Við Gestagluggann sest
Pétur Björgvin Þorsteinsson framkvæmdastjóri verkefnis sem nefnist Von fyrir Austur-Evrópu (þ. Hoffnung für Osteuropa). Verkefnið er samstarf evangelísku kirkjunnar og díakoníunnar í Württemberg, Þýskalandi. Pétur tók við starfinu fyrir fimm árum en verkefnið er 30 ára gamalt. Því er ætlað að styðja við díakoníu og hjálparstarf í fyrrverandi austantjaldslöndum.
Pétur Björgvin er djákni og með M.A. gráðu í Evrópufræðum. Hann fæddist á Dalvík og ólst upp í Þorpinu á Akureyri. Frá því að hann lauk námi í trúaruppeldisfræðum frá Karlshöhe, Ludwigsburg, þar sem hann vígðist til djákna 1997, hefur hann starfað til skiptis í Þýskalandi og á Íslandi. Þetta er þriðja greinin sem birtist í Gestaglugganum eftir hann. Mynd: Manfred Neumann.
„Blindraletur Braille, uppfinningamaður, Rúmenía, ungverskur minnihluti, Suður-Kórea, Þýskaland, díakonía, þrjár kirkjudeildir og fólk með og án fötlunar. Þetta allt kemur fyrir í þessari grein. Nú er bara að vona að greinarhöfundi hafi tekist að púsla þessu öllu rétt saman,“ skrifar Pétur Björgvin og heldur svo áfram:
Í lok febrúar á þessu ári var ég staddur í Rúmeníu. Ég hafði tekið að mér að vera fararstjóri fyrir 20 manna hóp frá Suður-Kóreu, en þau höfðu mikinn áhuga á því að kynnast starfi með fötluðu fólki. Hópurinn samanstóð af háskólakennurum, nemendum, starfsfólki á sambýlum og íbúum þessara sambýla. Gestgjafar í Rúmeníu voru íbúar á sambýli fyrir fatlaða sem og starfsfólk, íbúar á öldrunarheimili og sjálfboðaliðar úr kirkjulegu starfi. Við dvöldum í nokkra daga í bæ sem ber nafnið „Cluj-Napoca“ en þar hefur stofnunin „Febé“ sitt aðsetur. Á bak við „Febé“ stendur mótmælendakirkja (þ. Reformierte Kirche) ungverska minnihlutans í Rúmeníu, en gestirnir koma frá biskupakirkju í Suður-Kóreu.
Frá upphafi var okkur öllum ljóst að hér mættust margir menningarheimar. Strax fyrsta kvöldið tók framkvæmdastýra öldrunarheimilisins eftir því við matarborðið að hér var ekki allt með felldu. Fólkið frá Suður-Kóreu hamaðist við að borða matinn sem borinn var á borð þó að ljóst væri að allir væru orðnir saddir. Hún stóð því upp og útskýrði að þeirra vani væri sá að hætta ekki að bera fram mat fyrr en að gestir væru hættir að borða og augljóslega enn nægur matur á borðinu. Hér gengi maður sem sagt út frá því að maturinn ætti ekki að klárast. Nú andaði hópurinn frá Suður-Kóreu heldur betur léttar. Í þeirra augum er það kurteisi að klára allan mat sem borinn er á borð. Starfsliðið í eldhúsinu var ekki síður fegið, því þau voru við það að byrja á að elda meiri mat. Þessi fyrsta áminning kom sér vel fyrir okkur öll og hjálpaði okkur að tala opinskátt um mismun menningarheimanna til að forðast misskilning eftir því sem kostur væri.
Ekki er ætlunin að rekja ferðasöguna hér, heldur segja frá einu frekara atviki sem kenndi okkur margt um okkur sjálf, eigin óþolinmæði og hversu mikilvægt það er að taka sér tíma til að útskýra samhengi, hlusta vel og spyrja spurninga. Í aðalhlutverki var uppfinning sem á eftir að breyta heiminum fyrir þau sem eru háð blindraletri.
Í för með hópnum frá Suður-Kóreu voru þýskumælandi prófessor og háskólaprestur. Þeir tveir tóku að sér að túlka fyrir hópinn frá Suður-Kóreu. Þegar hér var komið við sögu vorum við öll orðin nokkuð æfð í að taka okkur tíma í að hlusta á þýðingar. Stundum var fyrsta frásögn á rúmensku. Þá þurfti að túlka hana yfir á þýsku og síðan yfir á kóresku eða öfugt. Alla jafna hafði gefist tækifæri til að bera saman bækur og undirbúa þau sem sáu um að túlka í hvert sinn.
Það var komið fram á kvöld á þriðja degi þegar dagskrárliðurinn „óvæntur gestur“ hófst. Íbúi úr næsta húsi við öldrunarheimili Febé er uppfinningamaður. Af þessu voru gestgjafarnir mjög stoltir og fannst sérstaklega spennandi að koma öllum á óvart með þennan dagskrárlið. Skiljanlega olli þetta nokkurri spennu hjá túlkunum því uppfinningamaðurinn þessi myndi tala rúmensku. Hér er mikilvægt að hafa í huga að gestgjafarnir eru úr ungverska minnihlutanum og rúmenska því ekki þeirra móðurmál. En það átti þó ekki endilega eftir að koma að sök.
„Komið þið sæl, ég heiti Tudor Paul Scripor og er hingað kominn til að segja ykkur frá uppfinningu minni.“ Þannig hóf gesturinn mál sitt á rúmensku. Setningin var túlkuð yfir á þýsku og þaðan á kóresku. En eftir því sem setningunum fjölgaði, óx hins vegar í þetta sinn óþolinmæði prófessorsins. Augljóst var að hann náði ekki inntaki þess sem verið var að kynna.
Uppfinningamaðurinn var vanur að kynna verkefnið og sagði hann frá því að hann hefði verið víða í Evrópu en einnig í Bandaríkjunum og Ástralíu. Reynsla hans var að honum var alltaf vel tekið og fólk mjög ánægt með uppfinninguna hans. En nú var öldin önnur. Hver einasta persóna úr hópnum frá Suður-Kóreu var eitt stórt spurningarmerki. Augljóst var að enginn skildi hvað maðurinn var að fara. Tvennt hafði hann gefið sér sem sjálfsagðan hlut: Að sú aðferð að lesa blindraletur með fingrunum væri þekkt og að allir væru upplýstir um þá breytingu sem hefur orðið að fólk vill geta hugsað um sig sjálft, þrátt fyrir eigin fötlun, eða ráðið því hvernig þjónustu við þau er háttað.
Á myndrænan hátt lýsti hann því hvernig blindir einstaklingar lendi í því að peysan sé úthverf, sokkar séu ekki í sama lit eða buxur og skyrta passi engan veginn saman, litasamsetningin sé út í hött. Þegar við heyrðum þetta Evrópubúarnir hugsuðum við: „Já, þetta er augljóst vandamál.“ En á sama tíma hugsaði háskólafólkið frá Suður-Kóreu: „Voðalega eru hinir blindu með vitlaust aðstoðarfólk.“
Ekki batnaði skilningur hópsins þegar hann útskýrði að hann hefði útbúið nýtt blindraletur sem byggir á Braille-letrinu. En í stað 6 punkta, þ. e. í stað þeirra tveggja lóðréttu raða með þremur punktum hvor, sem Braille-letrið byggir á, hafi hann búið til tíu punkta letur, þrjár lóðréttar raðir með einum punkti yfir hinum níu svo það sé á hreinu hvað snýr upp. Eitt merki táknar „hvítt“, eitt „svart“ ,það þriðja „rautt“ og svo koll af kolli. Hér hafði hvorki hann né nokkurt okkar áttað sig á því að til er eitt land í heiminum sem notar ekki Braille-blindraletur: Suður-Kórea.
Ég var heillaður af þessari uppfinningu. Eitt tákn fyrir hvern af helstu litunum, saumað innan í sokka þannig að auðvelt er að skilja hvort sokkarnir séu úthverfir eða ekki og hvor sé hægri og hvor sé vinstri. Eða saumað í hálsmál og við vinstri neðri rönd innan á peysu. Með fingrinum er þá auðvelt að lesa: Þetta er rauð peysa og ég veit hvernig hún á að snúa.
En þegar hér var komið við sögu sauð upp úr hjá prófessornum. Hann neitaði að túlka meira, því enginn botnaði upp né niður í hvað verið væri að tala um. Það var því ekki um annað að gera í stöðunni heldur en að byrja upp á nýtt. Í þetta sinn byrjuðum við á því að útskýra að í áratugi hefðu börn í Evrópu alist upp við að lesa blindraletur með fingrunum og að til væru bækur sem þau gætu lesið. Þetta höfðu gestirnir aldrei heyrt um. Þá útskýrðum við að það þættu almenn mannréttindi að fólk með fötlun gæti séð um sig sjálft og hefði til þess öll hjálpartæki. Þetta þótti hópnum framandi, álitu að það væri miklu betra að hafa alltaf aðstoðarfólk. En þau skildu samhengið og föttuðu nú að hér gæti hin nýja uppfinning hjálpað blindu fólki að setja þvottinn sinn í þvottavél og velja úr fataskápnum það sem þeim hentaði – nú eða spila á spil, því það má nota táknin til þess að auðkenna liti á spilum, t. d. lúdó. Og nú var klappað fyrir uppfinningunni.
Hér má lesa nánar um þessa uppfinningu á.
Samstarfið á milli Diakonie Württemberg og Hanil-háskólans í Jeonju í Suður-Kóreu á sér þrjátíu ára sögu og gagnkvæmar heimsóknir hafa verið árlegir viðburðir. Hér voru hins vegar í fyrsta sinn einnig þátttakendur sem eru sjálfir notendur þjónustunnar sem og námsmenn, en ekki „bara“ stjórnendur og fræðimenn. Auk þess var þetta í fyrsta sinn sem hópur sem þessi heimsótti land í Austur-Evrópu. Fyrir hópnum fór prófessor dr. Woong-Soo Kim.
Stofnunin „Febé“ er ein þeirra stofnanna sem fær reglulega styrki frá styrktarverkefninu „Von fyrir Austur Evrópu“ (þ. Hoffnung für Osteuropa). Öldrunarheimilið er í nýrri byggingu sem var fjármögnuð af ríkisstjórninni í Ungverjalandi, til stuðnings minnihlutans í Rúmeníu. Sambýlið er rekið í húsnæði sem var áður öldrunarheimili. Þar er pláss fyrir 15 einstaklinga. Á nýja öldrunarheimilinu er pláss fyrir tæplega 80 manns.
Við Gestagluggann sest
Pétur Björgvin Þorsteinsson framkvæmdastjóri verkefnis sem nefnist Von fyrir Austur-Evrópu (þ. Hoffnung für Osteuropa). Verkefnið er samstarf evangelísku kirkjunnar og díakoníunnar í Württemberg, Þýskalandi. Pétur tók við starfinu fyrir fimm árum en verkefnið er 30 ára gamalt. Því er ætlað að styðja við díakoníu og hjálparstarf í fyrrverandi austantjaldslöndum.
Pétur Björgvin er djákni og með M.A. gráðu í Evrópufræðum. Hann fæddist á Dalvík og ólst upp í Þorpinu á Akureyri. Frá því að hann lauk námi í trúaruppeldisfræðum frá Karlshöhe, Ludwigsburg, þar sem hann vígðist til djákna 1997, hefur hann starfað til skiptis í Þýskalandi og á Íslandi. Þetta er þriðja greinin sem birtist í Gestaglugganum eftir hann. Mynd: Manfred Neumann.
„Blindraletur Braille, uppfinningamaður, Rúmenía, ungverskur minnihluti, Suður-Kórea, Þýskaland, díakonía, þrjár kirkjudeildir og fólk með og án fötlunar. Þetta allt kemur fyrir í þessari grein. Nú er bara að vona að greinarhöfundi hafi tekist að púsla þessu öllu rétt saman,“ skrifar Pétur Björgvin og heldur svo áfram:
Í lok febrúar á þessu ári var ég staddur í Rúmeníu. Ég hafði tekið að mér að vera fararstjóri fyrir 20 manna hóp frá Suður-Kóreu, en þau höfðu mikinn áhuga á því að kynnast starfi með fötluðu fólki. Hópurinn samanstóð af háskólakennurum, nemendum, starfsfólki á sambýlum og íbúum þessara sambýla. Gestgjafar í Rúmeníu voru íbúar á sambýli fyrir fatlaða sem og starfsfólk, íbúar á öldrunarheimili og sjálfboðaliðar úr kirkjulegu starfi. Við dvöldum í nokkra daga í bæ sem ber nafnið „Cluj-Napoca“ en þar hefur stofnunin „Febé“ sitt aðsetur. Á bak við „Febé“ stendur mótmælendakirkja (þ. Reformierte Kirche) ungverska minnihlutans í Rúmeníu, en gestirnir koma frá biskupakirkju í Suður-Kóreu.
Frá upphafi var okkur öllum ljóst að hér mættust margir menningarheimar. Strax fyrsta kvöldið tók framkvæmdastýra öldrunarheimilisins eftir því við matarborðið að hér var ekki allt með felldu. Fólkið frá Suður-Kóreu hamaðist við að borða matinn sem borinn var á borð þó að ljóst væri að allir væru orðnir saddir. Hún stóð því upp og útskýrði að þeirra vani væri sá að hætta ekki að bera fram mat fyrr en að gestir væru hættir að borða og augljóslega enn nægur matur á borðinu. Hér gengi maður sem sagt út frá því að maturinn ætti ekki að klárast. Nú andaði hópurinn frá Suður-Kóreu heldur betur léttar. Í þeirra augum er það kurteisi að klára allan mat sem borinn er á borð. Starfsliðið í eldhúsinu var ekki síður fegið, því þau voru við það að byrja á að elda meiri mat. Þessi fyrsta áminning kom sér vel fyrir okkur öll og hjálpaði okkur að tala opinskátt um mismun menningarheimanna til að forðast misskilning eftir því sem kostur væri.
Ekki er ætlunin að rekja ferðasöguna hér, heldur segja frá einu frekara atviki sem kenndi okkur margt um okkur sjálf, eigin óþolinmæði og hversu mikilvægt það er að taka sér tíma til að útskýra samhengi, hlusta vel og spyrja spurninga. Í aðalhlutverki var uppfinning sem á eftir að breyta heiminum fyrir þau sem eru háð blindraletri.
Í för með hópnum frá Suður-Kóreu voru þýskumælandi prófessor og háskólaprestur. Þeir tveir tóku að sér að túlka fyrir hópinn frá Suður-Kóreu. Þegar hér var komið við sögu vorum við öll orðin nokkuð æfð í að taka okkur tíma í að hlusta á þýðingar. Stundum var fyrsta frásögn á rúmensku. Þá þurfti að túlka hana yfir á þýsku og síðan yfir á kóresku eða öfugt. Alla jafna hafði gefist tækifæri til að bera saman bækur og undirbúa þau sem sáu um að túlka í hvert sinn.
Það var komið fram á kvöld á þriðja degi þegar dagskrárliðurinn „óvæntur gestur“ hófst. Íbúi úr næsta húsi við öldrunarheimili Febé er uppfinningamaður. Af þessu voru gestgjafarnir mjög stoltir og fannst sérstaklega spennandi að koma öllum á óvart með þennan dagskrárlið. Skiljanlega olli þetta nokkurri spennu hjá túlkunum því uppfinningamaðurinn þessi myndi tala rúmensku. Hér er mikilvægt að hafa í huga að gestgjafarnir eru úr ungverska minnihlutanum og rúmenska því ekki þeirra móðurmál. En það átti þó ekki endilega eftir að koma að sök.
„Komið þið sæl, ég heiti Tudor Paul Scripor og er hingað kominn til að segja ykkur frá uppfinningu minni.“ Þannig hóf gesturinn mál sitt á rúmensku. Setningin var túlkuð yfir á þýsku og þaðan á kóresku. En eftir því sem setningunum fjölgaði, óx hins vegar í þetta sinn óþolinmæði prófessorsins. Augljóst var að hann náði ekki inntaki þess sem verið var að kynna.
Uppfinningamaðurinn var vanur að kynna verkefnið og sagði hann frá því að hann hefði verið víða í Evrópu en einnig í Bandaríkjunum og Ástralíu. Reynsla hans var að honum var alltaf vel tekið og fólk mjög ánægt með uppfinninguna hans. En nú var öldin önnur. Hver einasta persóna úr hópnum frá Suður-Kóreu var eitt stórt spurningarmerki. Augljóst var að enginn skildi hvað maðurinn var að fara. Tvennt hafði hann gefið sér sem sjálfsagðan hlut: Að sú aðferð að lesa blindraletur með fingrunum væri þekkt og að allir væru upplýstir um þá breytingu sem hefur orðið að fólk vill geta hugsað um sig sjálft, þrátt fyrir eigin fötlun, eða ráðið því hvernig þjónustu við þau er háttað.
Á myndrænan hátt lýsti hann því hvernig blindir einstaklingar lendi í því að peysan sé úthverf, sokkar séu ekki í sama lit eða buxur og skyrta passi engan veginn saman, litasamsetningin sé út í hött. Þegar við heyrðum þetta Evrópubúarnir hugsuðum við: „Já, þetta er augljóst vandamál.“ En á sama tíma hugsaði háskólafólkið frá Suður-Kóreu: „Voðalega eru hinir blindu með vitlaust aðstoðarfólk.“
Ekki batnaði skilningur hópsins þegar hann útskýrði að hann hefði útbúið nýtt blindraletur sem byggir á Braille-letrinu. En í stað 6 punkta, þ. e. í stað þeirra tveggja lóðréttu raða með þremur punktum hvor, sem Braille-letrið byggir á, hafi hann búið til tíu punkta letur, þrjár lóðréttar raðir með einum punkti yfir hinum níu svo það sé á hreinu hvað snýr upp. Eitt merki táknar „hvítt“, eitt „svart“ ,það þriðja „rautt“ og svo koll af kolli. Hér hafði hvorki hann né nokkurt okkar áttað sig á því að til er eitt land í heiminum sem notar ekki Braille-blindraletur: Suður-Kórea.
Ég var heillaður af þessari uppfinningu. Eitt tákn fyrir hvern af helstu litunum, saumað innan í sokka þannig að auðvelt er að skilja hvort sokkarnir séu úthverfir eða ekki og hvor sé hægri og hvor sé vinstri. Eða saumað í hálsmál og við vinstri neðri rönd innan á peysu. Með fingrinum er þá auðvelt að lesa: Þetta er rauð peysa og ég veit hvernig hún á að snúa.
En þegar hér var komið við sögu sauð upp úr hjá prófessornum. Hann neitaði að túlka meira, því enginn botnaði upp né niður í hvað verið væri að tala um. Það var því ekki um annað að gera í stöðunni heldur en að byrja upp á nýtt. Í þetta sinn byrjuðum við á því að útskýra að í áratugi hefðu börn í Evrópu alist upp við að lesa blindraletur með fingrunum og að til væru bækur sem þau gætu lesið. Þetta höfðu gestirnir aldrei heyrt um. Þá útskýrðum við að það þættu almenn mannréttindi að fólk með fötlun gæti séð um sig sjálft og hefði til þess öll hjálpartæki. Þetta þótti hópnum framandi, álitu að það væri miklu betra að hafa alltaf aðstoðarfólk. En þau skildu samhengið og föttuðu nú að hér gæti hin nýja uppfinning hjálpað blindu fólki að setja þvottinn sinn í þvottavél og velja úr fataskápnum það sem þeim hentaði – nú eða spila á spil, því það má nota táknin til þess að auðkenna liti á spilum, t. d. lúdó. Og nú var klappað fyrir uppfinningunni.
Hér má lesa nánar um þessa uppfinningu á.
Samstarfið á milli Diakonie Württemberg og Hanil-háskólans í Jeonju í Suður-Kóreu á sér þrjátíu ára sögu og gagnkvæmar heimsóknir hafa verið árlegir viðburðir. Hér voru hins vegar í fyrsta sinn einnig þátttakendur sem eru sjálfir notendur þjónustunnar sem og námsmenn, en ekki „bara“ stjórnendur og fræðimenn. Auk þess var þetta í fyrsta sinn sem hópur sem þessi heimsótti land í Austur-Evrópu. Fyrir hópnum fór prófessor dr. Woong-Soo Kim.
Stofnunin „Febé“ er ein þeirra stofnanna sem fær reglulega styrki frá styrktarverkefninu „Von fyrir Austur Evrópu“ (þ. Hoffnung für Osteuropa). Öldrunarheimilið er í nýrri byggingu sem var fjármögnuð af ríkisstjórninni í Ungverjalandi, til stuðnings minnihlutans í Rúmeníu. Sambýlið er rekið í húsnæði sem var áður öldrunarheimili. Þar er pláss fyrir 15 einstaklinga. Á nýja öldrunarheimilinu er pláss fyrir tæplega 80 manns.