Við Gestaglugga Kirkjublaðsins.is setjast þremenninganir dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur, dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson, héraðsprestur og sr. Elínborg Sturludóttir prestur við dómkirkjuna í Reykjavík. Þetta er fyrsta grein þeirra af þremur og fjallar um kirkjuna sem lýðræðislega stofnun. Tilefnið er umræða um lýðræði innan þjóðkirkjunnar og skýrsla sem tekin verður til umræðu í október á kirkjuþingi um kosti þess og galla að gefa fleirum kost á að kjósa biskup Íslands og fulltrúa á kirkjuþingi.
Önnur grein þeirra birtist á morgun og sú þriðja á laugardaginn. Þannig gefst gott tækifæri til að íhuga athyglisverð sjónarhorn sem koma fram höfundunum.
Aðfararorð
Á fundi kirkjuþings 2024–2025 nr. 66, sem fór fram 17. maí síðastliðinn, var undir 34. máli lögð fyrir þingið Skýrsla um kosti þess og galla að rýmka ákvæði starfsreglna um kosningarétt við kjör til kirkjuþings og kosningu biskups (þingskjal 34a). Að mati okkar, sem ritum þessa grein, gætir þar grundvallarmisskilnings um hlutverk og stöðu kirkjunnar innan samfélagsins, misskilnings sem er birtingarmynd sístæðs guðfræðilegs vandamáls, þ.e.a.s. sambands ríkis og kirkju. Það er vandamál sem lengi hefur verið fengist við innan kirkjusögunnar og nægir að benda á vægi tveggjaríkjakenningarinnar í þeirri umræðu, sem kemur þegar fram í orðum Jesú í Lúkasi 20.25: „Gjaldið þá keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er“ og þekktar eru útfærslur á henni, bæði hjá Ágústínusi kirkjuföður og Marteini Lúther.[1]
Tveir greinarhöfunda, Sigurjón Árni og Jón Ásgeir, sendu athugasemdir til kirkjuþings og í umræðum um skýrsluna vísaði þriðji höfundur greinarinnar, Elínborg Sturludóttir, í þær í ræðu sinni. Þessi grein byggist á fyrrnefndum athugasemdum sem og ræðu Elínborgar. Tilgangurinn með birtingu greinarinnar, sem birt verður í þremur hlutum á vef Kirkjublaðsins.is, er að veita fleirum en kirkjuþingsmönnum greiðan aðgang að umræðum um þetta mál.
Hér í framhaldinu verður í fyrsta lagi fjallað um þjóðkirkjuhugtakið og fyrirkomulag kosninga á vettvangi þjóðkirkjunnar, í öðru lagi verður lagt mat á þau guðfræðilegu rök sem höfundar framangreindrar skýrslu settu fram til stuðnings hugmyndum um rýmkun ákvæða starfsreglna um kosningarétt og í þriðja lagi verða gerðar athugasemdir við niðurstöður lögfræðilegrar greinargerðar Davíðs Þórs Björgvinssonar um 4. gr. laga um þjóðkirkjuna nr. 77/2021 sem sett var fram sem viðauki við þingskjal 34a.
Um þjóðkirkjuhugtakið og fyrirkomulag kosninga á vettvangi Þjóðkirkjunnar
Hugtakið „þjóðkirkja“ þarfnast nánari skilgreiningar. Þessu veldur m.a. að með því að skeyta hugtakinu „þjóð“ við hugtakið „kirkju“ eru vakin þau hugrenningatengsl að þar með sé verið að leggja að jöfnu þjóð og kirkju. Sú ályktun var í raun sjálfgefin á Íslandi svo lengi sem yfir 90% landsmanna áttu aðild að þjóðkirkjunni. Skráðum þjóðkirkjumeðlimum hefur hins vegar fækkað vegna breytinga á samsetningu þjóðarinnar sökum heimsvæðingar og fólksflutninga sem eiga sér aðskiljanlegustu ástæður. Þar af leiðandi er sú einsleitni sem téður skilningur gengur út frá ekki lengur til staðar. Því vaknar sú spurning óhjákvæmilega hvort hann sé rökréttur og hér má spyrja: Við hvaða hundraðshlutfall meðlima miðað við heildarfjölda landsmanna hættir þjóðkirkjan að vera þjóðkirkja? Í þessari spurningu birtist vandi umrædds skilnings sem skýrist m.a. af því að hugtakið „þjóðkirkja“ getur haft margskonar merkingu eins og t.d. dr. Hjalti Hugason hefur bent á í svari á Vísindavefnum.[2] Þar bendir hann á að hugtakið „þjóðkirkja“ geti falið í sér ferns konar merkingu ef ekki fleiri og greinir á milli eftirfarandi merkingarsviða.
Í fyrsta lagi nefnir hann að hugtakið geti haft menningarlega merkingu og merki þá „kirkju sem starfað hefur meðal einhverrar þjóðar um langt skeið, sett mark sitt á gildismat hennar og menningu en jafnframt mótast af hugsanagangi viðkomandi þjóðar.“
Í öðru lagi hafi hugtakið lýðfræðilega merkingu þegar það er notað um kirkju sem er meirihlutakirkja.
Þriðja merkingin sé trúarpólitísk og eigi við um „kirkju sem starfar í sérstökum tengslum við ríkisvaldið á grundvelli sérstakra laga og jafnvel stjórnarskrárákvæða. Slíkar kirkjur njóta oftast einhverra forréttinda fram yfir önnur trúfélög. Þessu máli gegnir til að mynda um íslensku Þjóðkirkjuna.“ Hjalti telur að líta megi svo á að þjóðkirkjur í þessum skilningi séu „nokkurs konar nútímaleg útfærsla á ríkiskirkjum fyrri alda og sögulegt millistig milli þeirra og fríkirkna sem eru algerlega sjálfstæðar gagnvart ríkisvaldinu“ og að oft sé „þjóðkirkjuhugtakið […] notað um kirkjur sem lúta mun lýðræðislegri stjórn en tíðkast í svokölluðum ríkiskirkjum.“
Í fjórða lagi nefnir Hjalti síðan að hugtakið geti haft guðfræðilega merkingu, notað um „kirkju sem telur sig gegna sérstöku hlutverki gagnvart ákveðinni þjóð sem felist meðal annars í því að skapa ævi fólks skýra trúarlega umgjörð frá skírn til greftrunar sem og í að ljá þjóðlífinu trúarlegt yfirbragð með sameiginlegum hátíðum af ýmsu tagi. Slíkar kirkjur lýsa sig fúsar að þjóna öllum sem til þeirra leita án þess að krefjast sérstakrar trúarjátningar eða kirkjuaðildar. Þær greina sig í þessu frá flestum sjálfstæðum trúfélögum sem gera oftast ráð fyrir virkari og persónulegri trúarafstöðu af þeim sem sækjast eftir þátttöku í þeim eða þjónustu af þeirra hendi.“ Þá sé mikilvægt að geta þess að „þegar þjóðkirkjuhugtakið er notað í lögfræði- og stofnunarlegri merkingu er talið að kirkja sem njóti stöðu þjóðkirkju hljóti að fallast á slíkt þjónustuhlutverk.“ Það sé til að mynda „lögboðið hlutverk íslensku Þjóðkirkjunnar „[…] að halda úti vígðri þjónustu á landinu öllu og tryggja að allir landsmenn geti átt kost á henni.“[2]“ [2 Lög um þjóðkirkjuna nr. 77/2021, althingi.is. (Sótt 2. febrúar 2024).] Það sé „ekki síst þessi skylda sem gerir hana að þjóðkirkju“.
Þessa samantekt Hjalta — sem hann þó tekur fram að sé ekki tæmandi — er gagnlegt að hafa í huga þegar við skoðum stöðu þjóðkirkjunnar í íslensku nútímasamfélagi en hafa ber í huga að ágalli hennar, að okkar mati, er sá að í umfjöllun sinni sniðgengur Hjalti með öllu þá skilgreiningu á kirkjunni sem bundin er í játningum hennar.[3] Þetta kemur m.a. fram í því að þegar hann talar um guðfræðilega merkingu þjóðkirkjuhugtaksins hefur hann fyrst og fremst í huga athafnir sem þjónustu sem þjóðkirkjan býður upp á í því skyni að veita fólki trúarlega umgjörð við hin ýmsu kaflaskil í lífinu. Hér virðist Hjalti leggja félagslega greiningu á hlutverki kirkjunnar að jöfnu við guðfræðilegt inntak hennar og erindi. Þar með gerir hann afleiðingu að forsendu. Þjónusta kirkjunnar m.t.t. athafna á tímamótum lífsins leiðir af boðun hennar en ekki öfugt og einmitt það er dregið fram í orðalagi Laga um þjóðkirkjuna nr. 77/2021 þar sem lögð er áhersla á vígða þjónustu. Í stjórnarskrá og Lögum um þjóðkirkjuna er þjóðkirkjan skilgreind sem evangelísk lútersk kirkja og í samþykktum um innri málefni kirkjunnar er þar nákvæmlega útskýrt hvað í þessu felst og hvað liggur kenningu og starfi kirkjunnar til grundvallar og þar kemur skýrt fram að játningarnar liggja henni til grundvallar.[4] Þjónustuhlutverk kirkjunnar, sem Hjalti leggur höfuðáherslu á, leiðir af þessum grundvelli en ekki öfugt. Það verður að gera grein fyrir þeim sjálfsskilningi kirkjunnar sem orðaður er í játningunum og skilgreinir þjónustuhlutverkið. Ef það er ekki gert leiðir það til slagsíðu í allri umfjöllun um kirkjuna eins og sú skýrsla sem hér er til umfjöllunar vitnar um.
Við sem ritum þessa grein teljum reyndar að hugtakið „þjóðkirkja“ ekki aðeins geti heldur eigi ávallt og fyrst og fremst að hafa guðfræðilega merkingu, jafnvel þótt einhver framangreindra merkinga eigi við um tiltekna þjóðkirkju á tilteknum tíma og kannski allar samtímis að einhverju leyti. Gagnrýni þýska guðfræðingsins og heimspekingsins Friedrich Schleiermachers (1768–1834), sem kallaður hefur verið „kirkjufaðir 19. aldar“, á of náið samband ríkis og kirkju sneri einmitt að því að í slíku sambandi væri kirkjunni hætt við að missa sjónar á trúarlegu og andlegu erindi sínu en verða lítið annað en félagsmálastofnun í þjónustu ríkisins. Schleiermacher mótar þjóðkirkjuhugtakið (þ. Volkskirche) og undirbyggir það guðfræðilega og tengir við þá lýðræðislegu þróun sem var að hefjast í Þýskalandi á þeim tíma.[5]
Augljóst má teljast að þegar tengslin rofna á milli ríkisins og kirkju sem svo háttar um, þá er það henni lífsnauðsynlegt — eigi hún að standast — að efla trúarlegar rætur sínar og styrkja þann grunn sem Kristur sjálfur hefur lagt og augljóslega háttar svo til í veruleika þjóðkirkjunnar nú um stundir. Staða þjóðkirkjunnar í nútímanum krefst þess að lögð sé höfuðáhersla á guðfræðilega merkingu þjóðkirkjuhugtaksins og boðun fagnaðarerindisins í íslensku samfélagi. Þjóðkirkjan hefur ákveðnu hlutverki að gegna innan þess samfélags sem hún er hluti af og starfar í, en er ekki lengur rammi samfélagsins. Þetta hlutverk er meðal annars sett fram í játningum kirkjunnar, þar sem lögð er áhersla á að boða fagnaðarerindið inn í síbreytilegan veruleika mannsins og afleiðing þess er að henni ber einnig að halda úti vígðri þjónustu fyrir landsmenn skv. sérstöku samkomulagi við ríkisvaldið. Hún er sem sé aðeins ein stofnun af mörgum stofnunum og/eða félagasamtökum samfélagsins sem hafa skírt skilgreint hlutverk.
Af þessu leiðir að ekki er mögulegt að leggja þjóðkirkjuna að jöfnu við þjóðina og þjóðlega arfleifð og það þýðir einnig að ekki er sjálfgefið að þau kosningalög og reglur sem hið opinbera leggur almennum kosningum til Alþingis, sveitarstjórna eða forseta til grundvallar skuli eða sé skynsamlegt að yfirfæra yfir á þjóðkirkjuna og kosningar til kirkjuþings eða biskups — ekki frekar en það er gert t.d. í samhengi Háskóla Íslands eða Ungmennafélags Íslands sem eru stofnanir sem vissulega virða grundvallarreglur lýðræðisins í starfsemi sinni. En lýðræðið virkar með ýmsum hætti og það gildir ekki það sama um samfélagið í heild sinni og stofnanir innan þess.
Það er þannig ekki að ástæðulausu að í rektorskjöri vegi atkvæði akademískra starfsmanna og annarra fastra starfsmanna HÍ meira en atkvæði nemenda. Þessu veldur sú einfalda staðreynd að akademísk störf byggjast á mikilli faglegri sérhæfingu og sérþekkingu. Til þess að öðlast réttindi til þess að starfa innan akademíunnar þarf að sýna fram á vissa hæfni sem fólk öðlast með því að ganga í gegnum fastákveðið ferli með lokaprófum og loks doktorsritgerð sem veitir fólki rétt til þess að sækja um akademískt starf. Rektor er valinn úr hópi prófessora, efsta lags akademískra starfsmanna, og þannig má líta á hann sem hinn fremsta meðal jafningja. Hér gilda því önnur sjónarmið en í almennum kosningum á vettvangi samfélagsins í heild. Rektor er valinn á grundvelli akademískra verðleika sinna. Því skal áréttað að af þeim sökum eru það kollegar hans sem eru best til þess fallnir að meta verðleika hans og þess vegna vega atkvæði þeirra þyngra en atkvæði nemenda. Væru kosningareglur innan HÍ rýmkaðar svo vægi atkvæða yrði jafnt er hætta á að það leiddi til lýðskrums. Aftur á móti dytti engum í hug að halda því fram að Háskóli Íslands væri ekki lýðræðisleg stofnun þótt útfærslan á kjöri rektors sé önnur en í almennum kosningum til Alþingis eða forseta sem byggjast ekki á faglegu mati.
Í starfsreglum þjóðkirkjunnar er kveðið á um almennar prestskosningar í söfnuðum en varðandi framkvæmd þeirra hefur þróunin verið í þá átt undanfarna áratugi að setja hinar almennu kosningar í farveg fulltrúalýðræðis. Samkvæmt núverandi stöðu þeirra mála velur kjörnefnd safnaðarmeðlima prestinn að teknu tilliti til faglegra sjónarmiða sem þó ráða ekki endanlega. Þannig virðir kjörnefndarkerfið þá grundvallarreglu að kjör prestsins sé endanlega í höndum safnaðarins þar sem um kosningu er að ræða en tekur jafnframt tillit til hins faglega þáttar prestsembættisins. Þetta samrýmist fyllilega hinni biblíulegu kenningu um almennan prestdóm og útfærslu hennar meðal siðbótarmanna, sem laut að því tryggja rétta boðun fagnaðarerindisins. Á svipaðan hátt má segja að kirkjuþingsfulltrúar hafi mikilvægu hlutverki að gegna í því að tryggja að störf og stefna þjóðkirkjunnar séu í samræmi við játningarnar. Þess vegna er mikilvægt að til kirkjuþings veljist fólk sem hefur reynslu af safnaðarstarfi og innsýn í málefni þjóðkirkjunnar og skilning á játningagrunni hennar. Þróun fulltrúalýðræðisins innan kirkjunnar endurspeglar þessa nauðsyn.
Líkt og rektor Háskóla Íslands er biskup Íslands fremstur meðal jafningja, fyrst og fremst hirðir hirðanna, sem hann hefur bæði agavald yfir og er í sérstöku trúnaðarsambandi við á grundvelli vígslu sinnar og guðfræðilegrar menntunar. Þ.a.l. er það eðlilegt að hinir vígðu þjónar hafi mest um val á nýjum biskupi að segja. Einnig má færa rök fyrir því að trúnaðarmenn safnaðanna hafi sérstöku hlutverki að gegna við val á biskupi þar sem störf þeirra á kirkjulegum vettvangi veita þeim innsýn í starfsemi kirkjunnar og snertifleti sem gera þeim betur kleift að meta kosti og galla mögulegra biskupsefna en hægt er að vænta af almennum þjóðkirkjumeðlimum. Þess vegna mætti ætla að það fyrirkomulag sem viðhaft var við biskupskosningarnar 2013 sé heppilegra en fyrirkomulag biskupskjörsins 2024. Kenningin um almennan prestdóm er það skýr að hún knýr ekki á um stöðugar breytingar á fyrirkomulagi prests- og biskupskosninga ef þær eru þá þegar í samræmi við kenninguna.
Að okkar mati mælir það sem fram hefur komið hér á undan gegn hugmyndinni um almenna kosningu biskups og kirkjuþingsfulltrúa.
Tilvísanir:
[1] Sbr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, Trú, von og þjóð, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 2014, bls. 71–92, 145–166.
[2] Hjalti Hugason. „Hvað er þjóðkirkja?“ Vísindavefurinn, 15. febrúar 2024, sótt 10. júní 2025.
[3] Nægir hér að benda á 5. og 7. grein Ágsborgarjátningarinnar, sbr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, Ríki og kirkja, HÍB 2006, bls. 29: „Í Ágsborgarjátningunni er kirkjan skilgreind sem samfélag trúaðra um orð og sakramenti (sbr. greinar 5 og 7). Afstaðan er skýr: Það er orð Guðs sem mótar og leiðir kirkjuna og kirkjan er söfnuður trúaðra.“
[4] Samþykktir um innri málefni þjóðkirkjunnar
[5] Ítarlega umfjöllun um Schleiermacher og þjóðkirkjuhugtakið er að finna í Sigurjón Árni Eyjólfsson, Ríki og kirkja, bls. 93–135.
Við Gestaglugga Kirkjublaðsins.is setjast þremenninganir dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur, dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson, héraðsprestur og sr. Elínborg Sturludóttir prestur við dómkirkjuna í Reykjavík. Þetta er fyrsta grein þeirra af þremur og fjallar um kirkjuna sem lýðræðislega stofnun. Tilefnið er umræða um lýðræði innan þjóðkirkjunnar og skýrsla sem tekin verður til umræðu í október á kirkjuþingi um kosti þess og galla að gefa fleirum kost á að kjósa biskup Íslands og fulltrúa á kirkjuþingi.
Önnur grein þeirra birtist á morgun og sú þriðja á laugardaginn. Þannig gefst gott tækifæri til að íhuga athyglisverð sjónarhorn sem koma fram höfundunum.
Aðfararorð
Á fundi kirkjuþings 2024–2025 nr. 66, sem fór fram 17. maí síðastliðinn, var undir 34. máli lögð fyrir þingið Skýrsla um kosti þess og galla að rýmka ákvæði starfsreglna um kosningarétt við kjör til kirkjuþings og kosningu biskups (þingskjal 34a). Að mati okkar, sem ritum þessa grein, gætir þar grundvallarmisskilnings um hlutverk og stöðu kirkjunnar innan samfélagsins, misskilnings sem er birtingarmynd sístæðs guðfræðilegs vandamáls, þ.e.a.s. sambands ríkis og kirkju. Það er vandamál sem lengi hefur verið fengist við innan kirkjusögunnar og nægir að benda á vægi tveggjaríkjakenningarinnar í þeirri umræðu, sem kemur þegar fram í orðum Jesú í Lúkasi 20.25: „Gjaldið þá keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er“ og þekktar eru útfærslur á henni, bæði hjá Ágústínusi kirkjuföður og Marteini Lúther.[1]
Tveir greinarhöfunda, Sigurjón Árni og Jón Ásgeir, sendu athugasemdir til kirkjuþings og í umræðum um skýrsluna vísaði þriðji höfundur greinarinnar, Elínborg Sturludóttir, í þær í ræðu sinni. Þessi grein byggist á fyrrnefndum athugasemdum sem og ræðu Elínborgar. Tilgangurinn með birtingu greinarinnar, sem birt verður í þremur hlutum á vef Kirkjublaðsins.is, er að veita fleirum en kirkjuþingsmönnum greiðan aðgang að umræðum um þetta mál.
Hér í framhaldinu verður í fyrsta lagi fjallað um þjóðkirkjuhugtakið og fyrirkomulag kosninga á vettvangi þjóðkirkjunnar, í öðru lagi verður lagt mat á þau guðfræðilegu rök sem höfundar framangreindrar skýrslu settu fram til stuðnings hugmyndum um rýmkun ákvæða starfsreglna um kosningarétt og í þriðja lagi verða gerðar athugasemdir við niðurstöður lögfræðilegrar greinargerðar Davíðs Þórs Björgvinssonar um 4. gr. laga um þjóðkirkjuna nr. 77/2021 sem sett var fram sem viðauki við þingskjal 34a.
Um þjóðkirkjuhugtakið og fyrirkomulag kosninga á vettvangi Þjóðkirkjunnar
Hugtakið „þjóðkirkja“ þarfnast nánari skilgreiningar. Þessu veldur m.a. að með því að skeyta hugtakinu „þjóð“ við hugtakið „kirkju“ eru vakin þau hugrenningatengsl að þar með sé verið að leggja að jöfnu þjóð og kirkju. Sú ályktun var í raun sjálfgefin á Íslandi svo lengi sem yfir 90% landsmanna áttu aðild að þjóðkirkjunni. Skráðum þjóðkirkjumeðlimum hefur hins vegar fækkað vegna breytinga á samsetningu þjóðarinnar sökum heimsvæðingar og fólksflutninga sem eiga sér aðskiljanlegustu ástæður. Þar af leiðandi er sú einsleitni sem téður skilningur gengur út frá ekki lengur til staðar. Því vaknar sú spurning óhjákvæmilega hvort hann sé rökréttur og hér má spyrja: Við hvaða hundraðshlutfall meðlima miðað við heildarfjölda landsmanna hættir þjóðkirkjan að vera þjóðkirkja? Í þessari spurningu birtist vandi umrædds skilnings sem skýrist m.a. af því að hugtakið „þjóðkirkja“ getur haft margskonar merkingu eins og t.d. dr. Hjalti Hugason hefur bent á í svari á Vísindavefnum.[2] Þar bendir hann á að hugtakið „þjóðkirkja“ geti falið í sér ferns konar merkingu ef ekki fleiri og greinir á milli eftirfarandi merkingarsviða.
Í fyrsta lagi nefnir hann að hugtakið geti haft menningarlega merkingu og merki þá „kirkju sem starfað hefur meðal einhverrar þjóðar um langt skeið, sett mark sitt á gildismat hennar og menningu en jafnframt mótast af hugsanagangi viðkomandi þjóðar.“
Í öðru lagi hafi hugtakið lýðfræðilega merkingu þegar það er notað um kirkju sem er meirihlutakirkja.
Þriðja merkingin sé trúarpólitísk og eigi við um „kirkju sem starfar í sérstökum tengslum við ríkisvaldið á grundvelli sérstakra laga og jafnvel stjórnarskrárákvæða. Slíkar kirkjur njóta oftast einhverra forréttinda fram yfir önnur trúfélög. Þessu máli gegnir til að mynda um íslensku Þjóðkirkjuna.“ Hjalti telur að líta megi svo á að þjóðkirkjur í þessum skilningi séu „nokkurs konar nútímaleg útfærsla á ríkiskirkjum fyrri alda og sögulegt millistig milli þeirra og fríkirkna sem eru algerlega sjálfstæðar gagnvart ríkisvaldinu“ og að oft sé „þjóðkirkjuhugtakið […] notað um kirkjur sem lúta mun lýðræðislegri stjórn en tíðkast í svokölluðum ríkiskirkjum.“
Í fjórða lagi nefnir Hjalti síðan að hugtakið geti haft guðfræðilega merkingu, notað um „kirkju sem telur sig gegna sérstöku hlutverki gagnvart ákveðinni þjóð sem felist meðal annars í því að skapa ævi fólks skýra trúarlega umgjörð frá skírn til greftrunar sem og í að ljá þjóðlífinu trúarlegt yfirbragð með sameiginlegum hátíðum af ýmsu tagi. Slíkar kirkjur lýsa sig fúsar að þjóna öllum sem til þeirra leita án þess að krefjast sérstakrar trúarjátningar eða kirkjuaðildar. Þær greina sig í þessu frá flestum sjálfstæðum trúfélögum sem gera oftast ráð fyrir virkari og persónulegri trúarafstöðu af þeim sem sækjast eftir þátttöku í þeim eða þjónustu af þeirra hendi.“ Þá sé mikilvægt að geta þess að „þegar þjóðkirkjuhugtakið er notað í lögfræði- og stofnunarlegri merkingu er talið að kirkja sem njóti stöðu þjóðkirkju hljóti að fallast á slíkt þjónustuhlutverk.“ Það sé til að mynda „lögboðið hlutverk íslensku Þjóðkirkjunnar „[…] að halda úti vígðri þjónustu á landinu öllu og tryggja að allir landsmenn geti átt kost á henni.“[2]“ [2 Lög um þjóðkirkjuna nr. 77/2021, althingi.is. (Sótt 2. febrúar 2024).] Það sé „ekki síst þessi skylda sem gerir hana að þjóðkirkju“.
Þessa samantekt Hjalta — sem hann þó tekur fram að sé ekki tæmandi — er gagnlegt að hafa í huga þegar við skoðum stöðu þjóðkirkjunnar í íslensku nútímasamfélagi en hafa ber í huga að ágalli hennar, að okkar mati, er sá að í umfjöllun sinni sniðgengur Hjalti með öllu þá skilgreiningu á kirkjunni sem bundin er í játningum hennar.[3] Þetta kemur m.a. fram í því að þegar hann talar um guðfræðilega merkingu þjóðkirkjuhugtaksins hefur hann fyrst og fremst í huga athafnir sem þjónustu sem þjóðkirkjan býður upp á í því skyni að veita fólki trúarlega umgjörð við hin ýmsu kaflaskil í lífinu. Hér virðist Hjalti leggja félagslega greiningu á hlutverki kirkjunnar að jöfnu við guðfræðilegt inntak hennar og erindi. Þar með gerir hann afleiðingu að forsendu. Þjónusta kirkjunnar m.t.t. athafna á tímamótum lífsins leiðir af boðun hennar en ekki öfugt og einmitt það er dregið fram í orðalagi Laga um þjóðkirkjuna nr. 77/2021 þar sem lögð er áhersla á vígða þjónustu. Í stjórnarskrá og Lögum um þjóðkirkjuna er þjóðkirkjan skilgreind sem evangelísk lútersk kirkja og í samþykktum um innri málefni kirkjunnar er þar nákvæmlega útskýrt hvað í þessu felst og hvað liggur kenningu og starfi kirkjunnar til grundvallar og þar kemur skýrt fram að játningarnar liggja henni til grundvallar.[4] Þjónustuhlutverk kirkjunnar, sem Hjalti leggur höfuðáherslu á, leiðir af þessum grundvelli en ekki öfugt. Það verður að gera grein fyrir þeim sjálfsskilningi kirkjunnar sem orðaður er í játningunum og skilgreinir þjónustuhlutverkið. Ef það er ekki gert leiðir það til slagsíðu í allri umfjöllun um kirkjuna eins og sú skýrsla sem hér er til umfjöllunar vitnar um.
Við sem ritum þessa grein teljum reyndar að hugtakið „þjóðkirkja“ ekki aðeins geti heldur eigi ávallt og fyrst og fremst að hafa guðfræðilega merkingu, jafnvel þótt einhver framangreindra merkinga eigi við um tiltekna þjóðkirkju á tilteknum tíma og kannski allar samtímis að einhverju leyti. Gagnrýni þýska guðfræðingsins og heimspekingsins Friedrich Schleiermachers (1768–1834), sem kallaður hefur verið „kirkjufaðir 19. aldar“, á of náið samband ríkis og kirkju sneri einmitt að því að í slíku sambandi væri kirkjunni hætt við að missa sjónar á trúarlegu og andlegu erindi sínu en verða lítið annað en félagsmálastofnun í þjónustu ríkisins. Schleiermacher mótar þjóðkirkjuhugtakið (þ. Volkskirche) og undirbyggir það guðfræðilega og tengir við þá lýðræðislegu þróun sem var að hefjast í Þýskalandi á þeim tíma.[5]
Augljóst má teljast að þegar tengslin rofna á milli ríkisins og kirkju sem svo háttar um, þá er það henni lífsnauðsynlegt — eigi hún að standast — að efla trúarlegar rætur sínar og styrkja þann grunn sem Kristur sjálfur hefur lagt og augljóslega háttar svo til í veruleika þjóðkirkjunnar nú um stundir. Staða þjóðkirkjunnar í nútímanum krefst þess að lögð sé höfuðáhersla á guðfræðilega merkingu þjóðkirkjuhugtaksins og boðun fagnaðarerindisins í íslensku samfélagi. Þjóðkirkjan hefur ákveðnu hlutverki að gegna innan þess samfélags sem hún er hluti af og starfar í, en er ekki lengur rammi samfélagsins. Þetta hlutverk er meðal annars sett fram í játningum kirkjunnar, þar sem lögð er áhersla á að boða fagnaðarerindið inn í síbreytilegan veruleika mannsins og afleiðing þess er að henni ber einnig að halda úti vígðri þjónustu fyrir landsmenn skv. sérstöku samkomulagi við ríkisvaldið. Hún er sem sé aðeins ein stofnun af mörgum stofnunum og/eða félagasamtökum samfélagsins sem hafa skírt skilgreint hlutverk.
Af þessu leiðir að ekki er mögulegt að leggja þjóðkirkjuna að jöfnu við þjóðina og þjóðlega arfleifð og það þýðir einnig að ekki er sjálfgefið að þau kosningalög og reglur sem hið opinbera leggur almennum kosningum til Alþingis, sveitarstjórna eða forseta til grundvallar skuli eða sé skynsamlegt að yfirfæra yfir á þjóðkirkjuna og kosningar til kirkjuþings eða biskups — ekki frekar en það er gert t.d. í samhengi Háskóla Íslands eða Ungmennafélags Íslands sem eru stofnanir sem vissulega virða grundvallarreglur lýðræðisins í starfsemi sinni. En lýðræðið virkar með ýmsum hætti og það gildir ekki það sama um samfélagið í heild sinni og stofnanir innan þess.
Það er þannig ekki að ástæðulausu að í rektorskjöri vegi atkvæði akademískra starfsmanna og annarra fastra starfsmanna HÍ meira en atkvæði nemenda. Þessu veldur sú einfalda staðreynd að akademísk störf byggjast á mikilli faglegri sérhæfingu og sérþekkingu. Til þess að öðlast réttindi til þess að starfa innan akademíunnar þarf að sýna fram á vissa hæfni sem fólk öðlast með því að ganga í gegnum fastákveðið ferli með lokaprófum og loks doktorsritgerð sem veitir fólki rétt til þess að sækja um akademískt starf. Rektor er valinn úr hópi prófessora, efsta lags akademískra starfsmanna, og þannig má líta á hann sem hinn fremsta meðal jafningja. Hér gilda því önnur sjónarmið en í almennum kosningum á vettvangi samfélagsins í heild. Rektor er valinn á grundvelli akademískra verðleika sinna. Því skal áréttað að af þeim sökum eru það kollegar hans sem eru best til þess fallnir að meta verðleika hans og þess vegna vega atkvæði þeirra þyngra en atkvæði nemenda. Væru kosningareglur innan HÍ rýmkaðar svo vægi atkvæða yrði jafnt er hætta á að það leiddi til lýðskrums. Aftur á móti dytti engum í hug að halda því fram að Háskóli Íslands væri ekki lýðræðisleg stofnun þótt útfærslan á kjöri rektors sé önnur en í almennum kosningum til Alþingis eða forseta sem byggjast ekki á faglegu mati.
Í starfsreglum þjóðkirkjunnar er kveðið á um almennar prestskosningar í söfnuðum en varðandi framkvæmd þeirra hefur þróunin verið í þá átt undanfarna áratugi að setja hinar almennu kosningar í farveg fulltrúalýðræðis. Samkvæmt núverandi stöðu þeirra mála velur kjörnefnd safnaðarmeðlima prestinn að teknu tilliti til faglegra sjónarmiða sem þó ráða ekki endanlega. Þannig virðir kjörnefndarkerfið þá grundvallarreglu að kjör prestsins sé endanlega í höndum safnaðarins þar sem um kosningu er að ræða en tekur jafnframt tillit til hins faglega þáttar prestsembættisins. Þetta samrýmist fyllilega hinni biblíulegu kenningu um almennan prestdóm og útfærslu hennar meðal siðbótarmanna, sem laut að því tryggja rétta boðun fagnaðarerindisins. Á svipaðan hátt má segja að kirkjuþingsfulltrúar hafi mikilvægu hlutverki að gegna í því að tryggja að störf og stefna þjóðkirkjunnar séu í samræmi við játningarnar. Þess vegna er mikilvægt að til kirkjuþings veljist fólk sem hefur reynslu af safnaðarstarfi og innsýn í málefni þjóðkirkjunnar og skilning á játningagrunni hennar. Þróun fulltrúalýðræðisins innan kirkjunnar endurspeglar þessa nauðsyn.
Líkt og rektor Háskóla Íslands er biskup Íslands fremstur meðal jafningja, fyrst og fremst hirðir hirðanna, sem hann hefur bæði agavald yfir og er í sérstöku trúnaðarsambandi við á grundvelli vígslu sinnar og guðfræðilegrar menntunar. Þ.a.l. er það eðlilegt að hinir vígðu þjónar hafi mest um val á nýjum biskupi að segja. Einnig má færa rök fyrir því að trúnaðarmenn safnaðanna hafi sérstöku hlutverki að gegna við val á biskupi þar sem störf þeirra á kirkjulegum vettvangi veita þeim innsýn í starfsemi kirkjunnar og snertifleti sem gera þeim betur kleift að meta kosti og galla mögulegra biskupsefna en hægt er að vænta af almennum þjóðkirkjumeðlimum. Þess vegna mætti ætla að það fyrirkomulag sem viðhaft var við biskupskosningarnar 2013 sé heppilegra en fyrirkomulag biskupskjörsins 2024. Kenningin um almennan prestdóm er það skýr að hún knýr ekki á um stöðugar breytingar á fyrirkomulagi prests- og biskupskosninga ef þær eru þá þegar í samræmi við kenninguna.
Að okkar mati mælir það sem fram hefur komið hér á undan gegn hugmyndinni um almenna kosningu biskups og kirkjuþingsfulltrúa.
Tilvísanir:
[1] Sbr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, Trú, von og þjóð, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 2014, bls. 71–92, 145–166.
[2] Hjalti Hugason. „Hvað er þjóðkirkja?“ Vísindavefurinn, 15. febrúar 2024, sótt 10. júní 2025.
[3] Nægir hér að benda á 5. og 7. grein Ágsborgarjátningarinnar, sbr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, Ríki og kirkja, HÍB 2006, bls. 29: „Í Ágsborgarjátningunni er kirkjan skilgreind sem samfélag trúaðra um orð og sakramenti (sbr. greinar 5 og 7). Afstaðan er skýr: Það er orð Guðs sem mótar og leiðir kirkjuna og kirkjan er söfnuður trúaðra.“
[4] Samþykktir um innri málefni þjóðkirkjunnar
[5] Ítarlega umfjöllun um Schleiermacher og þjóðkirkjuhugtakið er að finna í Sigurjón Árni Eyjólfsson, Ríki og kirkja, bls. 93–135.