Kirkjublaðið.is lagði eftirfarandi spurningar fyrir forsetaframbjóðendur:
Hvert er viðhorf þitt til þjóðkirkjunnar og stjórnarskrárákvæðisins um hana þar sem segir í 62. grein: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum.“
Svör fjögurra forsetaframbjóðenda eru birt í einu þrjá daga í röð. Farið er eftir stafrófsröð.
Hér eru svör Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur:
Ég ólst ekki upp hjá trúræknu fólki en hef á seinni árum fundið meiri þörf fyrir hugleiðslu og andlega iðkun og hef gaman af trúarbragðafræðum. Mín afstaða til þjóðkirkjunnar er sú að tilvist hennar sé gild í íslensku samfélagi því andleg iðkun er mikilvæg sér í lagi nú um stundir og af hinu góða en kirkjan mætti að mínu mati laða fleiri að. Það mætti til dæmis gera meira með því að höfða til fólks í gegnum hugleiðslustundir og mannrækt og siðfræði. Einnig mætti hugsa sér að kirkjan stæði fyrir samfélagsfundum í ríkara mæli þar sem ræða mætti allt á milli himins og jarðar. Kirkjur landsins mættu gjarnan vera meira fólksins að mínu mati og opnari fyrir viðburðum sem tengjast ekki endilega beinlínis kristnu starfi. Ég veit að ýmsar kirkjur landsins hafa nú brugðist við breyttri samfélagsgerð með tilkomu fjölda útlendinga sem hér búa og þjónusta nú líka fólk sem aðhyllist önnur trúarbrögð og finnst mér það af hinu góða. Ég ber virðingu fyrir trúariðkun annarra og sé enga ástæðu til að agnúast út í þjóðkirkjuna. Nú er mikilvægt að fólk standi saman og fræðsla um önnur trúarbrögð sé aðgengileg til að forðast árekstra og kirkjan gæti hæglega komið á slíkri menntun fyrir almenning. Þjónusta fjölskylduhjálpar kirkjunnar er afskaplega mikilvæg í íslensku samfélagi og hefur reynst ótal fjölskyldum lífsbjörg í erfiðum aðstæðum.
Ég lít svo á að ef um þetta stæði styr sem ég á ekki von á ætti þjóðin að fá að velja og þá með þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég hef ekki skoðun á þessu persónulega en ítreka að bænahús og kirkjujarðir landsins mættu að vera almenningi opnari til afnota fyrir viðburði, fyrirlestra og samverustundir margs konar.
Kirkjublaðið.is lagði eftirfarandi spurningar fyrir forsetaframbjóðendur:
Hvert er viðhorf þitt til þjóðkirkjunnar og stjórnarskrárákvæðisins um hana þar sem segir í 62. grein: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum.“
Svör fjögurra forsetaframbjóðenda eru birt í einu þrjá daga í röð. Farið er eftir stafrófsröð.
Hér eru svör Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur:
Ég ólst ekki upp hjá trúræknu fólki en hef á seinni árum fundið meiri þörf fyrir hugleiðslu og andlega iðkun og hef gaman af trúarbragðafræðum. Mín afstaða til þjóðkirkjunnar er sú að tilvist hennar sé gild í íslensku samfélagi því andleg iðkun er mikilvæg sér í lagi nú um stundir og af hinu góða en kirkjan mætti að mínu mati laða fleiri að. Það mætti til dæmis gera meira með því að höfða til fólks í gegnum hugleiðslustundir og mannrækt og siðfræði. Einnig mætti hugsa sér að kirkjan stæði fyrir samfélagsfundum í ríkara mæli þar sem ræða mætti allt á milli himins og jarðar. Kirkjur landsins mættu gjarnan vera meira fólksins að mínu mati og opnari fyrir viðburðum sem tengjast ekki endilega beinlínis kristnu starfi. Ég veit að ýmsar kirkjur landsins hafa nú brugðist við breyttri samfélagsgerð með tilkomu fjölda útlendinga sem hér búa og þjónusta nú líka fólk sem aðhyllist önnur trúarbrögð og finnst mér það af hinu góða. Ég ber virðingu fyrir trúariðkun annarra og sé enga ástæðu til að agnúast út í þjóðkirkjuna. Nú er mikilvægt að fólk standi saman og fræðsla um önnur trúarbrögð sé aðgengileg til að forðast árekstra og kirkjan gæti hæglega komið á slíkri menntun fyrir almenning. Þjónusta fjölskylduhjálpar kirkjunnar er afskaplega mikilvæg í íslensku samfélagi og hefur reynst ótal fjölskyldum lífsbjörg í erfiðum aðstæðum.
Ég lít svo á að ef um þetta stæði styr sem ég á ekki von á ætti þjóðin að fá að velja og þá með þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég hef ekki skoðun á þessu persónulega en ítreka að bænahús og kirkjujarðir landsins mættu að vera almenningi opnari til afnota fyrir viðburði, fyrirlestra og samverustundir margs konar.