Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir er prestur í Neskirkju. Hún er með doktorspróf í hagnýtri guðfræði frá MF og HÍ og fjallaði doktorsritgerðin um breytingar í kirkjunni og þátt presta. 

Ég heyrði einhvern tímann sögu um prest sem var spurður hvort hann hefði ekki áhyggjur af því að kirkjugestir væru aðallega gamlar konur. Hvað myndi gerast þegar þær hyrfu. „Engar áhyggjur,“ sagði presturinn. „Það koma alltaf nýjar gamlar konur.“

Innan trúarlífsfélagsfræðinnar hefur þessi fullyrðing verið orðuð í spurnarformi: Koma alltaf nýjar gamlar konur? Verður fólk trúaðra þegar það verður eldra. Og svarið er að það á við um einhverja en á heildina litið er þetta ekki staðan. Og það er miklu betra að horfast í augu við stöðuna og takast á við þær áskoranir sem henni fylgja.

Staða þjóðkirkjunnar hefur breyst á síðustu tveimur áratugum. Það sést á allri tölfræði, hvort sem litið er til hlutfallslegrar aðildar eða til fjölda kirkjuathafna eins og skírna. Þetta hef ég fjallað um áður hér í blaðinu og einnig að breytingar eru ekkert séríslensk fyrirbrigði. Alþjóðlegar kannanir sem framkvæmdar hafa verið reglulega í áratugi sýna meðal annars að á Vesturlöndum fækkar þeim sem tilheyra trúfélögunum og sem segja að trú skipti máli í lífi þeirra. Það fjölgar í hópi þeirra sem ekki tilheyra neinum trúfélögum en sömu kannanir og aðrar sýna að það er ekki einsleitur hópur frekar en þeir sem játa trú.

Eftir rúmlega 1000 ára kristni, lengst af sem algjörlega ríkjandi og jafnvel eina trúin sem var leyfð, er komin ný staða sem þjóðkirkjan líkt og önnur kristin trúfélög þarf að takast á við. Líkt og kirkjur Norðurlanda og kristin trúfélög á Vesturlöndum almennt. Vegna þess hvernig það kerfi sem þjóðkirkjur Norðurlandanna byggðust á er að breytast má jafnvel líta á það sem krísu fyrir kirkjurnar.

Gullaldarsjónarmiðið

Skoski guðfræðingurinn Duncan Forrester bendir skemmtilega á að þegar komið sé að krísu sé það einnig kairos – hinn rétti tími/ tíminn þegar allt breytist- og sé tækifæri til að skoða tákn tímanna og lesa úr þeim nýja leið, stokka upp. Hann fjallar um vitnisburð kirkjunnar í bókinni Truthful Action og vitnar þar í Kairos-skjal kirkjunnar frá Suður-Afríku, 1986. Þar segir:

„Krísa er tími sem kallar fram það besta í sumum og það versta í öðrum. Það er engin staður til að fela sig…nú er sá tími kominn að kirkjan í Suður-Afríku sýnir hvað hún stendur raunverulega fyrir.“

Viðbrögð við krísu kirkjunnar, segir Forrester, geta verið tvenns konar, annars vegar nostalgía, krydduð panikk – hann kallar þetta The Christendom view – sem ég kýs að þýða með túlkun sem „Gullaldarsjónarmiðið“ – þ. e. þegar við horfum til einhvers tíma þegar ein ákveðin trú (eða kirkja) hafði algjörlega ríkjandi stöðu, eða hins vegar að sjá þetta sem kairos – tíma tækifæra – þ. e. tækifæri til að sýna hvað við stöndum raunverulega fyrir.

Þessi tvö sjónarmið – gullöld kristindómsins og kairos – takast oft á þegar umræða berst að breytingum í trúarlegu landslagi á Íslandi. Gullaldarsjónarmiðið er iðulega sett fram sem áminning um að nú höfum við brugðist í starfinu, í boðuninni, í þjónustunni. Auðvitað má alltaf gera betur í öllu starfi en hér er alveg litið fram hjá því að sú þróun sem ræður mestu er ekki séríslensk og alls ekki bundin við þjóðkirkjuna eina. Vissulega hafa breytingarnar haft í för með sér áskoranir fyrir kirkjuna en er ekki betra að greina þær, horfast í augu við þær og finna skapandi lausnir sem miðast við þær þjóðfélagsbreytingar sem eiga sér stað í hinum vestræna heimi? Sjá tækifærin í stað þess að reyna að snúa við klukkunni og agnúast yfir breytingunum? Er krísan kairos tími fyrir okkur – tími til að sýna hvað kirkjan stendur raunverulega fyrir?

Feðraveldi og framandi guðsmyndir

Lútherska þjóðkirkjan í Finnlandi er ein þeirra kirkna sem reglulega rýnir í stöðuna og greinir samfélagið, trúariðkun og viðbrögð safnaða. Áskoranirnar eru svipaðar þeim sem við sjáum hér á landi: minnkandi meðlimafjöldi, færri skírnir, minni þekking, minnkandi trúariðkun og bænahald á heimilum svo eitthvað sé nefnt. Nýleg skýrsla um stöðuna setur fram nokkrar tillögur um viðbrögð í lokin. Þar má finna margt sem vekur mann til umhugsunar. Eitt er að auka áherslu á kristna trú sem ekki er þrælbundin feðraveldinu. Hvaða áhrif hafa slíkar guðsmyndir t.d. á aðgengi þeirra sem eru leitandi í trú sinni? Og fyrst aðgengi er nefnt: Hversu aðgengilegt er helgihaldið, bæði fyrir þau sem koma í kirkju og þau sem myndu vilja fylgjast með á netinu.

Og er eitthvað sem við getum gert þegar þekking á kristinni trú minnkar sífellt og kvöldbænir eru ekki lengur eitthvað sem margir alast upp við? Hvernig geta söfnuðir brugðist við? Þarna voru góðar ábendingar meðal annars um markviss áframhaldandi tengsl við fólk sem kemur, t. d. til að láta skíra eða vegna annarra óska. Ekkert af þessu er nýtt eða alveg óþekkt en það er jafngilt fyrir því.

Á síðasta ári tók ég nokkur viðtöl í tengslum við rannsókn við fólk sem átti börn og hafði ýmist látið skíra þau eða ekki. Viðtölin snéru að ástæðum þeirra, valinu en einnig að því hvernig þau sjá sig í hinu trúarlega landslagi. Þegar ég las um vangaveltur Finnanna um guðshugmyndir og trúarhugmyndir sem væru mótaðar af feðraveldi (e. patriarchy) þá sá ég samsvörun hjá fólki sem glímir við trúarhugmyndir – eru kannski hliðholl hugmynd um æðri mátt „en ekki einhvern gamlan karl með skegg.“ Ég heyrði líka einlægar vangaveltur um hvað það væri að trúa – hvað væri „nóg.“ Og þekkingin og aðgengið var líka eitthvað sem mætti bæta. Eftir viðtölin var sú hugmynd áleitin að við þyrftum að kynna kirkjuna betur sem samfélag. Samfélag þeirra sem mæta, samfélag þeirra sem trúa, þeirra sem efast, samfélag sem er opið og gefandi. Og ég sá að það fólk sem sækist eftir þjónustu kirkjunnar er líka reiðubúið að vita meira um samfélagið og vill sækja það sem höfðar til þess og það getur sótt. En nálgunin verður ekki með boðvaldi.

Engar töfralausnir en tækifæri

Það eru engar töfralausnir til við núverandi áskorunum sem gætu snúið við klukkunni og fært okkur á gullaldartímann, ef hann var einhvern tímann. Nú er hins vegar tækifæri til að meta stöðuna og hafa raunsæ markmið fyrir næstu ár.

Hvernig kirkja viljum við vera í þessum aðstæðum? Hvert er hlutverk okkar þar? Á hvern hátt miðlum við boðskap kristninnar best við þessar aðstæður og þjónum þeim sem kirkjan er kölluð til að þjóna? Hvert viljum við stefna og hvar viljum við vera eftir fimm eða tíu ár?

Kirkjan hefur bolmagn til að setja sér markmið og gera áætlun – áætlun sem ef til vill eykur ekki hlutfallslegan fjölda landsmanna í kirkjunni – verum bara raunsæ – en sem eflir samfélagið þar og dregur fleiri inn. Dregur fleiri inn í kirkju sem er virkur þátttakandi í íslensku samfélagi og í samfélagsumræðu; inn í kirkju sem dag hvern sinnir þeim sem til hennar leita og sem leitar hins týnda. Laðar fólk inn í kirkju sem tekur virkan þátt í samræðum ólíkra trúarbragða og lífsskoðana til að byggja betra samfélag; inn í kirkju sem leitar sérstaklega leiða til að mynda ný tengsl og rækta þau; inn í kirkju sem vill sýna ábyrgð gagnvart fólki og náttúru, kirkju sem vill vera kraftur í samfélaginu til góðs.

Af því að samfélag þarf að rækta og það er gæfumeira en að treysta því að það komi alltaf fleiri gamlar konur.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir er prestur í Neskirkju. Hún er með doktorspróf í hagnýtri guðfræði frá MF og HÍ og fjallaði doktorsritgerðin um breytingar í kirkjunni og þátt presta. 

Ég heyrði einhvern tímann sögu um prest sem var spurður hvort hann hefði ekki áhyggjur af því að kirkjugestir væru aðallega gamlar konur. Hvað myndi gerast þegar þær hyrfu. „Engar áhyggjur,“ sagði presturinn. „Það koma alltaf nýjar gamlar konur.“

Innan trúarlífsfélagsfræðinnar hefur þessi fullyrðing verið orðuð í spurnarformi: Koma alltaf nýjar gamlar konur? Verður fólk trúaðra þegar það verður eldra. Og svarið er að það á við um einhverja en á heildina litið er þetta ekki staðan. Og það er miklu betra að horfast í augu við stöðuna og takast á við þær áskoranir sem henni fylgja.

Staða þjóðkirkjunnar hefur breyst á síðustu tveimur áratugum. Það sést á allri tölfræði, hvort sem litið er til hlutfallslegrar aðildar eða til fjölda kirkjuathafna eins og skírna. Þetta hef ég fjallað um áður hér í blaðinu og einnig að breytingar eru ekkert séríslensk fyrirbrigði. Alþjóðlegar kannanir sem framkvæmdar hafa verið reglulega í áratugi sýna meðal annars að á Vesturlöndum fækkar þeim sem tilheyra trúfélögunum og sem segja að trú skipti máli í lífi þeirra. Það fjölgar í hópi þeirra sem ekki tilheyra neinum trúfélögum en sömu kannanir og aðrar sýna að það er ekki einsleitur hópur frekar en þeir sem játa trú.

Eftir rúmlega 1000 ára kristni, lengst af sem algjörlega ríkjandi og jafnvel eina trúin sem var leyfð, er komin ný staða sem þjóðkirkjan líkt og önnur kristin trúfélög þarf að takast á við. Líkt og kirkjur Norðurlanda og kristin trúfélög á Vesturlöndum almennt. Vegna þess hvernig það kerfi sem þjóðkirkjur Norðurlandanna byggðust á er að breytast má jafnvel líta á það sem krísu fyrir kirkjurnar.

Gullaldarsjónarmiðið

Skoski guðfræðingurinn Duncan Forrester bendir skemmtilega á að þegar komið sé að krísu sé það einnig kairos – hinn rétti tími/ tíminn þegar allt breytist- og sé tækifæri til að skoða tákn tímanna og lesa úr þeim nýja leið, stokka upp. Hann fjallar um vitnisburð kirkjunnar í bókinni Truthful Action og vitnar þar í Kairos-skjal kirkjunnar frá Suður-Afríku, 1986. Þar segir:

„Krísa er tími sem kallar fram það besta í sumum og það versta í öðrum. Það er engin staður til að fela sig…nú er sá tími kominn að kirkjan í Suður-Afríku sýnir hvað hún stendur raunverulega fyrir.“

Viðbrögð við krísu kirkjunnar, segir Forrester, geta verið tvenns konar, annars vegar nostalgía, krydduð panikk – hann kallar þetta The Christendom view – sem ég kýs að þýða með túlkun sem „Gullaldarsjónarmiðið“ – þ. e. þegar við horfum til einhvers tíma þegar ein ákveðin trú (eða kirkja) hafði algjörlega ríkjandi stöðu, eða hins vegar að sjá þetta sem kairos – tíma tækifæra – þ. e. tækifæri til að sýna hvað við stöndum raunverulega fyrir.

Þessi tvö sjónarmið – gullöld kristindómsins og kairos – takast oft á þegar umræða berst að breytingum í trúarlegu landslagi á Íslandi. Gullaldarsjónarmiðið er iðulega sett fram sem áminning um að nú höfum við brugðist í starfinu, í boðuninni, í þjónustunni. Auðvitað má alltaf gera betur í öllu starfi en hér er alveg litið fram hjá því að sú þróun sem ræður mestu er ekki séríslensk og alls ekki bundin við þjóðkirkjuna eina. Vissulega hafa breytingarnar haft í för með sér áskoranir fyrir kirkjuna en er ekki betra að greina þær, horfast í augu við þær og finna skapandi lausnir sem miðast við þær þjóðfélagsbreytingar sem eiga sér stað í hinum vestræna heimi? Sjá tækifærin í stað þess að reyna að snúa við klukkunni og agnúast yfir breytingunum? Er krísan kairos tími fyrir okkur – tími til að sýna hvað kirkjan stendur raunverulega fyrir?

Feðraveldi og framandi guðsmyndir

Lútherska þjóðkirkjan í Finnlandi er ein þeirra kirkna sem reglulega rýnir í stöðuna og greinir samfélagið, trúariðkun og viðbrögð safnaða. Áskoranirnar eru svipaðar þeim sem við sjáum hér á landi: minnkandi meðlimafjöldi, færri skírnir, minni þekking, minnkandi trúariðkun og bænahald á heimilum svo eitthvað sé nefnt. Nýleg skýrsla um stöðuna setur fram nokkrar tillögur um viðbrögð í lokin. Þar má finna margt sem vekur mann til umhugsunar. Eitt er að auka áherslu á kristna trú sem ekki er þrælbundin feðraveldinu. Hvaða áhrif hafa slíkar guðsmyndir t.d. á aðgengi þeirra sem eru leitandi í trú sinni? Og fyrst aðgengi er nefnt: Hversu aðgengilegt er helgihaldið, bæði fyrir þau sem koma í kirkju og þau sem myndu vilja fylgjast með á netinu.

Og er eitthvað sem við getum gert þegar þekking á kristinni trú minnkar sífellt og kvöldbænir eru ekki lengur eitthvað sem margir alast upp við? Hvernig geta söfnuðir brugðist við? Þarna voru góðar ábendingar meðal annars um markviss áframhaldandi tengsl við fólk sem kemur, t. d. til að láta skíra eða vegna annarra óska. Ekkert af þessu er nýtt eða alveg óþekkt en það er jafngilt fyrir því.

Á síðasta ári tók ég nokkur viðtöl í tengslum við rannsókn við fólk sem átti börn og hafði ýmist látið skíra þau eða ekki. Viðtölin snéru að ástæðum þeirra, valinu en einnig að því hvernig þau sjá sig í hinu trúarlega landslagi. Þegar ég las um vangaveltur Finnanna um guðshugmyndir og trúarhugmyndir sem væru mótaðar af feðraveldi (e. patriarchy) þá sá ég samsvörun hjá fólki sem glímir við trúarhugmyndir – eru kannski hliðholl hugmynd um æðri mátt „en ekki einhvern gamlan karl með skegg.“ Ég heyrði líka einlægar vangaveltur um hvað það væri að trúa – hvað væri „nóg.“ Og þekkingin og aðgengið var líka eitthvað sem mætti bæta. Eftir viðtölin var sú hugmynd áleitin að við þyrftum að kynna kirkjuna betur sem samfélag. Samfélag þeirra sem mæta, samfélag þeirra sem trúa, þeirra sem efast, samfélag sem er opið og gefandi. Og ég sá að það fólk sem sækist eftir þjónustu kirkjunnar er líka reiðubúið að vita meira um samfélagið og vill sækja það sem höfðar til þess og það getur sótt. En nálgunin verður ekki með boðvaldi.

Engar töfralausnir en tækifæri

Það eru engar töfralausnir til við núverandi áskorunum sem gætu snúið við klukkunni og fært okkur á gullaldartímann, ef hann var einhvern tímann. Nú er hins vegar tækifæri til að meta stöðuna og hafa raunsæ markmið fyrir næstu ár.

Hvernig kirkja viljum við vera í þessum aðstæðum? Hvert er hlutverk okkar þar? Á hvern hátt miðlum við boðskap kristninnar best við þessar aðstæður og þjónum þeim sem kirkjan er kölluð til að þjóna? Hvert viljum við stefna og hvar viljum við vera eftir fimm eða tíu ár?

Kirkjan hefur bolmagn til að setja sér markmið og gera áætlun – áætlun sem ef til vill eykur ekki hlutfallslegan fjölda landsmanna í kirkjunni – verum bara raunsæ – en sem eflir samfélagið þar og dregur fleiri inn. Dregur fleiri inn í kirkju sem er virkur þátttakandi í íslensku samfélagi og í samfélagsumræðu; inn í kirkju sem dag hvern sinnir þeim sem til hennar leita og sem leitar hins týnda. Laðar fólk inn í kirkju sem tekur virkan þátt í samræðum ólíkra trúarbragða og lífsskoðana til að byggja betra samfélag; inn í kirkju sem leitar sérstaklega leiða til að mynda ný tengsl og rækta þau; inn í kirkju sem vill sýna ábyrgð gagnvart fólki og náttúru, kirkju sem vill vera kraftur í samfélaginu til góðs.

Af því að samfélag þarf að rækta og það er gæfumeira en að treysta því að það komi alltaf fleiri gamlar konur.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir