirkjunni, skólum, heimilum og einstaklingum og verður auglýstur rækilega þegar hann verður opnaður.

Ég er í senn auðmjúkur og þakklátur fyrir að vera treyst af svo mörgum starfssystkinum mínum, prestum og djáknum, til þess að vera einn þriggja í framboði til biskupsembættis. Ég tek þeirri áskorun af auðmýkt og einurð.

Ég hef valið mér eftirfarandi einkunnarorð í yfirstandandi biskupskjöri:
VERUM UPPBYGGILEG kirkja sem miðlar elsku Guðs til allra og sýnir kærleikann í verki.
VERUM ÖRUGG kirkja sem byggir á traustum grunni orðsins, játninganna og kærleika Jesú Krists.
VERUM ÓHRÆDD kirkja sem felur Guði alla hluti, þiggur það hugrekki sem bænin veitir og tekst þannig á við allar hindranir og áskoranir.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Kirkjublaðið.is lagði þrjár spurningar fyrir biskupsefnin þrjú sem hlutu flestar tilnefningar. Þá var þeim gefinn kostur á að segja hver yrðu áherslumál þeirra næðu þau kjöri.

Kynningin fer fram í stafrófsröð.
Í dag verður sr. Guðmundur Karl Brynjarsson kynntur.
Sr. Guðrún Karls Helgudóttir verður kynnt á morgun.
Í gær var sr. Elínborg Sturludóttir kynnt.
Biskupskosning fer fram með rafrænum hætti og hefst kl. 12:00 á hádegi þann 11. apríl 2024 og lýkur kl. 12:00 á hádegi þann 16. apríl 2024.
Rétt kjörið biskupsefni þarf meirihluta atkvæða og náist það ekki skal kosið á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fengu. Standi atkvæði á jöfnu ræður hlutkesti.

Svör sr. Guðmundar Karls:

  1. Hver er skoðun þín á fækkun í þjóðkirkjunni og telur þú ástæðu til að bregðast við henni? Og ef svo, hvernig þá?

Þegar litið er til baka um fáeina áratugi gátu fáir séð fyrir sér þá miklu breytingu sem orðið hefur á ytri stöðu þjóðkirkjunnar, frá því að vera nokkuð óumdeild stærð í samfélaginu sem hafði innanborðs 95 prósent þjóðarinnar til þess að vera umdeild og síminnkandi stofnun sem sætir stöðugri gagnrýni. Fækkun í þjóðkirkjunni er auðvitað dapurleg. Öll viljum við, sem unnum þjóðkirkjunni og teljum hana eiga mikilvægt erindi við fólk og gegna þýðingarmiklu hlutverki gagnvart fólki, að sem flestir vilji tilheyra henni.

Ástæður fækkunarinnar eru margvíslegar, ekki síst samfélagsbreytingar í fjölmenningarátt. Fækkun í þjóðkirkjunni er að mörgu leyti tímanna tákn sem við verðum að laga okkur að á sem ábyrgastan hátt. Við verðum að læra að vera þjóðkirkja í veraldlegu samfélagi og hætta að harma að staða okkar sé ekki betri (að þessu leyti) en raun ber vitni. Miklu frekar verðum við að horfa á þær áskoranir sem felast í breyttri stöðu og aðstæðum þjóðkirkjunnar sem tækifæri til sóknar.

Besta leiðin, þegar allt kemur til alls, til þess að bregðast við fækkandi meðlimafjölda þjóðkirkjunnar er einfaldlega þjóðkirkja sem veit hver hún er og til hvers hún er og lagar starf sitt, boðun, þjónustu og framgöngu að því; þjóðkirkja sem þykist ekki vera annað en það sem hún á að vera.

Þegar allt kemur til alls verður gildi og staða þjóðkirkjunnar ekki vegið og metið í fjölda meðlima heldur í heilindum hennar gagnvart fagnaðarerindinu. Þjóðkirkja sem stendur á þeim grunni mun farnast vel óháð því hvort formleg staða hennar breytist frá einum tíma til annars.

  1. Hvernig sérðu fyrir þér þátttöku biskups í opinberri umræðu á hinu íslenska samfélagstorgi sem verður sífellt fjölbreyttara?

Staða og hlutverk biskups hefur breyst mjög mikið á skömmum tíma samhliða breyttri stöðu þjóðkirkjunnar inn á við og út á við. Svo sem kunnugt er hefur skipulagi kirkjunnar verið breytt og rekstrarstofa heldur nú utan um fjármál og rekstur þjóðkirkjunnar. Biskup og samstarfsfólk hans sinna því sem kalla má kjarnastarfsemi kirkjunnar. Lokaferlið í þeirri vinnu var nýleg samþykkt kirkjuþings um nýtt skipurit þjóðkirkjunnar.

Með breytingunum virðist mér skapast aukið rými fyrir biskup til að vera einfaldlega hirðir og helga sig því hlutverki bæði á kirkjulegum vettvangi og breiðari grunni samfélagsins í heild.

Biskup á því að vera sýnilegur og nálægur á vettvangi fjölmiðla, hlaðvarpa og samfélagsmiðla og bregðast við umræðu og aðstæðum í samfélaginu og miðla erindi kristinnar trúar. Í þeim efnum eru orð postulans Péturs góður vegvísir: „Verið ætíð reiðubúin að svara hverjum manni sem krefst raka fyrir voninni sem þið eigið. En gerið það með hógværð og virðingu og hafið góða samvisku …“ (1Pét 3.)

Möguleikarnir sem samfélagsmiðlarnir gefa okkur eru að nú er kirkjan í bullandi séns að miðla sinni réttu ásýnd meðal þjóðarinnar. Við þurfum ekkert endilega að fá fjölmiðla með okkur í lið. Við getum tekið dagskrárvaldið í okkar hendur, miðlað okkar eigin narratívu, hver við erum sem kirkja. Það er mikilvægt að við getum verið stolt af því að elska þjóðkirkjuna okkar, sem mætir öllum í þjónustu sinni, býður upp á fjölbreytt og lifandi starf og reynir að koma til móts við mismunandi þarfir fólks í nútímanum.

  1. Hvernig sérðu fyrir þér samband ríkis og kirkju í framtíðinni? Hvaða rökum eða aðgerðum hyggstu beita svo að sú sýn nái fram að ganga?

Ég sé ekki fram í tímann og veit ekki hvert samband ríkis og þjóðkirkju verður í framtíðinni. Þróun þess sambands hefur öll verið í eina átt undanfarin ár og hefur hratt miðað að sjálfstæði þjóðkirkjunnar á öllum sviðum. Ég sé ekki fyrir mér að við munum hverfa til baka í þeim efnum.

Þegar unnið var að gerð nýrrar stjórnarskrár í kjölfar efnahagshrunsins kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslu að tæp 60% þeirra sem þátt tóku vildu að í nýrri stjórnarskrá væri ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi svo sem verið hefur til þessa. Nú eru liðin 12 ár frá þeirri þjóðaratkvæðagreiðslu og ég veit ekki hvernig niðurstöðu við mundum sjá nú á dögum væri hún endurtekin. Vera má að í framtíðinni verði stjórnarskrá Íslands án ákvæðis um þjóðkirkju í landinu en það getum við að sjálfsögðu ekki vitað núna né heldur hvað það mundi beinlínis leiða af sér.

Stjórnskipunarleg tengsl milli þjóðkirkjunnar og ríkisvaldsins eru mikilvæg og þýðingarmikil og það skiptir vitanlega máli í hvaða fari þau eru á hverjum tíma og að þeim þarf að hlúa. En það sem okkur ber að rækta umfram allt – og hafa áhyggjur af þegar ástæða er til – eru tengsl þjóðkirkjunnar og þjóðarinnar, þ. e. samband kirkjunnar við fólkið í landinu, það fólk sem hún vill mæta og hafa áhrif á, fólkið sem hún vill þjóna og fylgja og miðla því fagnaðarerindi sem henni er trúað fyrir.

  1. Annað sem þú vilt taka sérstaklega fram og hyggst leggja áherslu á í starfi biskups náir þú kjöri.

Á stefnumótafundi sem efnt var til á vegum kirkjuþings og haldinn var árið 2021 var unnið í umræðuhópum og töldu hóparnir að mikilvægasta málið sem setja ætti í forgang í starfi þjóðkirkjunnar væri að efla og bæta æskulýðsstarf.

Hvað hefur á hinn bóginn verið gert í þeim málaflokki sem metinn var mikilvægastur? Augljóst má vera að þar er enn verk að vinna.

Um leið og ég býð mig fram til biskups vek ég um leið athygli á því frumkvæði sem ég hef haft á því sviði sem talið er mikilvægast. Ég hef brunnið fyrir barna- og æskulýðsstarfið innan þeirra safnaða sem ég hef þjónað gegnum tíðina. Ég hef skrifað talsvert af fræðsluefni tengt barna- og æskulýðsstarfi. Ég nefni þættina Daginn í dag, sem ég átti minn þátt í að yrðu að veruleika á sínum tíma og eru enn í dag að gera gott mót á myndveitum Símans og Vodafone. Auk þess skrifaði ég ásamt fleirum, þætti um Hafdísi og Klemma, Tófu og Nebbanú sem eru sívinsælir í sunnudagaskólum landsins.

Svo má ég til með að nefna nýjan og spennandi vef í smíðum sem nefnist Humm. Hann er runninn undan rifjum Elínar Elísabetar fræðslustjóra en ég sit í ritstjórn hans. Í þeirri vinnu er leitað til fagfólks í hverju rúmi hvað varðar forritun, útlit, kennslufræði og guðfræði. Þessi vefur hefur markhópinn börn og ungt fólk. Honum er ætlað að mæta þeim sem lítið eða ekkert þekkja til trúarinnar. Vefnum er ætlað að efla skilning og þekkingu á biblíusögum og hvernig þær tengjast daglegu lífi okkar í nútímanum, vonandi kveikir hann trú og auðgar trúarlíf. Þarna verður líka lögð áhersla á menningarlæsi í samhengi kristinnar trúar. Auk þess verður líka flokkur fyrir börn um Biblíuna, trúna og gildin svo eitthvað sé nefnt. Humm á að geta nýst jafnt kirkjunni, skólum, heimilum og einstaklingum og verður auglýstur rækilega þegar hann verður opnaður.

Ég er í senn auðmjúkur og þakklátur fyrir að vera treyst af svo mörgum starfssystkinum mínum, prestum og djáknum, til þess að vera einn þriggja í framboði til biskupsembættis. Ég tek þeirri áskorun af auðmýkt og einurð.

Ég hef valið mér eftirfarandi einkunnarorð í yfirstandandi biskupskjöri:
VERUM UPPBYGGILEG kirkja sem miðlar elsku Guðs til allra og sýnir kærleikann í verki.
VERUM ÖRUGG kirkja sem byggir á traustum grunni orðsins, játninganna og kærleika Jesú Krists.
VERUM ÓHRÆDD kirkja sem felur Guði alla hluti, þiggur það hugrekki sem bænin veitir og tekst þannig á við allar hindranir og áskoranir.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir