Hér má hlýða á höfund lesa greinina.
Sú breyting hefur orðið innan þjóðkirkjunnar að biskup Íslands er ekki lengur féhirðir kirkjunnar heldur eingöngu kirkjuhirðir, þ.e.a.s. yfirhirðir safnaðanna og þar með þjóðkirkjunnar allrar.
Hlutverk biskups er að veita þjóðinni leiðsögn, tala máli trúarinnar, tala kjark í þjóðina, áminna hana og uppörva á hverjum tíma.
Presturinn gegnir sama hlutverki í sínum söfnuði og þar prédikar hann Guðs orð yfir þeim sem vilja koma og heyra. Og prédikunin þarf að vera unnin og útfærð. Hún þarf á hverjum tíma að vera túlkun hins liðna á máli samtímans. Ekki dugar að endursegja biblíusögur eins og prestur sé að tala yfir börnum í sunnudagaskóla. Nei, fullorðið fólk þarf unnin texta, en ekki hráan af síðum hinnar helgu bókar. Góð prédikun krefst skáldskapargáfu, hæfileikans til að velta um hugtökum og færa þau í nýjan búning þannig að fólk fái hina jákvæðu undrunarupplifun og hugsi: Já, einmitt, þetta er svona, ég hef aldrei tekið eftir því áður!
Kirkjan þarf að ná vopnum sínum á ný og þar skiptir prédikunin öllu máli.
Hlutverk kirkjunnar er einfalt og snýst aðeins um þrennt:
helgihald
kærleiksþjónustu og
fræðslu.
Um helgihaldið sjá prestar, um kærleiksþjónustuna djáknar og auðvitað prestar líka og safnaðarfólk almennt, foreldrar og uppalendur.
Fræðslan er að stofni til í höndum presta, en um leið allra skírðra. Foreldrum ber að uppfræða börnin sín og skólum er ætlað með lögum að fræða um kristna trú og önnur trúarbrögð. Fræðsla prestsins birtist í prédikun, líkræðum, greinaskrifum, viðtölum og tjáningu á samfélagsmiðlum, svo dæmi séu tekin.
Það að biskup er ekki lengur féhirðir kirkjunnar, ekki lengur í einhvers konar gjaldkerastarfi, ég leyfi mér að segja, braskarastarfi, með eignir og fjármuni kirkjunnar, gerir hann að hirði fólks sem ber að ávaxta mannféð og græða bunch fjár svo maður sletti nú.
Árið 1907 var biskup Íslands orðinn mæddur af veraldarvafstri, jarðabraski, forvöltun jarðeigna og annarra eigna kirkjunnar. Þá var samið við ríkið um að það tæki stærstan hluta af eignasafni kirkjunnar til forvöltunar, sem merkir að sýsla um eignirnar, viðhalda eignasafninu og láta það ekki drabbast niður. Forvöltun er ekki eignarhald heldur umsýslun. Minna má á dæmisögu Jesú um talenturnar í þessu sambandi í Matt. 25.14nn.
Þessu var breytt undir lok liðinnar aldar þegar sett voru Lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997.
Ég man að í aðdraganda setningar þessara laga starfaði ég á Biskupsstofu og fylgdist með samningamönnum kirkjunnar sem voru himinlifandi með gang mála og ég spurði hvort þeir ætluðu virkilega að afhenda „gullfót“ kirkjunnar og fá í staðinn gulnandi pappírsblað með samþykki stjórnmálamanna?
Hverjir munu stjórna landinu í framtíðinni? Hvað segja þeir um tíu-tuttugu-þrjátíu-fjörutíu ára gamlan samning sem allt aðrir stjórnmálamenn samþykktu? Þeir finna ekki til ábyrgðar með sama hætti og þeir sem rituðu nöfn sín á gulnuð blöð árið 1997 eins og dæmin sanna. Samningamennirnir svöruðu mér og sögðu að þessi samningur væri svo frábær að hann mundi halda um alla framtíð. Blessaðir mennirnir, hugsaði ég þá og núna segi ég: Já, blessuð börnin!
Við erum kannski ætíð svolítið barnaleg í samskiptum við heiminn. Páll postuli vissi um þessa hættu og sagði við Korintumenn:
Systkin, hugsið ekki eins og börn, verið hrekklaus sem börn en hafið dómgreind sem fullorðnir. (I. Kor. 14.20)
Nú stendur kirkjan frammi fyrir því að velja nýjan biskup. Hann verður ekki féhirðir heldur kirkjuhirðir og þá þarf hann eða hún að hafa víðtæka þekkingu á sviði guðfræði og sem flestra fræðigreina, eiga trú í hjarta sér, frelsandi, helgandi, brennandi trú og búa yfir mælsku og visku sem dugar gagnvart villuráfandi og tækifærissinnaðri þjóð sem eltir hverja tískubylgjuna á fætur annarri og veit hvorki hvaðan hún kemur né hvert hún fer. Biskup verður að ráða við að koma fram í fjölmiðlum, einkum sjónvarpi, en það er list sem ekki er öllum gefin. Biskup verður á hverjum tíma og hvar sem er „að taka salinn.“
Á dögunum sótti ég útgáfuhóf á fimmtu bók Stofnunar Árna Magnússonar um Ljóðmæli, séra Hallgríms Péturssonar. Þar flutti dr. Margrét Eggertsdóttir, sá frábæri fræðimaður, erindi um skáldið og þar var margt skondið sem bar á góma, enda bókin um veraldlegan kveðskap og kersknisvísur. Bókina keypti ég og er að glugga í hana núna. Þar er þessi skemmtilega vísa:
Blotadu ecki broeder minn
ból þad eikur nauda
eingum hialpar Andsk(otinn)
og allra sijst ij dauda.
Þessi vísa skáldsins góða gæti verið lýsing á hlutverki biskups, að benda fólki frá djöfli og dauða, sem engum gagnast – og á Hann sem dó fyrir syndugan heim og hvers frelsun nær út yfir gröf og dauða og lýkur þar með aldrei – nei, aldrei!
Hér má hlýða á höfund lesa greinina.
Sú breyting hefur orðið innan þjóðkirkjunnar að biskup Íslands er ekki lengur féhirðir kirkjunnar heldur eingöngu kirkjuhirðir, þ.e.a.s. yfirhirðir safnaðanna og þar með þjóðkirkjunnar allrar.
Hlutverk biskups er að veita þjóðinni leiðsögn, tala máli trúarinnar, tala kjark í þjóðina, áminna hana og uppörva á hverjum tíma.
Presturinn gegnir sama hlutverki í sínum söfnuði og þar prédikar hann Guðs orð yfir þeim sem vilja koma og heyra. Og prédikunin þarf að vera unnin og útfærð. Hún þarf á hverjum tíma að vera túlkun hins liðna á máli samtímans. Ekki dugar að endursegja biblíusögur eins og prestur sé að tala yfir börnum í sunnudagaskóla. Nei, fullorðið fólk þarf unnin texta, en ekki hráan af síðum hinnar helgu bókar. Góð prédikun krefst skáldskapargáfu, hæfileikans til að velta um hugtökum og færa þau í nýjan búning þannig að fólk fái hina jákvæðu undrunarupplifun og hugsi: Já, einmitt, þetta er svona, ég hef aldrei tekið eftir því áður!
Kirkjan þarf að ná vopnum sínum á ný og þar skiptir prédikunin öllu máli.
Hlutverk kirkjunnar er einfalt og snýst aðeins um þrennt:
helgihald
kærleiksþjónustu og
fræðslu.
Um helgihaldið sjá prestar, um kærleiksþjónustuna djáknar og auðvitað prestar líka og safnaðarfólk almennt, foreldrar og uppalendur.
Fræðslan er að stofni til í höndum presta, en um leið allra skírðra. Foreldrum ber að uppfræða börnin sín og skólum er ætlað með lögum að fræða um kristna trú og önnur trúarbrögð. Fræðsla prestsins birtist í prédikun, líkræðum, greinaskrifum, viðtölum og tjáningu á samfélagsmiðlum, svo dæmi séu tekin.
Það að biskup er ekki lengur féhirðir kirkjunnar, ekki lengur í einhvers konar gjaldkerastarfi, ég leyfi mér að segja, braskarastarfi, með eignir og fjármuni kirkjunnar, gerir hann að hirði fólks sem ber að ávaxta mannféð og græða bunch fjár svo maður sletti nú.
Árið 1907 var biskup Íslands orðinn mæddur af veraldarvafstri, jarðabraski, forvöltun jarðeigna og annarra eigna kirkjunnar. Þá var samið við ríkið um að það tæki stærstan hluta af eignasafni kirkjunnar til forvöltunar, sem merkir að sýsla um eignirnar, viðhalda eignasafninu og láta það ekki drabbast niður. Forvöltun er ekki eignarhald heldur umsýslun. Minna má á dæmisögu Jesú um talenturnar í þessu sambandi í Matt. 25.14nn.
Þessu var breytt undir lok liðinnar aldar þegar sett voru Lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997.
Ég man að í aðdraganda setningar þessara laga starfaði ég á Biskupsstofu og fylgdist með samningamönnum kirkjunnar sem voru himinlifandi með gang mála og ég spurði hvort þeir ætluðu virkilega að afhenda „gullfót“ kirkjunnar og fá í staðinn gulnandi pappírsblað með samþykki stjórnmálamanna?
Hverjir munu stjórna landinu í framtíðinni? Hvað segja þeir um tíu-tuttugu-þrjátíu-fjörutíu ára gamlan samning sem allt aðrir stjórnmálamenn samþykktu? Þeir finna ekki til ábyrgðar með sama hætti og þeir sem rituðu nöfn sín á gulnuð blöð árið 1997 eins og dæmin sanna. Samningamennirnir svöruðu mér og sögðu að þessi samningur væri svo frábær að hann mundi halda um alla framtíð. Blessaðir mennirnir, hugsaði ég þá og núna segi ég: Já, blessuð börnin!
Við erum kannski ætíð svolítið barnaleg í samskiptum við heiminn. Páll postuli vissi um þessa hættu og sagði við Korintumenn:
Systkin, hugsið ekki eins og börn, verið hrekklaus sem börn en hafið dómgreind sem fullorðnir. (I. Kor. 14.20)
Nú stendur kirkjan frammi fyrir því að velja nýjan biskup. Hann verður ekki féhirðir heldur kirkjuhirðir og þá þarf hann eða hún að hafa víðtæka þekkingu á sviði guðfræði og sem flestra fræðigreina, eiga trú í hjarta sér, frelsandi, helgandi, brennandi trú og búa yfir mælsku og visku sem dugar gagnvart villuráfandi og tækifærissinnaðri þjóð sem eltir hverja tískubylgjuna á fætur annarri og veit hvorki hvaðan hún kemur né hvert hún fer. Biskup verður að ráða við að koma fram í fjölmiðlum, einkum sjónvarpi, en það er list sem ekki er öllum gefin. Biskup verður á hverjum tíma og hvar sem er „að taka salinn.“
Á dögunum sótti ég útgáfuhóf á fimmtu bók Stofnunar Árna Magnússonar um Ljóðmæli, séra Hallgríms Péturssonar. Þar flutti dr. Margrét Eggertsdóttir, sá frábæri fræðimaður, erindi um skáldið og þar var margt skondið sem bar á góma, enda bókin um veraldlegan kveðskap og kersknisvísur. Bókina keypti ég og er að glugga í hana núna. Þar er þessi skemmtilega vísa:
Blotadu ecki broeder minn
ból þad eikur nauda
eingum hialpar Andsk(otinn)
og allra sijst ij dauda.
Þessi vísa skáldsins góða gæti verið lýsing á hlutverki biskups, að benda fólki frá djöfli og dauða, sem engum gagnast – og á Hann sem dó fyrir syndugan heim og hvers frelsun nær út yfir gröf og dauða og lýkur þar með aldrei – nei, aldrei!