Hvenær eru eiginlega jólin? Þau eru mörg sem munu sannlega svara því að þau séu í kringum desemberbyrjun.

Í flestum verslunum eru jólin komin strax þegar búið er að sópa úr hillunum öllu sem tilheyrir hrekkjavökunni. Í skólum, stofnunum, götum og strætum er jólatrjám komið fyrir með skínandi ljósum  þegar í lok nóvember að ógleymdum jólasveinum, gjöfum og öðru sem tilheyrir jólum.

Sem prestur er ég nokkuð harður á þeirri skoðun að jólin gangi að sjálfsögðu ekki í garð fyrr en jólaguðspjallið hefur hljómað 24. desember (eða daginn eftir). Þá getum við lyft hátt atburði jólanna, fæðingu Jesú Krists, í tíma og heimi. Fram að því er tími aðventunnar, tími eftirvæntingar og þolinmæði. Rökkurtími íhugunar. Jólin eru nefnilega ekki enn komin.

En flest fólk er nú ekki sammála þessu. Og þess vegna kemur það út eins og kirkju- og trúardrýldni að halda öðru fram.

Þessi ólíku viðhorf eru enn ljósari þegar maður sér að jólin eru nánast liðin hjá síðustu vikuna í desember. Tíminn þegar jólin eru rétt að byrja og ættu að standa yfir fram að páskum – að minnsta kosti fram á þrettándann.

Það sem ég er að segja er þetta: aðventutíminn er fallinn. Jólin eru þegar komin.

Þjóðkirkjan verður að vera raunsæ

Þessi þróun hefur auðvitað staðið yfir í mörg ár og margar hefðir hafa farið í gegnum kvörn hennar. En þetta verður enn augljósara: Dagatal kirkjuársins og dagatal markaðssamfélagsins rekast á. Eins og svo oft áður þá sigrar markaðshyggjan í kapphlaupinu. Þær systur iðrun og yfirbót eru löngu horfnar af vettvangi. Margur heldur því reyndar fram að sjónarsviptir sé af brotthvarfi þeirra. En að sjálfsögðu hafa flestir ekki löngun til að halda sig frá góðgæti og þægindum. Það hvílir jú myrkur yfir öllu og kuldi.

Þótt ekki gæti mikillar jólaföstu og iðrunar á tíma aðventunnar þá hefur kirkjufólk tækifæri til að ganga þann veg í nærkirkjusamfélagi sínu. Íhugar líf sitt og eykur trúarstyrk sinn með bæn og föstu. En þjóðkirkja getur þó enn átt í erfiðleikum með að horfast í augu við breyttar skoðanir fólks á viðfangsefnum hvers tíma og hverrar árstíðar.

Það er náttúran sem stendur sig í stykkinu á þessum tíma. Lauflaus tré bera henni vitni, grámi leggst yfir í alls konar litbrigðum, og náttúran virðist bregðast við og iðrast í sekk og ösku.

Og myrkrið. Já, þetta myrkur. Þá stormar menningin inn með fullum þunga af jólaskrauti, jólakúlum og jólasveinum. Svo ekki sé minnst á endalausar jólaljósaseríur. Maður freistast til að segja: „Og myrkrið tók ekki á móti því.“

Kristin trú fjallar alltaf um það sem Guð hefur þegar gert fyrir okkur

Er ég þá ekki bara óánægður? Með magakveisu? Eða bakveikur?

Nei, alls ekki. Afnám iðrunar og föstu ber með sér augljóslega mikinn ávinning. Nú er nefnilega tækifæri til að losna undan blekkingum og standa fast við að kristin trú er aldrei einhver biðtími heldur alltaf ágóði (en þó ekki í merkingunni kauptíð).

Guðfræðileg áskorun aðventunnar undir merkjum iðrunar og yfirbótar er ekki óskyld leikhúsi, leikhúsi frómleikans, ef svo má segja. Þegar reynt er að kreista fram einhverja málamyndaleið til að nálgast heiminn með því að ímynda sér að eitthvað breytist.

En það gerist ekkert nýtt. Kristin trú er alltaf sú hin sama. Frásagnir kirkjuársins, ris og hnig þeirra, er að mestu leyti uppeldislegt verkfæri til að segja hina guðdómlegu sögu aftur og aftur, ár eftir ár.

Uppeldislegt tak má þó ekki vera svo sterkt að það skerði möguleika okkar til að njóta alls sem hvert kirkjuár hefur upp á að bjóða í fjölbreytileika sínum. Kristin trú snýst alltaf um það sem Guð hefur þegar gert fyrir okkur og þar af leiðir að við manneskjurnar erum skyldugar til að rétta fram hjálparhönd til náungans – á hverjum degi sem og alltaf.

Þess vegna á að boða allt fagnaðarerindið í hvert skipti sem guðsþjónusta er höfð um hönd. Á aðventunni á ekki bara að prédika um biðina enda þótt það geti að sjálfsögðu verið stef í prédikuninni.

Þess vegna: Aðventan er ekki lengur sérstakt tímabil í kirkjuárinu – sá tími er allur og hún er steindauð – jólin eru hér. Hver dagur sem er liðinn frá því Guð opinberaði soninn er dagur fagnaðarerindisins, dagur jólanna sem frelsa: „Verið óhræddir, því, sjá, ég boða yður mikinn fögnuð.“

Þess vegna eru jól á hverjum degi. Og páskar eru líka á hverjum degi. Líka hvítasunna. Guð kemur í heiminn líka í dag. Guð reisir upp frá dauðum – líka í dag. Heilagur andi býr með okkur – líka í dag.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Hvenær eru eiginlega jólin? Þau eru mörg sem munu sannlega svara því að þau séu í kringum desemberbyrjun.

Í flestum verslunum eru jólin komin strax þegar búið er að sópa úr hillunum öllu sem tilheyrir hrekkjavökunni. Í skólum, stofnunum, götum og strætum er jólatrjám komið fyrir með skínandi ljósum  þegar í lok nóvember að ógleymdum jólasveinum, gjöfum og öðru sem tilheyrir jólum.

Sem prestur er ég nokkuð harður á þeirri skoðun að jólin gangi að sjálfsögðu ekki í garð fyrr en jólaguðspjallið hefur hljómað 24. desember (eða daginn eftir). Þá getum við lyft hátt atburði jólanna, fæðingu Jesú Krists, í tíma og heimi. Fram að því er tími aðventunnar, tími eftirvæntingar og þolinmæði. Rökkurtími íhugunar. Jólin eru nefnilega ekki enn komin.

En flest fólk er nú ekki sammála þessu. Og þess vegna kemur það út eins og kirkju- og trúardrýldni að halda öðru fram.

Þessi ólíku viðhorf eru enn ljósari þegar maður sér að jólin eru nánast liðin hjá síðustu vikuna í desember. Tíminn þegar jólin eru rétt að byrja og ættu að standa yfir fram að páskum – að minnsta kosti fram á þrettándann.

Það sem ég er að segja er þetta: aðventutíminn er fallinn. Jólin eru þegar komin.

Þjóðkirkjan verður að vera raunsæ

Þessi þróun hefur auðvitað staðið yfir í mörg ár og margar hefðir hafa farið í gegnum kvörn hennar. En þetta verður enn augljósara: Dagatal kirkjuársins og dagatal markaðssamfélagsins rekast á. Eins og svo oft áður þá sigrar markaðshyggjan í kapphlaupinu. Þær systur iðrun og yfirbót eru löngu horfnar af vettvangi. Margur heldur því reyndar fram að sjónarsviptir sé af brotthvarfi þeirra. En að sjálfsögðu hafa flestir ekki löngun til að halda sig frá góðgæti og þægindum. Það hvílir jú myrkur yfir öllu og kuldi.

Þótt ekki gæti mikillar jólaföstu og iðrunar á tíma aðventunnar þá hefur kirkjufólk tækifæri til að ganga þann veg í nærkirkjusamfélagi sínu. Íhugar líf sitt og eykur trúarstyrk sinn með bæn og föstu. En þjóðkirkja getur þó enn átt í erfiðleikum með að horfast í augu við breyttar skoðanir fólks á viðfangsefnum hvers tíma og hverrar árstíðar.

Það er náttúran sem stendur sig í stykkinu á þessum tíma. Lauflaus tré bera henni vitni, grámi leggst yfir í alls konar litbrigðum, og náttúran virðist bregðast við og iðrast í sekk og ösku.

Og myrkrið. Já, þetta myrkur. Þá stormar menningin inn með fullum þunga af jólaskrauti, jólakúlum og jólasveinum. Svo ekki sé minnst á endalausar jólaljósaseríur. Maður freistast til að segja: „Og myrkrið tók ekki á móti því.“

Kristin trú fjallar alltaf um það sem Guð hefur þegar gert fyrir okkur

Er ég þá ekki bara óánægður? Með magakveisu? Eða bakveikur?

Nei, alls ekki. Afnám iðrunar og föstu ber með sér augljóslega mikinn ávinning. Nú er nefnilega tækifæri til að losna undan blekkingum og standa fast við að kristin trú er aldrei einhver biðtími heldur alltaf ágóði (en þó ekki í merkingunni kauptíð).

Guðfræðileg áskorun aðventunnar undir merkjum iðrunar og yfirbótar er ekki óskyld leikhúsi, leikhúsi frómleikans, ef svo má segja. Þegar reynt er að kreista fram einhverja málamyndaleið til að nálgast heiminn með því að ímynda sér að eitthvað breytist.

En það gerist ekkert nýtt. Kristin trú er alltaf sú hin sama. Frásagnir kirkjuársins, ris og hnig þeirra, er að mestu leyti uppeldislegt verkfæri til að segja hina guðdómlegu sögu aftur og aftur, ár eftir ár.

Uppeldislegt tak má þó ekki vera svo sterkt að það skerði möguleika okkar til að njóta alls sem hvert kirkjuár hefur upp á að bjóða í fjölbreytileika sínum. Kristin trú snýst alltaf um það sem Guð hefur þegar gert fyrir okkur og þar af leiðir að við manneskjurnar erum skyldugar til að rétta fram hjálparhönd til náungans – á hverjum degi sem og alltaf.

Þess vegna á að boða allt fagnaðarerindið í hvert skipti sem guðsþjónusta er höfð um hönd. Á aðventunni á ekki bara að prédika um biðina enda þótt það geti að sjálfsögðu verið stef í prédikuninni.

Þess vegna: Aðventan er ekki lengur sérstakt tímabil í kirkjuárinu – sá tími er allur og hún er steindauð – jólin eru hér. Hver dagur sem er liðinn frá því Guð opinberaði soninn er dagur fagnaðarerindisins, dagur jólanna sem frelsa: „Verið óhræddir, því, sjá, ég boða yður mikinn fögnuð.“

Þess vegna eru jól á hverjum degi. Og páskar eru líka á hverjum degi. Líka hvítasunna. Guð kemur í heiminn líka í dag. Guð reisir upp frá dauðum – líka í dag. Heilagur andi býr með okkur – líka í dag.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir