Þjónusta djákna er ekki ný af nálinni í okkar lúthersku kirkju en þjónusta þeirra hefur verið á ýmsa vegu gegnum tíðina.
Nýtt upphaf varð árið 1993 þegar djáknanám hófst við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Þjóðkirkjan hafði frumkvæði að stofnun þessarar námsbrautar með því að óska eftir að djáknanámi yrði komið á fót við deildina.
Frá 1995 til 2019 hafa 121 djáknakandídat útskrifast, 110 lokið starfsþjálfun og 62 vígst. (Ritröð Guðfræðistofnunar 51/2020, bls. 80). Djáknum er ætlað að sinna kærleiks- og fræðsluþjónustu og vera viðbót við þá þjónustu sem kirkjan veitir og að miklu leyti er og var prestsþjónusta.
Þjónusta kirkjunnar hefur orðið fjölbreyttari og meiri en áður, m.a. vegna betri fjárhagsstöðu upp úr 1990. Til að byggja upp söfnuð þarf alls konar fólk með margvíslega menntun og getu, bæði launað og ólaunað. Með komu djákna jókst möguleiki á að fá fólk til starfa sem ekki var ætlað að sinna prestþjónustu. Frá upphafi var boðið upp á tvær leiðir í djáknanáminu. Annars vegar var 60 eininga nám þar sem forkröfur voru að hafa lokið fagnámi t.d. kennaraprófi eða hjúkrunarfræði. Hins vegar var BA nám þar sem stúdentspróf var forkrafa eins og í öðru slíku námi.
Með tilkomu djákna var komið starfsfólk sem gat eflt safnaðarstarfið og þá alveg sérstaklega kærleiksþjónustuna. Í störfum þeirra er hið þjónandi viðhorf aðalatriði en lifandi söfnuður þarf að vera biðjandi, boðandi og þjónandi.
Í starfi kirkjunnar hefur höfuðáherslan löngum verið lögð á boðun orðsins sem prestar hafa sannarlega sinnt af kostgæfni. En nú er öldin önnur og fjölbreytni og ólík menntun fólks er gjarnan ráðandi hjá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum. Svo ætti einnig að vera í kirkjunni.
Afleit staða djákna
Spurningin sem brennur á djáknum er hvað kirkjan vilji með þau sem eru fús til starfa og hafa aflað sér menntunar til að þjóna kirkju sinni? Vill hún áfram stuðla að einsleitum starfmannahópi eða auka fjölbreytni hans?
Hér eru staðreyndir um stöðu djákna í dag:
Djáknum hefur fækkað og eru nú aðeins 13, af þeim starfa átta í söfnuðum, tvær á heilbrigðisstofnunum, ein hjá æskulýðssambandi og tvær á biskupsstofu. Fimm djáknar hafa hætt stöfum síðast liðið ár af ýmsum ástæðum t.d. vegna uppsagna og hugsanlega til að spara launakostnað. Árin 2007 og 2008 voru aftur á móti 28 djáknar að störfum og er það mesti fjöldi sem hefur samtímis verið í þjónustu. (Ritröð Guðfræðistofnunar 51/2020, bls. 82 ). Athyglisvert er að í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra starfa flestir djáknar eða fimm.
Nýlega var djákni vígður til prests en með sömu starfsskyldum og áður. Spurning mín er sú hvort söfnuðir almennt geti farið þessa leið til að launa starfsmenn, þ.e. presta breytingum sem fjárhagslegt sjálfstæði þjóðkirkjunnar felur í sér. Að mínu mati er þetta óheillavænleg þróun. Djákninn sem um ræðir hafði bætt við sig námi og var hæfur til prestsvígslu og í sjálfu sér ekkert við hann að sakast. En hugmyndafræðin er áfram sú að kirkjan sé kirkja prestanna!
Nokkrir djáknar hafa verið ráðnir til safnaða en fá ekki að vera djáknar nema í orði kveðnu. Þó er þeim stundum hampað sem djáknum þegar það hentar eða „þykir fínt.“ Hvaða forsendur hafa söfnuðir til að ráða djákna eða djáknakandídat sem „ekki“-djákna? Nýlega sagði einn djákni upp stöðu sinni vegna þessara aðstæðna.
Nú í nóvember verður djáknakandídat vígður til stöðu sem hún hefur haft í nokkur ár. Starf hennar eftir vígslu mun að einhverju leyti breytast. Hún sótti um stöðuna en í auglýsingunni kom ekki fram að verið væri að auglýsa eftir djákna. Átta manns sóttu um starfið og djákninn var valinn. Hún var ráðin og taldi sóknarnefndin ekki stætt á að vígja hana umsvifalaust því það hefði sannarlega mátt gagnrýna út frá auglýsingunni samkvæmt formanni sóknarnefndar.
Benda má á að auglýsa mætti eftir djákna eða aðila sem gæti uppfyllt kröfur um að geta sinnt þeim verkefnum sem auglýst væru.
Fjárhagslegt sjálfstæði kirkjunnar
Ég bendi á að með þeirri miklu breytingu sem varð á stöðu þjóðkirkjunnar 2019 þegar viðbótarsamningur íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar var undirritaður. Í honum er ekki kveðið á um að gagngjald ríkisins fyrir kirkjujarðirnar skuli einungis standa undir launum presta. Á Kirkjuþingi 2020-21 kom fram tillaga um að heimilt væri að launa aðra starfsmenn en prestar af gagngjaldinu. Tillagan náði því miður ekki fram að ganga. Samt sem áður eru nú fjórir einstaklingar sem ekki eru prestar launaðir úr þessum sjóði og þar er bæði um að ræða æskulýðsfulltrúa og djákna. (Upplýsingar frá biskupsstofu). Er það vel og vonandi heldur sú þróun áfram.
Stundum er talað um að fram undan sé prestaskortur. Það er hryggilegt. Í umræðunni hefur heyrst að þá mætti ráða djákna í staðinn. Er þetta hugmynd um að djáknar geti „reddað“ kirkjunni til að geta haldið uppi helgihaldi? Þessi hugmynd er algjörlega fráleit því djáknum er ekki ætlað hlutverk presta heldur til að sinna kærleiks-og fræðsluþjónustu. Djáknar voru hugsaðir sem viðbót við þá þjónustu sem var til staðar 1993 þegar náminu var komið á fót. Það hefur ekki breyst.
Nýr biskup á næsta leiti
Í komandi biskupskosningum munu djáknar ugglaust spyrja þau sem gefa kost á sér hvernig þau sjái kærleiksþjónustuna fyrir sér og hvort þau vilja efla hana og fjölga djáknum til þess.
Við erum öll á sama báti sem biðjandi, boðandi og þjónandi samfélag. Sérhver þáttur þarf að vera til staðar og til þess þarf fjölbreytta og fjölhæfa starfsmenn, lærða sem leika.
Þjónusta djákna er ekki ný af nálinni í okkar lúthersku kirkju en þjónusta þeirra hefur verið á ýmsa vegu gegnum tíðina.
Nýtt upphaf varð árið 1993 þegar djáknanám hófst við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Þjóðkirkjan hafði frumkvæði að stofnun þessarar námsbrautar með því að óska eftir að djáknanámi yrði komið á fót við deildina.
Frá 1995 til 2019 hafa 121 djáknakandídat útskrifast, 110 lokið starfsþjálfun og 62 vígst. (Ritröð Guðfræðistofnunar 51/2020, bls. 80). Djáknum er ætlað að sinna kærleiks- og fræðsluþjónustu og vera viðbót við þá þjónustu sem kirkjan veitir og að miklu leyti er og var prestsþjónusta.
Þjónusta kirkjunnar hefur orðið fjölbreyttari og meiri en áður, m.a. vegna betri fjárhagsstöðu upp úr 1990. Til að byggja upp söfnuð þarf alls konar fólk með margvíslega menntun og getu, bæði launað og ólaunað. Með komu djákna jókst möguleiki á að fá fólk til starfa sem ekki var ætlað að sinna prestþjónustu. Frá upphafi var boðið upp á tvær leiðir í djáknanáminu. Annars vegar var 60 eininga nám þar sem forkröfur voru að hafa lokið fagnámi t.d. kennaraprófi eða hjúkrunarfræði. Hins vegar var BA nám þar sem stúdentspróf var forkrafa eins og í öðru slíku námi.
Með tilkomu djákna var komið starfsfólk sem gat eflt safnaðarstarfið og þá alveg sérstaklega kærleiksþjónustuna. Í störfum þeirra er hið þjónandi viðhorf aðalatriði en lifandi söfnuður þarf að vera biðjandi, boðandi og þjónandi.
Í starfi kirkjunnar hefur höfuðáherslan löngum verið lögð á boðun orðsins sem prestar hafa sannarlega sinnt af kostgæfni. En nú er öldin önnur og fjölbreytni og ólík menntun fólks er gjarnan ráðandi hjá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum. Svo ætti einnig að vera í kirkjunni.
Afleit staða djákna
Spurningin sem brennur á djáknum er hvað kirkjan vilji með þau sem eru fús til starfa og hafa aflað sér menntunar til að þjóna kirkju sinni? Vill hún áfram stuðla að einsleitum starfmannahópi eða auka fjölbreytni hans?
Hér eru staðreyndir um stöðu djákna í dag:
Djáknum hefur fækkað og eru nú aðeins 13, af þeim starfa átta í söfnuðum, tvær á heilbrigðisstofnunum, ein hjá æskulýðssambandi og tvær á biskupsstofu. Fimm djáknar hafa hætt stöfum síðast liðið ár af ýmsum ástæðum t.d. vegna uppsagna og hugsanlega til að spara launakostnað. Árin 2007 og 2008 voru aftur á móti 28 djáknar að störfum og er það mesti fjöldi sem hefur samtímis verið í þjónustu. (Ritröð Guðfræðistofnunar 51/2020, bls. 82 ). Athyglisvert er að í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra starfa flestir djáknar eða fimm.
Nýlega var djákni vígður til prests en með sömu starfsskyldum og áður. Spurning mín er sú hvort söfnuðir almennt geti farið þessa leið til að launa starfsmenn, þ.e. presta breytingum sem fjárhagslegt sjálfstæði þjóðkirkjunnar felur í sér. Að mínu mati er þetta óheillavænleg þróun. Djákninn sem um ræðir hafði bætt við sig námi og var hæfur til prestsvígslu og í sjálfu sér ekkert við hann að sakast. En hugmyndafræðin er áfram sú að kirkjan sé kirkja prestanna!
Nokkrir djáknar hafa verið ráðnir til safnaða en fá ekki að vera djáknar nema í orði kveðnu. Þó er þeim stundum hampað sem djáknum þegar það hentar eða „þykir fínt.“ Hvaða forsendur hafa söfnuðir til að ráða djákna eða djáknakandídat sem „ekki“-djákna? Nýlega sagði einn djákni upp stöðu sinni vegna þessara aðstæðna.
Nú í nóvember verður djáknakandídat vígður til stöðu sem hún hefur haft í nokkur ár. Starf hennar eftir vígslu mun að einhverju leyti breytast. Hún sótti um stöðuna en í auglýsingunni kom ekki fram að verið væri að auglýsa eftir djákna. Átta manns sóttu um starfið og djákninn var valinn. Hún var ráðin og taldi sóknarnefndin ekki stætt á að vígja hana umsvifalaust því það hefði sannarlega mátt gagnrýna út frá auglýsingunni samkvæmt formanni sóknarnefndar.
Benda má á að auglýsa mætti eftir djákna eða aðila sem gæti uppfyllt kröfur um að geta sinnt þeim verkefnum sem auglýst væru.
Fjárhagslegt sjálfstæði kirkjunnar
Ég bendi á að með þeirri miklu breytingu sem varð á stöðu þjóðkirkjunnar 2019 þegar viðbótarsamningur íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar var undirritaður. Í honum er ekki kveðið á um að gagngjald ríkisins fyrir kirkjujarðirnar skuli einungis standa undir launum presta. Á Kirkjuþingi 2020-21 kom fram tillaga um að heimilt væri að launa aðra starfsmenn en prestar af gagngjaldinu. Tillagan náði því miður ekki fram að ganga. Samt sem áður eru nú fjórir einstaklingar sem ekki eru prestar launaðir úr þessum sjóði og þar er bæði um að ræða æskulýðsfulltrúa og djákna. (Upplýsingar frá biskupsstofu). Er það vel og vonandi heldur sú þróun áfram.
Stundum er talað um að fram undan sé prestaskortur. Það er hryggilegt. Í umræðunni hefur heyrst að þá mætti ráða djákna í staðinn. Er þetta hugmynd um að djáknar geti „reddað“ kirkjunni til að geta haldið uppi helgihaldi? Þessi hugmynd er algjörlega fráleit því djáknum er ekki ætlað hlutverk presta heldur til að sinna kærleiks-og fræðsluþjónustu. Djáknar voru hugsaðir sem viðbót við þá þjónustu sem var til staðar 1993 þegar náminu var komið á fót. Það hefur ekki breyst.
Nýr biskup á næsta leiti
Í komandi biskupskosningum munu djáknar ugglaust spyrja þau sem gefa kost á sér hvernig þau sjái kærleiksþjónustuna fyrir sér og hvort þau vilja efla hana og fjölga djáknum til þess.
Við erum öll á sama báti sem biðjandi, boðandi og þjónandi samfélag. Sérhver þáttur þarf að vera til staðar og til þess þarf fjölbreytta og fjölhæfa starfsmenn, lærða sem leika.