Eins og við öll vitum sem fylgst höfum með fréttum af þjóðkirkjunni undanfarin ár og áratugi, hefur dregið mikið úr stuðningi við kirkjuna og þátttöku í kirkjulegu starfi. Ár frá ári fækkar í kirkjunni. Skírnum fækkar stórlega sömuleiðis, færri og færri sækja guðsþjónustur og borgaralegar athafnir verða sí vinsælli með hverju árinu sem líður. Þetta vitum við öll, við sem látum okkur annt um kirkjuna. Þó orsakirnar séu án efa margskonar, meðal annars lýðfræðilegar, það er að segja að samsetning þjóðarinnar er að breytast, þá eru fleiri dökk ský á himninum sem staðfesta erfiða stöðu kirkjunnar. Má þar meðal annars nefna að traust þjóðarinnar til þjóðkirkjunnar og stjórnenda hennar hefur aldrei mælst minna en nú. Og sjálfur grunnur kirkjunnar molnar einnig dag frá degi, því sífellt færri Íslendingar játa trú á einn persónulegan Guð. Óþarfi er að nefna allar þessar tölur. Við þekkjum þær.

En hvað er til ráða? Því er ekki auðsvarað. En hér leyfi ég mér að varpa fram nokkrum hugmyndum sem ef til vill geta orðið hvati til umræðu um þetta viðkvæma mál, stöðu þjóðkirkjunnar í dag og leiðir til úrbóta. Því oft virðist eins og það sé erfiðasti hjallinn, að taka umræðuna í stað þess að líta undan og vona að allt lagist.

 1. Fyrsta skrefið sem þarf að taka er að viðurkenna hvernig komið er, horfast í augu við stöðuna eins og hún er og að hún sé að einhverju leyti kirkjunni sjálfri að kenna, og þar með okkur sem erum kirkjan í dag.
 2. Kirkjan verður að hefja gönguna til endurnýjunar með því standa fast á hinni klassísku kenningu sinni sem hún hefur fengið frá Jerúsalem, og tala hreint út um Jesú Krist sem son Guðs er fæddist, dó og reis upp, frelsari mannanna í stað þess að fela Jesú í skrúðmælgi um hið almenna góða.
 3. Kirkjan á síðan ekki að falla í þá freistni að vilja vingast við alla. Við kristnir einstaklingar þurfum ekki að vera sammála öllum bara af því við erum svo góð. Kristnir menn þurfa ekki að vera átakafælnir og meðvirkir, bara af því að þeir eru lærisveinar Jesú. Við þurfum að þora að gagnrýna hvort annað málefnalega.
 4. Kirkjan á að taka þátt í samfélagsumræðunni og ekki að líta undan. Sem lærisveinar Jesú þurfum við að minna á að hugmyndir um jafngildi allra manna og þar með almenn mannréttindi og félagslegar skyldur samfélagsins byggja á kenningu Krists.
 5. Kirkjan þarf að benda með öflugum hætti á sannleikann. Sannleikann og klettinn sem hún byggir á sem er Jesús Kristur.
 6. Kirkjan á alltaf að starfa með einstaklingnum og fyrir einstaklinginn þar sem hann er að finna. Bera með honum ok dagsins.
 7. Kirkjan á að sýna í orði og verki að henni sé treystandi.
 8. Afnema á allar svokallaðar aukaverkagreiðslur til starfsmanna kirkjunnar. Allir sem skráðir eru í þjóðkirkjuna ættu að eiga rétt á allri þjónustu hennar ókeypis. Það á við um allar athafnir, skírn, fermingu, hjónavígslu og útför. Allt þetta peningaástand dregur úr trausti til kirkjunnar.
 9. Skilja á algerlega milli ríkis og kirkju.
 10. Kristnir menn þurfa að tala um Biblíuna og boðskap hennar. Og þá staðreynd að kirkjan byggir tilveru sína á Biblíunni en ekki á almennum siðaboðum og heimspekilegum vangaveltum. Ritningin ein er sá grunnur sem kirkjan byggir á.
 11. Kirkjan á að benda á að hún er „kaþólsk“, sem merkir almenn, allra. Að hún er ekki kirkja einnar þjóðar heldur kirkja allra þjóða og allra manna, lifandi og dauðra.
 12. Kirkjan á að vera merkisberi vonar, hún á að að fylkja sér undir fána Krists og segja við veröld í neyð og svartnætti: „Undir þessu merki muntu sigra.“

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Eins og við öll vitum sem fylgst höfum með fréttum af þjóðkirkjunni undanfarin ár og áratugi, hefur dregið mikið úr stuðningi við kirkjuna og þátttöku í kirkjulegu starfi. Ár frá ári fækkar í kirkjunni. Skírnum fækkar stórlega sömuleiðis, færri og færri sækja guðsþjónustur og borgaralegar athafnir verða sí vinsælli með hverju árinu sem líður. Þetta vitum við öll, við sem látum okkur annt um kirkjuna. Þó orsakirnar séu án efa margskonar, meðal annars lýðfræðilegar, það er að segja að samsetning þjóðarinnar er að breytast, þá eru fleiri dökk ský á himninum sem staðfesta erfiða stöðu kirkjunnar. Má þar meðal annars nefna að traust þjóðarinnar til þjóðkirkjunnar og stjórnenda hennar hefur aldrei mælst minna en nú. Og sjálfur grunnur kirkjunnar molnar einnig dag frá degi, því sífellt færri Íslendingar játa trú á einn persónulegan Guð. Óþarfi er að nefna allar þessar tölur. Við þekkjum þær.

En hvað er til ráða? Því er ekki auðsvarað. En hér leyfi ég mér að varpa fram nokkrum hugmyndum sem ef til vill geta orðið hvati til umræðu um þetta viðkvæma mál, stöðu þjóðkirkjunnar í dag og leiðir til úrbóta. Því oft virðist eins og það sé erfiðasti hjallinn, að taka umræðuna í stað þess að líta undan og vona að allt lagist.

 1. Fyrsta skrefið sem þarf að taka er að viðurkenna hvernig komið er, horfast í augu við stöðuna eins og hún er og að hún sé að einhverju leyti kirkjunni sjálfri að kenna, og þar með okkur sem erum kirkjan í dag.
 2. Kirkjan verður að hefja gönguna til endurnýjunar með því standa fast á hinni klassísku kenningu sinni sem hún hefur fengið frá Jerúsalem, og tala hreint út um Jesú Krist sem son Guðs er fæddist, dó og reis upp, frelsari mannanna í stað þess að fela Jesú í skrúðmælgi um hið almenna góða.
 3. Kirkjan á síðan ekki að falla í þá freistni að vilja vingast við alla. Við kristnir einstaklingar þurfum ekki að vera sammála öllum bara af því við erum svo góð. Kristnir menn þurfa ekki að vera átakafælnir og meðvirkir, bara af því að þeir eru lærisveinar Jesú. Við þurfum að þora að gagnrýna hvort annað málefnalega.
 4. Kirkjan á að taka þátt í samfélagsumræðunni og ekki að líta undan. Sem lærisveinar Jesú þurfum við að minna á að hugmyndir um jafngildi allra manna og þar með almenn mannréttindi og félagslegar skyldur samfélagsins byggja á kenningu Krists.
 5. Kirkjan þarf að benda með öflugum hætti á sannleikann. Sannleikann og klettinn sem hún byggir á sem er Jesús Kristur.
 6. Kirkjan á alltaf að starfa með einstaklingnum og fyrir einstaklinginn þar sem hann er að finna. Bera með honum ok dagsins.
 7. Kirkjan á að sýna í orði og verki að henni sé treystandi.
 8. Afnema á allar svokallaðar aukaverkagreiðslur til starfsmanna kirkjunnar. Allir sem skráðir eru í þjóðkirkjuna ættu að eiga rétt á allri þjónustu hennar ókeypis. Það á við um allar athafnir, skírn, fermingu, hjónavígslu og útför. Allt þetta peningaástand dregur úr trausti til kirkjunnar.
 9. Skilja á algerlega milli ríkis og kirkju.
 10. Kristnir menn þurfa að tala um Biblíuna og boðskap hennar. Og þá staðreynd að kirkjan byggir tilveru sína á Biblíunni en ekki á almennum siðaboðum og heimspekilegum vangaveltum. Ritningin ein er sá grunnur sem kirkjan byggir á.
 11. Kirkjan á að benda á að hún er „kaþólsk“, sem merkir almenn, allra. Að hún er ekki kirkja einnar þjóðar heldur kirkja allra þjóða og allra manna, lifandi og dauðra.
 12. Kirkjan á að vera merkisberi vonar, hún á að að fylkja sér undir fána Krists og segja við veröld í neyð og svartnætti: „Undir þessu merki muntu sigra.“

Viltu deila þessari grein með fleirum?