Dr. Skúli S. Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju skrifar umhugsunarverða grein um stjórnsýslu innan kirkjunnar í tengslum við nýlega veitingu prófastsstarfs í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Í Ritröð guðfræðistofnunar 2023 birtist grein eftir hann þar sem fjallað var um stjórnsýslu kirkjunnar: Stjórnsýsla án hliðstæðu

Gestagluggi Kirkjublaðsins.is

 

Nú á dögunum fengu sóknir í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra nýjan prófast að undangengnu tilnefningarferli. Prófastur er millistjórnandi í embættiskerfi Þjóðkirkjunnar og viðfangsefnin eru fjölbreytt. Má þar nefna að kalla fólk til reglulegra samfunda, standa fyrir fræðslu og símenntun, annast skipulag afleysinga og orlofs auk flóknari mannauðsmála og sáttamiðlunar.

Vígslubiskup í Skálholti, Kristján Björnsson, hafði umsjón með valinu en kirkjuþing hefur leyst Agnesi M. Sigurðardóttur undan ábyrgð sinni sem biskup yfir Íslandi.

Starfsreglur mæla fyrir um eftirfarandi verklag við útnefningu prófasts:

Biskup útnefnir prófast úr hópi þjónandi presta í hverju prófastsdæmi eftir að hafa leitað umsagnar þjónandi presta og djákna svo og formanna sóknarnefnda.“ (Starfsreglur um prófasta nr. 7/2023–24, 9. gr.)

Eins og gefur að skilja þarf að hafa sitthvað fleira í huga við slíka ákvarðanatöku. Yfirstjórn kirkjunnar þarf að iðka réttláta og faglega stjórnsýslu, eins og það er orðað í starfsreglum:

Í starfsemi þjónustumiðstöðvarinnar [Þjóðkirkjunnar] skal gæta góðra stjórnarhátta. Þá skal fylgja ákvæðum gildandi starfsreglna um þingsköp kirkjuþings um sérstakt hæfi.“ (Starfsreglur um Þjónustumiðstöð Þjóðkirkjunnar nr. 56/2021-2022, 2. gr).

Vitaskuld gilda reglur um jafna stöðu kynjanna fyrir Þjóðkirkjuna sem aðra. Það er einnig orðað í stefnumálum kirkjunnar:

Stefna Þjóðkirkjunnar um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna tekur til stjórnkerfis kirkjunnar, alls starfsfólks hennar sem og til þeirrar starfsemi og þjónustu sem kirkjan veitir […] Markmið jafnréttisstefnunnar er að stuðla að jafnri stöðu og jöfnum rétti kynja í þjóðkirkjunni og jöfnum möguleikum þeirra til starfa, áhrifa og þjónustu.“ (Jafnréttisstefna Þjóðkirkjunnar, inngangur).

Þarna var með öðrum orðum úr vöndu að ráða fyrir þennan handhafa biskupsvaldsins sem hafði úr breiðum hópi karla og kvenna að velja en þess má geta að nokkuð hallar á konur í yfirstjórn kirkjunnar. Hópur presta hafði boðið fram krafta sína, þrjú höfðu lokið doktorsnámi, þar af tvær konur, einhver voru með framhaldsmenntun á sviði stjórnunar auk þess sem mörg höfðu langa reynslu af þjónustu í prófastsdæminu.

Einn áhugasamra hafði þriggja ára starfsreynslu í prófastsdæminu og nánast enga viðbótarmenntun. Sá hafði á hinn bóginn aflað sér fleiri umsagna en þau önnur sem óskuðu eftir að fá að gegna stöðu prófasts. Vígslubiskup túlkaði reglurnar með þeim hætti að einungis fjöldi umsagna skyldi ráða útnefningunni, þótt slík gögn ættu undir öllum kringumstæðum aðeins að vera til hliðsjónar. Hann valdi því þennan tiltekna einstakling.

Vígslubiskup vék með öðrum orðum frá öllum þeim sjónarmiðum sem hér hafa verið rakin. Menntun, reynsla eða jöfn staða kynjanna hafði ekkert að segja. Ekki var einu sinni tilgreint hvað hafi staðið í meðmælum þessum. Þau voru metin sem bindandi atkvæðagreiðsla. Við þetta má bæta að ákvörðunin lá fyrir sama dag og ljóst var hverjar niðurstöður yrðu úr biskupskjöri. Það var eins og allt kapp væri lagt á að næsti biskup myndi ekki geta haft afskipti af málinu.

Þetta verklag á sér enga stoð í regluverki Þjóðkirkjunnar. Vígslubiskup viðhafði ekki góða stjórnunarhætti og fylgdi ekki starfsreglum kirkjuþings. Ekki var heldur upplýst um það fyrirfram, að meðmæli þessi væru tekin gild sem bindandi atkvæði. Slíkt hefði þó verið ögn nær sjónarmiðum um réttláta stjórnsýslu.

Vart verður þessari stöðuveitingu hnekkt. Verklag setts biskups hlýtur þó að teljast áfellisdómur yfir lýðræði og gagnsæi í stjórnsýslu Þjóðkirkjunnar. Mega biskupar hunsa gildandi starfsreglur? Er hlutverk þeirra við ákvarðanatöku sem þessa ekki annað en að telja meðmæli? Kirkjuþing hlýtur að velta því fyrir sér hvort tími sé kominn til að endurskoða biskupsvaldið, ef handhafar þess annast brýn verkefni af slíku skeytingarleysi.

 

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Dr. Skúli S. Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju skrifar umhugsunarverða grein um stjórnsýslu innan kirkjunnar í tengslum við nýlega veitingu prófastsstarfs í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Í Ritröð guðfræðistofnunar 2023 birtist grein eftir hann þar sem fjallað var um stjórnsýslu kirkjunnar: Stjórnsýsla án hliðstæðu

Gestagluggi Kirkjublaðsins.is

 

Nú á dögunum fengu sóknir í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra nýjan prófast að undangengnu tilnefningarferli. Prófastur er millistjórnandi í embættiskerfi Þjóðkirkjunnar og viðfangsefnin eru fjölbreytt. Má þar nefna að kalla fólk til reglulegra samfunda, standa fyrir fræðslu og símenntun, annast skipulag afleysinga og orlofs auk flóknari mannauðsmála og sáttamiðlunar.

Vígslubiskup í Skálholti, Kristján Björnsson, hafði umsjón með valinu en kirkjuþing hefur leyst Agnesi M. Sigurðardóttur undan ábyrgð sinni sem biskup yfir Íslandi.

Starfsreglur mæla fyrir um eftirfarandi verklag við útnefningu prófasts:

Biskup útnefnir prófast úr hópi þjónandi presta í hverju prófastsdæmi eftir að hafa leitað umsagnar þjónandi presta og djákna svo og formanna sóknarnefnda.“ (Starfsreglur um prófasta nr. 7/2023–24, 9. gr.)

Eins og gefur að skilja þarf að hafa sitthvað fleira í huga við slíka ákvarðanatöku. Yfirstjórn kirkjunnar þarf að iðka réttláta og faglega stjórnsýslu, eins og það er orðað í starfsreglum:

Í starfsemi þjónustumiðstöðvarinnar [Þjóðkirkjunnar] skal gæta góðra stjórnarhátta. Þá skal fylgja ákvæðum gildandi starfsreglna um þingsköp kirkjuþings um sérstakt hæfi.“ (Starfsreglur um Þjónustumiðstöð Þjóðkirkjunnar nr. 56/2021-2022, 2. gr).

Vitaskuld gilda reglur um jafna stöðu kynjanna fyrir Þjóðkirkjuna sem aðra. Það er einnig orðað í stefnumálum kirkjunnar:

Stefna Þjóðkirkjunnar um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna tekur til stjórnkerfis kirkjunnar, alls starfsfólks hennar sem og til þeirrar starfsemi og þjónustu sem kirkjan veitir […] Markmið jafnréttisstefnunnar er að stuðla að jafnri stöðu og jöfnum rétti kynja í þjóðkirkjunni og jöfnum möguleikum þeirra til starfa, áhrifa og þjónustu.“ (Jafnréttisstefna Þjóðkirkjunnar, inngangur).

Þarna var með öðrum orðum úr vöndu að ráða fyrir þennan handhafa biskupsvaldsins sem hafði úr breiðum hópi karla og kvenna að velja en þess má geta að nokkuð hallar á konur í yfirstjórn kirkjunnar. Hópur presta hafði boðið fram krafta sína, þrjú höfðu lokið doktorsnámi, þar af tvær konur, einhver voru með framhaldsmenntun á sviði stjórnunar auk þess sem mörg höfðu langa reynslu af þjónustu í prófastsdæminu.

Einn áhugasamra hafði þriggja ára starfsreynslu í prófastsdæminu og nánast enga viðbótarmenntun. Sá hafði á hinn bóginn aflað sér fleiri umsagna en þau önnur sem óskuðu eftir að fá að gegna stöðu prófasts. Vígslubiskup túlkaði reglurnar með þeim hætti að einungis fjöldi umsagna skyldi ráða útnefningunni, þótt slík gögn ættu undir öllum kringumstæðum aðeins að vera til hliðsjónar. Hann valdi því þennan tiltekna einstakling.

Vígslubiskup vék með öðrum orðum frá öllum þeim sjónarmiðum sem hér hafa verið rakin. Menntun, reynsla eða jöfn staða kynjanna hafði ekkert að segja. Ekki var einu sinni tilgreint hvað hafi staðið í meðmælum þessum. Þau voru metin sem bindandi atkvæðagreiðsla. Við þetta má bæta að ákvörðunin lá fyrir sama dag og ljóst var hverjar niðurstöður yrðu úr biskupskjöri. Það var eins og allt kapp væri lagt á að næsti biskup myndi ekki geta haft afskipti af málinu.

Þetta verklag á sér enga stoð í regluverki Þjóðkirkjunnar. Vígslubiskup viðhafði ekki góða stjórnunarhætti og fylgdi ekki starfsreglum kirkjuþings. Ekki var heldur upplýst um það fyrirfram, að meðmæli þessi væru tekin gild sem bindandi atkvæði. Slíkt hefði þó verið ögn nær sjónarmiðum um réttláta stjórnsýslu.

Vart verður þessari stöðuveitingu hnekkt. Verklag setts biskups hlýtur þó að teljast áfellisdómur yfir lýðræði og gagnsæi í stjórnsýslu Þjóðkirkjunnar. Mega biskupar hunsa gildandi starfsreglur? Er hlutverk þeirra við ákvarðanatöku sem þessa ekki annað en að telja meðmæli? Kirkjuþing hlýtur að velta því fyrir sér hvort tími sé kominn til að endurskoða biskupsvaldið, ef handhafar þess annast brýn verkefni af slíku skeytingarleysi.

 

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?