Ásdís Magnúsdóttir

Ásdís Magnúsdóttir sest við Gestaglugga Kirkjublaðsins.is og ritar skelegga grein um kirkjumálin.

Ásdís Magnúsdóttir er fædd árið 1954 og var dansari í Íslenska dansflokknum og Þjóðleikhúsinu í samtals aldarfjórðung. Síðustu 25 ár hefur hún starfað sem verkefnisstjóri á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands en lætur af störfum vegna aldurs 1. desember næstkomandi. Um fimmtugt settist Ásdís á skólabekk í Listaháskóla Íslands og lauk þaðan prófi í kennslufræðum til kennsluréttinda. Seinna lauk hún djáknanámi og svo BA- og MA-námi í guðfræði við HÍ og diplómagráðu í sálgæslufræði frá EHÍ. Þá hefur hún gefið út tvær ljóðabækur á síðustu árum.

List er í flestum ef ekki öllum tilfellum sjálfhverf túlkun listamanns á eigin eða annarra verki hvort sem um er að ræða, málverk, höggmynd, tónverk, dansverk, skáldskap (bækur, ljóð, leikrit) eða hvað eina sem kalla má list. Það er listamaðurinn sem gefur verki líf með túlkun sinni, tjáningu og sköpun. Það er vissulega hægt að snerta djúpa strengi mannlegra tilfinninga með list og sérstaklega tónlist sem virðist eiga greiðan aðgang að hjarta mannsins. Listin krefst athygli og krefur viðtakendur um viðbrögð.

Listin á það til að hrífa fólk með sér og minna má á að hún er ætíð sprottin úr reynsluheimi og listrænum hæfileikum einhvers sem fær í hendurnar verkfæri til þess að koma list sinni á framfæri, í formi hæfileika og/eða náms. List getur verið pólitísk, vegna áhrifa frá samfélaginu eða vegna einhvers sem listamanninum er hugleikið eða hann dregur fram úr reynslu sinni. Listin getur verið krefjandi, getur hneykslað, vakið aðdáun og snert við tilfinningalífi. List er ekki hlutlaus því hún gerir kröfu um að þessari sígildu spurningu sé svarað: Hvernig fannst þér?

Er hægt að kalla predikun list? Það getur verið nokkuð vafasamt þó að predikari geti vissulega nýtt sér hæfileika sína á sviði skáldskapar sé hann svo heppinn að hafa þá, eða tamið sér tækni sem leikarar og aðrir sem stíga á svið nýta sér. Predikari getur lært að nota líkama sinn á þann hátt að hann styðji við það sem hann er að segja, með réttri raddbeitingu og öndun. Allt þetta getur predikari átt sameiginlegt með leikara því leikarinn notast við tækni sem hann hefur lært til þess að skila texta vel frá sér.

Predikun er m.a. ætlað að koma á framfæri boðskap sem grundvallast á fæðingu, lífi, dauða og upprisu Jesú Krists og því fagnaðarerindi sem hann boðar. Predikun á, ef vel á að vera, að sá fræi sem vex og skilar af sér öðrum fræjum út til samfélagsins, hún krefur áheyrandann um miklu meira en það eitt að geta svarað spurningunni: Hvernig fannst þér?

Predikarinn hefur vissulega frjálsar hendur en er á sama tíma bundinn af því að fara vel með Guðs orð. Predikari getur lagt mikið til frá sjálfum sér í predikun sína, líkt og góður listamaður gerir í verk sín.

Ég hef lesið og hlustað á nokkuð margar predikanir og þar kennir ýmissa grasa og sjónarhornin mörg sem predikarar lögðu út frá. Víst er það list að skrifa góða skiljanlega predikun sem er trú Guðs orði. Það má gjarnan grípa til listrænna verkfæra, hafi menn það á valdi sínu, þegar markmiðið er að fá fólk til að hlusta og koma efni til skila. Í mínum huga leitar trúin eftir farvegi á meðan listin leitar landfesta til að leggjast upp að og láta dást að sér, því þarf að finna meðalveginn við skrif og flutning á predikunum.

Eins og ritlist hafa bæði myndlist og tónlist gegnt stóru hlutverki í kirkjusögunni. Listin og trúin geta lyft mannsandanum upp í hæstu hæðir þar sem fyrir er heiður himinn.

Nú mætti kannski spyrja hvort Kristur hafi verið gjörningalistamaður? Ég tel fyrst og fremst að hann verið þeim eiginleikum búinn sem þurfti til að fanga athygli fólksins og að frá honum hafi stafað kraftur Guðs sem enginn fær staðist. Hann kom til að vekja athygli á málstað fyrirgefningarinnar og náðarinnar, breyta heiminum og bæta hann. Bægja frá og glíma við kreddur og bylta viðteknum hugmyndum. Á þessum tíma var mælskulist mikils metin og ekki óalgengt að kennarar (messíasar) hefðu í kringum sig hóp ungra manna sem voru þar til að mennta sig, að því leyti skar Kristur sig ekki frá því sem þekkt var. Ég sé hann ekki baða út öllum öngum eða vera á einhvern hátt með leikræna tilburði heldur lagði fólk við hlustir því allt sem hann sagði hafði þýðingu inn í líf fólksins sem á hlýddi. Framkoma hans endurspeglaði það sem hann var að segja. Hann talaði inn í aðstæður fólks, út frá kunnuglegum heimi þeirra, hann bar ekki af leið, hélt fólkinu alltaf við efnið. Hann gaf kost á því að fólk kæmi til sín og hlustaði. Vissulega eru kraftaverkasögurnar eins og gjörningar og víst mætti kalla þær það. En hvað getur maður sagt þegar maður er að reyna að skrifa um frelsara heimsins? Mér er orða vant.

Hvað messuformið varðar er ég þeirrar skoðunar að það hafi gengið sér til húðar að einhverju leyti og mögulega sé tími til kominn að gera einhverjar breytingar ef kirkjurnar eiga ekki að vera svo gott sem galtómar alla sunnudaga og að þeirra þjónusta sé helst vegna útfara, giftinga, skírna, sálgæsluviðtala og félagslegrar aðstoðar. Messugjörningurinn sem slíkur hefur ekki tekið afgerandi breytingum í áranna rás og ber keim af kaþólskum hefðum og stíl. Ritúölin mætti endurskoða og það á ekki að vekja með mönnum ugg að gera það, trúin fellur ekki með breytingum á messugjörð eða ritúölum enda er fyrirkomulagið upphaflega mannanna verk.

Í frumkristni biðu kristnir endurkomu Krists þá og þegar. Það var skilningur þess tíma. Breytingar hafa auðvitað orðið í tímans rás en nú er mögulega kominn tími á uppfærslu.

Sannleikurinn mun gera ykkur frjáls, segir Kristur og ég tel að það eigi við á svo ótal marga vegu t.d. eins og að þora að horfast í augu við það að við hér á Vesturlöndum verðum að treysta því að boðskapurinn og fagnaðarerindið standi fyrir sínu þó að umgjörðin taki breytingum og aðferðir við boðun breytist. Það stendur upp á okkur að mæta minnkandi vægi kristni í samfélögum nútímans og blása til sóknar á nýjan ferskan hátt. Fagnaðarerindið er lifandi verk sem sífellt starfar, við þurfum að stækka þann vettvang enn frekar út fyrir kirkjurnar, þannig að það sé ekki aðeins í messum, eða hjálparstarfi og sálgæslu sem minnst er á fagnaðarerindið heldur af ákafa og djörfung í áhugaverðri dagskrárgerð sjónvarps- og útvarpsþátta, og á netinu (hlaðvörp t.d.) í raun alls staðar þar sem hversdagurinn er að eiga sér stað. Sérstaklega mikilvægt vegna samdráttar kennslu í kristinfræði og því að kirkjuheimsóknir skólabarna hafa tekið breytingum af ýmsum ástæðum.

Ég kalla eftir því að starfsfólk kirkjunnar hér á landi stígi út fyrir þægindarammann og taki áskoruninni og minni á að eftir höfðinu dansa limirnir. Hugsum okkur málstofur, ráðstefnur, þing, umræður úti í samfélaginu þar sem fólk fær tækifæri til að segja hvernig það vill hafa sína þjóðkirkju, hvernig það finnur fyrir náð Guðs í lífi sínu, hvernig það upplifir að vera kristið, eða ekki. Hver er lífssýn nútímafólks, hvaðan kemur þeim hjálp?

Það þarf að þora að efna til þjóðfélagsumræðu um stöðu kirkjunnar og þess vegna stöðu kristinnar trúar í okkar samfélagi. Það þarf að ganga fram í trú, með djörfung og sækja á. Í raun er ekkert að vanbúnaði, en það skortir ef til vill hugrekki.

Nú má spyrja: Hvað finnst þér? Svörin verða ef til vill lykill að framtíð kirkju og kristni á Íslandi.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Ásdís Magnúsdóttir

Ásdís Magnúsdóttir sest við Gestaglugga Kirkjublaðsins.is og ritar skelegga grein um kirkjumálin.

Ásdís Magnúsdóttir er fædd árið 1954 og var dansari í Íslenska dansflokknum og Þjóðleikhúsinu í samtals aldarfjórðung. Síðustu 25 ár hefur hún starfað sem verkefnisstjóri á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands en lætur af störfum vegna aldurs 1. desember næstkomandi. Um fimmtugt settist Ásdís á skólabekk í Listaháskóla Íslands og lauk þaðan prófi í kennslufræðum til kennsluréttinda. Seinna lauk hún djáknanámi og svo BA- og MA-námi í guðfræði við HÍ og diplómagráðu í sálgæslufræði frá EHÍ. Þá hefur hún gefið út tvær ljóðabækur á síðustu árum.

List er í flestum ef ekki öllum tilfellum sjálfhverf túlkun listamanns á eigin eða annarra verki hvort sem um er að ræða, málverk, höggmynd, tónverk, dansverk, skáldskap (bækur, ljóð, leikrit) eða hvað eina sem kalla má list. Það er listamaðurinn sem gefur verki líf með túlkun sinni, tjáningu og sköpun. Það er vissulega hægt að snerta djúpa strengi mannlegra tilfinninga með list og sérstaklega tónlist sem virðist eiga greiðan aðgang að hjarta mannsins. Listin krefst athygli og krefur viðtakendur um viðbrögð.

Listin á það til að hrífa fólk með sér og minna má á að hún er ætíð sprottin úr reynsluheimi og listrænum hæfileikum einhvers sem fær í hendurnar verkfæri til þess að koma list sinni á framfæri, í formi hæfileika og/eða náms. List getur verið pólitísk, vegna áhrifa frá samfélaginu eða vegna einhvers sem listamanninum er hugleikið eða hann dregur fram úr reynslu sinni. Listin getur verið krefjandi, getur hneykslað, vakið aðdáun og snert við tilfinningalífi. List er ekki hlutlaus því hún gerir kröfu um að þessari sígildu spurningu sé svarað: Hvernig fannst þér?

Er hægt að kalla predikun list? Það getur verið nokkuð vafasamt þó að predikari geti vissulega nýtt sér hæfileika sína á sviði skáldskapar sé hann svo heppinn að hafa þá, eða tamið sér tækni sem leikarar og aðrir sem stíga á svið nýta sér. Predikari getur lært að nota líkama sinn á þann hátt að hann styðji við það sem hann er að segja, með réttri raddbeitingu og öndun. Allt þetta getur predikari átt sameiginlegt með leikara því leikarinn notast við tækni sem hann hefur lært til þess að skila texta vel frá sér.

Predikun er m.a. ætlað að koma á framfæri boðskap sem grundvallast á fæðingu, lífi, dauða og upprisu Jesú Krists og því fagnaðarerindi sem hann boðar. Predikun á, ef vel á að vera, að sá fræi sem vex og skilar af sér öðrum fræjum út til samfélagsins, hún krefur áheyrandann um miklu meira en það eitt að geta svarað spurningunni: Hvernig fannst þér?

Predikarinn hefur vissulega frjálsar hendur en er á sama tíma bundinn af því að fara vel með Guðs orð. Predikari getur lagt mikið til frá sjálfum sér í predikun sína, líkt og góður listamaður gerir í verk sín.

Ég hef lesið og hlustað á nokkuð margar predikanir og þar kennir ýmissa grasa og sjónarhornin mörg sem predikarar lögðu út frá. Víst er það list að skrifa góða skiljanlega predikun sem er trú Guðs orði. Það má gjarnan grípa til listrænna verkfæra, hafi menn það á valdi sínu, þegar markmiðið er að fá fólk til að hlusta og koma efni til skila. Í mínum huga leitar trúin eftir farvegi á meðan listin leitar landfesta til að leggjast upp að og láta dást að sér, því þarf að finna meðalveginn við skrif og flutning á predikunum.

Eins og ritlist hafa bæði myndlist og tónlist gegnt stóru hlutverki í kirkjusögunni. Listin og trúin geta lyft mannsandanum upp í hæstu hæðir þar sem fyrir er heiður himinn.

Nú mætti kannski spyrja hvort Kristur hafi verið gjörningalistamaður? Ég tel fyrst og fremst að hann verið þeim eiginleikum búinn sem þurfti til að fanga athygli fólksins og að frá honum hafi stafað kraftur Guðs sem enginn fær staðist. Hann kom til að vekja athygli á málstað fyrirgefningarinnar og náðarinnar, breyta heiminum og bæta hann. Bægja frá og glíma við kreddur og bylta viðteknum hugmyndum. Á þessum tíma var mælskulist mikils metin og ekki óalgengt að kennarar (messíasar) hefðu í kringum sig hóp ungra manna sem voru þar til að mennta sig, að því leyti skar Kristur sig ekki frá því sem þekkt var. Ég sé hann ekki baða út öllum öngum eða vera á einhvern hátt með leikræna tilburði heldur lagði fólk við hlustir því allt sem hann sagði hafði þýðingu inn í líf fólksins sem á hlýddi. Framkoma hans endurspeglaði það sem hann var að segja. Hann talaði inn í aðstæður fólks, út frá kunnuglegum heimi þeirra, hann bar ekki af leið, hélt fólkinu alltaf við efnið. Hann gaf kost á því að fólk kæmi til sín og hlustaði. Vissulega eru kraftaverkasögurnar eins og gjörningar og víst mætti kalla þær það. En hvað getur maður sagt þegar maður er að reyna að skrifa um frelsara heimsins? Mér er orða vant.

Hvað messuformið varðar er ég þeirrar skoðunar að það hafi gengið sér til húðar að einhverju leyti og mögulega sé tími til kominn að gera einhverjar breytingar ef kirkjurnar eiga ekki að vera svo gott sem galtómar alla sunnudaga og að þeirra þjónusta sé helst vegna útfara, giftinga, skírna, sálgæsluviðtala og félagslegrar aðstoðar. Messugjörningurinn sem slíkur hefur ekki tekið afgerandi breytingum í áranna rás og ber keim af kaþólskum hefðum og stíl. Ritúölin mætti endurskoða og það á ekki að vekja með mönnum ugg að gera það, trúin fellur ekki með breytingum á messugjörð eða ritúölum enda er fyrirkomulagið upphaflega mannanna verk.

Í frumkristni biðu kristnir endurkomu Krists þá og þegar. Það var skilningur þess tíma. Breytingar hafa auðvitað orðið í tímans rás en nú er mögulega kominn tími á uppfærslu.

Sannleikurinn mun gera ykkur frjáls, segir Kristur og ég tel að það eigi við á svo ótal marga vegu t.d. eins og að þora að horfast í augu við það að við hér á Vesturlöndum verðum að treysta því að boðskapurinn og fagnaðarerindið standi fyrir sínu þó að umgjörðin taki breytingum og aðferðir við boðun breytist. Það stendur upp á okkur að mæta minnkandi vægi kristni í samfélögum nútímans og blása til sóknar á nýjan ferskan hátt. Fagnaðarerindið er lifandi verk sem sífellt starfar, við þurfum að stækka þann vettvang enn frekar út fyrir kirkjurnar, þannig að það sé ekki aðeins í messum, eða hjálparstarfi og sálgæslu sem minnst er á fagnaðarerindið heldur af ákafa og djörfung í áhugaverðri dagskrárgerð sjónvarps- og útvarpsþátta, og á netinu (hlaðvörp t.d.) í raun alls staðar þar sem hversdagurinn er að eiga sér stað. Sérstaklega mikilvægt vegna samdráttar kennslu í kristinfræði og því að kirkjuheimsóknir skólabarna hafa tekið breytingum af ýmsum ástæðum.

Ég kalla eftir því að starfsfólk kirkjunnar hér á landi stígi út fyrir þægindarammann og taki áskoruninni og minni á að eftir höfðinu dansa limirnir. Hugsum okkur málstofur, ráðstefnur, þing, umræður úti í samfélaginu þar sem fólk fær tækifæri til að segja hvernig það vill hafa sína þjóðkirkju, hvernig það finnur fyrir náð Guðs í lífi sínu, hvernig það upplifir að vera kristið, eða ekki. Hver er lífssýn nútímafólks, hvaðan kemur þeim hjálp?

Það þarf að þora að efna til þjóðfélagsumræðu um stöðu kirkjunnar og þess vegna stöðu kristinnar trúar í okkar samfélagi. Það þarf að ganga fram í trú, með djörfung og sækja á. Í raun er ekkert að vanbúnaði, en það skortir ef til vill hugrekki.

Nú má spyrja: Hvað finnst þér? Svörin verða ef til vill lykill að framtíð kirkju og kristni á Íslandi.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir