Höfundar þessarar greinar eru Stefán Magnússon, bóndi í Fagraskógi, kirkjuþingsmaður og kirkjuráðsmaður til fjölda ára, og dr. Hjalti Hugason, professor emeritus, og fulltrúi guðfræði- og trúarbragðafræðideildar H.Í., á kirkjuþingi. 

     
Á kirkjuþingi, frá vinstri: Stefán Magnússon, og til hægri: dr. Hjalti Hugason.

 

Í vor verður kosið til kirkjuþings en það fer með æðstu stjórn þjóðkirkjunnar. Miklu skiptir að til þingsins veljist fólk með mikinn metnað og skýra framtíðarsýn fyrir hönd kirkjunnar. Umfram allt þarf þjóðkirkjan þó á að halda samhentu kirkjuþingi sem er óhrætt að takast á við áskoranir og taka ákvarðanir um nauðsynlegar breytingar.

Á tímamótum

Við lok þess kjörtímabils sem rennur út í vor stendur þjóðkirkjan á tímamótum. Á síðastliðnu sumri gengu ný lög um þjóðkirkjuna í gildi. Á síðastliðnu hausti var samþykkt ný stjórnskipan fyrir kirkjuna. Fyrir skömmu var svo fyrsti framkvæmdastjóri fyrir rekstrarstofu kirkjunnar ráðinn. Það er ný stjórnunareining sem fara mun með allan „veraldlegan“ rekstur þjóðkirkjunnar fyrir hönd kirkjuþings.

Með tilkomu rekstrarstofunnar og framkvæmdastjórans sem mun hefja störf í sumar mun hið nýja skipulag á yfirstjórn kirkjunnar verða að veruleika.

Rekstrarvandi

Auk þeirra stjórnarhátta- og skipulagsbreytinga sem standa yfir glímir þjóðkirkjan við mikinn rekstrarvanda sem vinda verður ofan af svo fljótt sem verða má. Á næstu misserum er mikilvægt að ráðist verði í umfangsmiklar skipulagsbreytingar og beinar aðgerðir á grundvelli þeirra er miði að því að koma jafnvægi á rekstur þjóðkirkjunnar.

Auk þessa er mikilvægt að endurskoða fasteignastefnu og fasteignarekstur þjóðkirkjunnar. Brýnt er til dæmis að eignir kirkjunnar séu leigðar markaðsleigu og óhagkvæmar eignir og þær sem fyrirsjáanlega verða dýrar í  rekstri verði seldar.

Framsæknar breytingar

Mikilvægt er þó að ekki verði aðeins um sparnaðar- og niðurskurðaraðgerðir að ræða. Samhliða aðhaldsaðgerðum er brýnt að hugað verði að endurnýjun í starfsháttum kirkjunnar og sókn í öllu starfi hennar. Það verður trauðla gert öðru vísi en með því að þjóðkirkjan hafi á að skipa fólki með fjölbreyttari menntun og bakgrunn en verið hefur.

Hingað til hefur þjóðkirkjan í allt of ríkum mæli verðið prestakirkja. Með því er átt við kirkju sem að langmestu leyti býður upp á hefðbundna þjónustu presta sem auðvitað er nauðsynleg en þeir geta vart sinnt öllum hlutverkum kirkju sem vill ekki aðeins vera biðjandi og boðandi heldur einnig þjónandi í síbreytilegu samfélagi samtímans. — Þessi þrjú orð, biðjandi, boðandi , þjónandi, lýsa í sameiningu köllunarhlutverki íslensku þjóðkirkjunnar eins og hún hefur kosið að lýsa því nú um hríð.

Af þeim ástæðum sem hér hefur verði lýst er ljóst að fækka þarf prestsstörfum verulega frá því sem nú er. Þann niðurskurð má þó ekki gera fyrst og fremst til að draga saman seglin og spara heldur miklu fremur til að skapa grundvöll fyrir ný störf sem lagt geta grunn að fjölþættu safnaðarstarfi og þróað það áfram.

Í þessu sambandi er mikilvægt að fylgja eftir þeirri stefnumörkun kirkjuþings að stefnt skuli að stærri starfseiningum í kirkjunni með sameiningu  tveggja eða fleiri prestakalla. Þá er mikilvægt  að taka upp þá skipun að starfsfólk kirkjunnar, þar á meðal prestar, verði ráðið til starfa í prófastsdæmum en ekki smærri starfseiningum. Þessi skipulagsbreyting þarf að taka til landsins alls, jafnt þéttbýlis sem dreifbýlis. Þannig er mögulegt að  fram komi um land allt blandaðir starfshópar sem færir séu að tryggja sem best grunn- og sérþjónustu biðjandi, boðandi og þjónandi kirkju.

Til að ná árangri í ofangreindum efnum er mikilvægt að vinnu verði hraðað við að skilgreina þörf þjóðkirkjunnar fyrir presta, djákna og annað sérhæft starfsfólk í grunn- og sérþjónustu í öllum prófastsdæmum landsins og við mörkun nýrrar starfsmannastefnu þjóðkirkjunnar eins og fram kemur í þingsályktun sem samþykkt var á kirkjuþingi s.l. haust.

Meðan sú vinna stendur yfir skal þess gætt að ráðningar í störf á vegum þjóðkirkjunnar komi ekki í veg fyrir eða tefji þær breytingar sem stefnt er að. Því er mikilvægt að fastráða ekki í þær stöður sem nú eru lausar eða losna kunna meðan á breytingunum stendur. Þá þarf  jafnvel að ganga lengra og gera starfslokasamninga og/eða samkomulag um tilflutning í starfi þar sem því verður við komið. Loks getur komið til þess að segja verið upp fólki.

Hvatning!

Það er ekki nóg fyrir þjóðkirkjuna að fá ný þjóðkirkjulög og taka upp nýtt skipulag. Við þurfum líka að hafa kjark og þor til að grípa þá möguleika sem nýtt umhverfi býður upp á til að hefja framfaraskeið í kirkjunni. — Hún þarf að komast á það stig að reksturinn sé í jafnvægi og framsæknar hugmyndir fái að blómstra.

 

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Höfundar þessarar greinar eru Stefán Magnússon, bóndi í Fagraskógi, kirkjuþingsmaður og kirkjuráðsmaður til fjölda ára, og dr. Hjalti Hugason, professor emeritus, og fulltrúi guðfræði- og trúarbragðafræðideildar H.Í., á kirkjuþingi. 

     
Á kirkjuþingi, frá vinstri: Stefán Magnússon, og til hægri: dr. Hjalti Hugason.

 

Í vor verður kosið til kirkjuþings en það fer með æðstu stjórn þjóðkirkjunnar. Miklu skiptir að til þingsins veljist fólk með mikinn metnað og skýra framtíðarsýn fyrir hönd kirkjunnar. Umfram allt þarf þjóðkirkjan þó á að halda samhentu kirkjuþingi sem er óhrætt að takast á við áskoranir og taka ákvarðanir um nauðsynlegar breytingar.

Á tímamótum

Við lok þess kjörtímabils sem rennur út í vor stendur þjóðkirkjan á tímamótum. Á síðastliðnu sumri gengu ný lög um þjóðkirkjuna í gildi. Á síðastliðnu hausti var samþykkt ný stjórnskipan fyrir kirkjuna. Fyrir skömmu var svo fyrsti framkvæmdastjóri fyrir rekstrarstofu kirkjunnar ráðinn. Það er ný stjórnunareining sem fara mun með allan „veraldlegan“ rekstur þjóðkirkjunnar fyrir hönd kirkjuþings.

Með tilkomu rekstrarstofunnar og framkvæmdastjórans sem mun hefja störf í sumar mun hið nýja skipulag á yfirstjórn kirkjunnar verða að veruleika.

Rekstrarvandi

Auk þeirra stjórnarhátta- og skipulagsbreytinga sem standa yfir glímir þjóðkirkjan við mikinn rekstrarvanda sem vinda verður ofan af svo fljótt sem verða má. Á næstu misserum er mikilvægt að ráðist verði í umfangsmiklar skipulagsbreytingar og beinar aðgerðir á grundvelli þeirra er miði að því að koma jafnvægi á rekstur þjóðkirkjunnar.

Auk þessa er mikilvægt að endurskoða fasteignastefnu og fasteignarekstur þjóðkirkjunnar. Brýnt er til dæmis að eignir kirkjunnar séu leigðar markaðsleigu og óhagkvæmar eignir og þær sem fyrirsjáanlega verða dýrar í  rekstri verði seldar.

Framsæknar breytingar

Mikilvægt er þó að ekki verði aðeins um sparnaðar- og niðurskurðaraðgerðir að ræða. Samhliða aðhaldsaðgerðum er brýnt að hugað verði að endurnýjun í starfsháttum kirkjunnar og sókn í öllu starfi hennar. Það verður trauðla gert öðru vísi en með því að þjóðkirkjan hafi á að skipa fólki með fjölbreyttari menntun og bakgrunn en verið hefur.

Hingað til hefur þjóðkirkjan í allt of ríkum mæli verðið prestakirkja. Með því er átt við kirkju sem að langmestu leyti býður upp á hefðbundna þjónustu presta sem auðvitað er nauðsynleg en þeir geta vart sinnt öllum hlutverkum kirkju sem vill ekki aðeins vera biðjandi og boðandi heldur einnig þjónandi í síbreytilegu samfélagi samtímans. — Þessi þrjú orð, biðjandi, boðandi , þjónandi, lýsa í sameiningu köllunarhlutverki íslensku þjóðkirkjunnar eins og hún hefur kosið að lýsa því nú um hríð.

Af þeim ástæðum sem hér hefur verði lýst er ljóst að fækka þarf prestsstörfum verulega frá því sem nú er. Þann niðurskurð má þó ekki gera fyrst og fremst til að draga saman seglin og spara heldur miklu fremur til að skapa grundvöll fyrir ný störf sem lagt geta grunn að fjölþættu safnaðarstarfi og þróað það áfram.

Í þessu sambandi er mikilvægt að fylgja eftir þeirri stefnumörkun kirkjuþings að stefnt skuli að stærri starfseiningum í kirkjunni með sameiningu  tveggja eða fleiri prestakalla. Þá er mikilvægt  að taka upp þá skipun að starfsfólk kirkjunnar, þar á meðal prestar, verði ráðið til starfa í prófastsdæmum en ekki smærri starfseiningum. Þessi skipulagsbreyting þarf að taka til landsins alls, jafnt þéttbýlis sem dreifbýlis. Þannig er mögulegt að  fram komi um land allt blandaðir starfshópar sem færir séu að tryggja sem best grunn- og sérþjónustu biðjandi, boðandi og þjónandi kirkju.

Til að ná árangri í ofangreindum efnum er mikilvægt að vinnu verði hraðað við að skilgreina þörf þjóðkirkjunnar fyrir presta, djákna og annað sérhæft starfsfólk í grunn- og sérþjónustu í öllum prófastsdæmum landsins og við mörkun nýrrar starfsmannastefnu þjóðkirkjunnar eins og fram kemur í þingsályktun sem samþykkt var á kirkjuþingi s.l. haust.

Meðan sú vinna stendur yfir skal þess gætt að ráðningar í störf á vegum þjóðkirkjunnar komi ekki í veg fyrir eða tefji þær breytingar sem stefnt er að. Því er mikilvægt að fastráða ekki í þær stöður sem nú eru lausar eða losna kunna meðan á breytingunum stendur. Þá þarf  jafnvel að ganga lengra og gera starfslokasamninga og/eða samkomulag um tilflutning í starfi þar sem því verður við komið. Loks getur komið til þess að segja verið upp fólki.

Hvatning!

Það er ekki nóg fyrir þjóðkirkjuna að fá ný þjóðkirkjulög og taka upp nýtt skipulag. Við þurfum líka að hafa kjark og þor til að grípa þá möguleika sem nýtt umhverfi býður upp á til að hefja framfaraskeið í kirkjunni. — Hún þarf að komast á það stig að reksturinn sé í jafnvægi og framsæknar hugmyndir fái að blómstra.

 

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir