Poul Joachim Stender
Við Gestaglugga Kirkjublaðsins.is sest danski presturinn og rithöfundurinn Poul Joachim Stender (f. 1956). Hann er kunnur prestur í Danmörku og liggur ekki á skoðunum sínum. Bækur hans og pistlar vekja jafnan mikla athygli og umræður. Kirkjublaðið.is rakst á þennan pistil Pouls í Berlinske Tidende og þótti hann býsna hressilegur og djarfmæltur og hafði samband við höfundinn sem gaf fúslega leyfi til að hann yrði þýddur á íslensku af ritstjóra. Kannski kannast kirkjufólk hér á landi við það sem Poul ræðir um þó að safnaðarblöð séu ekki gefin út reglubundið í íslenskum sóknum.
Það gætir nokkurrar varfærni í því hvort taka eigi sér nafn Jesú í munn í safnaðarblöðum. Menn vilja ekki styggja fólk með ritningarstöðum og kristilegum hugvekjum. Nýlega var hægt að lesa í sjálensku héraðsblaði að maður nokkur hefði reiðst yfir því að í safnaðarblað hans hefði margt verið skrifað um íhugun og alls konar andlegar æfingar í hvíldarrými kirkjunnar en ekki eitt stakt orð um þann sem væri vegurinn, sannleikurinn og lífið. Sá reiði maður kallaði eftir greinum sem segðu frá því að leiðin til Guðs væri í gegnum Jesú.
Tímaritið Folk&kirke sem er hluti af vef dönsku þjóðkirkjunnar (folkekirken.dk) var gagnrýnt ekki fyrir svo löngu að fátt væri hægt að lesa í því um Guð og kristna trú. Gagnrýnin snerist líka um það að Folk&Kirke skæri sig ekki frá venjulegum glanstímaritum og bæri lítil merki þess að vera tímarit á vegum kirkjunnar. Það hafa reyndar engar kannanir enn verið gerðar á því hvort sneitt sé af ásettu ráði hjá því að minnast á frelsarann í safnaðarblöðum og á kirkjulegum vettvangi. En illar grunsemdir geta vaknað. Til að fæla fólk ekki frá kirkjunni er Jesú haldið nokkuð til hlés og í prédikunum er fegurðin dásömuð og sá húmaníski boðskapur að við eigum að vera góð hvert við annað og trúa því að eitthvað stærra sé á bak við heiminn en við sjálf.
Þegar ég var ungur prestur bældi ég því miður niður með sjálfum mér hefðbundið viðhorf til kristninnar til þess eins að öðlast vinsældir. Margir sögðu þá við mig: „Það er bara eins og þú sért ekki prestur.“ Ég fylltist stolti þegar þetta barst að eyrum mínum. Nú hefði ég hins vegar miklu frekar viljað að fólk hefði sagt: „Við sjáum og heyrum á þér að þú ert prestur.“ Það er eins og við sem störfum í kirkjunni ímyndum okkur að fólkið haldi að Jesús sé einhver gráðugur ruddi og hættulegur öðrum. Þess vegna felum við hann í hvítri fallegri, lambsull húmanismans svo kristin trú líti út fyrir að vera mjúk eins og auglýsingarnar um Lambi-salernispappírinn gefa til kynna.
Safnaðarblaðið hjá okkur er þykkt og efnið er spennandi. Það er sett fram af fjöri og hver blaðsíða iðar af lífi. Alls konar viðburðir. En þá er hægt að spyrja: Hvers konar viðburðir? Nú, fluttir eru fyrirlestrar um málefni líðandi stundar. Þeir eru ætlaðir fólki í alls konar aðstæðum. Til dæmis fyrirlestrar um hvernig það sé að vera foreldri fatlaðra barna. Fyrirlestrar um hvernig hægt sé að blómstra þó að heilabilun geri vart við sig. Nú svo höfum við bjórsmökkun. Leshringi um list og erfitt líf kvenna. Fundi þar sem kafað er ofan í bernskuna og hamingja hennar fundin þrátt fyrir allt. Viðburðirnir eru óteljandi því að kirkjan á að vera virk eins og allt samfélagið. Ganga sem vel smurð vél nánast dag og nótt. En af hátt í þrjátíu viðburðum sem safnaðarblaðið segir frá eru aðeins þrír sem tengjast beint fagnaðarerindinu og dirfast að taka sér það orð í munn sem sjaldan heyrist í safnaðarheimilinu: Jesús.
Þegar safnaðarblöðum er flett kemur upp í hugann að þau gætu alveg eins verið gefin út af Félagi eldri borgara, frístundasamtökum eða áhugafólki um lífið og tilveruna. Þá má kannski spyrja hvort kirkjan sjálf, prestar og sóknarnefndir, séu komin á bekk með falsspámönnum samtímans. Húmanismi í stað kristinnar trúar. Brosandi lambið á salernispappírsumbúðunum í stað hins blóðuga lambs á krossinum. Kannski skýst það upp í kolli okkar að það sé ekki samfélagið sem hafi strokið allt hið heilaga af kirkjunni og íklætt hana veröldinni heldur hafi sjálf kirkjan gert það. Og haldi því starfi áfram eins og enginn sé morgundagurinn.
————–
Hér má heyra Poul Joachim Stender tala um bæn Faðirvorsins: „Gef oss í dag vort daglegt brauð.“

Skjáskot úr Berlinske Tidende
Poul Joachim Stender
Við Gestaglugga Kirkjublaðsins.is sest danski presturinn og rithöfundurinn Poul Joachim Stender (f. 1956). Hann er kunnur prestur í Danmörku og liggur ekki á skoðunum sínum. Bækur hans og pistlar vekja jafnan mikla athygli og umræður. Kirkjublaðið.is rakst á þennan pistil Pouls í Berlinske Tidende og þótti hann býsna hressilegur og djarfmæltur og hafði samband við höfundinn sem gaf fúslega leyfi til að hann yrði þýddur á íslensku af ritstjóra. Kannski kannast kirkjufólk hér á landi við það sem Poul ræðir um þó að safnaðarblöð séu ekki gefin út reglubundið í íslenskum sóknum.
Það gætir nokkurrar varfærni í því hvort taka eigi sér nafn Jesú í munn í safnaðarblöðum. Menn vilja ekki styggja fólk með ritningarstöðum og kristilegum hugvekjum. Nýlega var hægt að lesa í sjálensku héraðsblaði að maður nokkur hefði reiðst yfir því að í safnaðarblað hans hefði margt verið skrifað um íhugun og alls konar andlegar æfingar í hvíldarrými kirkjunnar en ekki eitt stakt orð um þann sem væri vegurinn, sannleikurinn og lífið. Sá reiði maður kallaði eftir greinum sem segðu frá því að leiðin til Guðs væri í gegnum Jesú.
Tímaritið Folk&kirke sem er hluti af vef dönsku þjóðkirkjunnar (folkekirken.dk) var gagnrýnt ekki fyrir svo löngu að fátt væri hægt að lesa í því um Guð og kristna trú. Gagnrýnin snerist líka um það að Folk&Kirke skæri sig ekki frá venjulegum glanstímaritum og bæri lítil merki þess að vera tímarit á vegum kirkjunnar. Það hafa reyndar engar kannanir enn verið gerðar á því hvort sneitt sé af ásettu ráði hjá því að minnast á frelsarann í safnaðarblöðum og á kirkjulegum vettvangi. En illar grunsemdir geta vaknað. Til að fæla fólk ekki frá kirkjunni er Jesú haldið nokkuð til hlés og í prédikunum er fegurðin dásömuð og sá húmaníski boðskapur að við eigum að vera góð hvert við annað og trúa því að eitthvað stærra sé á bak við heiminn en við sjálf.
Þegar ég var ungur prestur bældi ég því miður niður með sjálfum mér hefðbundið viðhorf til kristninnar til þess eins að öðlast vinsældir. Margir sögðu þá við mig: „Það er bara eins og þú sért ekki prestur.“ Ég fylltist stolti þegar þetta barst að eyrum mínum. Nú hefði ég hins vegar miklu frekar viljað að fólk hefði sagt: „Við sjáum og heyrum á þér að þú ert prestur.“ Það er eins og við sem störfum í kirkjunni ímyndum okkur að fólkið haldi að Jesús sé einhver gráðugur ruddi og hættulegur öðrum. Þess vegna felum við hann í hvítri fallegri, lambsull húmanismans svo kristin trú líti út fyrir að vera mjúk eins og auglýsingarnar um Lambi-salernispappírinn gefa til kynna.
Safnaðarblaðið hjá okkur er þykkt og efnið er spennandi. Það er sett fram af fjöri og hver blaðsíða iðar af lífi. Alls konar viðburðir. En þá er hægt að spyrja: Hvers konar viðburðir? Nú, fluttir eru fyrirlestrar um málefni líðandi stundar. Þeir eru ætlaðir fólki í alls konar aðstæðum. Til dæmis fyrirlestrar um hvernig það sé að vera foreldri fatlaðra barna. Fyrirlestrar um hvernig hægt sé að blómstra þó að heilabilun geri vart við sig. Nú svo höfum við bjórsmökkun. Leshringi um list og erfitt líf kvenna. Fundi þar sem kafað er ofan í bernskuna og hamingja hennar fundin þrátt fyrir allt. Viðburðirnir eru óteljandi því að kirkjan á að vera virk eins og allt samfélagið. Ganga sem vel smurð vél nánast dag og nótt. En af hátt í þrjátíu viðburðum sem safnaðarblaðið segir frá eru aðeins þrír sem tengjast beint fagnaðarerindinu og dirfast að taka sér það orð í munn sem sjaldan heyrist í safnaðarheimilinu: Jesús.
Þegar safnaðarblöðum er flett kemur upp í hugann að þau gætu alveg eins verið gefin út af Félagi eldri borgara, frístundasamtökum eða áhugafólki um lífið og tilveruna. Þá má kannski spyrja hvort kirkjan sjálf, prestar og sóknarnefndir, séu komin á bekk með falsspámönnum samtímans. Húmanismi í stað kristinnar trúar. Brosandi lambið á salernispappírsumbúðunum í stað hins blóðuga lambs á krossinum. Kannski skýst það upp í kolli okkar að það sé ekki samfélagið sem hafi strokið allt hið heilaga af kirkjunni og íklætt hana veröldinni heldur hafi sjálf kirkjan gert það. Og haldi því starfi áfram eins og enginn sé morgundagurinn.
————–
Hér má heyra Poul Joachim Stender tala um bæn Faðirvorsins: „Gef oss í dag vort daglegt brauð.“

Skjáskot úr Berlinske Tidende