Kirkjublaðið.is lagði eftirfarandi spurningar fyrir forsetaframbjóðendur:

Hvert er viðhorf þitt til þjóðkirkjunnar og stjórnarskrárákvæðisins um hana þar sem segir í 62. grein: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum.“

Svör fjögurra forsetaframbjóðenda eru birt í einu þrjá daga í röð. Farið er eftir stafrófsröð.

Hér eru svör Eiríks Inga Jónssonar:

Þjóðkirkjan gegnir mikilvægu samfélagshlutverki sem er þýðingarmikið í lífi Íslendinga  og trúin er enn sterk á meðal margra. Þó aðhyllast fleiri önnur trúarbrögð en áður var og jafnframt fer  trúleysi vaxandi meðal okkar. Þrátt fyrir þessar breytingar sækir þorri þjóðarinnar þjónustu til kirkjunnar og við  förum flest í jarðarfarir, giftingar, fermingar og skírnir í þessi guðshús þjóðar okkar. Meðan svo er verður kirkjan vernduð af ríkinu þar sem meirihluti sækir þangað enn þjónustu.

Ákvæðið með breytingu er ekki þörf í þessu árferði, framtíðin er þó óljós og mikið framboð á öðrum viðhorfum í trú hvort heldur það er nú kristnin eða annað sem kemur með sívaxandi fjölbreytni í mannlífsflóruna.

Þó að Íslendingum fjölgi þá er ekki víst að sú fjölgun hafi  áhrif á sókn í þau guðshús kirkjunnar sem til eru í dag.

Megi kirkjan því halda áfram í þessu góða starfi sem hún sinnir.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Kirkjublaðið.is lagði eftirfarandi spurningar fyrir forsetaframbjóðendur:

Hvert er viðhorf þitt til þjóðkirkjunnar og stjórnarskrárákvæðisins um hana þar sem segir í 62. grein: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum.“

Svör fjögurra forsetaframbjóðenda eru birt í einu þrjá daga í röð. Farið er eftir stafrófsröð.

Hér eru svör Eiríks Inga Jónssonar:

Þjóðkirkjan gegnir mikilvægu samfélagshlutverki sem er þýðingarmikið í lífi Íslendinga  og trúin er enn sterk á meðal margra. Þó aðhyllast fleiri önnur trúarbrögð en áður var og jafnframt fer  trúleysi vaxandi meðal okkar. Þrátt fyrir þessar breytingar sækir þorri þjóðarinnar þjónustu til kirkjunnar og við  förum flest í jarðarfarir, giftingar, fermingar og skírnir í þessi guðshús þjóðar okkar. Meðan svo er verður kirkjan vernduð af ríkinu þar sem meirihluti sækir þangað enn þjónustu.

Ákvæðið með breytingu er ekki þörf í þessu árferði, framtíðin er þó óljós og mikið framboð á öðrum viðhorfum í trú hvort heldur það er nú kristnin eða annað sem kemur með sívaxandi fjölbreytni í mannlífsflóruna.

Þó að Íslendingum fjölgi þá er ekki víst að sú fjölgun hafi  áhrif á sókn í þau guðshús kirkjunnar sem til eru í dag.

Megi kirkjan því halda áfram í þessu góða starfi sem hún sinnir.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir