Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson (f. 1957) hefur ritað fjölmargar bækur um guðfræði.  Á síðasta ári kom út bók eftir hann sem ber heitið Trúin og tíminn

Í þessari grein verður skoðuð myndin á albúminu Blue Train fyrir sólóplötu saxófónleikarans John Coltrane sem kom út 1957. Fyrst er hugað að tónlistarmanninum John Coltrane og áhrifum hans innan jasstónlistar. Af því loknu er til umræðu ljósmyndarinn Francis Wolff (1907–1971) sem tók myndina og svo er myndin greind. Í nálguninni hér á eftir styðst ég nokkuð við þá persónulegu nálgun sem Sigrún Sigurðardóttir beitir í bókinni Afturgöngur og afskipti að sannleikanum.[1]

Maður og helgimynd 

John Coltrane (1926–1967) er einn af megin máttarstólpum jasssögunnar og í tónlistarsögu Vesturlanda á síðari hluta 20. aldar. Áhrif hans á tónlistarmenn og tónlistarstefnur ná langt út fyrir þau mæri sem sumir vilja setja um jasstónlist. Lög og sóló hans eru sígild viðfangsefni hljóðfæraleikara, í tónlistargreiningu og efniviður sem tónlistarmenn þurfa að kunna skil á. Það kemur því lítt á óvart að tónsmíðar og sóló Coltranes séu í námskrá margra tónlistarskóla þ.á.m. á Íslandi.[2]

Platan Blue Train markar hér ekki bara tímamót í tónlistarferli Coltranes, heldur inniheldur hún lög og spuna yfir nýstárlega hljómaganga. Fjöldin allur af nemendum hefur í gegnum áratugina glímt tónlist Coltranes á þessari breiðskífu. Sú gíma er erfið en ómetanleg og þekkir m.a. höfundur hana vel. Óneitanlega hefur hún virkað á suma sem „birtingarmynd raunarinnar sem umturnar veruleika okkar og verður til þess að eitthvað rofnar í eigin lífi“ eða raunveruleikarofi  sem „skapar forsendur fyrir nýjum skilning og nýja upplifum af heiminum.“[3] Blue Train markar þannig jafnt skil í tónlistarsögunni og lífi hljóðfæraleikara. Platan hefur óneitanlega áru.[4] Hún er ekki bara bundin efni hennar heldur útlit albúmsins og myndinni af Coltrane.

Frímerki af John Coltrane og Theonius Monk Art.com

Ef hugað er að áhrifasögu John Coltranes þá hefur hann óneitanlega kennivald innan sem utan jassins. Það kemur m.a. fram 1995 þegar vægi Coltranes fyrir bandaríska menningu var undirstrikað með útgáfu frímerkis af honum.[5]

En kennivaldið sem menn eigna Coltrane getur tekið á sig merkilegar myndir, eins og þegar hann var tekinn í tölu helgra manna.

Saint John Coltrane African Orthodox Church (thoelico.com)

Árið 1971 var stofnaður söfnuður innan
African Orthodox Church og opnuð kirkjan
Saint John Coltrane African Orthodox Church í listamannahverfi í L.A.[6]

Frá upptökunni á Blue Train (gtatiful.com)

Innan safnaðarins er Coltrane virtur sem kristinn dýrlingur og vilja meðlimir hans afbyggja dýrlingahugtakið og aðlaga að eigin umhverfi og samtíma.

Óháð þessu er greinilegt að vægi John Coltranes er mikið. Innan jassins má líkja stöðu hans þar við þá er Johann Sebastina Bachs (1685–1750) hefur í sígildri tónlist. En tónlist beggja þarfnast gagnrýnnar nálgunar í oft erfiðri glímu. Einmitt „helgimyndir“ krefjast þess líka. Forsenda slíks er m.a. þekking á sögulegri tilurð mynda sem fá gildi íkons líkt og myndin af John Coltrane á Blue Train.

Ljósmyndarinn Francis Wolff og Blue Note[7]

Frank Wolff fæddist 1907 í Berlín og  er gyðingaættar.[8] Faðir hans var stærðfræðingur en móðir starfaði í tengslum við listageirann og voru þau menningarlega sinnuð með mikinn áhuga á samtímalist. Wolff kynntist í menntaskóla Alfred Löw (1908–1981) en hann var einnig af gyðingaættum. Vináttu þeirra batt brennandi áhugi á jasstónlist sem var vinsæl í Berlín á millistríðsárunum. Þeir sóttu saman tónleika og hafði Wolff ætíð ljósmyndavél sína við höndina. Nokkru eftir valdatöku nasista 1933 flúði Löw 1936 til Bandaríkjanna. Þar breytti nafni sínu í Lion. Wolff kom til New York 1939 rétt fyrir seinni heimsstyrjöldina með einu af síðustu skipunum frá Hamborg.[9] Þar skráir Wolff atvinnu sína hjá innflytjendaeftirlitnu sem ljósmyndari.

Stuttu eftir komuna til New York stofnuðu þeir Wolff og Lion hið sögufræga plötufyrirtæki Blue Note. Það átti eftir að varðveita og þróa einna merkustu arfleifð bandarískrar menningar, jassinn.[10] Í Berlín hafði Wolff almennt starfað sem ljósmyndari en nú í New York einbeitti hann sér alfarið að ljósmyndum á jasstónlistarmönnum.[11] Jassinn var á þessum tíma í menningarsögu Bandaríkjanna samofinn menntamönnum, hinum nýja bóhem, avantgard og beat-kynslóðinni. Fulltrúar þeirra leituðu uppi það nýjasta í jassinum og urðu margir fulltrúar þeirra fastir kaupendur platna Blue Note.[12]

Það sem greindi Blue Note frá öðrum plötufyrirtækjum var grunnafstaða Lion og Wolff til jasstónlistar og tónlistarmanna, en hún mótaðist af virðingu. Þeir sóttu markvisst jasstónleika og jassklúbba bæði ánægjunnar vegna og til að að finna aðila sem væru framarlega í mótun jasstónlistar. Markmiðið var að fá að taka þá upp. Lion og Wolff skildu lítt þá rómantísku sýn að jassinn væri eitthvað sem væri svo bundið augnablikinu að æfingar og skipulag varðandi upptökur ættu ekki við. Þessu höfnuðu þeir þar sem jassinn væri listform sem bæri að sinna og veita tíma. Þess vegna borguðu þeir listarmönnunum kaup í tvo daga til markvissa æfinga á því efni sem átti að taka upp og greiddu almennt tónlistarmönnunum vel. Í viðtölum við tónlistarmenn tala þeir, er Blue Note ber á góma, jafnan um að Lion og Wolff hafi meðhöndlað þá sem jafningja og af virðingu.

Wolff og Lion lögðu líka áherslu á að upptökur færu fram eftir að tónlistarmennirnir hefðu spilað efnið jassklúbbum. Það var forsendan fyrir öruggu samspili og flæði í flutningi. Tónlistarmennirnir voru svo sóttir eftir tónleikana til að taka upp. Alla jafna var það um fjögur á nóttu sem haldið var í stúdíó Blue Note. Það var einbýlishúsi upptökustjórans Rudolf „Rudy“ Van Gelder (1924–2016). Wolff og Lion sáu um að nægur matur og drykkir væru á staðnum. Allt þetta skapaði rólegt og heimilislegt andrúmsloft.[13] Rudy Van Gelder var töframaður varðandi upptökur, sem  tókst að taka upp hljómsveitina sem heild og um leið að tryggja að hver og einn naut sín. Þessi upptökutækni varð aðalsmerki Blue Note.[14]

Í þessari vin Blue Note kom Wolff sér fyrir með ljósmyndavélina. Hann tók þar svart–hvítar myndir af tónlistarmönnun við vinnu sína í þeirra umhverfi. Honum tókst að höndla andrúmsloftið og fanga augnablikið. Að gerð albúmsins fyrir plötunnar unnu síðan Wolff og hönnuðurinn Reid Miles (1923–1993). Miles var undir áhrifum frá Bauhaus og vann með þekktum hönnuðum, sem fyrir hans tilstilli hönnuðu albúmum Blue Note m.a. Andy Warhol (1928-1987).[15] Wolff, Lion, Van Gelder og Miles störfuðu saman í áratugi. Þeim tókst að skapa samfellu, heildarútlit og þá áru sem umlykur Blue Note.

Francis Wolff notaði Rolleiflex myndavél og tók svart hvítar-myndir. Óneitanlega valda myndir hans hugrenningatengslum við film noir.[16] Svart-hvítar myndir búa yfir vissu tímaleysi sem einkennir jass. Það kemur vel fram á myndum sem teknar eru í nánd í stúdíói eða jassklúbbi.[17]  „Myndir Wolff þekkir maður strax á mjög góðri tækni, en eiginleg færni hans felst […] í tengslum hans við tónlistarmennina og hæfileikum að fanga augnablikið.“[18]

Francis Wolff (geni.com)

Myndin fyrir albúmið af Blue Train[19]

Blue Train

Um áramótin 1956–1957 semur Coltrane við Alfred Lion um að taka upp plötu með eigin efni. Coltrane hafði þegar spilað sem hjómsveitameðlimur hjá öðrum jasstónlistarmönnum inn á plötur hjá Blue Note. Hann var þá fastur meðlimur í kvintett Miles Davis en innan jassins var þá ekki mögulegt að ná lengra. Coltrane var á þessum tímapunkti búinn að finna sinn stíl og kominn með mótaðar hugmyndir um hver næstu skref í tónlist hans ættu að vera.[20] Í persónulegu lífi hafði hann losnað úr ánauð heróínneyslu.[21] Lion og Coltrane sammælast um að hann noti þá rytmasveit sem hann var vanur að vinna með auk tveggja annarra blásara. Blue Train var eina platan sem Coltrane gerði hjá Blue Note. Ástæðan fyrir því hve vel tókst til, var sú umgjörð og vinnuskilyrði sem Blue Note bauð upp á.

https://www.google.com/ Coltrane&Farncis Wolff

Myndirnar sem Wolff tók á meðan á upptökum stóð birta það vel. Myndin hér að til hliðar vitnar vel um nálgun hans. Á henni eru þrír hljóðfæraleikarar, einn er utan myndar, sem annar lítur til og sá þriðji á. Þeir eru fulltrúar fyrir þrjú helstu blásturshljóðfæri jassins, saxófón, trompet og básúnu. Það er sem myndin minni á stöðu básúnunnar í skugga hinna tveggja. Sjónarhornið sem ljósmyndarinn velur er að neðan og það er horft upp á við. Augnaráð Coltranes og trompetleikarans Lee Morgan (1938–1972) grípa áhorfandann. Greinilegt er að þeir eiga allir í nánu tónlistarlegu samtali, sem þarfnast ekki aðstoðar nótnablaðs. Um það vitnar nótarstatífið neðarlega fyrir miðju myndarinnar. Morgan lítur spyrjandi til básúnuleikarans, á meðan Colrane lítur fram fyrir sig líkt og hann sé íhuga byggingu verksins. Allir eru þeir einbeittir en afslappaðir og yfir þeim hvílir tign. Þrátt fyrir að myndin minni á portrett, á það hér samt ekki við, þar sem augnablikið er höndlað án vottar um uppstillingu. Coltrane og Morgarn eru vel klæddir í samræmi við ríkjandi tísku og þá stöðu sem þeir hafa í menningaumróti þessara ára. Myndin birtir leik hugsandi meistara.

https://www.google.com/ Coltrane&Farncis Wolff

Á myndinni hér til vinstri sem notuð er á framhlið plötuumslagsins fær þessi íhugun og tign vægi íkons. Að henni sést í mann sem stendur við hlið Coltranes sem á ekki við ef um uppstillingu væri að ræða. Coltrane er líklega að huga að næstu töku og ígrundar það sem fram undan er. Hann heldur hægri hönd fyrir aftan hnakka og strýkur létt vísifingri vinstri handar um neðri vör. Allt atferli dregur fram djúpa hugsun: Saxófónninn hangir í saxófónól um hálsinn og sem óskiljanlegur hluti veru hans. Að Coltrane æfði sig sex til átta tíma á dag staðfestir þá sýn enn frekar. Míkrófónar í forgrunni og bakgrunni ramma myndina inn. Þeir virðast draga fram mikilvægi þess að geyma tónlist þessa listamanns. Myndin nær mikilvægi augnabliksins og er þögull vitnisburður um tímamót í jasssögunni. Það er eins og við fáum að upplifa þau er við hlustum á plötuna og skoðum albúmið.

Það kemur því ekki á óvart að Wolff og Reid Miles skáru myndina og lituðu bláa í samræmi við tiltillag nafn plötunnar Blue Train. Áherslan hvílir á þeim þríhyrningum sem finna má á myndinni. Um er að ræða þríhyrning sem vinstri handleggur myndar, annar sem hægri hönd og öxl og loks saxófónn og andlitið. Þessi þríhyrningar mynda flókna rytmíska heild og vísar til byggingar verka Coltranes. Hugsandi og einbeitt andlit Coltranes dregur fram hve mikið býr að baki. Myndin samræmist vel stefnu Blue Note. Liturinn vísar til hennar og nafns plötunnar en líka til merkingar bláa litarins innan vestrænnar hugmyndasögu.

Um litinn segir á einum stað „Blár er litur himins og lofts, vatns og sjávar. Litur hins heiða himins endurspeglast í bláma hafsins. Í báðum tilvikum vísar liturinn til eilífðar og spurningar vakna um hvað sé handan sjóndeildarhringsins. Þess vegna felur blái liturinn í sér grun eða hugboð um handanveru. Í menningarsögunni tengja menn hann beint við Guð og það sem liggur allri tilveru til grundvallar. Í kristnum táknheimi er blái liturinn notaður sem tákn um alnálægð og almætti Guðs, þar sem hann tengist loftinu og bláma himins og hafs sem allt umlykur.“[22] Þess ber að geta að á þessum tíma hafði Coltrane í tengslum við afeitrun sína orðið fyrir trúarlegri reynslu sem mótaði nú líf og starf. Hún er síðar sett fram í heildstæðu tónlistarformi á plötu hans A Love Supreme.[23]

https://www.google.com/ Coltrane&Francis Wolff

Hvort það hafi verið þáttur í valinu á bláa litnum er erfitt að fullyrða um. Alla vega opnaði þessi plata fyrir marga glufu í veruleikanum sem breytti sýn þeirra líf og tilvist sína. Það á ekki endilega við þegar albúmið er skoðað fyrst, heldur á það ef til vill frekar við eftir að menn hafa hlustað á og glímt við þá tónlist sem þarna er flutt.[24]

Niðurstaða

Það var stuttu eftir fermingu að ég fór í Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur í Vesturveri og keypti mér eintak að plötu John Coltranes Blue Train. Ég var nýbyrjaður að læra á saxófón og var tjáð að þetta væri saxófónleikarinn. Þegar heim var komið fór ég inn í herbergi mitt lagði plötuna á fóninn, settist upp í rúm með albúmið og hlustaði. Það var eitthvað sem sagði „bing í mér“[25]. Tónlist Coltranes – sérstaklega lagið Moment´s Notice[26] –birti nýja sýn á mitt líf og opnaði rifu fyrir „nýjan skilning og gagnrýna endursköpun á reynslu [… mína] af veruleikanum“.[27] Árin liðu með saxófónnámi. Mikilvægur þáttur þess fólst í að spila lög og sóló yfir hljómaganga. Þar á meðal tónlist John Coltranes. Ég þurfti að spila upprit af þeim þ.e.a.s. æfa þau, læra utan að og leika síðan með meistaranum nótu fyrir nótu.[28] Það gefur að skilja að slíkt krafðist  æfinga, einbeitingar og þolinmæði. Einbeiting Coltranes á myndinni með Lee Mogan vitnar vel um slíkt ástand. Þegar loksins samleikurinn smellur saman, kallar það fram sælutilfinningu sem streymir um sál og líkama. Fjarlægð í tíma hverfur og augnablikið sem upptakan geymir sameinast í samleiknum. Þegar þetta varð, voru áratugir liðnir frá því er fyrst var hlustað á Blue Train.

Í gegnum árin hefur þessi plata og síðar diskur fylgt mér. Vissulega hafa punktum áhrifin dofnað og svo nefnd studium virkni orðin ofan á.[29] En óneitanlega er það líka svo þegar albúmið er tekið í hönd að saga mín rifjast upp og ég er aftur kominn í herbergi mitt. Slíkri reynslu deila líka þeir sem skoða myndir. Mynd getur óvænt gripið eins og tónlist sem stundum tekur mann með sér og staðsetur á ný í liðnum tíma.[30]

Heimildarskrá

Barthes, Ronald, Die helle Kammer – Bemerkungen zur Photographie, 18 útgáfa, þýsk þýðing Dietrich Leube, Suhrkamp, Frankfurt am Main 2019.

Benjamín, Walter, „Listaverkið á tímum fjöldaframleiðslu sinnar“, íslensk þýðing Árni Óskarsson og Örnólfur Thorsson, Walter Benjamín,  Fagurfræði og miðlun, Háskólaútgáfan Bókmenntafræðistofnun Íslands, Reykjavík 2008, 549–587.

Cawthra, Benjamin, Blue Notes in Balck and White  – Photography and Jazz, The University of Chicago Press, Chicago – London 2011

Cook, Richard, Blue Note – Die Biographie, Argon Verlag, Berlin 2004

Kahn, Ashley, „Die Passagierliste“, Francis Wolf / Jimmy Katz – Blue Note Photography, Francis Wolf / Jimmy Katz – Blue Note Photography, ritstjóri Rainer Placke og Inga Wulff, Jazzpresso, Bad Oeynhausen 2009, 9 – 11.

A Love Supreme – The Story of John Coltrane´s Signature Album, Penguin Books, New York 2003.

Placke, Rainer / Wulff, Inga, Francis Wolf / Jimmy Katz – Blue Note Photography, ritstjóri Rainer Placke og Inga Wulff, Jazzpresso, Bad Oeynhausen 2009

Porter, Lewis, John Coltrane His life and Music, The University og Michigan Press, Michigan 1998.

Rosa, Hartmut, Resonanz – Eine Soziologie der Weltbeziehung, 2 útgáfa, Suhrkamp  Belrín 2016.

Sigurjón Árni Eyjólfsson, Augljóst en hulið, Skálholtsútgáfan, Reykjavík 2020

Sigrún Sigurðardóttir, Afturgöngur og afskipti af sannleikanum, Rit Þjóðminjasafns Íslands 20, Listaháskóli Íslands, Reykjavík 2009

Van Gelder, Randy, „Wenn ich zurückblicke“, Francis Wolf / Jimmy Katz – Blue Note Photography, ritstjóri Rainer Placke og Inga Wulff, Jazzpresso, Bad Oeynhausen 2009, 13.

Tilvísanir

[1] Sigrún Sigurðardóttir, Afturgöngur og afskipti af sannleikanum, Rit Þjóðminjasafns Íslands 20, Listaháskóli Íslands, Reykjavík 2009.

[2] Lewis Porter, John Coltrane His life and Music, The Universety og Michigan Press, Michigan 1998, ix–xi.

[3] Sigrún Sigurðardóttir, Afturgöngur og afskipti af sannleikanum, 6–7; 78–79. John Coltrane Omnibook, for B Instraments – Transcribed Exactly from his Recorded Solos, Hal – Leonard, Milwaukee, 2013.

[4] Walter Benjamín, „Listaverkið á tímum fjöldaframleiðslu sinnar“, íslensk þýðing Árni Óskarsson og Örnólfur Thorsson, Walter Benjamín,  Fagurfræði og miðlun, Háskólaútgáfan Bókmenntafræðistofnun Íslands, Reykjavík 2008, 555  [549–587]. Blue Trane er við hlið Giant Steps 1959 og A Love Supreme 1964 með merkustu platna Coltrane.

[5] Lewis Porter, John Coltrane His life and Music, 299.

[6] Lewis Porter, John Coltrane His life and Music, 296–297.

[7] Um ljósmyndaverk hans sjá m.a. Francis Wolf / Jimmy Katz – Blue Note Photography, ritstjóri Rainer Placke og Inga Wulff, Jazzpresso, Bab Oeynhausen 2009.

[8] Eftir komuna til New York þýddi hann nafn sitt yfir á ensku og kallaðist Francis Wolff.

[9] Ashley Kahn, „Die Passagierliste“, Francis Wolf / Jimmy Katz – Blue Note Photography, 9 [9–11].

[10] Richard Cook, Blue Note – Die Biographie, Argon Verlag, Berlin 2004, 9–10.

[11] Randy Van Gelder, „Wenn ich zurückblicke“, Francis Wolf / Jimmy Katz – Blue Note Photography, ritstjóri Rainer Placke og Inga Wulff, Jazzpresso, Bab Oeynhausen 2009, 13.

[12] Richard Cook, Blue Note – Die Biographie, 129,-133, 206, 239.

[13] Richard Cook, Blue Note – Die Biographie, 78–79.

[14] Richard Cook, Blue Note – Die Biographie, 92–93.

[15] Richard Cook, Blue Note – Die Biographie, 117. Benjamin Cawthra, Blue Notes in Balck and White  – Photography and Jazz, The University of Chicago Press, Chicago – London 2011, 197.

[16] Richard Cook, Blue Note – Die Biographie, 164. Benjamin Cawthra, Blue Notes in Balck and White  – Photography and Jazz, 204.

[17] Ashley Kahn, „Die Passagierliste“, 10

[18] Þetta er haft eftir eftirmanni Wolff hjá Blue Note ljósmyndaranum Jimmy Katz en tilvitnun úr Ashley Kahn, „Die Passagierliste“, 9.

[19] https://www.worthpoint.com/worthopedia/john-coltrane-francis-wolff-numbered-501214636

[20] Colrane hefur haft mótandi áhrif á marga fræga saxófóleikara eins og Charles Llyod, Ralph Moore, David Liebman, Steve Grossman, Joe Farell, Pat LaBarbara, Michel Brecker, Bob Berg, Jan Garbarek o.s.frv. Lewis Porter, John Coltrane His life and Music, 295. Á íslandi má nefna Sigurð Flosason, Ólaf Jónsson og Jóel Pálsson.

[21] Lewis Porter, John Coltrane His life and Music 62, 85.

[22] Sigurjón Árni Eyjólfsson, Augljóst en hulið, Skálholtsútgáfan Reykjavík 2020, 199–200.

[23] Ashley Kahn, A Love Supreme – The Story of John Coltrane´s Signature Album, Penguin Books, New York 2003.

[24] Sigrún Sigurðardóttir, Afturgöngur og afskipti af sannleikanum, 164. Ronald Barthes, Die helle Kammer, 100.

[25] Sigrún Sigurðardóttir, Afturgöngur og afskipti af sannleikanum, 64.

[26] John Coltrane Omnibook, for B Instraments – Transcribed Exactly from his Recorded Solos, 191–195.

[27] Sigrún Sigurðardóttir, Afturgöngur og afskipti af sannleikanum, 64, 67.

[28] John Coltrane Omnibook, for B Instraments – Transcribed Exactly from his Recorded Solos.

[29] Sigrún Sigurðardóttir, Afturgöngur og afskipti af sannleikanum, 69. Ronald Barthes, Die helle Kammer – Bemerkungen zur Photographie, 18 útgáfa, þýsk þýðing Dietrich Leube, Suhrkamp, Frankfurt am Main 2019, 105.

[30] Sigrún Sigurðardóttir, Afturgöngur og afskipti af sannleikanum, 63. Hartmut Rosa, Resonaz – Eine Soziologie der Weltbeziehung, 2 útgáfa, Shurkamp  Belrín 2016, 483–488.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson (f. 1957) hefur ritað fjölmargar bækur um guðfræði.  Á síðasta ári kom út bók eftir hann sem ber heitið Trúin og tíminn

Í þessari grein verður skoðuð myndin á albúminu Blue Train fyrir sólóplötu saxófónleikarans John Coltrane sem kom út 1957. Fyrst er hugað að tónlistarmanninum John Coltrane og áhrifum hans innan jasstónlistar. Af því loknu er til umræðu ljósmyndarinn Francis Wolff (1907–1971) sem tók myndina og svo er myndin greind. Í nálguninni hér á eftir styðst ég nokkuð við þá persónulegu nálgun sem Sigrún Sigurðardóttir beitir í bókinni Afturgöngur og afskipti að sannleikanum.[1]

Maður og helgimynd 

John Coltrane (1926–1967) er einn af megin máttarstólpum jasssögunnar og í tónlistarsögu Vesturlanda á síðari hluta 20. aldar. Áhrif hans á tónlistarmenn og tónlistarstefnur ná langt út fyrir þau mæri sem sumir vilja setja um jasstónlist. Lög og sóló hans eru sígild viðfangsefni hljóðfæraleikara, í tónlistargreiningu og efniviður sem tónlistarmenn þurfa að kunna skil á. Það kemur því lítt á óvart að tónsmíðar og sóló Coltranes séu í námskrá margra tónlistarskóla þ.á.m. á Íslandi.[2]

Platan Blue Train markar hér ekki bara tímamót í tónlistarferli Coltranes, heldur inniheldur hún lög og spuna yfir nýstárlega hljómaganga. Fjöldin allur af nemendum hefur í gegnum áratugina glímt tónlist Coltranes á þessari breiðskífu. Sú gíma er erfið en ómetanleg og þekkir m.a. höfundur hana vel. Óneitanlega hefur hún virkað á suma sem „birtingarmynd raunarinnar sem umturnar veruleika okkar og verður til þess að eitthvað rofnar í eigin lífi“ eða raunveruleikarofi  sem „skapar forsendur fyrir nýjum skilning og nýja upplifum af heiminum.“[3] Blue Train markar þannig jafnt skil í tónlistarsögunni og lífi hljóðfæraleikara. Platan hefur óneitanlega áru.[4] Hún er ekki bara bundin efni hennar heldur útlit albúmsins og myndinni af Coltrane.

Frímerki af John Coltrane og Theonius Monk Art.com

Ef hugað er að áhrifasögu John Coltranes þá hefur hann óneitanlega kennivald innan sem utan jassins. Það kemur m.a. fram 1995 þegar vægi Coltranes fyrir bandaríska menningu var undirstrikað með útgáfu frímerkis af honum.[5]

En kennivaldið sem menn eigna Coltrane getur tekið á sig merkilegar myndir, eins og þegar hann var tekinn í tölu helgra manna.

Saint John Coltrane African Orthodox Church (thoelico.com)

Árið 1971 var stofnaður söfnuður innan
African Orthodox Church og opnuð kirkjan
Saint John Coltrane African Orthodox Church í listamannahverfi í L.A.[6]

Frá upptökunni á Blue Train (gtatiful.com)

Innan safnaðarins er Coltrane virtur sem kristinn dýrlingur og vilja meðlimir hans afbyggja dýrlingahugtakið og aðlaga að eigin umhverfi og samtíma.

Óháð þessu er greinilegt að vægi John Coltranes er mikið. Innan jassins má líkja stöðu hans þar við þá er Johann Sebastina Bachs (1685–1750) hefur í sígildri tónlist. En tónlist beggja þarfnast gagnrýnnar nálgunar í oft erfiðri glímu. Einmitt „helgimyndir“ krefjast þess líka. Forsenda slíks er m.a. þekking á sögulegri tilurð mynda sem fá gildi íkons líkt og myndin af John Coltrane á Blue Train.

Ljósmyndarinn Francis Wolff og Blue Note[7]

Frank Wolff fæddist 1907 í Berlín og  er gyðingaættar.[8] Faðir hans var stærðfræðingur en móðir starfaði í tengslum við listageirann og voru þau menningarlega sinnuð með mikinn áhuga á samtímalist. Wolff kynntist í menntaskóla Alfred Löw (1908–1981) en hann var einnig af gyðingaættum. Vináttu þeirra batt brennandi áhugi á jasstónlist sem var vinsæl í Berlín á millistríðsárunum. Þeir sóttu saman tónleika og hafði Wolff ætíð ljósmyndavél sína við höndina. Nokkru eftir valdatöku nasista 1933 flúði Löw 1936 til Bandaríkjanna. Þar breytti nafni sínu í Lion. Wolff kom til New York 1939 rétt fyrir seinni heimsstyrjöldina með einu af síðustu skipunum frá Hamborg.[9] Þar skráir Wolff atvinnu sína hjá innflytjendaeftirlitnu sem ljósmyndari.

Stuttu eftir komuna til New York stofnuðu þeir Wolff og Lion hið sögufræga plötufyrirtæki Blue Note. Það átti eftir að varðveita og þróa einna merkustu arfleifð bandarískrar menningar, jassinn.[10] Í Berlín hafði Wolff almennt starfað sem ljósmyndari en nú í New York einbeitti hann sér alfarið að ljósmyndum á jasstónlistarmönnum.[11] Jassinn var á þessum tíma í menningarsögu Bandaríkjanna samofinn menntamönnum, hinum nýja bóhem, avantgard og beat-kynslóðinni. Fulltrúar þeirra leituðu uppi það nýjasta í jassinum og urðu margir fulltrúar þeirra fastir kaupendur platna Blue Note.[12]

Það sem greindi Blue Note frá öðrum plötufyrirtækjum var grunnafstaða Lion og Wolff til jasstónlistar og tónlistarmanna, en hún mótaðist af virðingu. Þeir sóttu markvisst jasstónleika og jassklúbba bæði ánægjunnar vegna og til að að finna aðila sem væru framarlega í mótun jasstónlistar. Markmiðið var að fá að taka þá upp. Lion og Wolff skildu lítt þá rómantísku sýn að jassinn væri eitthvað sem væri svo bundið augnablikinu að æfingar og skipulag varðandi upptökur ættu ekki við. Þessu höfnuðu þeir þar sem jassinn væri listform sem bæri að sinna og veita tíma. Þess vegna borguðu þeir listarmönnunum kaup í tvo daga til markvissa æfinga á því efni sem átti að taka upp og greiddu almennt tónlistarmönnunum vel. Í viðtölum við tónlistarmenn tala þeir, er Blue Note ber á góma, jafnan um að Lion og Wolff hafi meðhöndlað þá sem jafningja og af virðingu.

Wolff og Lion lögðu líka áherslu á að upptökur færu fram eftir að tónlistarmennirnir hefðu spilað efnið jassklúbbum. Það var forsendan fyrir öruggu samspili og flæði í flutningi. Tónlistarmennirnir voru svo sóttir eftir tónleikana til að taka upp. Alla jafna var það um fjögur á nóttu sem haldið var í stúdíó Blue Note. Það var einbýlishúsi upptökustjórans Rudolf „Rudy“ Van Gelder (1924–2016). Wolff og Lion sáu um að nægur matur og drykkir væru á staðnum. Allt þetta skapaði rólegt og heimilislegt andrúmsloft.[13] Rudy Van Gelder var töframaður varðandi upptökur, sem  tókst að taka upp hljómsveitina sem heild og um leið að tryggja að hver og einn naut sín. Þessi upptökutækni varð aðalsmerki Blue Note.[14]

Í þessari vin Blue Note kom Wolff sér fyrir með ljósmyndavélina. Hann tók þar svart–hvítar myndir af tónlistarmönnun við vinnu sína í þeirra umhverfi. Honum tókst að höndla andrúmsloftið og fanga augnablikið. Að gerð albúmsins fyrir plötunnar unnu síðan Wolff og hönnuðurinn Reid Miles (1923–1993). Miles var undir áhrifum frá Bauhaus og vann með þekktum hönnuðum, sem fyrir hans tilstilli hönnuðu albúmum Blue Note m.a. Andy Warhol (1928-1987).[15] Wolff, Lion, Van Gelder og Miles störfuðu saman í áratugi. Þeim tókst að skapa samfellu, heildarútlit og þá áru sem umlykur Blue Note.

Francis Wolff notaði Rolleiflex myndavél og tók svart hvítar-myndir. Óneitanlega valda myndir hans hugrenningatengslum við film noir.[16] Svart-hvítar myndir búa yfir vissu tímaleysi sem einkennir jass. Það kemur vel fram á myndum sem teknar eru í nánd í stúdíói eða jassklúbbi.[17]  „Myndir Wolff þekkir maður strax á mjög góðri tækni, en eiginleg færni hans felst […] í tengslum hans við tónlistarmennina og hæfileikum að fanga augnablikið.“[18]

Francis Wolff (geni.com)

Myndin fyrir albúmið af Blue Train[19]

Blue Train

Um áramótin 1956–1957 semur Coltrane við Alfred Lion um að taka upp plötu með eigin efni. Coltrane hafði þegar spilað sem hjómsveitameðlimur hjá öðrum jasstónlistarmönnum inn á plötur hjá Blue Note. Hann var þá fastur meðlimur í kvintett Miles Davis en innan jassins var þá ekki mögulegt að ná lengra. Coltrane var á þessum tímapunkti búinn að finna sinn stíl og kominn með mótaðar hugmyndir um hver næstu skref í tónlist hans ættu að vera.[20] Í persónulegu lífi hafði hann losnað úr ánauð heróínneyslu.[21] Lion og Coltrane sammælast um að hann noti þá rytmasveit sem hann var vanur að vinna með auk tveggja annarra blásara. Blue Train var eina platan sem Coltrane gerði hjá Blue Note. Ástæðan fyrir því hve vel tókst til, var sú umgjörð og vinnuskilyrði sem Blue Note bauð upp á.

https://www.google.com/ Coltrane&Farncis Wolff

Myndirnar sem Wolff tók á meðan á upptökum stóð birta það vel. Myndin hér að til hliðar vitnar vel um nálgun hans. Á henni eru þrír hljóðfæraleikarar, einn er utan myndar, sem annar lítur til og sá þriðji á. Þeir eru fulltrúar fyrir þrjú helstu blásturshljóðfæri jassins, saxófón, trompet og básúnu. Það er sem myndin minni á stöðu básúnunnar í skugga hinna tveggja. Sjónarhornið sem ljósmyndarinn velur er að neðan og það er horft upp á við. Augnaráð Coltranes og trompetleikarans Lee Morgan (1938–1972) grípa áhorfandann. Greinilegt er að þeir eiga allir í nánu tónlistarlegu samtali, sem þarfnast ekki aðstoðar nótnablaðs. Um það vitnar nótarstatífið neðarlega fyrir miðju myndarinnar. Morgan lítur spyrjandi til básúnuleikarans, á meðan Colrane lítur fram fyrir sig líkt og hann sé íhuga byggingu verksins. Allir eru þeir einbeittir en afslappaðir og yfir þeim hvílir tign. Þrátt fyrir að myndin minni á portrett, á það hér samt ekki við, þar sem augnablikið er höndlað án vottar um uppstillingu. Coltrane og Morgarn eru vel klæddir í samræmi við ríkjandi tísku og þá stöðu sem þeir hafa í menningaumróti þessara ára. Myndin birtir leik hugsandi meistara.

https://www.google.com/ Coltrane&Farncis Wolff

Á myndinni hér til vinstri sem notuð er á framhlið plötuumslagsins fær þessi íhugun og tign vægi íkons. Að henni sést í mann sem stendur við hlið Coltranes sem á ekki við ef um uppstillingu væri að ræða. Coltrane er líklega að huga að næstu töku og ígrundar það sem fram undan er. Hann heldur hægri hönd fyrir aftan hnakka og strýkur létt vísifingri vinstri handar um neðri vör. Allt atferli dregur fram djúpa hugsun: Saxófónninn hangir í saxófónól um hálsinn og sem óskiljanlegur hluti veru hans. Að Coltrane æfði sig sex til átta tíma á dag staðfestir þá sýn enn frekar. Míkrófónar í forgrunni og bakgrunni ramma myndina inn. Þeir virðast draga fram mikilvægi þess að geyma tónlist þessa listamanns. Myndin nær mikilvægi augnabliksins og er þögull vitnisburður um tímamót í jasssögunni. Það er eins og við fáum að upplifa þau er við hlustum á plötuna og skoðum albúmið.

Það kemur því ekki á óvart að Wolff og Reid Miles skáru myndina og lituðu bláa í samræmi við tiltillag nafn plötunnar Blue Train. Áherslan hvílir á þeim þríhyrningum sem finna má á myndinni. Um er að ræða þríhyrning sem vinstri handleggur myndar, annar sem hægri hönd og öxl og loks saxófónn og andlitið. Þessi þríhyrningar mynda flókna rytmíska heild og vísar til byggingar verka Coltranes. Hugsandi og einbeitt andlit Coltranes dregur fram hve mikið býr að baki. Myndin samræmist vel stefnu Blue Note. Liturinn vísar til hennar og nafns plötunnar en líka til merkingar bláa litarins innan vestrænnar hugmyndasögu.

Um litinn segir á einum stað „Blár er litur himins og lofts, vatns og sjávar. Litur hins heiða himins endurspeglast í bláma hafsins. Í báðum tilvikum vísar liturinn til eilífðar og spurningar vakna um hvað sé handan sjóndeildarhringsins. Þess vegna felur blái liturinn í sér grun eða hugboð um handanveru. Í menningarsögunni tengja menn hann beint við Guð og það sem liggur allri tilveru til grundvallar. Í kristnum táknheimi er blái liturinn notaður sem tákn um alnálægð og almætti Guðs, þar sem hann tengist loftinu og bláma himins og hafs sem allt umlykur.“[22] Þess ber að geta að á þessum tíma hafði Coltrane í tengslum við afeitrun sína orðið fyrir trúarlegri reynslu sem mótaði nú líf og starf. Hún er síðar sett fram í heildstæðu tónlistarformi á plötu hans A Love Supreme.[23]

https://www.google.com/ Coltrane&Francis Wolff

Hvort það hafi verið þáttur í valinu á bláa litnum er erfitt að fullyrða um. Alla vega opnaði þessi plata fyrir marga glufu í veruleikanum sem breytti sýn þeirra líf og tilvist sína. Það á ekki endilega við þegar albúmið er skoðað fyrst, heldur á það ef til vill frekar við eftir að menn hafa hlustað á og glímt við þá tónlist sem þarna er flutt.[24]

Niðurstaða

Það var stuttu eftir fermingu að ég fór í Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur í Vesturveri og keypti mér eintak að plötu John Coltranes Blue Train. Ég var nýbyrjaður að læra á saxófón og var tjáð að þetta væri saxófónleikarinn. Þegar heim var komið fór ég inn í herbergi mitt lagði plötuna á fóninn, settist upp í rúm með albúmið og hlustaði. Það var eitthvað sem sagði „bing í mér“[25]. Tónlist Coltranes – sérstaklega lagið Moment´s Notice[26] –birti nýja sýn á mitt líf og opnaði rifu fyrir „nýjan skilning og gagnrýna endursköpun á reynslu [… mína] af veruleikanum“.[27] Árin liðu með saxófónnámi. Mikilvægur þáttur þess fólst í að spila lög og sóló yfir hljómaganga. Þar á meðal tónlist John Coltranes. Ég þurfti að spila upprit af þeim þ.e.a.s. æfa þau, læra utan að og leika síðan með meistaranum nótu fyrir nótu.[28] Það gefur að skilja að slíkt krafðist  æfinga, einbeitingar og þolinmæði. Einbeiting Coltranes á myndinni með Lee Mogan vitnar vel um slíkt ástand. Þegar loksins samleikurinn smellur saman, kallar það fram sælutilfinningu sem streymir um sál og líkama. Fjarlægð í tíma hverfur og augnablikið sem upptakan geymir sameinast í samleiknum. Þegar þetta varð, voru áratugir liðnir frá því er fyrst var hlustað á Blue Train.

Í gegnum árin hefur þessi plata og síðar diskur fylgt mér. Vissulega hafa punktum áhrifin dofnað og svo nefnd studium virkni orðin ofan á.[29] En óneitanlega er það líka svo þegar albúmið er tekið í hönd að saga mín rifjast upp og ég er aftur kominn í herbergi mitt. Slíkri reynslu deila líka þeir sem skoða myndir. Mynd getur óvænt gripið eins og tónlist sem stundum tekur mann með sér og staðsetur á ný í liðnum tíma.[30]

Heimildarskrá

Barthes, Ronald, Die helle Kammer – Bemerkungen zur Photographie, 18 útgáfa, þýsk þýðing Dietrich Leube, Suhrkamp, Frankfurt am Main 2019.

Benjamín, Walter, „Listaverkið á tímum fjöldaframleiðslu sinnar“, íslensk þýðing Árni Óskarsson og Örnólfur Thorsson, Walter Benjamín,  Fagurfræði og miðlun, Háskólaútgáfan Bókmenntafræðistofnun Íslands, Reykjavík 2008, 549–587.

Cawthra, Benjamin, Blue Notes in Balck and White  – Photography and Jazz, The University of Chicago Press, Chicago – London 2011

Cook, Richard, Blue Note – Die Biographie, Argon Verlag, Berlin 2004

Kahn, Ashley, „Die Passagierliste“, Francis Wolf / Jimmy Katz – Blue Note Photography, Francis Wolf / Jimmy Katz – Blue Note Photography, ritstjóri Rainer Placke og Inga Wulff, Jazzpresso, Bad Oeynhausen 2009, 9 – 11.

A Love Supreme – The Story of John Coltrane´s Signature Album, Penguin Books, New York 2003.

Placke, Rainer / Wulff, Inga, Francis Wolf / Jimmy Katz – Blue Note Photography, ritstjóri Rainer Placke og Inga Wulff, Jazzpresso, Bad Oeynhausen 2009

Porter, Lewis, John Coltrane His life and Music, The University og Michigan Press, Michigan 1998.

Rosa, Hartmut, Resonanz – Eine Soziologie der Weltbeziehung, 2 útgáfa, Suhrkamp  Belrín 2016.

Sigurjón Árni Eyjólfsson, Augljóst en hulið, Skálholtsútgáfan, Reykjavík 2020

Sigrún Sigurðardóttir, Afturgöngur og afskipti af sannleikanum, Rit Þjóðminjasafns Íslands 20, Listaháskóli Íslands, Reykjavík 2009

Van Gelder, Randy, „Wenn ich zurückblicke“, Francis Wolf / Jimmy Katz – Blue Note Photography, ritstjóri Rainer Placke og Inga Wulff, Jazzpresso, Bad Oeynhausen 2009, 13.

Tilvísanir

[1] Sigrún Sigurðardóttir, Afturgöngur og afskipti af sannleikanum, Rit Þjóðminjasafns Íslands 20, Listaháskóli Íslands, Reykjavík 2009.

[2] Lewis Porter, John Coltrane His life and Music, The Universety og Michigan Press, Michigan 1998, ix–xi.

[3] Sigrún Sigurðardóttir, Afturgöngur og afskipti af sannleikanum, 6–7; 78–79. John Coltrane Omnibook, for B Instraments – Transcribed Exactly from his Recorded Solos, Hal – Leonard, Milwaukee, 2013.

[4] Walter Benjamín, „Listaverkið á tímum fjöldaframleiðslu sinnar“, íslensk þýðing Árni Óskarsson og Örnólfur Thorsson, Walter Benjamín,  Fagurfræði og miðlun, Háskólaútgáfan Bókmenntafræðistofnun Íslands, Reykjavík 2008, 555  [549–587]. Blue Trane er við hlið Giant Steps 1959 og A Love Supreme 1964 með merkustu platna Coltrane.

[5] Lewis Porter, John Coltrane His life and Music, 299.

[6] Lewis Porter, John Coltrane His life and Music, 296–297.

[7] Um ljósmyndaverk hans sjá m.a. Francis Wolf / Jimmy Katz – Blue Note Photography, ritstjóri Rainer Placke og Inga Wulff, Jazzpresso, Bab Oeynhausen 2009.

[8] Eftir komuna til New York þýddi hann nafn sitt yfir á ensku og kallaðist Francis Wolff.

[9] Ashley Kahn, „Die Passagierliste“, Francis Wolf / Jimmy Katz – Blue Note Photography, 9 [9–11].

[10] Richard Cook, Blue Note – Die Biographie, Argon Verlag, Berlin 2004, 9–10.

[11] Randy Van Gelder, „Wenn ich zurückblicke“, Francis Wolf / Jimmy Katz – Blue Note Photography, ritstjóri Rainer Placke og Inga Wulff, Jazzpresso, Bab Oeynhausen 2009, 13.

[12] Richard Cook, Blue Note – Die Biographie, 129,-133, 206, 239.

[13] Richard Cook, Blue Note – Die Biographie, 78–79.

[14] Richard Cook, Blue Note – Die Biographie, 92–93.

[15] Richard Cook, Blue Note – Die Biographie, 117. Benjamin Cawthra, Blue Notes in Balck and White  – Photography and Jazz, The University of Chicago Press, Chicago – London 2011, 197.

[16] Richard Cook, Blue Note – Die Biographie, 164. Benjamin Cawthra, Blue Notes in Balck and White  – Photography and Jazz, 204.

[17] Ashley Kahn, „Die Passagierliste“, 10

[18] Þetta er haft eftir eftirmanni Wolff hjá Blue Note ljósmyndaranum Jimmy Katz en tilvitnun úr Ashley Kahn, „Die Passagierliste“, 9.

[19] https://www.worthpoint.com/worthopedia/john-coltrane-francis-wolff-numbered-501214636

[20] Colrane hefur haft mótandi áhrif á marga fræga saxófóleikara eins og Charles Llyod, Ralph Moore, David Liebman, Steve Grossman, Joe Farell, Pat LaBarbara, Michel Brecker, Bob Berg, Jan Garbarek o.s.frv. Lewis Porter, John Coltrane His life and Music, 295. Á íslandi má nefna Sigurð Flosason, Ólaf Jónsson og Jóel Pálsson.

[21] Lewis Porter, John Coltrane His life and Music 62, 85.

[22] Sigurjón Árni Eyjólfsson, Augljóst en hulið, Skálholtsútgáfan Reykjavík 2020, 199–200.

[23] Ashley Kahn, A Love Supreme – The Story of John Coltrane´s Signature Album, Penguin Books, New York 2003.

[24] Sigrún Sigurðardóttir, Afturgöngur og afskipti af sannleikanum, 164. Ronald Barthes, Die helle Kammer, 100.

[25] Sigrún Sigurðardóttir, Afturgöngur og afskipti af sannleikanum, 64.

[26] John Coltrane Omnibook, for B Instraments – Transcribed Exactly from his Recorded Solos, 191–195.

[27] Sigrún Sigurðardóttir, Afturgöngur og afskipti af sannleikanum, 64, 67.

[28] John Coltrane Omnibook, for B Instraments – Transcribed Exactly from his Recorded Solos.

[29] Sigrún Sigurðardóttir, Afturgöngur og afskipti af sannleikanum, 69. Ronald Barthes, Die helle Kammer – Bemerkungen zur Photographie, 18 útgáfa, þýsk þýðing Dietrich Leube, Suhrkamp, Frankfurt am Main 2019, 105.

[30] Sigrún Sigurðardóttir, Afturgöngur og afskipti af sannleikanum, 63. Hartmut Rosa, Resonaz – Eine Soziologie der Weltbeziehung, 2 útgáfa, Shurkamp  Belrín 2016, 483–488.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir