Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson (f. 1957) hefur ritað fjölmargar bækur um guðfræði.
Á síðasta ári kom út bók eftir hann sem ber heitið
Augljóst en hulið – Að skilja táknheim kirkjubygginga

Inngangur

Í þessum greinarstúf verða þrjár kirkjur í Reykjavík skoðaðar með þá spurningu í huga hvernig þær birta sjálfskilning Íslendinga á viðkomandi tímabili. Byrjað er á Dómkirkjunni (1796–1848) sem var reist þegar Ísland var dönsk nýlenda og telst fyrsta steinhúsið sem fékk vandaðan ytri búning.[1] Í annan stað er það Neskirkja (1942, 1944–1957) sem er ein af merkilegri byggingum íslensks módernisma.[2] Og loks Guðríðarkirkja (2007–2008) sem má flokka til síðnútímans m.a. vegna áherslu í henni á sögu og náttúru.[3] Í umfjölluninni um Dómkirkjuna er tekið mið af byggingarsögunni, Neskirkju af breyttri stöðu kirkjunnar í samfélaginu og Guðríðarkirkju af táknrænu vægi byggingarinnar.

Dómkirkjan í Reykjavík

Jarðskjálftarnir sem riðu yfir Suðurland í ágúst 1784 skemmdu hús það mikið í Skálholti að sama ár var ákveðið að sameina biskupsdæmin og flytja þau til Reykjavíkur. Sú ákvörðun krafðist að þar væru biskupssetrið og skólinn endurbyggður og ný dómkirkja reyst. Eftir samráð embættismanna í Reykjavík og Kaupmannahöfn var danska húsameistaranum Andreas Kirkerup (1749–1807) falið að teikna kirkjuna. Árið 1787 hófust framkvæmdir við gerð látlausrar dómkirkju. Hún var hlaðin úr íslensku steini, þakið viðarklætt, en viðarborð þöktu turninn og hluta gaflveggja, sem var nýjung á Íslandi. Kirkjan var vígð 1796. [4]

     


Dómkirkjan í Reykjavík, turninn lengi vel helsta kennileitið í Kvosinni,
skírnarfontur Thorvaldsens skín í kórnum, kirkjan svo í vetrarbúningi

Kirkjan stóðst illa íslenska veðráttu og var fyrir vaxandi bæ of lítil. Hún þurfti það mikið viðhald að ákveðið var að stækka hana og endurbæta. Til verksins var fenginn danski arkitektinn Lauritus A, Winstrup (1815–1889). Hann endurteiknaði kirkjuna í síðklassískum stíl og bætti í hana annarri hæð með súðsvölum, kór og forkirkju. Kirkjan var múrhúðuð og þakið endurbætt með að stífuklæða það. Koparklæðninguna, sem hún hefur í dag, kom aftur á móti fyrst um miðja tuttugustu öld.[5] Kirkjan hefur síðklassískt yfirbragð með bogadregnum gluggum og upphleyptum skrautböndum. Kirkjuturninn er ferstrendur úr timbri. Kirkjurými skiptist í forkirkju, þrískipt kirkjuskip sem er með sætaröð á svölum með fram veggjum þess og kór. Í enda á svölunum er orgel og kór.[6] Hún var endurvígð 1848.

Fullyrt hefur verið að dómkirkjan í Reykjavík sé óbrotnasta og fallegasta kirkja síðklassísks stíls í Danaveldi.[7] Fullyrðingin dregur vel fram hvernig Dómkirkjan sýnir Ísland sem „danska nýlendu“. Ríki og kirkja voru ein óaðskiljanleg heild. Það tryggði stöðu Dómkirkjunnar innan danska stjórnkerfisins og tóku því embættismenn allar ákvarðanir varðandi útlit, gerð og framkvæmd hennar. Þó síðklassíkina einkenni þjóðernisleg áhrif rómatískustefnunnar, þá voru þau þá lítt áberandi í íslenskri þjóðernisbaráttu, sem var vart hafin.

Um þessa stöðu Íslands innan Danaveldis vitnar Dómkirkjan og Alþingishúsið. Tvö af megin táknmyndum íslenska lýðveldisins.

Neskirkja

Tilurðasaga Neskirkju er önnur en Dómkirkjunnar. Alla tuttugustu öldina þenst Reykjavík út, hvert hverfið af öðru rís sem þarfnast kirkju. Sóknarnefndir móta með presti safnaðarstarfið og koma nú beint að ákvörðunartöku kirkjubygginga. Ferlið er lýðræðislegt, því var um haldin samkeppni um byggingu Neskirkju. Fyrir valinu varð tillaga Ágústs Pálssonar (1893–1967). Hann tók mið af breyttum aðstæðum kirkjunnar og styðst í tillögunni m.a. við Wiesbadener Programm (1951) um kirkjubyggingar.[8] Að mati Ágústs á lögun kirkjunnar að taka tilliti til hljómflutnings og þess að birtan fái notið sín. Vegna þessa er loftið skáhallt svo að ræða, tónn og söngur heyrist vel og ljóshaf geti leikið um kórinn og veitt honum tígulegt útlit. Ágúst hefur gluggana því hallandi sem tryggja eiga að birtan berist á ská frá báðum hliðum inn í kórinn.

Um þessa breyttu stöðu kirkjunnar í samfélaginu vitnar líka kirkjuskipið sem er samtengt safnaðarheimilinu og þeim komið fyrir í einni byggingu.[9]

   

 
Neskirkja – miklar umræður spunnust um kirkjubygginguna á sínum tíma

Byggingin olli umræðum þar sem sumum þótti að hið sígilda form yfirgefið og hlutverkið orðið annað. Gagnrýninni var mætt og bent á að almennt væri horfið frá að byggja kirkjur í gömlum stíl. Menn einbeittu sér nú meira að því að kirkjur væru í samræmi við ný lífshorf, þróun annarra lista og umfram allt tækju tillit til nútíma samfélagsgerðar. Sá tími væri liðin að kirkjur væru einvörðungu byggðar í kringum messuhald sem allir íbúar áttu að geta sótt. Í samtímanum nægði í stórum söfnuðum milljónaborga að byggja kirkjur fyrir í 1000–1500 manns í sæti og sama ætti við hér upp á Íslandi. Það voru nýjar þarfir sem kirkjan og söfnuðurinn bar að taka tillit til og svarið við þeim væri samband kirkju og safnaðarheimilis.[10] Vegna þessa er í Neskirkju ekkert skraut og stoðir sem trufla. Áherslan er hér sem sé á hinu hagkvæma og að það fari vel um söfnuðinn. Kirkjan vitnar um nútíma byggingarstíl og/eða íslenskan fúnksjónalisma.

Neskirkjan endurspeglar opið og lýðræðislegt íslenskt samfélag, sem hún er hluti af.

Guðríðarkirkja

Staða og hlutverk íslensku kirkjunnar breytist mikið frá byggingu Neskirkja (1944) til þess tíma er farið var að huga að framkvæmdum við Guðríðarkirkju (2007). Innan kirkjunnar var komið fram óþol gagnvart dýrum og að mati sumra, tilraunagleði arkitekta við gerð kirkjubygginga. Kostnaðar þeirra sligaði marga söfnuði og hamlaði safnaðarstarf. Um þetta var rætt, en meira í ræðu en riti.

Þegar hafist var handa við að skipuleggja byggingu kirkju í Grafarholtsöfnuði var sett á laggirnar byggingarnefnd sem tók mið af þessum aðstæðum og breyttri samfélags stöðu kirkjunnar. Það var gerð áætlum fyrir kirkjubyggingu bæði hvað varðar kostnað og með tilliti til táknrænnar stöðu kirkjunnar í byggðarlaginu. Guðríðarkirkja átti að vera á milli 700–800 fermetrar og taka 250–300 manns í sæti. Kostnaðurinn átti að vera á bilinu á milli 180 til 200 miljónir króna og hann mátti ekki fara yfir 35% af sóknargjöldum.[11]

   


Guðríðarkirkja, altarið snýr mót eystri garðinum – og garðurinn Geisli vestan megin

Samkvæmt útboðsgögnum var haldin samkeppni og var tillaga arkitektanna Guðrúnar Ingvadóttur og Þórðar Þorvaldssonar valin. Í teikningunni er kirkjan eitt stórt rými sem mögulegt er að aðgreina með skilveggjum. Það er gert ráð fyrir tveimur görðum í austri og vestri, sem renna inn í kirkjuskipið. Annar garðurinn er við enda kirkjunnar, austan megin og virkar sem þrívíð altaristafla, en hinn er vestan megin við enda safnaðarheimilisins, og er hugsaður sem staður er tengir fólk saman. Arkitektarnir vildu móta:

„byggingu sem opnar sig að gönguleiðum og aðkomuáttum og verði þannig eðlilegur hluti af grenndarsamfélaginu. Er inn er komið opnast annar heimur þar sem hin ýmsu rými kirkjunnar raðast í kringum tvo ljósagarða – altarisgarð og inngarð. Garðarnir skapa líkt og klausturgarðar fyrri alda ró og frið frá umhverfinu og erli hvunndagsins ásamt því að undirstrika það athvarf og helgidóm sem kirkjan er.“[12]

Það þótti mikilvægt að inngarðarnir væru þrívíð listaverk sem birtu tengsl þjóðarinnar við íslenska náttúru, kölluðust á við kristna sköpunarguðfræði og tengdust samtíma áherslum á vægi samkenndar og náttúruverndar. Af þessum lýsingum er ljóst að í öndvegi var sett táknrænt vægi byggingarinnar fyrir Grafarholtið. Kirkjubyggingin átti að birta táknheim kristninnar í virku samtali við umhverfið. Þessi áhersla virðist borðliggjandi ef hugað er að götuheitum í umhverfi hennar, sem hafa mörg beina eða óbeina tilvísun í kristnisögu Íslands.

Þetta táknræna vægi kemur þegar fram í að kirkjan var nefnd eftir einum víðförlasta Íslendingnum, Guðríði Þorbjarnardóttur (f. 980), en hún fór m.a. í pílagrímsgöngu til Rómar. Í tilefni þess voru nokkur rými kirkjunnar tengd sögu hennar og gangar bera nöfn þekktra pílagrímsleiða. Garðarnir hafa heiti sem sótt eru íslenska sagnahefð.[13] Kirkjan sjálf er skilin sem líknarbraut og hún er merkt með sjö stuðlabergsdröngum. Einn þeirra er skírnarfonturinn og annar predikunarstóllinn. Gluggarnir út í altarisgarðinn eru sjö sem vísa eiga til sjö daga sköpunarinnar o.s.frv.[14]

Að kirkjubygging sé svo hlaðin táknmáli og með margar skírskotanir í íslenska menningararfleifð má túlka sem tilvísun í hlutverk hennar. Hún er í hverfi í uppbyggingu sem þarf sögu. Söguleysi þess er reynt að mæta með byggingu sem á að miðla táknheimi íslenskrar kristni og menningararfleifðar þjóðarinnar inn í afhelgaða íslenska nútíð. Kirkjan hefur hér einhverskonar hlutverk sem táknasafns. Táknin þurfa aftur á móti viðvarandi útleggingar, þar sem mörg hver eru ekki svo augljós.

Niðurstaða

Það er athyglisvert að skoða hvernig byggingar geta fangað tímann. Að virða fyrirr sér svona þrjár kirkjur er líkt og fá að dvelja í sniðmengi þriggja tímaskeiða. Byggingar geyma þannig tíma og sögu, sem við getum orðið hluti af með því einu að ganga um þær og horfa í kringum okkur.


Aftanmálsgreinar

[1] Hörður Ágústsson, Íslensk byggingararfleifð I – Ágrip af húsagerðarlist 1750–1940 (Reykjavík: Húsafriðunarnefnd, 1998), 291.

[2] Atli Magnús Seelow, Die moderne Architektur in Island in der ersten Hälfte des 20. Jahrhunderts. Transferprozesse zwischen Adaption und Verfremdung (Nürnberg: Verlag für moderne Kunst, 2011), 345.

[3] Norbert Huse, Geschichte der Arkitektur im 20. Jahrhundert, (München: Verlag C. H. Beck, 2008), 80. Sigríður Guðmarsdóttir, „Guðríðarkirkja í Grafarholti – Guðfræði, táknfræði og byggingarlist.“ Kirkjuritið 77. árg., 1. hefti (2011), 5.

[4] Þar sem höfundur hefur ekki aðgang að myndavél hvorki einstakari eða í síma. Því er hér stuðst við myndir sem hann fann á netinu. Slóða er getið í heimildaskrá.

[5] Þorsteinn Gunnarsson, „Dómkirkjan – Lýsing kirkjunnar.“ Kirkjur Íslands 18. bindi, ritstjórar Jón Torfason og Þorsteinn Gunnarsson, (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2012), 30–62.

[6] Þorsteinn Gunnarsson, „Dómkirkjan – Byggingarsaga kirkjunnar.“ Kirkjur Íslands 18. bindi, ritstjórar Jón Torfason og Þorsteinn Gunnarsson, (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2012), 62–67.

[7] Þorsteinn Gunnarsson, „Dómkirkjan – Byggingarlist kirkjunnar.“ Kirkjur Íslands 18. bindi, ritstjórar Jón Torfason og Þorsteinn Gunnarsson, (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2012), 82.

[8] Atli talar hér um Wiebadener Programm sem er frá 1891, Atli Magnús Seelow, Die moderne Architektur in Island, 345. Það var endurskoðað 1951 og gengur líka undir nafninu Rummelsberg Programm 1951. Hartmut Rupp, Handbuch der Kirchenpädagogik, (Stuttgart,: Calwer Verlag, 2006), 309.

[9] Atli Magnús Seelow, Die moderne Architektur in Island, 345.

[10] Atli Magnús Seelow, Die moderne Architektur in Island, 348.

[11] Stefán Ragnar Hjálmarsson, „Bygging kirkju í Grafarholti.“ Kirkjuritið 77. árg., 1. hefti (2011): 3–4

[12] Sigríður Guðmarsdóttir, „Guðríðarkirkja í Grafarholti – Guðfræði, táknfræði og byggingarlist.“ Kirkjuritið 77. árg., 1. hefti (2011): 5.

[13]Sigríður Guðmarsdóttir, „Guðríðarkirkja í Grafarholti – Guðfræði, táknfræði og byggingarlist.“ Kirkjuritið 77. árg., 1. hefti (2011): 7.

[14] Sjá nánar um tákn kirkjunnar grein Sigríðar „Guðríðarkirkja í Grafarholti – Guðfræði, táknfræði og byggingarlist.“

 Heimildir

 Atli Magnús Seelow, Die moderne Architektur in Island in der ersten Hälfte des 20. Jahrhunderts. Transferprozesse zwischen Adaption und Verfremdung. Nürnberg: Verlag für moderne Kunst, 2011.

Hörður Ágústsson, Íslensk byggingararfleifð I – Ágrip af húsagerðarlist 1750–1940, Reykjavík: Húsafriðunarnefnd, 1998.

Huse, Norbert, Geschichte der Arkitektur im 20. Jahrhundert, München: Verlag C. H. Beck, 2008.

Rupp, Hartmut, Handbuch der Kirchenpädagogik, Stuttgart: Calwer Verlag, 2006.

Sigríður Guðmarsdóttir, „Guðríðarkirkja í Grafarholti – Guðfræði, táknfræði og byggingarlist.“ Kirkjuritið 77. árg., 1. hefti (2011): 5–11.

Stefán Ragnar Hjálmarsson, „Bygging kirkju í Grafarholti.“ Kirkjuritið 77. árg., 1. Hefti (2011): 3–4.

Þorsteinn Gunnarsson, „Dómkirkjan – Byggingarsaga kirkjunnar.“ Kirkjur Íslands 18. bindi, ritstjórar Jón Torfason og Þorsteinn Gunnarsson, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2012, 30–62.

„Dómkirkjan – Lýsing kirkjunnar.“ Kirkjur Íslands 18. bindi, ritstjórar Jón Torfason og Þorsteinn Gunnarsson, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2012, 62–77.

„Dómkirkjan – Byggingarlist kirkjunnar.“ Kirkjur Íslands 18. bindi, ritstjórar Jón Torfason og Þorsteinn Gunnarsson, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2012, 77–83.

Myndir

Kirkjublaðið.is

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson (f. 1957) hefur ritað fjölmargar bækur um guðfræði.
Á síðasta ári kom út bók eftir hann sem ber heitið
Augljóst en hulið – Að skilja táknheim kirkjubygginga

Inngangur

Í þessum greinarstúf verða þrjár kirkjur í Reykjavík skoðaðar með þá spurningu í huga hvernig þær birta sjálfskilning Íslendinga á viðkomandi tímabili. Byrjað er á Dómkirkjunni (1796–1848) sem var reist þegar Ísland var dönsk nýlenda og telst fyrsta steinhúsið sem fékk vandaðan ytri búning.[1] Í annan stað er það Neskirkja (1942, 1944–1957) sem er ein af merkilegri byggingum íslensks módernisma.[2] Og loks Guðríðarkirkja (2007–2008) sem má flokka til síðnútímans m.a. vegna áherslu í henni á sögu og náttúru.[3] Í umfjölluninni um Dómkirkjuna er tekið mið af byggingarsögunni, Neskirkju af breyttri stöðu kirkjunnar í samfélaginu og Guðríðarkirkju af táknrænu vægi byggingarinnar.

Dómkirkjan í Reykjavík

Jarðskjálftarnir sem riðu yfir Suðurland í ágúst 1784 skemmdu hús það mikið í Skálholti að sama ár var ákveðið að sameina biskupsdæmin og flytja þau til Reykjavíkur. Sú ákvörðun krafðist að þar væru biskupssetrið og skólinn endurbyggður og ný dómkirkja reyst. Eftir samráð embættismanna í Reykjavík og Kaupmannahöfn var danska húsameistaranum Andreas Kirkerup (1749–1807) falið að teikna kirkjuna. Árið 1787 hófust framkvæmdir við gerð látlausrar dómkirkju. Hún var hlaðin úr íslensku steini, þakið viðarklætt, en viðarborð þöktu turninn og hluta gaflveggja, sem var nýjung á Íslandi. Kirkjan var vígð 1796. [4]

     


Dómkirkjan í Reykjavík, turninn lengi vel helsta kennileitið í Kvosinni,
skírnarfontur Thorvaldsens skín í kórnum, kirkjan svo í vetrarbúningi

Kirkjan stóðst illa íslenska veðráttu og var fyrir vaxandi bæ of lítil. Hún þurfti það mikið viðhald að ákveðið var að stækka hana og endurbæta. Til verksins var fenginn danski arkitektinn Lauritus A, Winstrup (1815–1889). Hann endurteiknaði kirkjuna í síðklassískum stíl og bætti í hana annarri hæð með súðsvölum, kór og forkirkju. Kirkjan var múrhúðuð og þakið endurbætt með að stífuklæða það. Koparklæðninguna, sem hún hefur í dag, kom aftur á móti fyrst um miðja tuttugustu öld.[5] Kirkjan hefur síðklassískt yfirbragð með bogadregnum gluggum og upphleyptum skrautböndum. Kirkjuturninn er ferstrendur úr timbri. Kirkjurými skiptist í forkirkju, þrískipt kirkjuskip sem er með sætaröð á svölum með fram veggjum þess og kór. Í enda á svölunum er orgel og kór.[6] Hún var endurvígð 1848.

Fullyrt hefur verið að dómkirkjan í Reykjavík sé óbrotnasta og fallegasta kirkja síðklassísks stíls í Danaveldi.[7] Fullyrðingin dregur vel fram hvernig Dómkirkjan sýnir Ísland sem „danska nýlendu“. Ríki og kirkja voru ein óaðskiljanleg heild. Það tryggði stöðu Dómkirkjunnar innan danska stjórnkerfisins og tóku því embættismenn allar ákvarðanir varðandi útlit, gerð og framkvæmd hennar. Þó síðklassíkina einkenni þjóðernisleg áhrif rómatískustefnunnar, þá voru þau þá lítt áberandi í íslenskri þjóðernisbaráttu, sem var vart hafin.

Um þessa stöðu Íslands innan Danaveldis vitnar Dómkirkjan og Alþingishúsið. Tvö af megin táknmyndum íslenska lýðveldisins.

Neskirkja

Tilurðasaga Neskirkju er önnur en Dómkirkjunnar. Alla tuttugustu öldina þenst Reykjavík út, hvert hverfið af öðru rís sem þarfnast kirkju. Sóknarnefndir móta með presti safnaðarstarfið og koma nú beint að ákvörðunartöku kirkjubygginga. Ferlið er lýðræðislegt, því var um haldin samkeppni um byggingu Neskirkju. Fyrir valinu varð tillaga Ágústs Pálssonar (1893–1967). Hann tók mið af breyttum aðstæðum kirkjunnar og styðst í tillögunni m.a. við Wiesbadener Programm (1951) um kirkjubyggingar.[8] Að mati Ágústs á lögun kirkjunnar að taka tilliti til hljómflutnings og þess að birtan fái notið sín. Vegna þessa er loftið skáhallt svo að ræða, tónn og söngur heyrist vel og ljóshaf geti leikið um kórinn og veitt honum tígulegt útlit. Ágúst hefur gluggana því hallandi sem tryggja eiga að birtan berist á ská frá báðum hliðum inn í kórinn.

Um þessa breyttu stöðu kirkjunnar í samfélaginu vitnar líka kirkjuskipið sem er samtengt safnaðarheimilinu og þeim komið fyrir í einni byggingu.[9]

   

 
Neskirkja – miklar umræður spunnust um kirkjubygginguna á sínum tíma

Byggingin olli umræðum þar sem sumum þótti að hið sígilda form yfirgefið og hlutverkið orðið annað. Gagnrýninni var mætt og bent á að almennt væri horfið frá að byggja kirkjur í gömlum stíl. Menn einbeittu sér nú meira að því að kirkjur væru í samræmi við ný lífshorf, þróun annarra lista og umfram allt tækju tillit til nútíma samfélagsgerðar. Sá tími væri liðin að kirkjur væru einvörðungu byggðar í kringum messuhald sem allir íbúar áttu að geta sótt. Í samtímanum nægði í stórum söfnuðum milljónaborga að byggja kirkjur fyrir í 1000–1500 manns í sæti og sama ætti við hér upp á Íslandi. Það voru nýjar þarfir sem kirkjan og söfnuðurinn bar að taka tillit til og svarið við þeim væri samband kirkju og safnaðarheimilis.[10] Vegna þessa er í Neskirkju ekkert skraut og stoðir sem trufla. Áherslan er hér sem sé á hinu hagkvæma og að það fari vel um söfnuðinn. Kirkjan vitnar um nútíma byggingarstíl og/eða íslenskan fúnksjónalisma.

Neskirkjan endurspeglar opið og lýðræðislegt íslenskt samfélag, sem hún er hluti af.

Guðríðarkirkja

Staða og hlutverk íslensku kirkjunnar breytist mikið frá byggingu Neskirkja (1944) til þess tíma er farið var að huga að framkvæmdum við Guðríðarkirkju (2007). Innan kirkjunnar var komið fram óþol gagnvart dýrum og að mati sumra, tilraunagleði arkitekta við gerð kirkjubygginga. Kostnaðar þeirra sligaði marga söfnuði og hamlaði safnaðarstarf. Um þetta var rætt, en meira í ræðu en riti.

Þegar hafist var handa við að skipuleggja byggingu kirkju í Grafarholtsöfnuði var sett á laggirnar byggingarnefnd sem tók mið af þessum aðstæðum og breyttri samfélags stöðu kirkjunnar. Það var gerð áætlum fyrir kirkjubyggingu bæði hvað varðar kostnað og með tilliti til táknrænnar stöðu kirkjunnar í byggðarlaginu. Guðríðarkirkja átti að vera á milli 700–800 fermetrar og taka 250–300 manns í sæti. Kostnaðurinn átti að vera á bilinu á milli 180 til 200 miljónir króna og hann mátti ekki fara yfir 35% af sóknargjöldum.[11]

   


Guðríðarkirkja, altarið snýr mót eystri garðinum – og garðurinn Geisli vestan megin

Samkvæmt útboðsgögnum var haldin samkeppni og var tillaga arkitektanna Guðrúnar Ingvadóttur og Þórðar Þorvaldssonar valin. Í teikningunni er kirkjan eitt stórt rými sem mögulegt er að aðgreina með skilveggjum. Það er gert ráð fyrir tveimur görðum í austri og vestri, sem renna inn í kirkjuskipið. Annar garðurinn er við enda kirkjunnar, austan megin og virkar sem þrívíð altaristafla, en hinn er vestan megin við enda safnaðarheimilisins, og er hugsaður sem staður er tengir fólk saman. Arkitektarnir vildu móta:

„byggingu sem opnar sig að gönguleiðum og aðkomuáttum og verði þannig eðlilegur hluti af grenndarsamfélaginu. Er inn er komið opnast annar heimur þar sem hin ýmsu rými kirkjunnar raðast í kringum tvo ljósagarða – altarisgarð og inngarð. Garðarnir skapa líkt og klausturgarðar fyrri alda ró og frið frá umhverfinu og erli hvunndagsins ásamt því að undirstrika það athvarf og helgidóm sem kirkjan er.“[12]

Það þótti mikilvægt að inngarðarnir væru þrívíð listaverk sem birtu tengsl þjóðarinnar við íslenska náttúru, kölluðust á við kristna sköpunarguðfræði og tengdust samtíma áherslum á vægi samkenndar og náttúruverndar. Af þessum lýsingum er ljóst að í öndvegi var sett táknrænt vægi byggingarinnar fyrir Grafarholtið. Kirkjubyggingin átti að birta táknheim kristninnar í virku samtali við umhverfið. Þessi áhersla virðist borðliggjandi ef hugað er að götuheitum í umhverfi hennar, sem hafa mörg beina eða óbeina tilvísun í kristnisögu Íslands.

Þetta táknræna vægi kemur þegar fram í að kirkjan var nefnd eftir einum víðförlasta Íslendingnum, Guðríði Þorbjarnardóttur (f. 980), en hún fór m.a. í pílagrímsgöngu til Rómar. Í tilefni þess voru nokkur rými kirkjunnar tengd sögu hennar og gangar bera nöfn þekktra pílagrímsleiða. Garðarnir hafa heiti sem sótt eru íslenska sagnahefð.[13] Kirkjan sjálf er skilin sem líknarbraut og hún er merkt með sjö stuðlabergsdröngum. Einn þeirra er skírnarfonturinn og annar predikunarstóllinn. Gluggarnir út í altarisgarðinn eru sjö sem vísa eiga til sjö daga sköpunarinnar o.s.frv.[14]

Að kirkjubygging sé svo hlaðin táknmáli og með margar skírskotanir í íslenska menningararfleifð má túlka sem tilvísun í hlutverk hennar. Hún er í hverfi í uppbyggingu sem þarf sögu. Söguleysi þess er reynt að mæta með byggingu sem á að miðla táknheimi íslenskrar kristni og menningararfleifðar þjóðarinnar inn í afhelgaða íslenska nútíð. Kirkjan hefur hér einhverskonar hlutverk sem táknasafns. Táknin þurfa aftur á móti viðvarandi útleggingar, þar sem mörg hver eru ekki svo augljós.

Niðurstaða

Það er athyglisvert að skoða hvernig byggingar geta fangað tímann. Að virða fyrirr sér svona þrjár kirkjur er líkt og fá að dvelja í sniðmengi þriggja tímaskeiða. Byggingar geyma þannig tíma og sögu, sem við getum orðið hluti af með því einu að ganga um þær og horfa í kringum okkur.


Aftanmálsgreinar

[1] Hörður Ágústsson, Íslensk byggingararfleifð I – Ágrip af húsagerðarlist 1750–1940 (Reykjavík: Húsafriðunarnefnd, 1998), 291.

[2] Atli Magnús Seelow, Die moderne Architektur in Island in der ersten Hälfte des 20. Jahrhunderts. Transferprozesse zwischen Adaption und Verfremdung (Nürnberg: Verlag für moderne Kunst, 2011), 345.

[3] Norbert Huse, Geschichte der Arkitektur im 20. Jahrhundert, (München: Verlag C. H. Beck, 2008), 80. Sigríður Guðmarsdóttir, „Guðríðarkirkja í Grafarholti – Guðfræði, táknfræði og byggingarlist.“ Kirkjuritið 77. árg., 1. hefti (2011), 5.

[4] Þar sem höfundur hefur ekki aðgang að myndavél hvorki einstakari eða í síma. Því er hér stuðst við myndir sem hann fann á netinu. Slóða er getið í heimildaskrá.

[5] Þorsteinn Gunnarsson, „Dómkirkjan – Lýsing kirkjunnar.“ Kirkjur Íslands 18. bindi, ritstjórar Jón Torfason og Þorsteinn Gunnarsson, (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2012), 30–62.

[6] Þorsteinn Gunnarsson, „Dómkirkjan – Byggingarsaga kirkjunnar.“ Kirkjur Íslands 18. bindi, ritstjórar Jón Torfason og Þorsteinn Gunnarsson, (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2012), 62–67.

[7] Þorsteinn Gunnarsson, „Dómkirkjan – Byggingarlist kirkjunnar.“ Kirkjur Íslands 18. bindi, ritstjórar Jón Torfason og Þorsteinn Gunnarsson, (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2012), 82.

[8] Atli talar hér um Wiebadener Programm sem er frá 1891, Atli Magnús Seelow, Die moderne Architektur in Island, 345. Það var endurskoðað 1951 og gengur líka undir nafninu Rummelsberg Programm 1951. Hartmut Rupp, Handbuch der Kirchenpädagogik, (Stuttgart,: Calwer Verlag, 2006), 309.

[9] Atli Magnús Seelow, Die moderne Architektur in Island, 345.

[10] Atli Magnús Seelow, Die moderne Architektur in Island, 348.

[11] Stefán Ragnar Hjálmarsson, „Bygging kirkju í Grafarholti.“ Kirkjuritið 77. árg., 1. hefti (2011): 3–4

[12] Sigríður Guðmarsdóttir, „Guðríðarkirkja í Grafarholti – Guðfræði, táknfræði og byggingarlist.“ Kirkjuritið 77. árg., 1. hefti (2011): 5.

[13]Sigríður Guðmarsdóttir, „Guðríðarkirkja í Grafarholti – Guðfræði, táknfræði og byggingarlist.“ Kirkjuritið 77. árg., 1. hefti (2011): 7.

[14] Sjá nánar um tákn kirkjunnar grein Sigríðar „Guðríðarkirkja í Grafarholti – Guðfræði, táknfræði og byggingarlist.“

 Heimildir

 Atli Magnús Seelow, Die moderne Architektur in Island in der ersten Hälfte des 20. Jahrhunderts. Transferprozesse zwischen Adaption und Verfremdung. Nürnberg: Verlag für moderne Kunst, 2011.

Hörður Ágústsson, Íslensk byggingararfleifð I – Ágrip af húsagerðarlist 1750–1940, Reykjavík: Húsafriðunarnefnd, 1998.

Huse, Norbert, Geschichte der Arkitektur im 20. Jahrhundert, München: Verlag C. H. Beck, 2008.

Rupp, Hartmut, Handbuch der Kirchenpädagogik, Stuttgart: Calwer Verlag, 2006.

Sigríður Guðmarsdóttir, „Guðríðarkirkja í Grafarholti – Guðfræði, táknfræði og byggingarlist.“ Kirkjuritið 77. árg., 1. hefti (2011): 5–11.

Stefán Ragnar Hjálmarsson, „Bygging kirkju í Grafarholti.“ Kirkjuritið 77. árg., 1. Hefti (2011): 3–4.

Þorsteinn Gunnarsson, „Dómkirkjan – Byggingarsaga kirkjunnar.“ Kirkjur Íslands 18. bindi, ritstjórar Jón Torfason og Þorsteinn Gunnarsson, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2012, 30–62.

„Dómkirkjan – Lýsing kirkjunnar.“ Kirkjur Íslands 18. bindi, ritstjórar Jón Torfason og Þorsteinn Gunnarsson, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2012, 62–77.

„Dómkirkjan – Byggingarlist kirkjunnar.“ Kirkjur Íslands 18. bindi, ritstjórar Jón Torfason og Þorsteinn Gunnarsson, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2012, 77–83.

Myndir

Kirkjublaðið.is

Viltu deila þessari grein með fleirum?