Kirkjublaðið.is lagði eftirfarandi spurningar fyrir forsetaframbjóðendur:

Hvert er viðhorf þitt til þjóðkirkjunnar og stjórnarskrárákvæðisins um hana þar sem segir í 62. grein: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum.“

Svör fjögurra forsetaframbjóðenda eru birt í einu þrjá daga í röð. Farið er eftir stafrófsröð.

Hér eru svör Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur:

Viðhorf mitt til þjóðkirkjunnar er mjög jákvætt enda kristin og meðlimur í þjóðkirkjunni.  Að mínu mati þá er samfélagsþróunin núna með því móti að þjónusta presta og þjóðkirkjunnar verður sífellt mikilvægari.   Samfélagið er að mótast mjög hratt með mörgum og ólíkum áhrifavöldum sem skapa sífellt meira álag á einstaklinga og fjölskyldur.  Einlæg trú og sálgæsla þjóðkirkjunnar er að mínu mati eitt mikilvægasta mótvægið við þessa þróun og því tel ég að þjóðkirkjan þurfi að vera framsækin í þjónustu sinni og aðlaga sig vel að þörfum þjóðarinnar.

Efni 62. greinarinnar fellur vel að viðhorfum mínum og ég sé ekki fyrir mér að breytinga sé þörf nema því aðeins að ákall um það komi frá þjóðinni sem ég tel afar ólíklegt.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Kirkjublaðið.is lagði eftirfarandi spurningar fyrir forsetaframbjóðendur:

Hvert er viðhorf þitt til þjóðkirkjunnar og stjórnarskrárákvæðisins um hana þar sem segir í 62. grein: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum.“

Svör fjögurra forsetaframbjóðenda eru birt í einu þrjá daga í röð. Farið er eftir stafrófsröð.

Hér eru svör Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur:

Viðhorf mitt til þjóðkirkjunnar er mjög jákvætt enda kristin og meðlimur í þjóðkirkjunni.  Að mínu mati þá er samfélagsþróunin núna með því móti að þjónusta presta og þjóðkirkjunnar verður sífellt mikilvægari.   Samfélagið er að mótast mjög hratt með mörgum og ólíkum áhrifavöldum sem skapa sífellt meira álag á einstaklinga og fjölskyldur.  Einlæg trú og sálgæsla þjóðkirkjunnar er að mínu mati eitt mikilvægasta mótvægið við þessa þróun og því tel ég að þjóðkirkjan þurfi að vera framsækin í þjónustu sinni og aðlaga sig vel að þörfum þjóðarinnar.

Efni 62. greinarinnar fellur vel að viðhorfum mínum og ég sé ekki fyrir mér að breytinga sé þörf nema því aðeins að ákall um það komi frá þjóðinni sem ég tel afar ólíklegt.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir