Dr. Skúli S. Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju, sest við Gestaglugga Kirkjublaðsins.is og skrifar um tvær nýútkomnar bækur

Einu sinni var guðfræðin kölluð drottning vísindanna. Já, einu sinni var. Á síðustu öldum hefur hver fræðigreinin á fætur annarri risið upp og rifið sig undan þungri hempu kirkjunnar. Hver með sinni aðferð og greiningu og lausn á þeim ótal spurningum og vandamálum sem að manninum steðja.

Nútími

Guðfræðingar okkar daga eru afhelgaðir eins og langstærstur hluti hins vestræna heims. Bænir og helgihald eiga sinn stað í tilverunni en lang oftast leita þeir veraldlegra lausna á vandamálum sínum. Þá sjaldan ég bý mig undir að hrópa: „heimur versnandi fer!“ þá rifja ég upp síðasta skiptið sem næmar hendur sprautuðu deyfingu í tannhold mitt og fínlegur bor spólaði út skemmdum. Amma fékk falskar tennur í fermingargjöf.

Bækurnar tvær sem ég fjalla um hér eru afurðir nútíma guðfræðinga. Ég ætla að fá að valsa í kringum efni þessara bóka. Innihald þess hefur verið rækilega kynnt og ég þarf ekki að endurtaka það sem höfundar hafa sjálfir sagt. Fer betur á því að rýna í rödd þeirra og reyna að finna henni stað í samhengi heims og lífs. Ég ætla ekki að reyna að ná utan um fjölbreytt efnistökin. Þetta er fremur lýsing á þeim hughrifum sem þær höfðu á mig, lesandann.

Þeir Bjarni og Guðmundur hafa tekið sér það tröllaukna verkefni fyrir hendur að greina þessa rímlausu skeggöld sem við lifum. Þeir eru þó eins og við öll, hluti af plottinu, samsekir á sinn hátt, þéttofnir inn í matrixið. Þeir hafa eins og við öll, boðið trójuhestum samtímans inn fyrir borgarmúra sína: algórytmanum sem kortleggur langanir okkar, samfélagsmiðlunum sem ræna tíma okkar, tækjunum sem svipta okkur sálarró.

Menningin okkar er drifin áfram af heimssögulegu svindli – við hrifsum til okkar kolefni sem lífverur á krítarskeiðinu söfnuðu með ljóstillífun og við dælum því upp í lofthjúpinn. Já, og kóbaltið í rafhlöðunni er 5 millimetrum frá fingrum mínum þegar ég pikka niður þessi orð. Ég get ekki borið við minnisleysi ef einhver spyr mig hvernig það var numið úr jörðu. Það var gert við ómanneskjulegar aðstæður í Afríkuríkinu Kongó. Afkomendur okkar munu rífa niður styttur og minnisvarða sem við reisum fyrirfólki. Það bar okkur með straumunum að þeim feigðarósi sem bíður þeirra.

Röntgenaugu guðfræðings

Okkur guðfræðingum kann að finnast tímar þessir liggja vel við höggi. Já, fræðigreinin er löngu fallin af stalli sínum en hvað tók við? Hvers eðlis er sú farsæld? Ekki er hún hafin yfir gagnrýni það er öðru nær. Bjarni segir það hlutverk guðfræðinnar að „túlka kristna hefð á skiljanlegri íslensku og reyna að útskýra fyrir samfélagi okkar hvaða þættir það kynnu að vera í kristnum átrúnaði sem stutt geti við öryggi og heilsu í veröldinni.“ (135).

Dr. Bjarni Karlsson ræðir nýútkomna bók sína, Bata frá tilgangsleysi – Skálholtsútgáfan – útgáfufélag þjóðkirkjunnar gefur út

Þetta hljómar sakleysislega en bókina hans Bjarna er það sannarlega ekki. Góðir guðfræðingar hafa röntgenaugu þegar kemur að meinsemdum í umhverfinu. Engin bók geymir heldur viðlíka gagnrýni á ríkjandi siði og trúarbrögð eins og Biblían. Spámennirnir hrópuðu fyrir munn Drottins:

„Mér býður við brennifórnum ykkar. Sú fórn sem er mér kær snýr að umhyggju ykkar fyrir ekkjunni og munaðarleysingjanum.“

Þessi er stallurinn sem þeir sækja fóður sitt í. Já, guðfræðingarnir eru afhelgaðir eins og hinn vestræni heimur. Og kirkjan, hvar er hún í þessu heimssögulega drama? Bjarni tengir stöðu hennar við orkuvinnslu á hálendi með tilheyrandi umhverfisspjöllum og þá ofbeldismenningu sem við höfum reynt að horfast í augu við á undanförnum árum:

,,Hér hefur verið rakið að einhverju leyti hvernig kristin kirkja hefur verið misnotuð líkt og konan. Eins og Lagarfljót, þar sem það rennur straumþungt en andvana milli bakka sinna, hefur kirkjan verið virkjuð.“

Guðmundur dregur upp þessa mynd af samtíma okkar:

„Blóði drifnasta öld allra alda, öld þekkingar, vísinda, öld hugsjóna og …
framfara?

Öld andlegrar fátæktar, nauðhyggju, öld hungurs og
fjöldamorða, gereyðingar…
límmúsagildrunnar.“ (27)

Mig skortir bók-menntun til að greina tengsl límmúsagildru við það sem fyrr er nefnt í þessu ljóði. En á öðrum stað yrkir Guðmundur:

„Framfarir eru fólgnar
einmitt í því
að vera fólgnar.“ (45)

Að tala frá jaðrinum

Dr. Guðmundur S. Brynjólfsson áritar ljóðabók sína: Hrópað úr tímaþvottavélinni – útgefandi Sæmundur, 2023

Þótt form bókanna sé ólíkt og ég leyfi mér að segja, höfundarnir einnig, má hæglega greina sterk samkenni með þessum tveimur ritum. Hvor um sig fjalla þeir Guðmundur og Bjarni um framfarirnar sem fyrr eru nefndar. Þótt þeir hafi ekki lengur það ægisvald yfir fræðilegri hugsun sem kollegar okkar höfðu forðum er greining þeirra á samtímanum engu síðri. Og jafnvel enn markvissari og tímabærari í ljósi þess að hér tala ekki höfðingjar heldur fremur hrópendur í auðninni. Þótt við höfum tilhneigingu til að bugta okkur fyrir því fólki sem hefur þræðina í höndum sér er rödd útlagans einlægari og líklegri til að ná til hjarta okkar.

Þannig tókst metsöluguðfræðingum lærdómsaldar, Hallgrími Péturssyni og Jóni Vídalín, að staðsetja sig á jaðrinum í því samhengi þótt þeir hafi hvor um sig setið á andlegum valdastólum. Ádeilukvæði Hallgríms beindust gegn auðfólki og valdsmönnum. Í Aldarhætti yrkir hann:

Nú er öld snúin á aðra leið búin, þar yfir má klaga.
Fræleikur lúinn af landi burt flúinn, því líða menn baga,
röggsemdin rúin, sést rýr vina trúin og rekin úr haga,
ágirnd fram knúin, en grær lasta grúinn, flest gengur aflaga.

Og í útleggingu meistara Jóns frásögninni um ríka manninum og Lazarus segir hann:

„Megi ég skemmta mér um hinn óskemmtilegasta hlut þá vildi ég segja að þessi dári hefði gjört víslega hefði hann tekið nokkuð af þessum dýra vefnaði með sér til helvítis. Hefði það mátt hlífa hönum fyrir loganum sem hann kvaldist í.“

Ég er ekki að oflofa þá félaga Guðmund og Bjarna þegar ég leyfi mér að stilla þeim við hlið Hallgrími og Jóni. Öld okkar hampar ekki merkisklerkum. Aðrar sólir skína skærar en var á þeim tíma þegar guðfræðin sat í hásæti sínu. En að því sögðu þá lýsi ég mikilli ánægju með skrif þessara nútímaguðfræðinga sem tjá sig á þennan ólíka hátt. Annar þeirra setur jú erindi sitt fram í ljóðum og hinn í prósa. Og fleira skilur þar á milli. Guðmundarljóðin ískra af kaldhæðni en texti Bjarna geymir að því að mér sýnist, engin slík stílbrigði. Hann meinar hvert orð.

Kennisetningar

Konan sem kynti ofn skáldsins frá Fagraskógi hefur þannig annað hlutverk í meðförum Guðmundar:

„Ég finn það gegnum svefninn að einhver læðist inn og ég veit að það er konan sem eykur hagvöxtinn. Hún er ei neinum neitt og fær ei nokkru breytt og ósköp er það leitt að þessi auma kona sér ekkert geti veitt.“ (10)

Já, angurvær rómantík Davíðs víkur hér fyrir napurri gagnrýni á þennan mælikvarða sem nútíminn setur á árangur og framfarir. Hér er fjallað um kennisetningar: trúarlegar og veraldlegar. Bjarni spyr:

„Hvað er hagvöxtur í vistkerfi þar sem maðurinn er þátttakandi og þjónn en veruleikinn allur eitt sístreymandi, víðómandi ættarmót?“ (145)

Já, veraldlegar kennisetningar, hverjar eru þær? Þar greinum við hugtök sem notuð eru sem mælikvarði á gæði og farsæld. Rétt eins og guðfræðingar fyrri alda rifust um þrenninguna og bannfærðu fólk, karpa hagfræðingar um bestu leiðirnar til að tryggja að hagkerfið haldi áfram að þenjast út, okkur öllum til blessunar. Hagvöxturinn hefur nánast yfirnáttúrulega hæfileika. 3% á ári þýðir að á aldarfjórðungi hefur hagkerfið tvöfaldast að stærð. Og við auðvitað helmingi ríkari, getum keypt meira, flogið meira og brennt meiru og hent meiru.

Þarna nefnilega finnum við einn snertiflöt á bókunum tveimur. Þær eru eins og viðspyrna afsettrar hirðar sem lítur út um máða gluggana á turni sínum, sér að sú dýrðarmynd sem boðuð hafði verið reynist víðsfjarri öllum veruleika séu málin skoðuð nánar. Framfarirnar eiga sannarlega sínar skuggahliðar. Bjarni stígur upp á kögunarhólinn og kemst að því að aldrei fyrr í skráðri sögu mannkyns hafa jafn fáar tegundir dýra og plantna dafnað sem nú. Já, og þeim fer fækkandi.

Og þegar Bjarni spyr hóp barna sem eru viðstödd skírn hvort þau þekki Jesú þá horfa þau flest á hann spyrjandi augum. Á örskömmum tíma hefur nafni hans verið rutt út úr skólum og opinberu rými. Nú á föstudaginn var ég beðinn um að flytja aðventuhugvekju á samkomu: „en það væri afar gott ef þú gætir talað um jólin út frá öllum trúarbrögðum og líka þeim sem enga trú hafa, meira út frá náttúrunni.“

Eftir Krist

Erum við að nálgast núllpunktinn? Árið núll. Hefur orðasambandið „Eftir Krist“ öðlast nýja merkingu? „Eftirkristnir tímar“. Stefnumótið hans Bjarna við þennan heim, er í Sumarhúsum: Þar verður farvegurinn fyrir hin „tærandi tengsl“ sem hann segir einkenna samtímann, með rányrkju náttúru og líkama. Þar er „inntak alls ofbeldis“ (9). Sjálfur sagði Laxness að grunntónn Sjálfstæðs fólks væri „samlíðun“ sem birtist í andstæðu hennar sem er allt um lykjandi í bókinni. Umkomuleysi sögupersónanna „er uppspretta hins sanna saungs.“ Og einhver sagði að Bjartur ætti marga bræður í heimsborginni New York. Þar var vafalítið vísað til þess að mitt í þrengslunum og margmenninu geti manneskjan búið við slíka einsemd að hún gæti allt eins norpað ein uppi á afskekktri íslenskri heiði. „Sumarhús: það er heimurinn“, sagði Bjartur sem kenndur er við bæinn.

Bjarni hnippir í okkur, ekki með ólíkum hætti og nötrandi jörðin gerir hér á Suðvesturhorninu. Er mögulegt að uppbygging okkar sé til einskis? Er þetta hégóminn sem predikað er um í spekiritinu. Meðan ég las bækur Bjarna og Guðmundar þá fylgdist ég með öðru auganu með afdrifum þeirra landa okkar sem í einni andrá voru orðnir flóttamenn. Já, í okkar landi, fólk á örvæntingarfullum flótta. Og fékk fáeinar mínútur undir eftirliti embættismanna með skeiðklukku til að grípa með sér verðmæti. Hvað tók það? Var heimilið fullt af fánýti? Nei. Allir hljóta að hafa fálmað upp í hillu eða inn í skáp og sótt myndirnar, þessar sem við tókum og framkölluðum hér einu sinni, völdum úr þær bestu og settum í albúm.

Guðfræðingar tveir tala báðir um þetta: „myndaalbúm“. Guðmundur yrkir:

„Hann skoðaði fyrri hjónabönd í myndaalbúmum.
Saknaði kvenna sinna allra.
Skaut sig svo og taldi að þannig myndi hann sleppa.
Það var nú eitthvað annað. Þá tók við bévað
Sumarlandið með öllu hinu jarðneska sýsli aftur upp á
nýtt. Sömu konurnar, sama tengdafólkið, sama baslið.
Sömu kjötbollurnar.“ (12).

Já, þarna geyma albúmin myndir fánýtrar tilveru sem hlaut þennan hörmulega endi – eða þó ekki.

Bjarni ræðir þessar gersemar út frá öðru sjónarhorni: „Helgisagnir eru okkar fjölskyldualbúm.“ (56). „Allar myndirnar í myndaalbúmi hefðarinnar eru af innflytjendum.“ (141). „Eiga yndislegar fjölskyldustórmyndir í sama albúmi.“ (143).

Albúmin verða táknmyndir tilvistar sem er ýmist svo aum eða geymir frjóanga einhvers mikils og stórbrotins. Tilvistin býr að baki hverfulleikanum og kröfu sumarhúsanna að fólk sé sífellt með eitthvað fyrir stafni: „Í sumarhúsum kunna börnin ekki að leika sér því þau eiga einlægt að halda áfram að gera eitthvað. Þau kunna ekki að vera.“

Mann-verur

Þetta er mögulega mikilvægasta erindi hvers guðfræðings, hvers eðlis hans guð kann að vera, til umhverfisins. Sköpunartrúin hvílir á því að eitthvað sé, sé til. Ekki bara sem viðfang einhverra athafna, farartæki fyrir meintar framfarir. Við erum ekki mann-gjörðir. Við erum mann-verur. Orðið kjarnar tilvist okkar, sem er að vera.

Endum þessa hugvekju á óði Guðmundar til tímanna. Þarna horfir hann á krossinn:

„Einhver þeirra bað um vatn en þeir fengu edik – allir á línuna. Hugsunarlaust hreytti einn þeirra út úr sér:
„Eigum við ekki bara að skríða aftur inn í torfkofana?“
Þá var frelsaranum ofboðið, og hann sagði, um leið og hann hóf höfuð sitt til himna:
„Líkingamál mannanna er að drepa mig.“ (42).

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Dr. Skúli S. Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju, sest við Gestaglugga Kirkjublaðsins.is og skrifar um tvær nýútkomnar bækur

Einu sinni var guðfræðin kölluð drottning vísindanna. Já, einu sinni var. Á síðustu öldum hefur hver fræðigreinin á fætur annarri risið upp og rifið sig undan þungri hempu kirkjunnar. Hver með sinni aðferð og greiningu og lausn á þeim ótal spurningum og vandamálum sem að manninum steðja.

Nútími

Guðfræðingar okkar daga eru afhelgaðir eins og langstærstur hluti hins vestræna heims. Bænir og helgihald eiga sinn stað í tilverunni en lang oftast leita þeir veraldlegra lausna á vandamálum sínum. Þá sjaldan ég bý mig undir að hrópa: „heimur versnandi fer!“ þá rifja ég upp síðasta skiptið sem næmar hendur sprautuðu deyfingu í tannhold mitt og fínlegur bor spólaði út skemmdum. Amma fékk falskar tennur í fermingargjöf.

Bækurnar tvær sem ég fjalla um hér eru afurðir nútíma guðfræðinga. Ég ætla að fá að valsa í kringum efni þessara bóka. Innihald þess hefur verið rækilega kynnt og ég þarf ekki að endurtaka það sem höfundar hafa sjálfir sagt. Fer betur á því að rýna í rödd þeirra og reyna að finna henni stað í samhengi heims og lífs. Ég ætla ekki að reyna að ná utan um fjölbreytt efnistökin. Þetta er fremur lýsing á þeim hughrifum sem þær höfðu á mig, lesandann.

Þeir Bjarni og Guðmundur hafa tekið sér það tröllaukna verkefni fyrir hendur að greina þessa rímlausu skeggöld sem við lifum. Þeir eru þó eins og við öll, hluti af plottinu, samsekir á sinn hátt, þéttofnir inn í matrixið. Þeir hafa eins og við öll, boðið trójuhestum samtímans inn fyrir borgarmúra sína: algórytmanum sem kortleggur langanir okkar, samfélagsmiðlunum sem ræna tíma okkar, tækjunum sem svipta okkur sálarró.

Menningin okkar er drifin áfram af heimssögulegu svindli – við hrifsum til okkar kolefni sem lífverur á krítarskeiðinu söfnuðu með ljóstillífun og við dælum því upp í lofthjúpinn. Já, og kóbaltið í rafhlöðunni er 5 millimetrum frá fingrum mínum þegar ég pikka niður þessi orð. Ég get ekki borið við minnisleysi ef einhver spyr mig hvernig það var numið úr jörðu. Það var gert við ómanneskjulegar aðstæður í Afríkuríkinu Kongó. Afkomendur okkar munu rífa niður styttur og minnisvarða sem við reisum fyrirfólki. Það bar okkur með straumunum að þeim feigðarósi sem bíður þeirra.

Röntgenaugu guðfræðings

Okkur guðfræðingum kann að finnast tímar þessir liggja vel við höggi. Já, fræðigreinin er löngu fallin af stalli sínum en hvað tók við? Hvers eðlis er sú farsæld? Ekki er hún hafin yfir gagnrýni það er öðru nær. Bjarni segir það hlutverk guðfræðinnar að „túlka kristna hefð á skiljanlegri íslensku og reyna að útskýra fyrir samfélagi okkar hvaða þættir það kynnu að vera í kristnum átrúnaði sem stutt geti við öryggi og heilsu í veröldinni.“ (135).

Dr. Bjarni Karlsson ræðir nýútkomna bók sína, Bata frá tilgangsleysi – Skálholtsútgáfan – útgáfufélag þjóðkirkjunnar gefur út

Þetta hljómar sakleysislega en bókina hans Bjarna er það sannarlega ekki. Góðir guðfræðingar hafa röntgenaugu þegar kemur að meinsemdum í umhverfinu. Engin bók geymir heldur viðlíka gagnrýni á ríkjandi siði og trúarbrögð eins og Biblían. Spámennirnir hrópuðu fyrir munn Drottins:

„Mér býður við brennifórnum ykkar. Sú fórn sem er mér kær snýr að umhyggju ykkar fyrir ekkjunni og munaðarleysingjanum.“

Þessi er stallurinn sem þeir sækja fóður sitt í. Já, guðfræðingarnir eru afhelgaðir eins og hinn vestræni heimur. Og kirkjan, hvar er hún í þessu heimssögulega drama? Bjarni tengir stöðu hennar við orkuvinnslu á hálendi með tilheyrandi umhverfisspjöllum og þá ofbeldismenningu sem við höfum reynt að horfast í augu við á undanförnum árum:

,,Hér hefur verið rakið að einhverju leyti hvernig kristin kirkja hefur verið misnotuð líkt og konan. Eins og Lagarfljót, þar sem það rennur straumþungt en andvana milli bakka sinna, hefur kirkjan verið virkjuð.“

Guðmundur dregur upp þessa mynd af samtíma okkar:

„Blóði drifnasta öld allra alda, öld þekkingar, vísinda, öld hugsjóna og …
framfara?

Öld andlegrar fátæktar, nauðhyggju, öld hungurs og
fjöldamorða, gereyðingar…
límmúsagildrunnar.“ (27)

Mig skortir bók-menntun til að greina tengsl límmúsagildru við það sem fyrr er nefnt í þessu ljóði. En á öðrum stað yrkir Guðmundur:

„Framfarir eru fólgnar
einmitt í því
að vera fólgnar.“ (45)

Að tala frá jaðrinum

Dr. Guðmundur S. Brynjólfsson áritar ljóðabók sína: Hrópað úr tímaþvottavélinni – útgefandi Sæmundur, 2023

Þótt form bókanna sé ólíkt og ég leyfi mér að segja, höfundarnir einnig, má hæglega greina sterk samkenni með þessum tveimur ritum. Hvor um sig fjalla þeir Guðmundur og Bjarni um framfarirnar sem fyrr eru nefndar. Þótt þeir hafi ekki lengur það ægisvald yfir fræðilegri hugsun sem kollegar okkar höfðu forðum er greining þeirra á samtímanum engu síðri. Og jafnvel enn markvissari og tímabærari í ljósi þess að hér tala ekki höfðingjar heldur fremur hrópendur í auðninni. Þótt við höfum tilhneigingu til að bugta okkur fyrir því fólki sem hefur þræðina í höndum sér er rödd útlagans einlægari og líklegri til að ná til hjarta okkar.

Þannig tókst metsöluguðfræðingum lærdómsaldar, Hallgrími Péturssyni og Jóni Vídalín, að staðsetja sig á jaðrinum í því samhengi þótt þeir hafi hvor um sig setið á andlegum valdastólum. Ádeilukvæði Hallgríms beindust gegn auðfólki og valdsmönnum. Í Aldarhætti yrkir hann:

Nú er öld snúin á aðra leið búin, þar yfir má klaga.
Fræleikur lúinn af landi burt flúinn, því líða menn baga,
röggsemdin rúin, sést rýr vina trúin og rekin úr haga,
ágirnd fram knúin, en grær lasta grúinn, flest gengur aflaga.

Og í útleggingu meistara Jóns frásögninni um ríka manninum og Lazarus segir hann:

„Megi ég skemmta mér um hinn óskemmtilegasta hlut þá vildi ég segja að þessi dári hefði gjört víslega hefði hann tekið nokkuð af þessum dýra vefnaði með sér til helvítis. Hefði það mátt hlífa hönum fyrir loganum sem hann kvaldist í.“

Ég er ekki að oflofa þá félaga Guðmund og Bjarna þegar ég leyfi mér að stilla þeim við hlið Hallgrími og Jóni. Öld okkar hampar ekki merkisklerkum. Aðrar sólir skína skærar en var á þeim tíma þegar guðfræðin sat í hásæti sínu. En að því sögðu þá lýsi ég mikilli ánægju með skrif þessara nútímaguðfræðinga sem tjá sig á þennan ólíka hátt. Annar þeirra setur jú erindi sitt fram í ljóðum og hinn í prósa. Og fleira skilur þar á milli. Guðmundarljóðin ískra af kaldhæðni en texti Bjarna geymir að því að mér sýnist, engin slík stílbrigði. Hann meinar hvert orð.

Kennisetningar

Konan sem kynti ofn skáldsins frá Fagraskógi hefur þannig annað hlutverk í meðförum Guðmundar:

„Ég finn það gegnum svefninn að einhver læðist inn og ég veit að það er konan sem eykur hagvöxtinn. Hún er ei neinum neitt og fær ei nokkru breytt og ósköp er það leitt að þessi auma kona sér ekkert geti veitt.“ (10)

Já, angurvær rómantík Davíðs víkur hér fyrir napurri gagnrýni á þennan mælikvarða sem nútíminn setur á árangur og framfarir. Hér er fjallað um kennisetningar: trúarlegar og veraldlegar. Bjarni spyr:

„Hvað er hagvöxtur í vistkerfi þar sem maðurinn er þátttakandi og þjónn en veruleikinn allur eitt sístreymandi, víðómandi ættarmót?“ (145)

Já, veraldlegar kennisetningar, hverjar eru þær? Þar greinum við hugtök sem notuð eru sem mælikvarði á gæði og farsæld. Rétt eins og guðfræðingar fyrri alda rifust um þrenninguna og bannfærðu fólk, karpa hagfræðingar um bestu leiðirnar til að tryggja að hagkerfið haldi áfram að þenjast út, okkur öllum til blessunar. Hagvöxturinn hefur nánast yfirnáttúrulega hæfileika. 3% á ári þýðir að á aldarfjórðungi hefur hagkerfið tvöfaldast að stærð. Og við auðvitað helmingi ríkari, getum keypt meira, flogið meira og brennt meiru og hent meiru.

Þarna nefnilega finnum við einn snertiflöt á bókunum tveimur. Þær eru eins og viðspyrna afsettrar hirðar sem lítur út um máða gluggana á turni sínum, sér að sú dýrðarmynd sem boðuð hafði verið reynist víðsfjarri öllum veruleika séu málin skoðuð nánar. Framfarirnar eiga sannarlega sínar skuggahliðar. Bjarni stígur upp á kögunarhólinn og kemst að því að aldrei fyrr í skráðri sögu mannkyns hafa jafn fáar tegundir dýra og plantna dafnað sem nú. Já, og þeim fer fækkandi.

Og þegar Bjarni spyr hóp barna sem eru viðstödd skírn hvort þau þekki Jesú þá horfa þau flest á hann spyrjandi augum. Á örskömmum tíma hefur nafni hans verið rutt út úr skólum og opinberu rými. Nú á föstudaginn var ég beðinn um að flytja aðventuhugvekju á samkomu: „en það væri afar gott ef þú gætir talað um jólin út frá öllum trúarbrögðum og líka þeim sem enga trú hafa, meira út frá náttúrunni.“

Eftir Krist

Erum við að nálgast núllpunktinn? Árið núll. Hefur orðasambandið „Eftir Krist“ öðlast nýja merkingu? „Eftirkristnir tímar“. Stefnumótið hans Bjarna við þennan heim, er í Sumarhúsum: Þar verður farvegurinn fyrir hin „tærandi tengsl“ sem hann segir einkenna samtímann, með rányrkju náttúru og líkama. Þar er „inntak alls ofbeldis“ (9). Sjálfur sagði Laxness að grunntónn Sjálfstæðs fólks væri „samlíðun“ sem birtist í andstæðu hennar sem er allt um lykjandi í bókinni. Umkomuleysi sögupersónanna „er uppspretta hins sanna saungs.“ Og einhver sagði að Bjartur ætti marga bræður í heimsborginni New York. Þar var vafalítið vísað til þess að mitt í þrengslunum og margmenninu geti manneskjan búið við slíka einsemd að hún gæti allt eins norpað ein uppi á afskekktri íslenskri heiði. „Sumarhús: það er heimurinn“, sagði Bjartur sem kenndur er við bæinn.

Bjarni hnippir í okkur, ekki með ólíkum hætti og nötrandi jörðin gerir hér á Suðvesturhorninu. Er mögulegt að uppbygging okkar sé til einskis? Er þetta hégóminn sem predikað er um í spekiritinu. Meðan ég las bækur Bjarna og Guðmundar þá fylgdist ég með öðru auganu með afdrifum þeirra landa okkar sem í einni andrá voru orðnir flóttamenn. Já, í okkar landi, fólk á örvæntingarfullum flótta. Og fékk fáeinar mínútur undir eftirliti embættismanna með skeiðklukku til að grípa með sér verðmæti. Hvað tók það? Var heimilið fullt af fánýti? Nei. Allir hljóta að hafa fálmað upp í hillu eða inn í skáp og sótt myndirnar, þessar sem við tókum og framkölluðum hér einu sinni, völdum úr þær bestu og settum í albúm.

Guðfræðingar tveir tala báðir um þetta: „myndaalbúm“. Guðmundur yrkir:

„Hann skoðaði fyrri hjónabönd í myndaalbúmum.
Saknaði kvenna sinna allra.
Skaut sig svo og taldi að þannig myndi hann sleppa.
Það var nú eitthvað annað. Þá tók við bévað
Sumarlandið með öllu hinu jarðneska sýsli aftur upp á
nýtt. Sömu konurnar, sama tengdafólkið, sama baslið.
Sömu kjötbollurnar.“ (12).

Já, þarna geyma albúmin myndir fánýtrar tilveru sem hlaut þennan hörmulega endi – eða þó ekki.

Bjarni ræðir þessar gersemar út frá öðru sjónarhorni: „Helgisagnir eru okkar fjölskyldualbúm.“ (56). „Allar myndirnar í myndaalbúmi hefðarinnar eru af innflytjendum.“ (141). „Eiga yndislegar fjölskyldustórmyndir í sama albúmi.“ (143).

Albúmin verða táknmyndir tilvistar sem er ýmist svo aum eða geymir frjóanga einhvers mikils og stórbrotins. Tilvistin býr að baki hverfulleikanum og kröfu sumarhúsanna að fólk sé sífellt með eitthvað fyrir stafni: „Í sumarhúsum kunna börnin ekki að leika sér því þau eiga einlægt að halda áfram að gera eitthvað. Þau kunna ekki að vera.“

Mann-verur

Þetta er mögulega mikilvægasta erindi hvers guðfræðings, hvers eðlis hans guð kann að vera, til umhverfisins. Sköpunartrúin hvílir á því að eitthvað sé, sé til. Ekki bara sem viðfang einhverra athafna, farartæki fyrir meintar framfarir. Við erum ekki mann-gjörðir. Við erum mann-verur. Orðið kjarnar tilvist okkar, sem er að vera.

Endum þessa hugvekju á óði Guðmundar til tímanna. Þarna horfir hann á krossinn:

„Einhver þeirra bað um vatn en þeir fengu edik – allir á línuna. Hugsunarlaust hreytti einn þeirra út úr sér:
„Eigum við ekki bara að skríða aftur inn í torfkofana?“
Þá var frelsaranum ofboðið, og hann sagði, um leið og hann hóf höfuð sitt til himna:
„Líkingamál mannanna er að drepa mig.“ (42).

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir