Kirkjublaðið.is lagði eftirfarandi spurningar fyrir forsetaframbjóðendur:

Hvert er viðhorf þitt til þjóðkirkjunnar og stjórnarskrárákvæðisins um hana þar sem segir í 62. grein: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum.“

Svör fjögurra forsetaframbjóðenda eru birt í einu þrjá daga í röð. Farið er eftir stafrófsröð.

Hér eru svör Arnars Þórs Jónssonar:

Viðhorf mitt til þess sem hér er spurt um endurspeglast helst í því að ég og eiginkona mín, Hrafnhildur Sigurðardóttir, erum bæði í þjóðkirkjunni og erum þar bæði skírð, fermd og gift, auk þess að hafa skírt þar og fermt öll börnin okkar fimm. Sem kristinn maður tel ég mér bæði rétt og skylt að styðja og vernda þjóðkirkjuna, svo lengi sem hún sjálf styður og verndar kenningu Krists og boðskap hans. Engin stofnun stendur á traustari undirstöðu en kirkja sem heldur sig við að kynna og boða það sem Jesús kenndi.

Sem verndari stjórnarskrárinnar hefur forseti Íslands sérstakar verndar- og stuðningsskyldur við þjóðkirkjuna. Forseti má ekki víkja sér undan þeim skyldum.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Kirkjublaðið.is lagði eftirfarandi spurningar fyrir forsetaframbjóðendur:

Hvert er viðhorf þitt til þjóðkirkjunnar og stjórnarskrárákvæðisins um hana þar sem segir í 62. grein: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum.“

Svör fjögurra forsetaframbjóðenda eru birt í einu þrjá daga í röð. Farið er eftir stafrófsröð.

Hér eru svör Arnars Þórs Jónssonar:

Viðhorf mitt til þess sem hér er spurt um endurspeglast helst í því að ég og eiginkona mín, Hrafnhildur Sigurðardóttir, erum bæði í þjóðkirkjunni og erum þar bæði skírð, fermd og gift, auk þess að hafa skírt þar og fermt öll börnin okkar fimm. Sem kristinn maður tel ég mér bæði rétt og skylt að styðja og vernda þjóðkirkjuna, svo lengi sem hún sjálf styður og verndar kenningu Krists og boðskap hans. Engin stofnun stendur á traustari undirstöðu en kirkja sem heldur sig við að kynna og boða það sem Jesús kenndi.

Sem verndari stjórnarskrárinnar hefur forseti Íslands sérstakar verndar- og stuðningsskyldur við þjóðkirkjuna. Forseti má ekki víkja sér undan þeim skyldum.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir