Þeir Stefán og Hjalti hafa að undanförnu velt fyrir sér eðli og hlutverki biskupsembættisins – biskupsstarfsins – í tveimur greinum hér í Gestaglugga Kirkjublaðsins. is. Nú kemur þriðja greinin frá hendi þeirra og segja má að lesendur Kirkjublaðsins.is hafi úr nægu að moða þegar kemur að umræðum um biskupsembættið – biskupsstarfið – í komandi biskupskosningum á næsta ári.
Gefum þeim orðið:
Klassískar hugmyndir um biskupsembættið gengu út á að biskup væri vígður til þjónustu sem vara skyldi ævina á enda. Nú er hugmyndafræðin breytt og þess jafnvel dæmi að biskupinn í Róm hafi sagt af sér. Óvíst er hvað breytti viðhorfinu.
Veraldarvæðing
Um langt skeið hefur tíðkast að biskupar líkt og annað launafólk hafi látið af störfum þegar eftirlaunaaldri er náð. Áhorfsmál er hvort það fyrirkomulag hafi einhverju breytt um biskups-hugmyndirnar. Með eftirlaunum kom einfaldlega ný ævi til sögunnar, starfsævin. Biskupar gegndu þjónustu þar til henni lauk í stað þess að þjóna allt til dauða. Hið nýja fyrirkomulag breytti því engu um að litið væri á biskupsembættið sem endastöð.
Löngu áður en starfslokaaldur biskupa kom til sögunnar hafði þó víðtækri breyting átt sér stað í lútherskum kirkjum í ætt við íslensku þjóðkirkjuna. Biskupar urðu konunglegir embættismenn og loks starfsmenn ríkisins. Þar með varð biskupsembættið veraldlegra en verið hafði og mótaðist fyrst og fremst af þeim lögum sem áttu við opinbera starfsmenn. Liður í þeirri þróun varð loks að biskupsembættið varð tímabundið að því leyti að biskupar voru skipaðir til fimm ára í senn.
Þessi breyting hafði þó engin dramatísk áhrif. Það var engin skylda að efna til biskupskjörs á fimm ára fresti. „Fimm ára-reglan“ fól aðeins í sér möguleika og margt var óljóst um hvernig henni skyldi beitt. Eins og við vitum öll reyndi heldur aldrei á hana varðandi biskupa hér á landi.
Tímabinding fest í sessi
Eftir gildistöku nýju þjóðkirkjulaganna nr. 77/2021 er allt breytt. Nú ber þjóðkirkjunni sjálfri að setja biskupsembættinu ramma með starfsreglum frá kirkjuþingi. Þar með er hún frjáls að því að endurhugsa embættið út frá eigin forsendum. M.a. hefur sá möguleiki opnast að hverfa alveg frá þeim hefðum og fyrirmyndum sem komust á í tíð hins veraldarvædda biskupsembættis. Í stað þess getur kirkjan hugsa embættið í ríkari mæli út frá guðfræðilegum forsendum.
Þjóðkirkjunni miðar hægt í að átta sig á þeim nýja veruleika sem þjóðkirkjulögin leggja grunn að. Stefna hennar felst líka í að gera aðeins lágmarksbreytingar. Hún hefur t.d. ákveðið að halda fast við þá skipan að biskupsembættið sé tímabundið í anda starfsmannalaganna en hverfa ekki aftur til klassískra hugmynda um embættið. Hún hefur þó vissulega ákveðið að hverfa frá „fimm ára-reglunni“ en í starfsreglum um kjör biskupa segir: „Kjörtímabil biskups Íslands og vígslubiskupa skal vera sex ár í senn.“[1]
Þessi ákvörðun er líklega með þeim áhugaverðustu sem gerð hefur verið varðandi biskupsembættið til langs tíma. Ástæðan er ekki að fimm ára skipunartíma var breytt í sex árakjörtímabil! Hugsanlegt er aftur á móti að með því að halda tímabindingunni hafi verið stigið skref í þá átt að breyta biskupsembættinu í stöðu forstöðumanns eða forseta kirkjufélags. Engin umræða fór þó fram um þetta atriði og eflaust hefur ætlun kirkjuþings ekki verið að stefna í þá átt. — Ekki verður heldur úr því skorið hvort þessi breyting hafi átt sér stað nema málið beri á góma í samkirkjulegri umræðu í framtíðinni og að samstarfskirkjur veki þá máls á því.
Hvað bíður fyrrverandi biskupa?
Hér er ekki meiningin að kalla endilega eftir nýrri biskupa-hugmyndafræði heldur aðeins hvetja til að kirkjuþing fylgi fljótt eftir þeirri ákvörðun sinni að binda skipunartíma eða kjörtímabil biskups við afmarkaðan árafjölda. Sú ákvörðun hefði í sumar sem leið geta skapað nýjar og áður óþekktar aðstæður. Hefðu úrslit vígslubiskupskosningar í Skálholti orðið önnur hefði komið upp sú staða að einstaklingur hefði látið af biskupsembætti án þess að hafa náð eftirlaunaaldri. Í framtíðinni gæti sú staða vel komið upp að fleiri en einn einstaklingur í senn kæmust í þessa stöðu. Áður en svo fer verður kirkjuþing að ákveða hver réttindi og skyldur þessa fólks verða, hvaða ábyrgð þjóðkirkja beri gagnvart því og hvort og þá hvernig hún ætlar að nýta sér krafta þess og reynslu. Í þessu sambandi er nauðsynlegt að spyrja:
Hefur verið hugsað til enda hvað gerist þegar sex ára kjörtímabils biskups lýkur? — Á alltaf að efna til kosninga eða þarf að taka um það sérstaka ákvörðun eins og í tíð „fimm ára-reglunnar“? Hver ákveður hvort biskupskjör skuli fara fram og hvernig verður slík ákvörðun tekin? Hve mörg kjörtímabil má sitja? Á að láta staðar numið við 70 ára aldur eða má sitja áfram?
Hver verður réttur fyrrverandi biskups er kjörtímabili lýkur og viðkomandi gefur ekki kost á sér til endurkjörs eða fellur? — Taka við biðlaun og þá hve lengi? Ber þjóðkirkjan einhverja sérstaka ábyrgð gagnvart fyrrverandi biskupum á góðum aldri eða verða þau sem í þeirri stöðu lenda að verða sér úti um nýtt starf upp á eigin spýtur?
Hver verður titill fyrrverandi biskupa? — Getur einstaklingur sem gegnt hefur biskupsembætti en ekki náð endurkjöri notað biskups-titil áfram? Hvaða afleiðingar hefur það ef biskupinn verður t.a.m. héraðsprestur? — Getur fyrrverandi biskup notað biskupsleg tákn, kápu, kross og rauða skyrtu að loknum þjónustutíma? Nú, ef hann/hún hverfur til veraldlegra starfa má viðkomandi þá flagga biskupskyrtunni til spari?
Að lokum
Sumar kunna þessar spurningar að þykja stappa nærri hótfyndni eða svörin að virðast gefin út frá ríkjandi hefð. Svo er þó alls ekki þegar þess er gætt að spurt er út frá nýjum forsendum: Nefnilega þeim að í landinu kunni að verða einn eða fleiri einstaklingar sem látið hafa af embætti biskups Íslands eða vígslubiskups án þess að hafa náð eftirlaunaaldri. Það væri grafalvarlegt mál ef svörin lægju ekki fyrir þegar sú staða kemur upp. Gæti það hæglega leitt til óþarfa útgjalda fyrir kirkjunnar auk alls konar annarra leiðinda. — Jafnvel málaferla.
Nú er tækifæri til að endurhugsa biskupsembættið. Í stað þess að líta á það sem endastöð á starfsferli mætti hugsa það sem forystuhlutverk sem einstaklingar eru kallaðir til að gegna um takmarkaðan tíma. Væri svo þætti líklega mörgum fýsilegt að velja til þess prest (eða djákna!) um miðbik starfsævinnar, einstakling er kominn væri með umtalsverða reynslu og vonandi mótaða sýn á kirkjuna en þó enn hvorki orðinn stöðnun né útbruna að bráð. Til að tryggja að slíkt fólk gefi kost á sér til slíks tímabundins hlutverks þarf að tryggja framtíð þess að kjörtímabilinu liðnu. Það mætti gera með því að ráða tímabundið í þá stöðu sem þau áður gegndu þannig að þau ættu víst starf að biskupsþjónustunni liðinni ef þau kysu að hverfa til þess aftur. Þannig er gert varðandi margar stjórnunarstöður og önnur tímabundin störf t.d. í skólakerfinu. — Er eitthvað í lútherskri embættisguðfræði sem mælir gegn þessu?
Nú stendur upp á kirkjuþing að skýra stöðu og hlutverk biskupsembættisins með starfsreglum eins og kveðið er á um í 10. gr. Þjóðkirkjulaganna. Þá þarf m.a. að taka afstöðu til þeirra spurninga sem hér hefur verið varpað fram. Helst þyrfti það að gerast á vetri komanda.
Tilvísun
Þeir Stefán og Hjalti hafa að undanförnu velt fyrir sér eðli og hlutverki biskupsembættisins – biskupsstarfsins – í tveimur greinum hér í Gestaglugga Kirkjublaðsins. is. Nú kemur þriðja greinin frá hendi þeirra og segja má að lesendur Kirkjublaðsins.is hafi úr nægu að moða þegar kemur að umræðum um biskupsembættið – biskupsstarfið – í komandi biskupskosningum á næsta ári.
Gefum þeim orðið:
Klassískar hugmyndir um biskupsembættið gengu út á að biskup væri vígður til þjónustu sem vara skyldi ævina á enda. Nú er hugmyndafræðin breytt og þess jafnvel dæmi að biskupinn í Róm hafi sagt af sér. Óvíst er hvað breytti viðhorfinu.
Veraldarvæðing
Um langt skeið hefur tíðkast að biskupar líkt og annað launafólk hafi látið af störfum þegar eftirlaunaaldri er náð. Áhorfsmál er hvort það fyrirkomulag hafi einhverju breytt um biskups-hugmyndirnar. Með eftirlaunum kom einfaldlega ný ævi til sögunnar, starfsævin. Biskupar gegndu þjónustu þar til henni lauk í stað þess að þjóna allt til dauða. Hið nýja fyrirkomulag breytti því engu um að litið væri á biskupsembættið sem endastöð.
Löngu áður en starfslokaaldur biskupa kom til sögunnar hafði þó víðtækri breyting átt sér stað í lútherskum kirkjum í ætt við íslensku þjóðkirkjuna. Biskupar urðu konunglegir embættismenn og loks starfsmenn ríkisins. Þar með varð biskupsembættið veraldlegra en verið hafði og mótaðist fyrst og fremst af þeim lögum sem áttu við opinbera starfsmenn. Liður í þeirri þróun varð loks að biskupsembættið varð tímabundið að því leyti að biskupar voru skipaðir til fimm ára í senn.
Þessi breyting hafði þó engin dramatísk áhrif. Það var engin skylda að efna til biskupskjörs á fimm ára fresti. „Fimm ára-reglan“ fól aðeins í sér möguleika og margt var óljóst um hvernig henni skyldi beitt. Eins og við vitum öll reyndi heldur aldrei á hana varðandi biskupa hér á landi.
Tímabinding fest í sessi
Eftir gildistöku nýju þjóðkirkjulaganna nr. 77/2021 er allt breytt. Nú ber þjóðkirkjunni sjálfri að setja biskupsembættinu ramma með starfsreglum frá kirkjuþingi. Þar með er hún frjáls að því að endurhugsa embættið út frá eigin forsendum. M.a. hefur sá möguleiki opnast að hverfa alveg frá þeim hefðum og fyrirmyndum sem komust á í tíð hins veraldarvædda biskupsembættis. Í stað þess getur kirkjan hugsa embættið í ríkari mæli út frá guðfræðilegum forsendum.
Þjóðkirkjunni miðar hægt í að átta sig á þeim nýja veruleika sem þjóðkirkjulögin leggja grunn að. Stefna hennar felst líka í að gera aðeins lágmarksbreytingar. Hún hefur t.d. ákveðið að halda fast við þá skipan að biskupsembættið sé tímabundið í anda starfsmannalaganna en hverfa ekki aftur til klassískra hugmynda um embættið. Hún hefur þó vissulega ákveðið að hverfa frá „fimm ára-reglunni“ en í starfsreglum um kjör biskupa segir: „Kjörtímabil biskups Íslands og vígslubiskupa skal vera sex ár í senn.“[1]
Þessi ákvörðun er líklega með þeim áhugaverðustu sem gerð hefur verið varðandi biskupsembættið til langs tíma. Ástæðan er ekki að fimm ára skipunartíma var breytt í sex árakjörtímabil! Hugsanlegt er aftur á móti að með því að halda tímabindingunni hafi verið stigið skref í þá átt að breyta biskupsembættinu í stöðu forstöðumanns eða forseta kirkjufélags. Engin umræða fór þó fram um þetta atriði og eflaust hefur ætlun kirkjuþings ekki verið að stefna í þá átt. — Ekki verður heldur úr því skorið hvort þessi breyting hafi átt sér stað nema málið beri á góma í samkirkjulegri umræðu í framtíðinni og að samstarfskirkjur veki þá máls á því.
Hvað bíður fyrrverandi biskupa?
Hér er ekki meiningin að kalla endilega eftir nýrri biskupa-hugmyndafræði heldur aðeins hvetja til að kirkjuþing fylgi fljótt eftir þeirri ákvörðun sinni að binda skipunartíma eða kjörtímabil biskups við afmarkaðan árafjölda. Sú ákvörðun hefði í sumar sem leið geta skapað nýjar og áður óþekktar aðstæður. Hefðu úrslit vígslubiskupskosningar í Skálholti orðið önnur hefði komið upp sú staða að einstaklingur hefði látið af biskupsembætti án þess að hafa náð eftirlaunaaldri. Í framtíðinni gæti sú staða vel komið upp að fleiri en einn einstaklingur í senn kæmust í þessa stöðu. Áður en svo fer verður kirkjuþing að ákveða hver réttindi og skyldur þessa fólks verða, hvaða ábyrgð þjóðkirkja beri gagnvart því og hvort og þá hvernig hún ætlar að nýta sér krafta þess og reynslu. Í þessu sambandi er nauðsynlegt að spyrja:
Hefur verið hugsað til enda hvað gerist þegar sex ára kjörtímabils biskups lýkur? — Á alltaf að efna til kosninga eða þarf að taka um það sérstaka ákvörðun eins og í tíð „fimm ára-reglunnar“? Hver ákveður hvort biskupskjör skuli fara fram og hvernig verður slík ákvörðun tekin? Hve mörg kjörtímabil má sitja? Á að láta staðar numið við 70 ára aldur eða má sitja áfram?
Hver verður réttur fyrrverandi biskups er kjörtímabili lýkur og viðkomandi gefur ekki kost á sér til endurkjörs eða fellur? — Taka við biðlaun og þá hve lengi? Ber þjóðkirkjan einhverja sérstaka ábyrgð gagnvart fyrrverandi biskupum á góðum aldri eða verða þau sem í þeirri stöðu lenda að verða sér úti um nýtt starf upp á eigin spýtur?
Hver verður titill fyrrverandi biskupa? — Getur einstaklingur sem gegnt hefur biskupsembætti en ekki náð endurkjöri notað biskups-titil áfram? Hvaða afleiðingar hefur það ef biskupinn verður t.a.m. héraðsprestur? — Getur fyrrverandi biskup notað biskupsleg tákn, kápu, kross og rauða skyrtu að loknum þjónustutíma? Nú, ef hann/hún hverfur til veraldlegra starfa má viðkomandi þá flagga biskupskyrtunni til spari?
Að lokum
Sumar kunna þessar spurningar að þykja stappa nærri hótfyndni eða svörin að virðast gefin út frá ríkjandi hefð. Svo er þó alls ekki þegar þess er gætt að spurt er út frá nýjum forsendum: Nefnilega þeim að í landinu kunni að verða einn eða fleiri einstaklingar sem látið hafa af embætti biskups Íslands eða vígslubiskups án þess að hafa náð eftirlaunaaldri. Það væri grafalvarlegt mál ef svörin lægju ekki fyrir þegar sú staða kemur upp. Gæti það hæglega leitt til óþarfa útgjalda fyrir kirkjunnar auk alls konar annarra leiðinda. — Jafnvel málaferla.
Nú er tækifæri til að endurhugsa biskupsembættið. Í stað þess að líta á það sem endastöð á starfsferli mætti hugsa það sem forystuhlutverk sem einstaklingar eru kallaðir til að gegna um takmarkaðan tíma. Væri svo þætti líklega mörgum fýsilegt að velja til þess prest (eða djákna!) um miðbik starfsævinnar, einstakling er kominn væri með umtalsverða reynslu og vonandi mótaða sýn á kirkjuna en þó enn hvorki orðinn stöðnun né útbruna að bráð. Til að tryggja að slíkt fólk gefi kost á sér til slíks tímabundins hlutverks þarf að tryggja framtíð þess að kjörtímabilinu liðnu. Það mætti gera með því að ráða tímabundið í þá stöðu sem þau áður gegndu þannig að þau ættu víst starf að biskupsþjónustunni liðinni ef þau kysu að hverfa til þess aftur. Þannig er gert varðandi margar stjórnunarstöður og önnur tímabundin störf t.d. í skólakerfinu. — Er eitthvað í lútherskri embættisguðfræði sem mælir gegn þessu?
Nú stendur upp á kirkjuþing að skýra stöðu og hlutverk biskupsembættisins með starfsreglum eins og kveðið er á um í 10. gr. Þjóðkirkjulaganna. Þá þarf m.a. að taka afstöðu til þeirra spurninga sem hér hefur verið varpað fram. Helst þyrfti það að gerast á vetri komanda.