Kirkjublaðið.is lagði eftirfarandi spurningar fyrir forsetaframbjóðendur:

Hvert er viðhorf þitt til þjóðkirkjunnar og stjórnarskrárákvæðisins um hana þar sem segir í 62. grein: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum.“

Svör fjögurra forsetaframbjóðenda eru birt í einu þrjá daga í röð. Farið er eftir stafrófsröð.

Hér eru svör Katrínar Jakobsdóttur:

Ég tel að þjóðkirkjan hafi mikilvægu hlutverki að gegna og sæki reglulega messu til að sækja mér sálarró og frið í hjarta. Ég hef alið börnin mín upp í að taka sjálfstæða afstöðu til trúar og hafa tvö af þremur ákveðið að tilheyra þjóðkirkjunni.

Ég tel stjórnskipulega stöðu þjóðkirkjunnar á Íslandi eins og hún er skilgreind í 62. grein stjórnarskrárinnar ágæta og hef ekki stutt hugmyndir um að breyta henni. Í því samhengi er áhugavert að benda á að meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði um tillögur stjórnlagaráðs (57,1%) var sammála því að í stjórnarskrá væri ákvæði um þjóðkirkjuna. Í kjölfar 62. greinar koma svo 63. og 64. grein þar sem kveðið er á um fullt trúfrelsi á Íslandi þannig að ég tel jafnvægi í stjórnarskrá hvað þessi mál varðar.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Kirkjublaðið.is lagði eftirfarandi spurningar fyrir forsetaframbjóðendur:

Hvert er viðhorf þitt til þjóðkirkjunnar og stjórnarskrárákvæðisins um hana þar sem segir í 62. grein: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum.“

Svör fjögurra forsetaframbjóðenda eru birt í einu þrjá daga í röð. Farið er eftir stafrófsröð.

Hér eru svör Katrínar Jakobsdóttur:

Ég tel að þjóðkirkjan hafi mikilvægu hlutverki að gegna og sæki reglulega messu til að sækja mér sálarró og frið í hjarta. Ég hef alið börnin mín upp í að taka sjálfstæða afstöðu til trúar og hafa tvö af þremur ákveðið að tilheyra þjóðkirkjunni.

Ég tel stjórnskipulega stöðu þjóðkirkjunnar á Íslandi eins og hún er skilgreind í 62. grein stjórnarskrárinnar ágæta og hef ekki stutt hugmyndir um að breyta henni. Í því samhengi er áhugavert að benda á að meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði um tillögur stjórnlagaráðs (57,1%) var sammála því að í stjórnarskrá væri ákvæði um þjóðkirkjuna. Í kjölfar 62. greinar koma svo 63. og 64. grein þar sem kveðið er á um fullt trúfrelsi á Íslandi þannig að ég tel jafnvægi í stjórnarskrá hvað þessi mál varðar.

Viltu deila þessari grein með fleirum?