Kirkjublaðið.is lagði eftirfarandi spurningar fyrir forsetaframbjóðendur:

Hvert er viðhorf þitt til þjóðkirkjunnar og stjórnarskrárákvæðisins um hana þar sem segir í 62. grein: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum.“

Svör fjögurra forsetaframbjóðenda eru birt í einu þrjá daga í röð. Farið er eftir stafrófsröð.

Hér eru svör Baldurs Þórhallssonar

Ég var fengin af Þjóðkirkjunni til að miðla málum við Samtökin 78 á sínum tíma til að græða þar djúp sár hinseginfólks við kirkjuna. Það var gefandi verkefni. Að fylgjast svo með verkefninu Eitt skref – ein saga, sem kom út úr þeirri vinnu hefur verið mjög gott. Þar hefur Þjóðkirkjan tekið miklum breytingum og er ég mjög sáttur við það hvernig tekið var á málunum. Einnig er ég mjög sáttur við nýkjörinn biskup og þá vegferð sem hún segist sjá fyrir sér.

Ég myndi taka 62. grein stjórnarskrárinnar mjög alvarlega og gera allt í mínu valdi til að styðja við og vernda Þjóðkirkjuna. Einnig myndi ég taka alvarlega stjórnarskrárvarinn rétt fólks til trúfrelsis.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Kirkjublaðið.is lagði eftirfarandi spurningar fyrir forsetaframbjóðendur:

Hvert er viðhorf þitt til þjóðkirkjunnar og stjórnarskrárákvæðisins um hana þar sem segir í 62. grein: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum.“

Svör fjögurra forsetaframbjóðenda eru birt í einu þrjá daga í röð. Farið er eftir stafrófsröð.

Hér eru svör Baldurs Þórhallssonar

Ég var fengin af Þjóðkirkjunni til að miðla málum við Samtökin 78 á sínum tíma til að græða þar djúp sár hinseginfólks við kirkjuna. Það var gefandi verkefni. Að fylgjast svo með verkefninu Eitt skref – ein saga, sem kom út úr þeirri vinnu hefur verið mjög gott. Þar hefur Þjóðkirkjan tekið miklum breytingum og er ég mjög sáttur við það hvernig tekið var á málunum. Einnig er ég mjög sáttur við nýkjörinn biskup og þá vegferð sem hún segist sjá fyrir sér.

Ég myndi taka 62. grein stjórnarskrárinnar mjög alvarlega og gera allt í mínu valdi til að styðja við og vernda Þjóðkirkjuna. Einnig myndi ég taka alvarlega stjórnarskrárvarinn rétt fólks til trúfrelsis.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir