Elínborg Sturludóttir hefur verið prestur í 20 ár, bæði í sjávarþorpi og sveit og starfar nú sem dómkirkjuprestur í Reykjavík.

Ég er mikið páskabarn og unni öllu sem þeim fylgir. En mér finnst líka að páskaundrið og upprisan nái ekki í gegn nema fyrir það að við höfum gengið gönguna þungu frá pálmasunnudegi og þrætt götuna í gegnum atburði skírdagskvölds og föstudagsins langa — og upplifað tóm laugardagsins þar sem við hvílum í sorginni og missinum.

Þess vegna missir páskagleðin einhvern veginn marks ef við stöldrum ekki við síðustu kvöldmáltíðina þar sem Jesús og vinir hans minnast sögu þjóðar sinnar og setja dauða Jesú í samhengi við hjálpræðissögu kristinnar kirkju. Hún missir marks ef við hirðum ekki um að nema staðar við krossinn og upplifa þessi dýpstu vonbrigði þegar sá sem allar vonir voru settar á deyr fyrir augum okkar. Páskagleðin missir marks þegar við setjum hana ekki í samhengi við þjáninguna í heiminum, sem Guð elskar, og öll þau sem núna þjást og syrgja.

Páskarnir eru sigur lífsins yfir dauðanum, sigur ljóssins yfir myrkrinu, sigur vorsins yfir vetrinum. Munum að njóta þessa fjársjóðs trúararfsins og leyfa okkur að staldra við erfiðleikana og þyngslin en arka ekki beint inn í páskagleðina og blessaða súkkulaðið.

Á skírdagskvöld ég kem til þín
sem kvittað hefur brotin mín,
ég kem sem barn og bið í trú
að blessun enn mér veitir þú.

(Guðrún Guðmundsdóttir, Sb 123)

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Elínborg Sturludóttir hefur verið prestur í 20 ár, bæði í sjávarþorpi og sveit og starfar nú sem dómkirkjuprestur í Reykjavík.

Ég er mikið páskabarn og unni öllu sem þeim fylgir. En mér finnst líka að páskaundrið og upprisan nái ekki í gegn nema fyrir það að við höfum gengið gönguna þungu frá pálmasunnudegi og þrætt götuna í gegnum atburði skírdagskvölds og föstudagsins langa — og upplifað tóm laugardagsins þar sem við hvílum í sorginni og missinum.

Þess vegna missir páskagleðin einhvern veginn marks ef við stöldrum ekki við síðustu kvöldmáltíðina þar sem Jesús og vinir hans minnast sögu þjóðar sinnar og setja dauða Jesú í samhengi við hjálpræðissögu kristinnar kirkju. Hún missir marks ef við hirðum ekki um að nema staðar við krossinn og upplifa þessi dýpstu vonbrigði þegar sá sem allar vonir voru settar á deyr fyrir augum okkar. Páskagleðin missir marks þegar við setjum hana ekki í samhengi við þjáninguna í heiminum, sem Guð elskar, og öll þau sem núna þjást og syrgja.

Páskarnir eru sigur lífsins yfir dauðanum, sigur ljóssins yfir myrkrinu, sigur vorsins yfir vetrinum. Munum að njóta þessa fjársjóðs trúararfsins og leyfa okkur að staldra við erfiðleikana og þyngslin en arka ekki beint inn í páskagleðina og blessaða súkkulaðið.

Á skírdagskvöld ég kem til þín
sem kvittað hefur brotin mín,
ég kem sem barn og bið í trú
að blessun enn mér veitir þú.

(Guðrún Guðmundsdóttir, Sb 123)

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir