Kirkjublaðið.is lagði eftirfarandi spurningar fyrir forsetaframbjóðendur:

Hvert er viðhorf þitt til þjóðkirkjunnar og stjórnarskrárákvæðisins um hana þar sem segir í 62. grein: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum.“

Svör fjögurra forsetaframbjóðenda eru birt í einu þrjá daga í röð. Farið er eftir stafrófsröð.

Hér eru svör Viktors Traustasonar:

 

Ég hef því miður þurft að fara í allt of margar jarðarfarir síðastliðin ár og ég get ekki sagt annað en að þjóðkirkjan hafi haldið utan um þær með sóma og ég hef ekkert annað en hlýjar tilfinningar til þjóðkirkjunnar í því samhengi.

62. grein stjórnarskrárinnar snýr ekki að mínu framboði og eru stefnumál mín varðandi þrískiptingu ríkisvaldsins, málskotsrétt og umboð Alþingis frá þjóðinni óháð stöðu þjóðkirkjunnar í stjórnarskrá. Stjórnarskrá tekur sérstaklega fram að þessari grein megi breyta með lögum og því ættu slík mál að fara fram á Alþingi frekar en að forseti sé að skipta sér beint að trúmálum í landinu. 63. grein stjórnarskrárinnar segir í kjölfarið að allir hafa rétt á að iðka trú sína samkvæmt eigin sannfæringu og ég tel mig ekki yfir aðra hafinn þegar kemur að túlkun á almættinu.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Kirkjublaðið.is lagði eftirfarandi spurningar fyrir forsetaframbjóðendur:

Hvert er viðhorf þitt til þjóðkirkjunnar og stjórnarskrárákvæðisins um hana þar sem segir í 62. grein: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum.“

Svör fjögurra forsetaframbjóðenda eru birt í einu þrjá daga í röð. Farið er eftir stafrófsröð.

Hér eru svör Viktors Traustasonar:

 

Ég hef því miður þurft að fara í allt of margar jarðarfarir síðastliðin ár og ég get ekki sagt annað en að þjóðkirkjan hafi haldið utan um þær með sóma og ég hef ekkert annað en hlýjar tilfinningar til þjóðkirkjunnar í því samhengi.

62. grein stjórnarskrárinnar snýr ekki að mínu framboði og eru stefnumál mín varðandi þrískiptingu ríkisvaldsins, málskotsrétt og umboð Alþingis frá þjóðinni óháð stöðu þjóðkirkjunnar í stjórnarskrá. Stjórnarskrá tekur sérstaklega fram að þessari grein megi breyta með lögum og því ættu slík mál að fara fram á Alþingi frekar en að forseti sé að skipta sér beint að trúmálum í landinu. 63. grein stjórnarskrárinnar segir í kjölfarið að allir hafa rétt á að iðka trú sína samkvæmt eigin sannfæringu og ég tel mig ekki yfir aðra hafinn þegar kemur að túlkun á almættinu.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?