Margt vandað og vel hugsað hefur verið skrifað um biskupsembætti í íslensku þjóðkirkjunni á liðnum vikum og mánuðum.leiti

Mikið er skrifað um lýðræði og nauðsyn þess að sem flestir komi að kosningu biskups á sama tíma og Kirkjuþing hefur stigið fjölmörg skref til að draga úr formlegum völdum biskupsembættisins.

Markmiðið virðist þannig bæði í senn að draga úr völdum embættisins en skapa um leið þá hugmynd með almennum kosningum að biskup beri áfram persónulega ábyrgð á kirkjunni gagnvart öllum almenningi.

Minnka völd og auka ábyrgð

Í þeim leiðtogafræðum sem ég hef miðlað um áratugaskeið hefur verið ofuráhersla á að völd og ábyrgð fari saman. Jafnframt hafa fræðin lagt áherslu á að ábyrgð og völd hafa samfélagslega og lögformlega vídd, sem þurfa að vera í jafnvægi. Þannig er hlutverk þeirra sem móta skipulagsheildir að jafnvægisstilla kerfið, svo félagsleg ábyrgð og völd fari saman við lögformleg ábyrgð og völd.

Ef þetta er ekki haft í huga, ef ekki er leitast eftir jafnvægi, þá verður ákvarðanataka ábyrgðarlaus og bakarar verða hengdir fyrir smið.

Þegar horft er til þjóðkirkjunnar, þá má öllum vera það ljóst að ábyrgð á öllu sem miður fer í kirkjunni endar á borði á biskups. Biskupsembættið er í hugum almennings og margra innan kirkjunnar valdamesta embætti kirkjunnar.

Á sama tíma hafa formleg völd kirkjunnar að mestu leyti verið færð til Kirkjuþings sem hefur síðan gefið rekstrarstofu þjóðkirkjunnar umboð til að framfylgja því valdi, m.a. þegar kemur að gerð fjárhagsáætlana, án nokkurrar félagslegrar ábyrgðar og með takmarkaða lögformlega ábyrgð.

Þannig liggja formleg völd kirkjunnar annars staðar en hjá biskupi sem þó ber enn félagslega ábyrgð á starfinu, í huga flestra. Þetta ójafnvægi er að öllu leiti óæskilegt. Hugmyndir um almennar biskupskosningar viðhalda og jafnvel styrkja þessar hugmyndir um ábyrgð biskups á starfi kirkjunnar, um leið og völdin liggja annars staðar. Almennar biskupskosningar auka því á ójafnvægið í kerfinu, að minnsta kosti ef ekki er gripið til annarra jafnvægisaðgerða.

Lýðræði og fórnarlömb

Hér er ekki ætlunin að mótmæla því að almennar biskupskosningar eigi rétt á sér. Í núverandi kerfi eru þær þó lítið annað en sýndarmennska og glamúr til að beina augunum frá því sem skiptir máli. Í raun og veru er biskupsval á þessum tíma val á fórnarlambi, sem verður látið bera syndir Kirkjuþings á herðum sér.

Ef við viljum takast á við ójafnvægið, um leið og við aukum vægi lýðræðis í kirkjunni, þá er fyrst og fremst nauðsynlegt að ítarlegar breytingar verði gerðar á kosningum til Kirkjuþings. Almennar kosningar til Kirkjuþings gætu hugsanlega hjálpað til við að beina sjónum að raunverulegum völdum innan kirkjunnar, koma á eðlilegu jafnvægi milli valda þingsins og ábyrgðar og auka félagsleg ábyrgð þingsins í samræmi við lögformleg völd þess.

Kirkjan er á tímamótum, krafan um lægsta samnefnara lýðræðisins hefur náð til kirkjunnar. Trúin á að vilji meirihlutans muni gera okkur frjáls.

En í stað þess að ráðast í gagngerar breytingar á valdastrúkturum innan stofnunarinnar, þá er kallað eftir kosningum til að velja lamb til slátrunar. Eins og alltaf gerist, þá raða sér upp fjölmörg lömb í leit að viðurkenningu, horfa á eigin spegilmynd speglast í hnífsegginni og vonast eftir að verða meiri en hin.

Halldór Elías Guðmundsson er algjörlega ábyrgðar- og valdalaus þegar kemur að málefnum þjóðkirkjunnar, en líkt og aðrir miðaldra karlar hefur hann skoðanir á öllum hlutum.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Margt vandað og vel hugsað hefur verið skrifað um biskupsembætti í íslensku þjóðkirkjunni á liðnum vikum og mánuðum.leiti

Mikið er skrifað um lýðræði og nauðsyn þess að sem flestir komi að kosningu biskups á sama tíma og Kirkjuþing hefur stigið fjölmörg skref til að draga úr formlegum völdum biskupsembættisins.

Markmiðið virðist þannig bæði í senn að draga úr völdum embættisins en skapa um leið þá hugmynd með almennum kosningum að biskup beri áfram persónulega ábyrgð á kirkjunni gagnvart öllum almenningi.

Minnka völd og auka ábyrgð

Í þeim leiðtogafræðum sem ég hef miðlað um áratugaskeið hefur verið ofuráhersla á að völd og ábyrgð fari saman. Jafnframt hafa fræðin lagt áherslu á að ábyrgð og völd hafa samfélagslega og lögformlega vídd, sem þurfa að vera í jafnvægi. Þannig er hlutverk þeirra sem móta skipulagsheildir að jafnvægisstilla kerfið, svo félagsleg ábyrgð og völd fari saman við lögformleg ábyrgð og völd.

Ef þetta er ekki haft í huga, ef ekki er leitast eftir jafnvægi, þá verður ákvarðanataka ábyrgðarlaus og bakarar verða hengdir fyrir smið.

Þegar horft er til þjóðkirkjunnar, þá má öllum vera það ljóst að ábyrgð á öllu sem miður fer í kirkjunni endar á borði á biskups. Biskupsembættið er í hugum almennings og margra innan kirkjunnar valdamesta embætti kirkjunnar.

Á sama tíma hafa formleg völd kirkjunnar að mestu leyti verið færð til Kirkjuþings sem hefur síðan gefið rekstrarstofu þjóðkirkjunnar umboð til að framfylgja því valdi, m.a. þegar kemur að gerð fjárhagsáætlana, án nokkurrar félagslegrar ábyrgðar og með takmarkaða lögformlega ábyrgð.

Þannig liggja formleg völd kirkjunnar annars staðar en hjá biskupi sem þó ber enn félagslega ábyrgð á starfinu, í huga flestra. Þetta ójafnvægi er að öllu leiti óæskilegt. Hugmyndir um almennar biskupskosningar viðhalda og jafnvel styrkja þessar hugmyndir um ábyrgð biskups á starfi kirkjunnar, um leið og völdin liggja annars staðar. Almennar biskupskosningar auka því á ójafnvægið í kerfinu, að minnsta kosti ef ekki er gripið til annarra jafnvægisaðgerða.

Lýðræði og fórnarlömb

Hér er ekki ætlunin að mótmæla því að almennar biskupskosningar eigi rétt á sér. Í núverandi kerfi eru þær þó lítið annað en sýndarmennska og glamúr til að beina augunum frá því sem skiptir máli. Í raun og veru er biskupsval á þessum tíma val á fórnarlambi, sem verður látið bera syndir Kirkjuþings á herðum sér.

Ef við viljum takast á við ójafnvægið, um leið og við aukum vægi lýðræðis í kirkjunni, þá er fyrst og fremst nauðsynlegt að ítarlegar breytingar verði gerðar á kosningum til Kirkjuþings. Almennar kosningar til Kirkjuþings gætu hugsanlega hjálpað til við að beina sjónum að raunverulegum völdum innan kirkjunnar, koma á eðlilegu jafnvægi milli valda þingsins og ábyrgðar og auka félagsleg ábyrgð þingsins í samræmi við lögformleg völd þess.

Kirkjan er á tímamótum, krafan um lægsta samnefnara lýðræðisins hefur náð til kirkjunnar. Trúin á að vilji meirihlutans muni gera okkur frjáls.

En í stað þess að ráðast í gagngerar breytingar á valdastrúkturum innan stofnunarinnar, þá er kallað eftir kosningum til að velja lamb til slátrunar. Eins og alltaf gerist, þá raða sér upp fjölmörg lömb í leit að viðurkenningu, horfa á eigin spegilmynd speglast í hnífsegginni og vonast eftir að verða meiri en hin.

Halldór Elías Guðmundsson er algjörlega ábyrgðar- og valdalaus þegar kemur að málefnum þjóðkirkjunnar, en líkt og aðrir miðaldra karlar hefur hann skoðanir á öllum hlutum.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir