Kirkjublaðið.is lagði þrjár spurningar fyrir biskupsefnin þrjú sem hlutu flestar tilnefningar. Þá var þeim gefinn kostur á að segja hver yrðu áherslumál þeirra næðu þau kjöri.

Kynningin fer fram í stafrófsröð.
Í dag verður sr. Guðrún Karls Helgudóttir kynnt.
Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson var kynntur í gær og sr. Elínborg Sturludóttir í fyrradag.
Biskupskosning fer fram með rafrænum hætti og hefst kl. 12:00 á hádegi þann 11. apríl 2024 og lýkur kl. 12:00 á hádegi þann 16. apríl 2024.
Rétt kjörið biskupsefni þarf meirihluta atkvæða og náist það ekki skal kosið á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fengu. Standi atkvæði á jöfnu ræður hlutkesti.

Svör sr. Guðrúnar:

  1. Hver er skoðun þín á fækkun í þjóðkirkjunni og telur þú ástæðu til að bregðast við henni? Og ef svo, hvernig þá?

Fækkun í þjóðkirkjunni á sér að sumu leyti eðlilegar skýringar vegna breyttrar samfélagsgerðar og kirkjan mun varla ná aftur fornri frægð hvað það varðar. Ég er þó sannfærð um að við getum gert ýmislegt til þess að fjölga meðlimum og er með ýmis áform um það. Mig langar í fyrsta lagi til að fara í þjóðkirkjuátak með söfnuðum landsins þar sem við leggjumst öll á eitt við að fjölga meðlimum með fjölbreyttum aðferðum. Þá tel ég að með því að fá félagatalið í okkar umsjá getum við öðlast betri yfirsýn yfir raunverulega stöðu og unnið út frá því. Ég tel einnig að kirkjan  eigi að reyna með öllum ráðum að koma því um kring að skírnin verði sjálfkrafa skráning í þjóðkirkjuna. Önnur máttug aðferð, og ef til vill sú mikilvægasta er að lyfta upp ásýnd kirkjunnar út á við og vinna í því að gera kirkjuna að eftirsóttum vinnustað þar sem fólki líður vel. Ef þjónum og starfsfólki kirkjunnar líður vel, þau upplifi stuðning og að þau séu metin að verðleikum þá fækkar sjálfkrafa deilumálum innan kirkjunnar, starfsánægja eykst og ásýndin verður bjartari. Þannig mun kirkjustarf blómstra sem aldrei fyrr. Hluti af því að lyfta upp ásýnd kirkjunnar felst einnig í að kynna með markvissum hætti allt það vandaða starf er söfnuðir landsins bjóða upp á og það sem kirkjan stendur fyrir, verða sýnileg kirkja í sókn.

  1. Hvernig sérðu fyrir þér þátttöku biskups í opinberri umræðu á hinu íslenska samfélagstorgi sem verður sífellt fjölbreyttara?

Í mínum huga á kirkjan ávallt að taka afstöðu með þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Þjóðkirkjan á að vera vörður mannréttinda og réttlætis og þarf að gera það með sýnilegum hætti. Biskup á að taka þátt í samfélagsumræðu með kristinn boðskap og siðfræði að leiðarljósi. Það sama á við um allt kirkjufólk. Þannig hefur kirkjan áhrif á samfélagið. Biskup tekur þátt í samfélagsumræðu með því að ávarpa þjóðina þegar það á við og með því að vera aðgengilegur þegar kemur að fjölmiðlum og nýta samfélagsmiðla með faglegum og markvissum hætti. Biskup þarf samt sem áður að gæta þess að virða ólík sjónarmið innan kristinnar kirkju og þrátt fyrir að biskup eigi að taka þátt í samfélagsumræðu þarf að vera skýrt að í einstökum álitamálum talar biskup aðeins fyrir sinni persónulegu skoðun.

  1. Hvernig sérðu fyrir þér samband ríkis og kirkju í framtíðinni? Hvaða rökum eða aðgerðum hyggstu beita svo að sú sýn nái fram að ganga?

Þjóðin kaus í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 að í stjórnarskrá Íslands skyldi vera ákvæði um þjóðkirkju. Þjóðkirkja gegnir sérstöku hlutverki gagnvart þjóðinni sem endurspeglast vel í lögum um þjóðkirkjuna frá árinu 2021. Ég tel mikilvægt að þau lög sem í gildi eru um þjóðkirkjuna séu stutt rammalöggjöf. Kirkjan verður að ráða sínum innri og ytri málum. Ég er hlynnt því að tengsl ríkis og kirkju séu lágmörkuð jafnvel enn frekar og að kirkjan hafi fullt sjálfstæði í sínum málum en á meðan eigur þjóðkirkjunnar eru í umsjá ríkisins verður sambandið við ríkið ekki rofið að fullu. Þá þarf að festa í sessi framtíðarfyrirkomulag á kirkjujarðasamkomulaginu og sóknargjöldunum til að tryggja rekstrargrundvöll allra starfseininga þjóðkirkjunnar um land allt. Þegar litið er til framtíðar og stefna tekin um stór og mikilvæg málefni mun ég ætíð koma á samtali og samráði milli ólíkra sjónarmiða og kalla eftir lýðræðislegum leiðum og vinnubrögðum, verði ég kjörin. Skoðanakannanir meðal kirkjufólks er eitt nútímatæki sem hægt er að beita markvisst til að hlusta og taka púlsinn um samband ríkis og kirkju sem og önnur mál.

  1. Annað sem þú vilt taka sérstaklega fram og hyggst leggja áherslu á í starfi biskups náir  þú kjöri.

Ég vil leiða kirkju sem er í sókn, kirkju sem þekkir sinn samtíma en stendur vörð um kristnar hefðir, trú og gildi. Til þess að eiga erindi við fólk á öllum tímum verður kirkjan að þekkja sinn samtíma og vera þátttakandi í honum. Á sama tíma þarf kirkjan að veita öruggt skjól í ólgusjó lífsins og gefa fólki möguleika á að rækta trú sína og iðka hana á fjölbreyttan máta. Þá er mikilvægt að kirkjan standi vörð um faglega og góða þjónustu við þau er til hennar leita og að sú þjónusta sé í stöðugri þróun. Kirkjan á að bjóða upp á öruggt og gott starfsumhverfi þar sem allt starfsfólk og sóknarnefndarfólk þekkir leikreglur, hefur greiðan aðgang að upplýsingum og finnur fyrir uppörvun og hvatningu frá biskupi Íslands.

Sem lið í því að auka tengsl biskups við kirkjufólk í landinu langar mig að skrifstofa biskups verði færanleg að nokkur leyti. Að höfuðskrifstofan verði í Reykjavík en að biskup sitji í hverjum landshluta eina viku á ári. Þannig er hægt að stytta boðleiðir auk þess sem biskup nærist af fjölbreyttu kirkjustarfi vítt og breitt um landið.

 

 

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Kirkjublaðið.is lagði þrjár spurningar fyrir biskupsefnin þrjú sem hlutu flestar tilnefningar. Þá var þeim gefinn kostur á að segja hver yrðu áherslumál þeirra næðu þau kjöri.

Kynningin fer fram í stafrófsröð.
Í dag verður sr. Guðrún Karls Helgudóttir kynnt.
Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson var kynntur í gær og sr. Elínborg Sturludóttir í fyrradag.
Biskupskosning fer fram með rafrænum hætti og hefst kl. 12:00 á hádegi þann 11. apríl 2024 og lýkur kl. 12:00 á hádegi þann 16. apríl 2024.
Rétt kjörið biskupsefni þarf meirihluta atkvæða og náist það ekki skal kosið á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fengu. Standi atkvæði á jöfnu ræður hlutkesti.

Svör sr. Guðrúnar:

  1. Hver er skoðun þín á fækkun í þjóðkirkjunni og telur þú ástæðu til að bregðast við henni? Og ef svo, hvernig þá?

Fækkun í þjóðkirkjunni á sér að sumu leyti eðlilegar skýringar vegna breyttrar samfélagsgerðar og kirkjan mun varla ná aftur fornri frægð hvað það varðar. Ég er þó sannfærð um að við getum gert ýmislegt til þess að fjölga meðlimum og er með ýmis áform um það. Mig langar í fyrsta lagi til að fara í þjóðkirkjuátak með söfnuðum landsins þar sem við leggjumst öll á eitt við að fjölga meðlimum með fjölbreyttum aðferðum. Þá tel ég að með því að fá félagatalið í okkar umsjá getum við öðlast betri yfirsýn yfir raunverulega stöðu og unnið út frá því. Ég tel einnig að kirkjan  eigi að reyna með öllum ráðum að koma því um kring að skírnin verði sjálfkrafa skráning í þjóðkirkjuna. Önnur máttug aðferð, og ef til vill sú mikilvægasta er að lyfta upp ásýnd kirkjunnar út á við og vinna í því að gera kirkjuna að eftirsóttum vinnustað þar sem fólki líður vel. Ef þjónum og starfsfólki kirkjunnar líður vel, þau upplifi stuðning og að þau séu metin að verðleikum þá fækkar sjálfkrafa deilumálum innan kirkjunnar, starfsánægja eykst og ásýndin verður bjartari. Þannig mun kirkjustarf blómstra sem aldrei fyrr. Hluti af því að lyfta upp ásýnd kirkjunnar felst einnig í að kynna með markvissum hætti allt það vandaða starf er söfnuðir landsins bjóða upp á og það sem kirkjan stendur fyrir, verða sýnileg kirkja í sókn.

  1. Hvernig sérðu fyrir þér þátttöku biskups í opinberri umræðu á hinu íslenska samfélagstorgi sem verður sífellt fjölbreyttara?

Í mínum huga á kirkjan ávallt að taka afstöðu með þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Þjóðkirkjan á að vera vörður mannréttinda og réttlætis og þarf að gera það með sýnilegum hætti. Biskup á að taka þátt í samfélagsumræðu með kristinn boðskap og siðfræði að leiðarljósi. Það sama á við um allt kirkjufólk. Þannig hefur kirkjan áhrif á samfélagið. Biskup tekur þátt í samfélagsumræðu með því að ávarpa þjóðina þegar það á við og með því að vera aðgengilegur þegar kemur að fjölmiðlum og nýta samfélagsmiðla með faglegum og markvissum hætti. Biskup þarf samt sem áður að gæta þess að virða ólík sjónarmið innan kristinnar kirkju og þrátt fyrir að biskup eigi að taka þátt í samfélagsumræðu þarf að vera skýrt að í einstökum álitamálum talar biskup aðeins fyrir sinni persónulegu skoðun.

  1. Hvernig sérðu fyrir þér samband ríkis og kirkju í framtíðinni? Hvaða rökum eða aðgerðum hyggstu beita svo að sú sýn nái fram að ganga?

Þjóðin kaus í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 að í stjórnarskrá Íslands skyldi vera ákvæði um þjóðkirkju. Þjóðkirkja gegnir sérstöku hlutverki gagnvart þjóðinni sem endurspeglast vel í lögum um þjóðkirkjuna frá árinu 2021. Ég tel mikilvægt að þau lög sem í gildi eru um þjóðkirkjuna séu stutt rammalöggjöf. Kirkjan verður að ráða sínum innri og ytri málum. Ég er hlynnt því að tengsl ríkis og kirkju séu lágmörkuð jafnvel enn frekar og að kirkjan hafi fullt sjálfstæði í sínum málum en á meðan eigur þjóðkirkjunnar eru í umsjá ríkisins verður sambandið við ríkið ekki rofið að fullu. Þá þarf að festa í sessi framtíðarfyrirkomulag á kirkjujarðasamkomulaginu og sóknargjöldunum til að tryggja rekstrargrundvöll allra starfseininga þjóðkirkjunnar um land allt. Þegar litið er til framtíðar og stefna tekin um stór og mikilvæg málefni mun ég ætíð koma á samtali og samráði milli ólíkra sjónarmiða og kalla eftir lýðræðislegum leiðum og vinnubrögðum, verði ég kjörin. Skoðanakannanir meðal kirkjufólks er eitt nútímatæki sem hægt er að beita markvisst til að hlusta og taka púlsinn um samband ríkis og kirkju sem og önnur mál.

  1. Annað sem þú vilt taka sérstaklega fram og hyggst leggja áherslu á í starfi biskups náir  þú kjöri.

Ég vil leiða kirkju sem er í sókn, kirkju sem þekkir sinn samtíma en stendur vörð um kristnar hefðir, trú og gildi. Til þess að eiga erindi við fólk á öllum tímum verður kirkjan að þekkja sinn samtíma og vera þátttakandi í honum. Á sama tíma þarf kirkjan að veita öruggt skjól í ólgusjó lífsins og gefa fólki möguleika á að rækta trú sína og iðka hana á fjölbreyttan máta. Þá er mikilvægt að kirkjan standi vörð um faglega og góða þjónustu við þau er til hennar leita og að sú þjónusta sé í stöðugri þróun. Kirkjan á að bjóða upp á öruggt og gott starfsumhverfi þar sem allt starfsfólk og sóknarnefndarfólk þekkir leikreglur, hefur greiðan aðgang að upplýsingum og finnur fyrir uppörvun og hvatningu frá biskupi Íslands.

Sem lið í því að auka tengsl biskups við kirkjufólk í landinu langar mig að skrifstofa biskups verði færanleg að nokkur leyti. Að höfuðskrifstofan verði í Reykjavík en að biskup sitji í hverjum landshluta eina viku á ári. Þannig er hægt að stytta boðleiðir auk þess sem biskup nærist af fjölbreyttu kirkjustarfi vítt og breitt um landið.

 

 

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?