Þrettándinn er sennilega einn þeirra daga kirkjuársins sem hafa rykfallið í áranna rás og látið undan æðibunugangi nútímans. Þótt jólunum virðist sífellt pakkað upp og niður fyrr en áður var markar þrettándinn, eða þrettándi jóladagurinn, sjálfsagt enn í hugum einhverra formleg lok jólanna. En sem helgidagur í kirkjuárinu er þrettándinn fyrst og fremst dagur vitringanna þriggja sem vitjuðu um Jesú nýfæddan í Betlehem.
Og á það vel við í táknrænum skilningi.
Jólin eru ferðalag sem hefst með aðventunni. Tilefnið er fæðing Jesú, koma sjálfs Guðs inn í þennan heim, og áfangastaðurinn er jata Jesúbarnsins í Betlehem. Þangað náðu vitringarnir og markar heimferð þeirra því eðlilega lok jólanna. Uppfrá því tekur við annað ferðalag, ferð hvers og eins í gegnum lífið í breyttum heimi, heimi þar sem Guð er orðinn raunverulegur og áþreifanlegur hluti af sögunni.
Sögu vitringanna er að finna í öðrum kafla Matteusarguðspjalls og er Matteus eini guðspjallamaðurinn sem segir okkur frá þessum merkilegu náungum, þessum ferðalöngum sem fóru frá Austurlöndum fjær til Jerúsalem og þaðan til Betlehem til finna konung og veita honum lotningu.
Frásagan er merkileg og hefur hálfgerðan ævintýraljóma yfir sér og því er kannski ekki alveg einfalt að ná utan um hana.
Hvernig á að lesa hana? Hverjir voru þessir þrír menn? Voru þeir ekki þrír? Voru þeir kannski fleiri? Eða færri? Voru þeir konungar? Stjörnufræðingar síns tíma? Guðspjallið segir ekkert um það!
Og hvers konar frásögn er þetta?
Söguleg frásögn? Einhverskonar konar goðsögn? Endursegir hún það sem raunverulega gerðist nóttina sem Jesús fæddist eða liggur hún á mærum þess sem er raunverulegt og sögulegt? Er sannleiksgildi frásögunnar kannski óháð því sem raunverulega gerðist, ef svo má segja? Er hún táknræn í þeim skilningi, en engu að síður sönn?
Stórar spurningar! Og sjálfsagt á fólk til mismunandi svör við þeim.
Útilokum eiginlega goðsögn. Matteusarguðspjall, eins og önnur rit Nýja testamentisins, liggur alltof nærri í tíma þeim atburðum sem þar er sagt frá. Goðsaga verður til á miklu lengri tíma en svo.
Og burtséð frá því er alveg víst að frásagan hjá Matteusi er engin tilviljun. Hún er úthugsuð og komið fyrir akkúrat þar sem hún á að vera. Þegar við skoðum stóru útlínurnar í guðspjallinu, heildarmyndina, þá sjáum við að frásagan um vitringana bendir á, minnir á, og undirstrikar, fyrst og fremst hver Jesús er og hvað það merkir að fylgja honum og treysta á hann í sínu lífi.
Og það er alveg örugglega ástæðan fyrir því að frásagan um vitringana er í guðspjallinu. Ekki bara vegna þess sem hún segir okkur eða segir okkur ekki um vitringana, heldur fyrst og fremst vegna þess sem hún segir okkur um Jesú sjálfan – í gegnum þeirra sögu.
Hverjir voru þeir?
Alveg örugglega útlenskir heiðingjar frá fjarlægu landi. Og sem slíkir koma þeir fram í guðspjallinu sem þeir fyrstu af mörgum sem raunverulega áttuðu sig á því hver Jesús var og gengust við því hver hann var og voru tilbúnir að taka á móti Jesú – sem Guði sjálfum sem komin var til að frelsa allan heiminn og fólk af öllum toga – óháð því hvert það er og hvar það er í tíma og rúmi.
Immanúel: Guð með okkur!
Jesús er komin til þess að kalla sín fólk þvert á landamæri, uppruna, stöðu o.s.frv. Það minna hirðarnir líka á.
Þannig gefur frásagan um vitringana okkur fallegt dæmi um það hvað það þýðir að finna Jesú og taka á móti honum, og hvað það merkir að trúa, að opna hjarta sitt og hugsun fyrir veruleika jólanna, fyrir veruleika Guðs í Jesú, og finna honum pláss og stað í lífi sínu.
Vitringarnir fóru um langan og vafalaust hættulegan veg og lögðu mikið á sig til að finna Jesú. Þeir hættu sér út í óvissuna, reyndu á sig og lögðu sig í háska sem við vitum ekkert um, en voru drifnir áfram, já leiddir af, einlægri löngun, innri þrá og sannfæringu.
Og það er sjálfsagt tilfinning sem við þekkjum öll með einum eða öðrum hætti.
Við erum öll í leit, er það ekki.
Við erum í leit að svörum við stóru spurningunum um tilvistina: Hvaðan komum við og af hverju? Hver er merkingin og tilgangurinn á bak við þetta allt saman, lífið og tilveruna? Í hverju er hið góða lif fólgið? Hvað bíður þegar lífinu lýkur?
Uppruni! Tilgangur og merking! Breytni! Örlög!
Og þegar allt kemur til alls er trú hvers og eins, lífsgrunnurinn sem við stöndum á, fólgin í svörunum sem við gefum okkur við þessum spurningum.
Það að finna trú, það að vera trúaður, er á margan hátt nokkurs konar ferðalag, er það ekki?! Það sem varðar mestu er að stíga fyrsta skrefið, að taka ákvörðun um að leggja af stað jafnvel þótt maður viti ekki alveg hvert það leiðir mann.
Og þar eru vitringarnir góðar fyrirmyndir sem mikilvægt er að muna eftir.
Mikilvægasta spurningin sem þeir skilja eftir hjá okkur er þessi:
Á hvaða ferðalagi ert þú? Hvað ert þú tilbúin að leggja á þig? Hvert ert þú tilbúin að fara þegar kemur að trúnni, þegar kemur að spurningunni um Jesú, hver hann er, hvað hann vill og hvað hann merkir fyrir þig og þitt líf? Hvað treystir þú þér til að ganga langt.
Margir nenna ekki að velta Jesú fyrir sér í neinum skilningi – eða trú sem slíkri. Finnst það jafnvel fáránlegt. Og við vitum jú að hugsunarhátturinn sem einkennir samfélagið í dag umfram annað, með allri sinni vantrú og efa, einstaklingshyggju og afstæðishyggju, og mótar hinn nútímalega mann að mestu leyti, er sífellt að verða lokaðri fyrir því að eitthvað geti verið til umfram dautt efnið og hin blindu öfl náttúrunnar.
Menningin og umhverfið þjálfar okkur snemma í að sjá ekkert handan þess, að trúa ekki á neitt sem kalla má yfirnáttúrulegt. Þeir þröskuldar sem þarf að yfirstíga í dag til þess að trúa á veruleika og boðskap jólanna eru raunverulegir og stórir. Margir geta það ekki. Og ég geri ekki lítið úr því á neinn hátt.
En margir hafa líka ákveðið það fyrirfram (oft gagnrýnislaust og umhugsunarlaust) að það sé bara ekkert annað að finna og því sé engin tilgangur í því að leggja upp í eitthvert trúarferðalag, það sé í besta falli tímasóun og í versta falli fáránlegt.
Hvað heldur þú?! Hver er þín afstaða?
Það er að mörgu leyti spurningin sem frásagan um vitringana skilur eftir hjá okkur.
En hvernig svo sem henni er svarað – og þú ein(n) veist svarið við þeirri spurningu – og þrátt fyrir allt sem skilur okkur frá vitringunum og þeirra löngu liðna tíma, þá erum við býsna lík þeim þegar allt kemur til alls.
Stjörnurnar sem vitringarnir höfðu fyrir ofan sig á leið sinni til Betlehem eru þær sömu og við sjáum í dag.
Og löngu fyrir daga vitringanna skrifaði sálmaskáldið þessi skynsamlegu og fleygu orð:
Himnarnir segja frá Guðs dýrð, festingin kunngjörir verkin hans handa! (Sálm 19.2).
Þau minna okkur á að um daga vitringanna og raunar löngu fyrir þeirra tíma, fyrir fleiri þúsundum ára, vissi fólk á sinn hátt það sem vísindin minna okkur á í dag, nefnilega að ekkert verður til af engu, hvorki himininn, stjörnurnar eða nokkuð annað; og að alheimurinn sem við erum hluti af hefur ekki alltaf verið til heldur hafi orðið til og bendir því út fyrir sjálfan sig, til orsakarinnar sem óhjákvæmilega er á bak við tilvist hans, handan tímans og efnisins og rúmsins, – til eilífs, óefnislegs og allt umlykjandi uppsprettu lífsins og alls sem er, til sjálfs Skaparans, til Guðs!
Og það var sá veruleiki sem vitringarnir skynjuðu og sáu er þeir horfðu upp fyrir sig á leið sinni til Betlehem. Það var sá veruleiki sem þeir leituðu að og fundu á endanum í Jesú og veittu lotningu sína og tilbeiðslu.
Immanúel: Guð með okkur.
Þeir voru sennilega engir prófessorar á mælikvarða síns tíma. Í samhengi Matteusarguðspjalls eru farísearnir og fræðimennirnir í þeim flokki. Og ekki voru þeir konungar. Einu konungar frásögunnar eru Heródes og svo, sjálfsögðu, Jesús sjálfur.
En hverjir sem þeir voru þá höfðu þeir einmitt þann eiginleika sem enginn trúaður einstaklingur getur verið án – og er jafnframt það sem nútímasamfélag reynir í vaxandi mæli að tala niður og taka frá okkur – þ.e. opinn huga og hjarta sem vill og þorir að stíga skrefið gegn því sem hinir svokölluðu vitringar dagsins í dag ganga oftar ekki að sem vísu og hamra á að sé satt: Að þú sért ekkert nema dautt efni á valdi blindra afla náttúrunnar sem bíður þessa (ásamt gervöllum alheiminum) að verða að engu án tilgangs og merkingar; að líf þitt og saga (hugsanir, tilfinningar, langanir, óskir og þrár) séu ekki fólgin í neinu öðru en því þegar allt kemur til alls.
Og á þetta minnir Matteus okkur:
Að sú viska sem raunverulega skiptir máli, sú viska sem heimurinn þarf miklu, miklu meira af, er einmitt sú sem svo margir líta á sem vitleysu eða barnaskap í dag, eða sem hreina heimsku, af því það fellur ekki að því sem er viðtekið og viðurkennt af vitringum nútímans; og að oft séu það einmitt þeir sem öðrum finnst vera vitlausir og ekki í takt við það sem aðrir segja að sé satt sem hafa kjark og þor og eru nægilega víðsýnir og opnir til að sjá og finna þann veruleika sem raunverulega liggur á bak við lífið; veruleika sem hinir sem fyrst og fremst treysta á sjálfa sig og stæra sig af eigin viti og skynsemi, valdi og eignum, hafa tilhneigingu til að líta framhjá, meðvitað eða ómeðvitað.
Voru vitringarnir þarna í fjárhúsinu? Það er ég viss um!
Er meira en bara sagnfræði að finna í frásögunni um vitringana? Alveg örugglega!
Er þetta allt satt? Ég efast ekki um það!
En hið mikilvæga er þetta: Í Jesú finnum við sjálfan Guð sem er kominn til að finna þig og mig, allt fólk óháð því hvert það er og hvar það er. Guð sem sýnir sig í og er að finna í hinu einfalda og smáa!
Sr. Gunnar Jóhannesson er prestur á Selfossi – hann vígðist til Hofsóss- og Hólaprestakalls árið 2004 og var um tíma prestur í Noregi
Þrettándinn er sennilega einn þeirra daga kirkjuársins sem hafa rykfallið í áranna rás og látið undan æðibunugangi nútímans. Þótt jólunum virðist sífellt pakkað upp og niður fyrr en áður var markar þrettándinn, eða þrettándi jóladagurinn, sjálfsagt enn í hugum einhverra formleg lok jólanna. En sem helgidagur í kirkjuárinu er þrettándinn fyrst og fremst dagur vitringanna þriggja sem vitjuðu um Jesú nýfæddan í Betlehem.
Og á það vel við í táknrænum skilningi.
Jólin eru ferðalag sem hefst með aðventunni. Tilefnið er fæðing Jesú, koma sjálfs Guðs inn í þennan heim, og áfangastaðurinn er jata Jesúbarnsins í Betlehem. Þangað náðu vitringarnir og markar heimferð þeirra því eðlilega lok jólanna. Uppfrá því tekur við annað ferðalag, ferð hvers og eins í gegnum lífið í breyttum heimi, heimi þar sem Guð er orðinn raunverulegur og áþreifanlegur hluti af sögunni.
Sögu vitringanna er að finna í öðrum kafla Matteusarguðspjalls og er Matteus eini guðspjallamaðurinn sem segir okkur frá þessum merkilegu náungum, þessum ferðalöngum sem fóru frá Austurlöndum fjær til Jerúsalem og þaðan til Betlehem til finna konung og veita honum lotningu.
Frásagan er merkileg og hefur hálfgerðan ævintýraljóma yfir sér og því er kannski ekki alveg einfalt að ná utan um hana.
Hvernig á að lesa hana? Hverjir voru þessir þrír menn? Voru þeir ekki þrír? Voru þeir kannski fleiri? Eða færri? Voru þeir konungar? Stjörnufræðingar síns tíma? Guðspjallið segir ekkert um það!
Og hvers konar frásögn er þetta?
Söguleg frásögn? Einhverskonar konar goðsögn? Endursegir hún það sem raunverulega gerðist nóttina sem Jesús fæddist eða liggur hún á mærum þess sem er raunverulegt og sögulegt? Er sannleiksgildi frásögunnar kannski óháð því sem raunverulega gerðist, ef svo má segja? Er hún táknræn í þeim skilningi, en engu að síður sönn?
Stórar spurningar! Og sjálfsagt á fólk til mismunandi svör við þeim.
Útilokum eiginlega goðsögn. Matteusarguðspjall, eins og önnur rit Nýja testamentisins, liggur alltof nærri í tíma þeim atburðum sem þar er sagt frá. Goðsaga verður til á miklu lengri tíma en svo.
Og burtséð frá því er alveg víst að frásagan hjá Matteusi er engin tilviljun. Hún er úthugsuð og komið fyrir akkúrat þar sem hún á að vera. Þegar við skoðum stóru útlínurnar í guðspjallinu, heildarmyndina, þá sjáum við að frásagan um vitringana bendir á, minnir á, og undirstrikar, fyrst og fremst hver Jesús er og hvað það merkir að fylgja honum og treysta á hann í sínu lífi.
Og það er alveg örugglega ástæðan fyrir því að frásagan um vitringana er í guðspjallinu. Ekki bara vegna þess sem hún segir okkur eða segir okkur ekki um vitringana, heldur fyrst og fremst vegna þess sem hún segir okkur um Jesú sjálfan – í gegnum þeirra sögu.
Hverjir voru þeir?
Alveg örugglega útlenskir heiðingjar frá fjarlægu landi. Og sem slíkir koma þeir fram í guðspjallinu sem þeir fyrstu af mörgum sem raunverulega áttuðu sig á því hver Jesús var og gengust við því hver hann var og voru tilbúnir að taka á móti Jesú – sem Guði sjálfum sem komin var til að frelsa allan heiminn og fólk af öllum toga – óháð því hvert það er og hvar það er í tíma og rúmi.
Immanúel: Guð með okkur!
Jesús er komin til þess að kalla sín fólk þvert á landamæri, uppruna, stöðu o.s.frv. Það minna hirðarnir líka á.
Þannig gefur frásagan um vitringana okkur fallegt dæmi um það hvað það þýðir að finna Jesú og taka á móti honum, og hvað það merkir að trúa, að opna hjarta sitt og hugsun fyrir veruleika jólanna, fyrir veruleika Guðs í Jesú, og finna honum pláss og stað í lífi sínu.
Vitringarnir fóru um langan og vafalaust hættulegan veg og lögðu mikið á sig til að finna Jesú. Þeir hættu sér út í óvissuna, reyndu á sig og lögðu sig í háska sem við vitum ekkert um, en voru drifnir áfram, já leiddir af, einlægri löngun, innri þrá og sannfæringu.
Og það er sjálfsagt tilfinning sem við þekkjum öll með einum eða öðrum hætti.
Við erum öll í leit, er það ekki.
Við erum í leit að svörum við stóru spurningunum um tilvistina: Hvaðan komum við og af hverju? Hver er merkingin og tilgangurinn á bak við þetta allt saman, lífið og tilveruna? Í hverju er hið góða lif fólgið? Hvað bíður þegar lífinu lýkur?
Uppruni! Tilgangur og merking! Breytni! Örlög!
Og þegar allt kemur til alls er trú hvers og eins, lífsgrunnurinn sem við stöndum á, fólgin í svörunum sem við gefum okkur við þessum spurningum.
Það að finna trú, það að vera trúaður, er á margan hátt nokkurs konar ferðalag, er það ekki?! Það sem varðar mestu er að stíga fyrsta skrefið, að taka ákvörðun um að leggja af stað jafnvel þótt maður viti ekki alveg hvert það leiðir mann.
Og þar eru vitringarnir góðar fyrirmyndir sem mikilvægt er að muna eftir.
Mikilvægasta spurningin sem þeir skilja eftir hjá okkur er þessi:
Á hvaða ferðalagi ert þú? Hvað ert þú tilbúin að leggja á þig? Hvert ert þú tilbúin að fara þegar kemur að trúnni, þegar kemur að spurningunni um Jesú, hver hann er, hvað hann vill og hvað hann merkir fyrir þig og þitt líf? Hvað treystir þú þér til að ganga langt.
Margir nenna ekki að velta Jesú fyrir sér í neinum skilningi – eða trú sem slíkri. Finnst það jafnvel fáránlegt. Og við vitum jú að hugsunarhátturinn sem einkennir samfélagið í dag umfram annað, með allri sinni vantrú og efa, einstaklingshyggju og afstæðishyggju, og mótar hinn nútímalega mann að mestu leyti, er sífellt að verða lokaðri fyrir því að eitthvað geti verið til umfram dautt efnið og hin blindu öfl náttúrunnar.
Menningin og umhverfið þjálfar okkur snemma í að sjá ekkert handan þess, að trúa ekki á neitt sem kalla má yfirnáttúrulegt. Þeir þröskuldar sem þarf að yfirstíga í dag til þess að trúa á veruleika og boðskap jólanna eru raunverulegir og stórir. Margir geta það ekki. Og ég geri ekki lítið úr því á neinn hátt.
En margir hafa líka ákveðið það fyrirfram (oft gagnrýnislaust og umhugsunarlaust) að það sé bara ekkert annað að finna og því sé engin tilgangur í því að leggja upp í eitthvert trúarferðalag, það sé í besta falli tímasóun og í versta falli fáránlegt.
Hvað heldur þú?! Hver er þín afstaða?
Það er að mörgu leyti spurningin sem frásagan um vitringana skilur eftir hjá okkur.
En hvernig svo sem henni er svarað – og þú ein(n) veist svarið við þeirri spurningu – og þrátt fyrir allt sem skilur okkur frá vitringunum og þeirra löngu liðna tíma, þá erum við býsna lík þeim þegar allt kemur til alls.
Stjörnurnar sem vitringarnir höfðu fyrir ofan sig á leið sinni til Betlehem eru þær sömu og við sjáum í dag.
Og löngu fyrir daga vitringanna skrifaði sálmaskáldið þessi skynsamlegu og fleygu orð:
Himnarnir segja frá Guðs dýrð, festingin kunngjörir verkin hans handa! (Sálm 19.2).
Þau minna okkur á að um daga vitringanna og raunar löngu fyrir þeirra tíma, fyrir fleiri þúsundum ára, vissi fólk á sinn hátt það sem vísindin minna okkur á í dag, nefnilega að ekkert verður til af engu, hvorki himininn, stjörnurnar eða nokkuð annað; og að alheimurinn sem við erum hluti af hefur ekki alltaf verið til heldur hafi orðið til og bendir því út fyrir sjálfan sig, til orsakarinnar sem óhjákvæmilega er á bak við tilvist hans, handan tímans og efnisins og rúmsins, – til eilífs, óefnislegs og allt umlykjandi uppsprettu lífsins og alls sem er, til sjálfs Skaparans, til Guðs!
Og það var sá veruleiki sem vitringarnir skynjuðu og sáu er þeir horfðu upp fyrir sig á leið sinni til Betlehem. Það var sá veruleiki sem þeir leituðu að og fundu á endanum í Jesú og veittu lotningu sína og tilbeiðslu.
Immanúel: Guð með okkur.
Þeir voru sennilega engir prófessorar á mælikvarða síns tíma. Í samhengi Matteusarguðspjalls eru farísearnir og fræðimennirnir í þeim flokki. Og ekki voru þeir konungar. Einu konungar frásögunnar eru Heródes og svo, sjálfsögðu, Jesús sjálfur.
En hverjir sem þeir voru þá höfðu þeir einmitt þann eiginleika sem enginn trúaður einstaklingur getur verið án – og er jafnframt það sem nútímasamfélag reynir í vaxandi mæli að tala niður og taka frá okkur – þ.e. opinn huga og hjarta sem vill og þorir að stíga skrefið gegn því sem hinir svokölluðu vitringar dagsins í dag ganga oftar ekki að sem vísu og hamra á að sé satt: Að þú sért ekkert nema dautt efni á valdi blindra afla náttúrunnar sem bíður þessa (ásamt gervöllum alheiminum) að verða að engu án tilgangs og merkingar; að líf þitt og saga (hugsanir, tilfinningar, langanir, óskir og þrár) séu ekki fólgin í neinu öðru en því þegar allt kemur til alls.
Og á þetta minnir Matteus okkur:
Að sú viska sem raunverulega skiptir máli, sú viska sem heimurinn þarf miklu, miklu meira af, er einmitt sú sem svo margir líta á sem vitleysu eða barnaskap í dag, eða sem hreina heimsku, af því það fellur ekki að því sem er viðtekið og viðurkennt af vitringum nútímans; og að oft séu það einmitt þeir sem öðrum finnst vera vitlausir og ekki í takt við það sem aðrir segja að sé satt sem hafa kjark og þor og eru nægilega víðsýnir og opnir til að sjá og finna þann veruleika sem raunverulega liggur á bak við lífið; veruleika sem hinir sem fyrst og fremst treysta á sjálfa sig og stæra sig af eigin viti og skynsemi, valdi og eignum, hafa tilhneigingu til að líta framhjá, meðvitað eða ómeðvitað.
Voru vitringarnir þarna í fjárhúsinu? Það er ég viss um!
Er meira en bara sagnfræði að finna í frásögunni um vitringana? Alveg örugglega!
Er þetta allt satt? Ég efast ekki um það!
En hið mikilvæga er þetta: Í Jesú finnum við sjálfan Guð sem er kominn til að finna þig og mig, allt fólk óháð því hvert það er og hvar það er. Guð sem sýnir sig í og er að finna í hinu einfalda og smáa!
Sr. Gunnar Jóhannesson er prestur á Selfossi – hann vígðist til Hofsóss- og Hólaprestakalls árið 2004 og var um tíma prestur í Noregi