Við Gestaglugga Kirkjublaðsins.is sest sr. Ægir Örn Sveinsson (f. 1968), sóknarprestur í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli og skrifar athyglisverða grein sem snertir nýtt vefsvæði þjóðkirkjunnar.

Sr. Ægir Örn Sveinsson

Ægir Örn lauk guðfræðinámi frá Háskóla Íslands árið 2019 og var vígður 2023 til fyrrnefnds prestakalls. Hann var í sóknarnefnd Lindakirkju um margra ára skeið og sat þá á kirkjuþingi sem fulltrúi Reykjavíkurprófastsdæmis eystra í eitt kjörtímabil.

Ægir Örn hefur starfað sem grunnskólakennari og tölvunarfræðingur hjá Þjóðskrá Íslands og Norðuráli á Grundartanga. Hann á rætur að rekja til Seyðisfjarðar og hefur mikinn áhuga á kirkjulífi, sögu og bókmenntum.

 

Minn kross og kross Krists- um nýtt vefsvæði þjóðkirkjunnar

Á Prestastefnu 2025 var vígðum þjónum þjóðkirkjunnar kynnt ný heimasíða hennar. Ljóst er að mikið hefur verið lagt í þetta verkefni og í mörgu tilliti virðist það bæði vandað og vel unnið. Hönnunin er falleg, framsetningin skýr og uppbyggingin fagleg. Slíkt er vissulega til sóma fyrir kirkjuna.

Það er þó einn hluti þessa verkefnis sem er nauðsynlegt að ræða betur. Á þessari nýju vefsíðu má finna vefhluta sem ber titilinn „Hver eru mín gildi“ eða „Minn kross“. Þessi hluti er hannaður sem gagnvirk upplifun á svipuðum grunni og vinsæl persónuleikapróf sem er víða að finna á netinu. Gestir eru hvattir til að velja úr lista þau gildi sem þeir telja lýsa sér best eða þau sem þeim finnst skipta mestu máli í lífinu. Úr þessum gildum er síðan búinn til persónulegur kross og að lokum fær notandinn stutta lýsingu eða „niðurstöðu“ byggða á valinu.

Hugmyndin hér er augljóslega vel meint. Hvatt er til sjálfsíhugunar og persónulegrar tengingar við trú og gildi. Vandinn er hins vegar sá að með því að setja krossinn fram sem eitthvað sem hver einstaklingur setur saman eftir eigin óskum erum við komin út á guðfræðilegan hálan ís. Krossinn er í kristinni játningu ekki tjáning þess hver við erum, heldur opinberun þess hver Guð er og frelsandi verks hans í Kristi. Þegar krossinn verður spegill sjálfsmyndar fremur en vitnisburður um verk Krists, færist þungamiðja trúarinnar frá opinberun Guðs til sjálfsskilgreiningar mannsins.

Tilgangur kirkjunnar hér er góður og frumkvæðið til fyrirmyndar. Nauðsynlegt er að kirkjan leiti nýrra leiða til að koma boðskap sínum á framfæri og hvetja til trúarlegrar íhugunar en samt sem áður er nauðsynlegt að tryggja að það sem ber nafn þjóðkirkjunnar endurspegli skýrt hina kristnu trú sem hún er kölluð til að standa fyrir og kjarna fagnaðarerindisins.

Hver sem vill fylgja mér afneiti sjálfum sér, taki kross sinn og fylgi mér. Því að hver sem vill bjarga lífi sínu mun týna því og hver sem týnir lífi sínu mín vegna mun finna það (Matteusarguðspjall 16. 24-25).

Þessi orð Jesú setja líf trúarinnar í það samhengi að hin kristna trú snúist ekki um að móta sjálfan sig eða finna eigin leið heldur að fylgja Kristi og lifa í náð hans.

Ein undirfyrirsögnin í þessum vefhluta, „Ég trúi á minn hátt“, ber með sér góðan ásetning sem er bersýnilega sá að allir geti fundið sig velkomna innan kirkjunnar og geti tjáð trú sína á eigin hátt. Samt sem áður snýr slíkt orðalag guðfræðilegu samhengi trúarinnar á hvolf. Kristin trú byggist ekki á því að hver trúi „á sinn hátt“ heldur að við trúum á Krist á hans hátt. Við trúum á Hann sem hefur opinberað sjálfan sig í orði og sakramenti.

Þrátt fyrir að kirkjan hljóti að viðurkenna fjölbreytileikann og að við sem tilheyrum henni séum jafn misjöfn og við erum mörg er köllun kirkjunnar fólgin í því að leiða okkur öll að sameiginlegri miðju trúarinnar sem er Kristur sjálfur. Þegar boðskapurinn verður sá að allar leiðir trúar séu jafngildar „á sinn hátt“, glatast játning kirkjunnar. Við erum kölluð til samfélags í einni trú en ekki ótal einkaútgáfum hennar. Inntak trúarinnar felst ekki í því hvernig ég trúi heldur hverjum ég trúi.

Gildin sem nefnd eru verkefninu, kærleikur, fyrirgefning, þakklæti, miskunnsemi o.fl. eru öll góð og dýrmæt. En kristin trú byggir ekki á þeim gildum sem við veljum okkur eftir eigin geðþótta heldur á opinberun Guðs í orði hans. Trúin ætti að móta gildin okkar en ekki öfugt. Ef við tölum um „kristin gildi“ verða þau að spretta úr fagnaðarerindinu sjálfu, úr krossi og upprisu Krists, fremur en tilfinningasemi eða menningarlegum tískustraumum samtímans.

Í umfjöllun um gildin segir á vefsvæðinu að þau „spegla ólíkar leiðir okkar í leit að hamingju“. Hér er stefnt út á guðfræðilegan kviksand. Kristin trú snýst ekki um leit mannsins að hamingju heldur leit Guðs að manninum. Hún snýst ekki um að finna sjálfan sig heldur að vera fundinn af Kristi og markmið trúarinnar er ekki hamingja heldur helgun. Trúin er lifandi samfélag við Guð en ekki sálfræðileg sjálfshjálparleið í átt að sjálfsuppfyllingu. Í Kristi verður hamingjan afleiðing náðarinnar frekar en markmið hennar.

Það er lofsvert að kirkjan leitist við að tala á nýjan hátt inn í samtímann en í boðun sinni verður hún að halda megináherslu sinni skýrri, sem ætti að vera Kristur, krossfestur og upprisinn. Með því að færa áhersluna á að fólk setji saman sinn eigin kross úr eigin hugmyndum verður boðskapurinn óljós og trúin verður spegilmynd menningarinnar í stað þess að endurspegla opinberun Guðs.

Í ljósi þess er hér lagt til að þessi hluti nýs vefsvæðis þjóðkirkjunnar verði ekki birtur opinberlega fyrr en sú guðfræðilega umræða sem hér er hafin hefur farið fram meðal presta og guðfræðinga þjóðkirkjunnar. Slík umræða væri tækifæri til að móta verkefnið í samræmi við trúararf kirkjunnar og skýran kjarna fagnaðarerindisins.

Við erum ekki kölluð til þess að búa til okkar eigin kross heldur til að eiga hlutdeild í krossi Krists sem okkur hefur verið gefinn af Guði til hjálpræðis. Hann er ekki tákn um hver við erum heldur um hvað Guð hefur gert. Í þeim krossi einum er von okkar, sjálfsmynd og líf.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Við Gestaglugga Kirkjublaðsins.is sest sr. Ægir Örn Sveinsson (f. 1968), sóknarprestur í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli og skrifar athyglisverða grein sem snertir nýtt vefsvæði þjóðkirkjunnar.

Sr. Ægir Örn Sveinsson

Ægir Örn lauk guðfræðinámi frá Háskóla Íslands árið 2019 og var vígður 2023 til fyrrnefnds prestakalls. Hann var í sóknarnefnd Lindakirkju um margra ára skeið og sat þá á kirkjuþingi sem fulltrúi Reykjavíkurprófastsdæmis eystra í eitt kjörtímabil.

Ægir Örn hefur starfað sem grunnskólakennari og tölvunarfræðingur hjá Þjóðskrá Íslands og Norðuráli á Grundartanga. Hann á rætur að rekja til Seyðisfjarðar og hefur mikinn áhuga á kirkjulífi, sögu og bókmenntum.

 

Minn kross og kross Krists- um nýtt vefsvæði þjóðkirkjunnar

Á Prestastefnu 2025 var vígðum þjónum þjóðkirkjunnar kynnt ný heimasíða hennar. Ljóst er að mikið hefur verið lagt í þetta verkefni og í mörgu tilliti virðist það bæði vandað og vel unnið. Hönnunin er falleg, framsetningin skýr og uppbyggingin fagleg. Slíkt er vissulega til sóma fyrir kirkjuna.

Það er þó einn hluti þessa verkefnis sem er nauðsynlegt að ræða betur. Á þessari nýju vefsíðu má finna vefhluta sem ber titilinn „Hver eru mín gildi“ eða „Minn kross“. Þessi hluti er hannaður sem gagnvirk upplifun á svipuðum grunni og vinsæl persónuleikapróf sem er víða að finna á netinu. Gestir eru hvattir til að velja úr lista þau gildi sem þeir telja lýsa sér best eða þau sem þeim finnst skipta mestu máli í lífinu. Úr þessum gildum er síðan búinn til persónulegur kross og að lokum fær notandinn stutta lýsingu eða „niðurstöðu“ byggða á valinu.

Hugmyndin hér er augljóslega vel meint. Hvatt er til sjálfsíhugunar og persónulegrar tengingar við trú og gildi. Vandinn er hins vegar sá að með því að setja krossinn fram sem eitthvað sem hver einstaklingur setur saman eftir eigin óskum erum við komin út á guðfræðilegan hálan ís. Krossinn er í kristinni játningu ekki tjáning þess hver við erum, heldur opinberun þess hver Guð er og frelsandi verks hans í Kristi. Þegar krossinn verður spegill sjálfsmyndar fremur en vitnisburður um verk Krists, færist þungamiðja trúarinnar frá opinberun Guðs til sjálfsskilgreiningar mannsins.

Tilgangur kirkjunnar hér er góður og frumkvæðið til fyrirmyndar. Nauðsynlegt er að kirkjan leiti nýrra leiða til að koma boðskap sínum á framfæri og hvetja til trúarlegrar íhugunar en samt sem áður er nauðsynlegt að tryggja að það sem ber nafn þjóðkirkjunnar endurspegli skýrt hina kristnu trú sem hún er kölluð til að standa fyrir og kjarna fagnaðarerindisins.

Hver sem vill fylgja mér afneiti sjálfum sér, taki kross sinn og fylgi mér. Því að hver sem vill bjarga lífi sínu mun týna því og hver sem týnir lífi sínu mín vegna mun finna það (Matteusarguðspjall 16. 24-25).

Þessi orð Jesú setja líf trúarinnar í það samhengi að hin kristna trú snúist ekki um að móta sjálfan sig eða finna eigin leið heldur að fylgja Kristi og lifa í náð hans.

Ein undirfyrirsögnin í þessum vefhluta, „Ég trúi á minn hátt“, ber með sér góðan ásetning sem er bersýnilega sá að allir geti fundið sig velkomna innan kirkjunnar og geti tjáð trú sína á eigin hátt. Samt sem áður snýr slíkt orðalag guðfræðilegu samhengi trúarinnar á hvolf. Kristin trú byggist ekki á því að hver trúi „á sinn hátt“ heldur að við trúum á Krist á hans hátt. Við trúum á Hann sem hefur opinberað sjálfan sig í orði og sakramenti.

Þrátt fyrir að kirkjan hljóti að viðurkenna fjölbreytileikann og að við sem tilheyrum henni séum jafn misjöfn og við erum mörg er köllun kirkjunnar fólgin í því að leiða okkur öll að sameiginlegri miðju trúarinnar sem er Kristur sjálfur. Þegar boðskapurinn verður sá að allar leiðir trúar séu jafngildar „á sinn hátt“, glatast játning kirkjunnar. Við erum kölluð til samfélags í einni trú en ekki ótal einkaútgáfum hennar. Inntak trúarinnar felst ekki í því hvernig ég trúi heldur hverjum ég trúi.

Gildin sem nefnd eru verkefninu, kærleikur, fyrirgefning, þakklæti, miskunnsemi o.fl. eru öll góð og dýrmæt. En kristin trú byggir ekki á þeim gildum sem við veljum okkur eftir eigin geðþótta heldur á opinberun Guðs í orði hans. Trúin ætti að móta gildin okkar en ekki öfugt. Ef við tölum um „kristin gildi“ verða þau að spretta úr fagnaðarerindinu sjálfu, úr krossi og upprisu Krists, fremur en tilfinningasemi eða menningarlegum tískustraumum samtímans.

Í umfjöllun um gildin segir á vefsvæðinu að þau „spegla ólíkar leiðir okkar í leit að hamingju“. Hér er stefnt út á guðfræðilegan kviksand. Kristin trú snýst ekki um leit mannsins að hamingju heldur leit Guðs að manninum. Hún snýst ekki um að finna sjálfan sig heldur að vera fundinn af Kristi og markmið trúarinnar er ekki hamingja heldur helgun. Trúin er lifandi samfélag við Guð en ekki sálfræðileg sjálfshjálparleið í átt að sjálfsuppfyllingu. Í Kristi verður hamingjan afleiðing náðarinnar frekar en markmið hennar.

Það er lofsvert að kirkjan leitist við að tala á nýjan hátt inn í samtímann en í boðun sinni verður hún að halda megináherslu sinni skýrri, sem ætti að vera Kristur, krossfestur og upprisinn. Með því að færa áhersluna á að fólk setji saman sinn eigin kross úr eigin hugmyndum verður boðskapurinn óljós og trúin verður spegilmynd menningarinnar í stað þess að endurspegla opinberun Guðs.

Í ljósi þess er hér lagt til að þessi hluti nýs vefsvæðis þjóðkirkjunnar verði ekki birtur opinberlega fyrr en sú guðfræðilega umræða sem hér er hafin hefur farið fram meðal presta og guðfræðinga þjóðkirkjunnar. Slík umræða væri tækifæri til að móta verkefnið í samræmi við trúararf kirkjunnar og skýran kjarna fagnaðarerindisins.

Við erum ekki kölluð til þess að búa til okkar eigin kross heldur til að eiga hlutdeild í krossi Krists sem okkur hefur verið gefinn af Guði til hjálpræðis. Hann er ekki tákn um hver við erum heldur um hvað Guð hefur gert. Í þeim krossi einum er von okkar, sjálfsmynd og líf.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir