Stefán Magnússon og Hjalti Hugason hafa skrifað margar greinar um málefni þjóðkirkjunnar í Kirkjublaðið.is þar sem þeir beina sjónum sínum að skipulagi hennar og spyrja ýmissa gagnrýninna og nauðsynlegra spurninga. Í þessari grein velta þeir meðal annars fyrir sér hvort kirkjuþingfulltrúar séu haldnir ákvörðunarfælni og hvort stéttarhagsmunir presta og biskupa séu Þrándur í Götu aðkallandi breytinga á stjórnkerfi kirkjunnar svo það samrýmist hinum nýju þjóðkirkjulögum.

Stefán Magnússon, kirkjuþingsmaður

Þá er lokið fundum Kirkjuþingsins þetta haustið. Fyrir þinginu lágu nokkur mál sem vörðuðu biskupsembættið og kosningu til biskups. Það var nauðsynlegt og skynsamlegt í ljósi komandi biskupskjörs að fá hreinar línur í þessi mál sem öll snerta kjörið beinlínis.

Skipulagsbreytingar

Í kjölfar nýrra þjóðkirkjulaga frá 2021 var óhjákvæmilegt að gera allnokkrar skipulagsbreytingar í yfirstjórn kirkjunnar. Á aukakirkjuþingi í júní 2021 voru því samþykktar  breytingar á „stjórnskipan kirkjustjórnarinnar“ á grundvelli 7. máls á málaskrá þingsins. Þar var meginatriðið að yfirstjórn kirkjunnar skyldi skipt upp í tvö ábyrgðarsvið þar sem annað næði til kristnihaldsins undir stjórn biskups en hitt til rekstrarlegra málefna undir forystu framkvæmdastjóra. Sviðunum tveimur var ætlað að vinna náið saman.[1]

Dr. Hjalti Hugason, prófessor emeritus        

Það sýndi sig fljótt að breytingarnar voru ekki fullnægjandi til að tryggja vandaða og skilvirka stjórnsýslu. Því var skipuð nefnd þriggja kirkjuþingsfulltrúa í mars sl. sem skyldu greina stöðuna og leggja fram skipulag sem væri skilvirkt og skýrt. Nefndin var skipuð tveimur reynslumiklum prestum og leikmanni með mikla reynslu á sviði skipulags og rekstrar. Með þeim starfaði ráðgjafi með áratuga starfsreynslu af svipuðum verkefnum fyrir og með fjöld stofnana og fyrirtækja.

Nefndin skilaði af sér skýrslu nú í haust og var hún lögð fyrir þingið til afgreiðslu. Ekki tókst að samþykkja nýtt skipulag á haustþinginu þrátt fyrir ítarlega skýrslu og tvær tilraunir til efnislegrar umræðu. Það er því ljóst að biskupskandídatar vita ekki inn í hvaða skipulag þeir muni ganga þegar þeir taka ákvörðun um að gefa kost á sér. Hlýtur það að teljast afar óheppilegt.

Breytingar á kosningafyrirkomulagi

Á þinginu var lagt til  að afnema fyrri umferð biskupskosningarinnar sem felst í að vígðir kjörmenn (prestar og djáknar) tilnefna kandídata. Tillagan var felld við afar óheppilegar aðstæður þegar um þriðjungur þingmanna einkum af landsbyggðinni var vikinn af þinginu sem ákveðið var að framlengja á síðustu stundu.

Önnur tillaga um breytingar á núgildandi starfsreglum um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa var einnig til umfjöllunar á þinginu. Í meðförum löggjafarnefndar bættust síðan við nokkrar minniháttar breytingatillögur. Þær breytingar voru helstar að biskupar skuli ekki sitja lengur en til 70 ára aldurs. Einnig var kjörtímabil biskupa stytt úr sex í fimm ár og tiltekið að þeir geti ekki setið lengur en í þrjú kjörtímabil. Einnig voru tillögur um að bæði tiltekinn fjöldi kjörmanna eða aukin meirihluti á kirkjuþingi geti kallað fram kosningu biskups og vígslubiskupa undir lok fimm ára kjörtímabils. Jafnframt var ákvæði um að í tilnefningarferlinu skuli tilnefna þrjá kandídata en ekki einn til þrjá eins og nú er. Síðan kom fram tillaga um að þeir fimm sem fengju flestar tilnefningar væru í kjöri til biskups í stað þriggja.

Þessum tillögum var öllum frestað með dagskrártillögu og ljóst að meirihluti þingmanna var ekki tilbúinn að taka tillögurnar til efnislegrar meðhöndlunar.

Biskupsbústaður í Reykjavík?

Loks hafði verð lögð fram tillaga sem snéri að því að ekki skyldi lagður til bústaður fyrir biskup í Reykjavík. Meira að segja þessi einfalda tillaga á formi starfsreglubreytingar þótti vera of flókin og snúin til að þingheimur gæti samþykkt hana. Það liggur þó  þegar fyrir samþykkt um að heimilt sé að selja aðsetur biskups í Bergstaðastræti. Þannig er það ekki ljóst fyrir þá sem sækjast eftir biskupsembættinu hvort og þá hvaða húsnæði verði í boði fyrir biskup. Það hlýtur að teljast harla sérstakt í ljósi þess að búið er að afleggja alla embættisbústaði í landinu nema hjá forseta Íslands, sjálfstæðis þjóðkirkjunnar og  þröngs fjárhags hennar að þingið hafi ekki á þessum tímamótum tekið af skarið með að biskupssetur sé ekki í boði í Reykjavík.

Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að prestsbústaðir eru löngu aflagðir á höfuðborgarsvæðinu. Eins hefur fjöldi prestsetra víða um land  verið lögð af og mörg þeirra verið seld. Ekki er ólíklegt að mörgum þyki það heldur kaldar kveðjur að hafa misst prestsbústað í sinni heimabyggð og þurfa síðan að horfa upp á þessa afgreiðslu kirkjuþings. Virði biskupssetursins í Reykjavík er væntanleg á við sex til átta hús á landsbyggðinni.

Presta- og biskupakirkja eða kirkja í framþróun?

Það má með réttu halda því fram að þarna hafi presta- og biskupakirkjunni tekist að standa vörð um hagsmuni sína. Það tókst með því að koma í veg fyrir að mikilvægar skipulagstillögur væru teknar til efnislegrar umræðu sem og með því að ljá ekki máls á breytingum er varða kosningu til biskups og starfskjör nýs biskups.

Mikilvægt er að mál sem lúta beint að embætti biskups, starfskjörum hans og starfsumhverfi verði útkljáð fyrir komandi biskupskosningar. Ljóst er því að kirkjuþing verður að vinna snöfurmannlega og af meiri dirfsku á fundum sínum á nýju ári. Spyrja má hvort fyrrnefndar afgreiðslur stafi af ákvörðunarfælni þingfulltrúa, stéttarhagsmunum presta og biskupa eða andófi við breytingum á yfirstjórn kirkjunnar. Illt er ef fresta á aðlögun á stjórnkerfi kirkjunnar að nýjum þjóðkirkjulögum og þeim rekstrarlegu forsendum sem kirkjan mun búa við um fyrirsjáanlega framtíð. — Eftir hverju er verið að bíða?

Tilvísanir

[1] „Þingsályktun um stjórnskipan kirkjustjórnarinnar“, kirkjan.is, sótt 20. nóvember 2023 af vef kirkjunnar.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Stefán Magnússon og Hjalti Hugason hafa skrifað margar greinar um málefni þjóðkirkjunnar í Kirkjublaðið.is þar sem þeir beina sjónum sínum að skipulagi hennar og spyrja ýmissa gagnrýninna og nauðsynlegra spurninga. Í þessari grein velta þeir meðal annars fyrir sér hvort kirkjuþingfulltrúar séu haldnir ákvörðunarfælni og hvort stéttarhagsmunir presta og biskupa séu Þrándur í Götu aðkallandi breytinga á stjórnkerfi kirkjunnar svo það samrýmist hinum nýju þjóðkirkjulögum.

Stefán Magnússon, kirkjuþingsmaður

Þá er lokið fundum Kirkjuþingsins þetta haustið. Fyrir þinginu lágu nokkur mál sem vörðuðu biskupsembættið og kosningu til biskups. Það var nauðsynlegt og skynsamlegt í ljósi komandi biskupskjörs að fá hreinar línur í þessi mál sem öll snerta kjörið beinlínis.

Skipulagsbreytingar

Í kjölfar nýrra þjóðkirkjulaga frá 2021 var óhjákvæmilegt að gera allnokkrar skipulagsbreytingar í yfirstjórn kirkjunnar. Á aukakirkjuþingi í júní 2021 voru því samþykktar  breytingar á „stjórnskipan kirkjustjórnarinnar“ á grundvelli 7. máls á málaskrá þingsins. Þar var meginatriðið að yfirstjórn kirkjunnar skyldi skipt upp í tvö ábyrgðarsvið þar sem annað næði til kristnihaldsins undir stjórn biskups en hitt til rekstrarlegra málefna undir forystu framkvæmdastjóra. Sviðunum tveimur var ætlað að vinna náið saman.[1]

Dr. Hjalti Hugason, prófessor emeritus        

Það sýndi sig fljótt að breytingarnar voru ekki fullnægjandi til að tryggja vandaða og skilvirka stjórnsýslu. Því var skipuð nefnd þriggja kirkjuþingsfulltrúa í mars sl. sem skyldu greina stöðuna og leggja fram skipulag sem væri skilvirkt og skýrt. Nefndin var skipuð tveimur reynslumiklum prestum og leikmanni með mikla reynslu á sviði skipulags og rekstrar. Með þeim starfaði ráðgjafi með áratuga starfsreynslu af svipuðum verkefnum fyrir og með fjöld stofnana og fyrirtækja.

Nefndin skilaði af sér skýrslu nú í haust og var hún lögð fyrir þingið til afgreiðslu. Ekki tókst að samþykkja nýtt skipulag á haustþinginu þrátt fyrir ítarlega skýrslu og tvær tilraunir til efnislegrar umræðu. Það er því ljóst að biskupskandídatar vita ekki inn í hvaða skipulag þeir muni ganga þegar þeir taka ákvörðun um að gefa kost á sér. Hlýtur það að teljast afar óheppilegt.

Breytingar á kosningafyrirkomulagi

Á þinginu var lagt til  að afnema fyrri umferð biskupskosningarinnar sem felst í að vígðir kjörmenn (prestar og djáknar) tilnefna kandídata. Tillagan var felld við afar óheppilegar aðstæður þegar um þriðjungur þingmanna einkum af landsbyggðinni var vikinn af þinginu sem ákveðið var að framlengja á síðustu stundu.

Önnur tillaga um breytingar á núgildandi starfsreglum um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa var einnig til umfjöllunar á þinginu. Í meðförum löggjafarnefndar bættust síðan við nokkrar minniháttar breytingatillögur. Þær breytingar voru helstar að biskupar skuli ekki sitja lengur en til 70 ára aldurs. Einnig var kjörtímabil biskupa stytt úr sex í fimm ár og tiltekið að þeir geti ekki setið lengur en í þrjú kjörtímabil. Einnig voru tillögur um að bæði tiltekinn fjöldi kjörmanna eða aukin meirihluti á kirkjuþingi geti kallað fram kosningu biskups og vígslubiskupa undir lok fimm ára kjörtímabils. Jafnframt var ákvæði um að í tilnefningarferlinu skuli tilnefna þrjá kandídata en ekki einn til þrjá eins og nú er. Síðan kom fram tillaga um að þeir fimm sem fengju flestar tilnefningar væru í kjöri til biskups í stað þriggja.

Þessum tillögum var öllum frestað með dagskrártillögu og ljóst að meirihluti þingmanna var ekki tilbúinn að taka tillögurnar til efnislegrar meðhöndlunar.

Biskupsbústaður í Reykjavík?

Loks hafði verð lögð fram tillaga sem snéri að því að ekki skyldi lagður til bústaður fyrir biskup í Reykjavík. Meira að segja þessi einfalda tillaga á formi starfsreglubreytingar þótti vera of flókin og snúin til að þingheimur gæti samþykkt hana. Það liggur þó  þegar fyrir samþykkt um að heimilt sé að selja aðsetur biskups í Bergstaðastræti. Þannig er það ekki ljóst fyrir þá sem sækjast eftir biskupsembættinu hvort og þá hvaða húsnæði verði í boði fyrir biskup. Það hlýtur að teljast harla sérstakt í ljósi þess að búið er að afleggja alla embættisbústaði í landinu nema hjá forseta Íslands, sjálfstæðis þjóðkirkjunnar og  þröngs fjárhags hennar að þingið hafi ekki á þessum tímamótum tekið af skarið með að biskupssetur sé ekki í boði í Reykjavík.

Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að prestsbústaðir eru löngu aflagðir á höfuðborgarsvæðinu. Eins hefur fjöldi prestsetra víða um land  verið lögð af og mörg þeirra verið seld. Ekki er ólíklegt að mörgum þyki það heldur kaldar kveðjur að hafa misst prestsbústað í sinni heimabyggð og þurfa síðan að horfa upp á þessa afgreiðslu kirkjuþings. Virði biskupssetursins í Reykjavík er væntanleg á við sex til átta hús á landsbyggðinni.

Presta- og biskupakirkja eða kirkja í framþróun?

Það má með réttu halda því fram að þarna hafi presta- og biskupakirkjunni tekist að standa vörð um hagsmuni sína. Það tókst með því að koma í veg fyrir að mikilvægar skipulagstillögur væru teknar til efnislegrar umræðu sem og með því að ljá ekki máls á breytingum er varða kosningu til biskups og starfskjör nýs biskups.

Mikilvægt er að mál sem lúta beint að embætti biskups, starfskjörum hans og starfsumhverfi verði útkljáð fyrir komandi biskupskosningar. Ljóst er því að kirkjuþing verður að vinna snöfurmannlega og af meiri dirfsku á fundum sínum á nýju ári. Spyrja má hvort fyrrnefndar afgreiðslur stafi af ákvörðunarfælni þingfulltrúa, stéttarhagsmunum presta og biskupa eða andófi við breytingum á yfirstjórn kirkjunnar. Illt er ef fresta á aðlögun á stjórnkerfi kirkjunnar að nýjum þjóðkirkjulögum og þeim rekstrarlegu forsendum sem kirkjan mun búa við um fyrirsjáanlega framtíð. — Eftir hverju er verið að bíða?

Tilvísanir

[1] „Þingsályktun um stjórnskipan kirkjustjórnarinnar“, kirkjan.is, sótt 20. nóvember 2023 af vef kirkjunnar.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir