Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson (f. 1957) hefur ritað fjölmargar bækur um guðfræði.  Á síðasta ári kom út bók eftir hann sem ber heitið Augljóst en hulið – Að skilja táknheim kirkjubygginga   

Inngangur

Steinu Vasulka eða Steinunn Bjarnadóttir Briem (f.1940) er óumdeilanlega einn helsti brautryðjandi í vídeólist á heimsvísu og enn í dag virtur fulltrúi hennar. Nú um stundir er í Listasafni Íslands (05.02. 2021 – 09.01 2022) einmitt verið að sýna vídeóverk verk hennar Of the North (2001). Í þessum greinarstúf er ætlunin skoða verkið. Í þeirri viðleitni er stuðst við þá aðferðafræði sem jafnan er gripið til í túlkun á verkum vídeólistamanna [1] og þar að auki er notast við túlkunarfræði Hans–Georg Gadamer um gildi hefðarinnar fyrir upplifun og túlkun listaverka. Aðferðafræði Gadamer hefur einmitt haft mikil áhrif innan guðfræðinnar.[2] Í umræddu verki er unnið með efni, táknmyndir og goðsögur sem m.a. guðfræðingar hafa löngum glímt við. Fyrst þarf gera dálitla grein fyrir listamanninum og megin viðfangsefni vídeólistar, áður en verkið Of the North er skoðað.

Listamaðurinn Steina

Steina er úr Reykjavík, en eftir almenna skólagöngu lagði hún stund á nám í tungumálum, tónlistarfræði og fiðluleik. Hún hélt síðan utan til framhaldsnáms og var á árunum 1959–1964 við listaháskólann í Prag. Að því loknu lék hún 1964–1965 með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Í listaskólanum kynntist Steina tilvonandi eiginmanni sínum Woody Vasulka (Bohuslan Vasulka f. 1937–2019), sem nam við sviðlistaakademíuna. Þau giftust 1964 og bjuggu til að byrja með á Íslandi en 1965 fluttu þau til New York. Árið 1968 fékk Woody íslenskan ríkisborgararétt.[3] Steina starfaði á árunum 1965–1970 sem tónlistarkona og stundaði samhliða því, nám í tónlist, en 1970 hætti hún sem atvinnutónlistamaður.

Eftir það helguðu hjónin sig vídeólistinni og nýttu sér hér allar tækninýjungar sem til þurfti.[4] Í árdaga vídeóvæðingarinnar, sem þau tóku fullan þátt í, olli handupptökuvélin Portapak (1970) „áþekktri byltingu […] impressjónisminn hundrað árum fyrr“.[5] Þau nýttu sér hana í framleiðslu merkra heimildarmyndbanda m.a. um jazz trompetleikarann Don Cherry og gerð tónlistarmyndbanda frá tónleikahaldi á Filmore East, með m.a. Miles Davis, Jimi Hendrix og hljómsveitinni Jethro Tull. Auk þessa kvikmynduðu þau menningarlíf jaðarhópa í klúbbum og smáleikhúsum. Árin1971–1973 ráku þau tilraunareldhúsið The Kitchen þar sem þau þróuðu áfram vídeólist sína og staðurinn varð strax að miðstöð rafrænnar listar. Steina og Woody bjuggu 1973–1979 í Buffalo og kenndu við miðstöð margmiðlunarfræða við Ríkisháskóla New York-fylkis.[6] Árið1980 fluttu þau til Santa Fe í Nýju-Mexikó þar sem þau héldu störfum áfram, en Woody féll frá 2019.

Þau hjóna teljast til þeirra frumkvöðla á sviði vídeólistar sem hafa hvað ítarlegast rannsakað möguleika og ferli margmiðlunartækni. Rannsóknir þeirra beinast jafnt að upptökuvélinni og útsendingarskjánum og öllu þar á milli „hvort heldur í formi endurmötunar, mynda– eða hljóðgervla, en þau tæki og önnur smíðuðu þau, hönnuðu eða létu gera eftir sinni forskrift.“[7] Í listsköpun þeirra kom snemma fram verkaskipting þar sem upptökur og söfnum myndefnis utandyra var frekar í höndum Steinu. Vinnan í stúdíóinu og tæknivinna var meira á sviði Woody, en mörkin hér á milli voru þó fljótandi.

Áhersluþættir í verkum Steinu hafa jafnan verið á samspili tónlistar eða tóns, tíma og rýmis. Hún nýttir sér markvisst hæfni tónlistarmannsins eins og t.d. gagnvirki gjörningurinn Violin Power (1991) vitnar um. Steina segist líta á vídeóvélina líkt og fiðluna sem tæki til listsköpunar sem sameinar tón, tíma og rými.[8]

Vídeólistinn

Óhætt er að segja að í listaheiminum sé vídeólistinn ekki lengur jaðarfyrirbrigði. Á tímum margmiðlunar hefur myndin ekki bara rutt orðinu til hliðar (Iconic Turn),[9] heldur hefur hreyfing og tónn í myndlist tekið málverkið af stalli sínum.[10] Auk þess hefur margmiðlunin fært til áru upprunalegu myndarinnar. Af þessu leiðir að sú sýn og sá sjálfskilningur sem myndaheimur samtímans vekur er ekki lengur mögulegt að greina frá miðlun og tækjum margmiðlunarinnar. Vídeólistin grípur einmitt inn í þetta ferli myndar og meðtöku. Þar sem tæknin er markvisst nýtt til að hægja og hraða, afmynda og afbyggja til að skapa og miðla óvenjulegum sjónarhornum og myndheimum.[11] Í vídeólistinni er auk þess leikið sér með þætti sem þekktir eru í bókmenntum, sögu, málaralist, kvikmyndum og tónlist.[12] Í henni er brotinn upp „venjulegur“ sögurammi, söguþráður, sem og myndir og tímaskyn.[13] Þetta er gert til greina margræðni sjónarhorna sem andmælir t.d. einsýni kvikmyndarinnar. [14]

Of the North


Steina Vasulka 2001. Listasafn Íslands 05.02. 2021 – 09.01 2022

Í Listasafni Íslands stendur yfir sýningin Halló, geimur (5.2021–9.1 2022) þar sem skyggnst er inn í undraveröld himingeimsins með stuðningi verka úr safneigninni. Verk Steinu Of the North er eitt þeirra. Í því er sjónarhornið óneitanlega þrengt m.a. með því að koma því fyrir „á helgum stað“ í sýningarsalnum á efri hæð safnsins vestanmegin. Dregið er fyrir dyrnar með tjaldi. Sýningargesturinn er beðinn um að fara úr skóm og ganga á sokkunum eða berfættur inn í helgidóm verksins.[15]

Þegar inn er komið er farið upp nokkrar tröppur og stígið inn á gólf sem er hulið svörtum gjáandi dúk. Í fimm bogalaga gluggaumgjörð sýningarrýmisins er búið að koma fyrir hnattlaga kúlum eða hnöttum. Í þeim eru sýndar vídeóupptökur, sem eru mestmegnis af náttúru Íslands og búið er að beisla í stafrænum boðum. Myndirnar eru marglaga, á sífeldu iði og tengdar brestakenndum hljóðheimi sýningarrýmisins. Hnettirnir speglast í „myrkvuðum salnum líkt og væru þeir tungl í lygnu vatni“[16] eða frekar sem ljós í tómi alheimsins. Á yfirborði hnattanna birtast jafnt örverur, brim, bráðnandi ís, hraun og önnur jarðnesk fyrirbrigði. Þó verkið lýsi út í geiminn sem hnattlaga kúla sem snýst taktbundið um ás sinn, þá dregur það athyglina inn á við; að þáttum sem móta jarðarkringlu og heiminn sem heimili okkar. Stað sem er eins og maðurinn viðkvæmur og forgengilegur.

Við inngang sýningarrýmisins er lýsing á verkinu en þar er haft eftir listakonunni: „Hreyfing og tími eru lykilatriði í list minni,“ og það mætti bæta við tón og rými, því í verkinu er líka leikið sér með  tímann og hreyfinguna til að veita sýningargestinum nýja rýmisvitund. Vissulega setur sjónin ramma utan um veruleika verksins og festir hlutina innan þess, en ört breytilegar myndir og hljóðin láta það verða að veruleika hins verðandi. Steina höfðar þannig til innsæis sýningargestsins sem þarf að gera sér heildarmynd af verkinu, og hún er ekki eitthvað sem er fast heldur verðandi. Óreglulegur taktur hljóðheimsins snertir mann líkamlega og eftir smá tíma í sýningar salnum er sem maður sé leiddur áfram inn í andlega hugljómun sem bundin er kjarna jarðarinnar.

Hér mætti skoðað verkið í samhengi fagurfræði Gadamer sem samleik leiks, hátíðar og tákns. Þannig virðast myndirnar og breytingar innan hvers hnattar þjóna leiknum sem er í „kjarna sínum leikræn hreyfing sem sýnir sjálfa sig.“[17] Þar sem við stöndum frammi fyrir er sem sé leikur sem miðar ekki að tilteknu hugtaki hvað þá afmörkuðum sannleika.[18] Þegar stigið er inn í sýningarrýmið er sem áhorfandinn fái hlutdeild í annarri vídd á helgum stað. Rými tengist hér veruleika hátíðarinnar þar sem áhorfandinn skynjar hinn eiginlega tíma.[19]

Þegar við hugum aftur á móti að táknrænum leik verksins þá er sem Steina vitni meðvitað og ómeðvitað í andlegt og trúarlegt svið þess táknheims sem mótar vestræna menningu.

Niðurstaða

Að mati Gadamer vísar táknið sem brot af einhverju til annars, en þó það hvíli í sjálfu sér og tali til mannsins annars vegar með „að uppgötva, afhjúpa og sýna, og hins vegar að hylja og leyna.“[20] Verkið krefst því viðveru og samtals til að það ljúki sér upp fyrir áhorfandanum og auðgi veruna. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að tengja verk Steinu Of The North við þessa nálgun og þrengja sjónarhornið og viðra það í samtali við kristinn táknheim.

Þegar stígið er inn í rýmið er sem við komum inn í frummyrkrið og til ljóssins sem greint er frá í sköpunarsögu Ritningarinnar. Þessa tilfinningu vekur dökkur dúkurinn og hnettirnir sem eru ljós fimm sjónarhorna á jörðina.[21] Á hnettinum á suðurvegg er áberandi áhersla á gróanda jarðar sem er undirbyggður með flæði forma og lita sem mótast af brúnum og grænum blæbrigðum. Í fyrsta hnetti á vesturvegg birtast örar breytingar vinds og skýja, þar er blái liturinn áberandi í öllum sínum litbreytingum. Á hnettinum fyrir miðju er viðfangsefnið vatnið og þeim þriðja ströndin sem fuglar svífa yfir. Þeir eru þar boðendur lífs og frelsis Guðs sköpunar. Loks á norðurvegg er að finna greinilegar tilvitnanir í eld og eldsumbrot. Hraði er í myndbreytingum í hverjum hnetti og virðast þær kallast á.

Það virðist sem Steina nýti sér í verkinu algeng minni úr listasögunni þar á meðal um frumefnin fjögur: jörð, vind, vatn og eld.[22] Hún veitir vatninu, sem lífgjafa alls tvo hnetti, á einum er vatnið eitt og á hinum er tenging þess við landið, ströndin. Innan vestræns táknheimsins eru frumefnin oft sett í samhengi við áttirnar fjórar, árstíðirnar fjórar, en auk þess fjögur fljót Paradísar, guðspjallamennina fjóra, sem skjaldamerki Íslands sækir fyrirmynd sína í, að ekki sé minnst á erkienglanna fjóra þ.e. Uría (jörð), Rafael (vind), Gabríel (vatn) og Mikael (eld).[23] Það mætti lengja þennan lista, en óneitanlega eru þessar myndir enn mótandi í táknheimi nútímamanna og auðvelt að vekja þær til lífs við skoðun eða réttara í íverunni í verki Steinu.

Heimildir  

Battistini, Mathilde, Symbole und Allegorien – Bildlexikon der Kunst Band 3. Berlín: Parthas Verlag 2003.

Dickel, Hans, „Videokunst“, Grundbegriffe der Kunstwisenschaft, Stuttgart: Reclam Universal–Biliothek, ritstjórar Stefan Jordan og Jürgen Müller, 2018, bls. 326–328.

Dixon, Steve, Digital Performance, England: MIT Press Cambridge, Massachusetts London 2007, bls. 1–33.

Gadamer, Hans-Georg, „Listin sem leikur, tákn og hátíð“, íslensk þýðing Ólafur Gíslason; sótt á hugrunir.com 10. janúar 2021.

Grosz, Elizabeth, „Bergson, Deleuze and the Becoming of Unbecoming“, Parallax, , Vol 11.

  1. 2, 2005, bls. 4–13.

Halldór Björn Runólfsson,Vasulka Stofan = Vasulka Chamber, Reykjavík: Listasafn Íslands, ritstjórn Kristín Scheving og Birta Guðjónsdóttir; textaskrif á íslensku og ensku Halldór Björn Runólfsson og Kristín Scheving, 2014.

„Of the North“, 130 Verk úr safnaeign Listasafns Íslands, Reykjavík: Listasafn Íslands, ritstjórn Dagný Heiðdal, Halldór Björn Runólfsson, Steinar Örn Erluson og Svanfríður Franklínsdóttir 2019, bls. 248–249.

Hensel Thomas, „Iconic Turn / Pictorial Turn“, Kunst-Epochen Band 12: 20. Jahrhundert II, Stuttgart: Reclam Universal–Biliothek, ritsjórar Stefan Jordan og Jürgen Müller, 2017, 156–158.

Hlynur Helgason, ,,The Beyond Within „Post-Cinematic” Possibilities of Play and Action, New York/Dresden: Think Media Series, Atropos Press, 2010.

Lyotard, Jean– Francios, „Acinema“. The Lyotard – Reader, Oxford: Wiley-Blackwell, ritstjóri Andrew E. Benjamin 1991, bls. 169–180.

Nilgen, Ursula,, „Vier Elemente“, Lexicon der christlichen Ikonagrahie Band 1, Darmstadt: Wissenschafliche Buchgesellschat 2. útgáfa, ritstjóri Oskar Holl, 2020, bls. 600–606.

Reißer, Ulrich og Wolf, Nobert, Kunst-Epochen Band 12: 20. Jahrhundert II, Stuttgart: Reclam Universal–Biliothek, ritsjórar Stefan Jordan og Jürgen Müller, 2017.

Aftanmálsgreinar 

[1] Steve Dixon. Digital Performance, (England: MIT Press Cambridge, Massachusetts London 2007), 1–33. Jean– Francios Lyotard, „Acinema“, The Lyotard – Reader, (Oxford: Wiley-Blackwell, ritstjóri Andrew E. Benjamin 1991) bls. 169–180. Hlynur Helgason, The Beyond Within „Post-Cinematic” Possibilities of Play and Action, (New York/Dresden: Think Media Series, Atropos Press, 2010), bls. 59–75. Elizabeth Grosz, „Bergson, Deleuze and the Becoming of Unbecoming“, (Parallax, , Vol 11. no. 2, 2005) bls. 4–13.

[2] Hans-Georg Gadamer, „Listin sem leikur, tákn og hátíð“, íslensk þýðing Ólafur Gíslason; sótt á hugrunir.com 10. janúar 2021. Greinina var hlaðin niður í word-skjal punktastærð 12 með línubili 1.0. Greinin er þar 36 síður. Vísað er hér í blaðsíðutal í viðkomandi skjali.

[3] Halldór Björn Runólfsson, Vasulka Stofan = Vasulka Chamber, (Reykjavík: Listasafn Íslands, ritstjórn Kristín Scheving og Birta Guðjónsdóttir; textaskrif á íslensku og ensku Halldór Björn Runólfsson og Kristín Scheving, 2014), bls. 11.

[4] Sama rit, bls. 44.

[5] Sama rit, bls. 12.

[6] Sama rit, bls. 18–26.

[7] Sama rit, bls. 3.

[8] Sama rit, bls. 24–25.

[9] Thomas Hensel „Iconic Turn / Pictorial Turn“, Kunst-Epochen Band 12: 20. Jahrhundert II, (Stuttgart: Reclam Universal–Biliothek, ritstjórar Stefan Jordan og Jürgen Müller, 2017), 157.

[10] Ulrich Reißer og Nobert Wolf, Kunst-Epochen Band 12: 20. Jahrhundert II, (Stuttgart: Reclam Universal–Biliothek, ritsjórar Stefan Jordan og Jürgen Müller, 2017), bls. 293.

[11] Þannig bendir Dixon á að töflutæknin, netið og margmiðlinum hafi gjörbreytt aðstæðum fólks, þar sem fyrir tilstuðlan hennar hafi jafnt tími og rúm skroppið samann. Alheimsvæðingin er, fyrir tilstuðlan margmiðlunar, orðin að veruleiki hins daglega lífs. Nú er í netheimum t.d. til staðar „raunveruleg–nánd“ milli fólks í ólíkum heimsálfum. Steve Dixon. Digital Performance, bls. 2–4.

[12] Ulrich Reißer og Nobert Wolf, Kunst-Epochen Band 12: 20. Jahrhundert II, bls. 296.

[13] Hans Dickel, „Videokunst“, Grundbegriffe der Kunstwisenschaft, (Stuttgart: Reclam Universal–Biliothek, ritstjórar Stefan Jordan og Jürgen Müller, 2018), bls. 328.

[14] Jean– Francios Lyotard, „Acinema“, bls. 174–175.

[15] Þetta er þekkt krafa um atferli þegar menn nálgast heilaga staði m.a. úr frásögum í Biblíunni sbr. „Þegar Drottinn sá að hann gekk nær til að virða þetta fyrir sér kallaði Guð til hans úr miðjum runnanum og sagði: „Móse, Móse.“ Hann svaraði: „Hér er ég.“ Drottinn sagði: „Komdu ekki nær, drag skó þína af fótum þér því að staðurinn, sem þú stendur á, er heilög jörð.“ “ 2Móse 3. 4–5.

[16] Halldór Björn Runólfsson, „Of the North“, 130 Verk úr safnaeign Listasafns Íslands, (Reykjavík: Listasafn Íslands, ritstjórn Dagný Heiðdal, Halldór Björn Runólfsson, Steinar Örn Erluson og Svanfríður Franklínsdóttir 2019), bls. 248.

[17] Hans-Georg Gadamer, „Listin sem leikur, tákn og hátíð“, bls. 15.

[18] Sama grein, bls. 20.

[19] Sama grein, bls. 28.

[20] Sama grein, bls. 23.

[21] „Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. Jörðin var þá auð og tóm. Myrkur grúfði yfir djúpinu en andi Guðs sveif yfir vötnunum. Þá sagði Guð: „Verði ljós.“ Og það varð ljós. Guð sá að ljósið var gott og Guð greindi ljósið frá myrkrinu. Guð nefndi ljósið dag en myrkrið nótt.“ 1Móse 1.1–5.

[22] Mathilde Battistini,  Symbole und Allegorien – Bildlexikon der Kunst Band 3. (Berlín: Parthas Verlag 2003), bls. 202–209.

[23] Ursula Nilgen, „Vier Elemente“, Lexicon der christlichen Ikonagrahie Band 1, (Darmstadt: Wissenschafliche Buchgesellschat 2. útgáfa, ritstjóri Oskar Holl, 2020), bls. 604–606.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson (f. 1957) hefur ritað fjölmargar bækur um guðfræði.  Á síðasta ári kom út bók eftir hann sem ber heitið Augljóst en hulið – Að skilja táknheim kirkjubygginga   

Inngangur

Steinu Vasulka eða Steinunn Bjarnadóttir Briem (f.1940) er óumdeilanlega einn helsti brautryðjandi í vídeólist á heimsvísu og enn í dag virtur fulltrúi hennar. Nú um stundir er í Listasafni Íslands (05.02. 2021 – 09.01 2022) einmitt verið að sýna vídeóverk verk hennar Of the North (2001). Í þessum greinarstúf er ætlunin skoða verkið. Í þeirri viðleitni er stuðst við þá aðferðafræði sem jafnan er gripið til í túlkun á verkum vídeólistamanna [1] og þar að auki er notast við túlkunarfræði Hans–Georg Gadamer um gildi hefðarinnar fyrir upplifun og túlkun listaverka. Aðferðafræði Gadamer hefur einmitt haft mikil áhrif innan guðfræðinnar.[2] Í umræddu verki er unnið með efni, táknmyndir og goðsögur sem m.a. guðfræðingar hafa löngum glímt við. Fyrst þarf gera dálitla grein fyrir listamanninum og megin viðfangsefni vídeólistar, áður en verkið Of the North er skoðað.

Listamaðurinn Steina

Steina er úr Reykjavík, en eftir almenna skólagöngu lagði hún stund á nám í tungumálum, tónlistarfræði og fiðluleik. Hún hélt síðan utan til framhaldsnáms og var á árunum 1959–1964 við listaháskólann í Prag. Að því loknu lék hún 1964–1965 með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Í listaskólanum kynntist Steina tilvonandi eiginmanni sínum Woody Vasulka (Bohuslan Vasulka f. 1937–2019), sem nam við sviðlistaakademíuna. Þau giftust 1964 og bjuggu til að byrja með á Íslandi en 1965 fluttu þau til New York. Árið 1968 fékk Woody íslenskan ríkisborgararétt.[3] Steina starfaði á árunum 1965–1970 sem tónlistarkona og stundaði samhliða því, nám í tónlist, en 1970 hætti hún sem atvinnutónlistamaður.

Eftir það helguðu hjónin sig vídeólistinni og nýttu sér hér allar tækninýjungar sem til þurfti.[4] Í árdaga vídeóvæðingarinnar, sem þau tóku fullan þátt í, olli handupptökuvélin Portapak (1970) „áþekktri byltingu […] impressjónisminn hundrað árum fyrr“.[5] Þau nýttu sér hana í framleiðslu merkra heimildarmyndbanda m.a. um jazz trompetleikarann Don Cherry og gerð tónlistarmyndbanda frá tónleikahaldi á Filmore East, með m.a. Miles Davis, Jimi Hendrix og hljómsveitinni Jethro Tull. Auk þessa kvikmynduðu þau menningarlíf jaðarhópa í klúbbum og smáleikhúsum. Árin1971–1973 ráku þau tilraunareldhúsið The Kitchen þar sem þau þróuðu áfram vídeólist sína og staðurinn varð strax að miðstöð rafrænnar listar. Steina og Woody bjuggu 1973–1979 í Buffalo og kenndu við miðstöð margmiðlunarfræða við Ríkisháskóla New York-fylkis.[6] Árið1980 fluttu þau til Santa Fe í Nýju-Mexikó þar sem þau héldu störfum áfram, en Woody féll frá 2019.

Þau hjóna teljast til þeirra frumkvöðla á sviði vídeólistar sem hafa hvað ítarlegast rannsakað möguleika og ferli margmiðlunartækni. Rannsóknir þeirra beinast jafnt að upptökuvélinni og útsendingarskjánum og öllu þar á milli „hvort heldur í formi endurmötunar, mynda– eða hljóðgervla, en þau tæki og önnur smíðuðu þau, hönnuðu eða létu gera eftir sinni forskrift.“[7] Í listsköpun þeirra kom snemma fram verkaskipting þar sem upptökur og söfnum myndefnis utandyra var frekar í höndum Steinu. Vinnan í stúdíóinu og tæknivinna var meira á sviði Woody, en mörkin hér á milli voru þó fljótandi.

Áhersluþættir í verkum Steinu hafa jafnan verið á samspili tónlistar eða tóns, tíma og rýmis. Hún nýttir sér markvisst hæfni tónlistarmannsins eins og t.d. gagnvirki gjörningurinn Violin Power (1991) vitnar um. Steina segist líta á vídeóvélina líkt og fiðluna sem tæki til listsköpunar sem sameinar tón, tíma og rými.[8]

Vídeólistinn

Óhætt er að segja að í listaheiminum sé vídeólistinn ekki lengur jaðarfyrirbrigði. Á tímum margmiðlunar hefur myndin ekki bara rutt orðinu til hliðar (Iconic Turn),[9] heldur hefur hreyfing og tónn í myndlist tekið málverkið af stalli sínum.[10] Auk þess hefur margmiðlunin fært til áru upprunalegu myndarinnar. Af þessu leiðir að sú sýn og sá sjálfskilningur sem myndaheimur samtímans vekur er ekki lengur mögulegt að greina frá miðlun og tækjum margmiðlunarinnar. Vídeólistin grípur einmitt inn í þetta ferli myndar og meðtöku. Þar sem tæknin er markvisst nýtt til að hægja og hraða, afmynda og afbyggja til að skapa og miðla óvenjulegum sjónarhornum og myndheimum.[11] Í vídeólistinni er auk þess leikið sér með þætti sem þekktir eru í bókmenntum, sögu, málaralist, kvikmyndum og tónlist.[12] Í henni er brotinn upp „venjulegur“ sögurammi, söguþráður, sem og myndir og tímaskyn.[13] Þetta er gert til greina margræðni sjónarhorna sem andmælir t.d. einsýni kvikmyndarinnar. [14]

Of the North


Steina Vasulka 2001. Listasafn Íslands 05.02. 2021 – 09.01 2022

Í Listasafni Íslands stendur yfir sýningin Halló, geimur (5.2021–9.1 2022) þar sem skyggnst er inn í undraveröld himingeimsins með stuðningi verka úr safneigninni. Verk Steinu Of the North er eitt þeirra. Í því er sjónarhornið óneitanlega þrengt m.a. með því að koma því fyrir „á helgum stað“ í sýningarsalnum á efri hæð safnsins vestanmegin. Dregið er fyrir dyrnar með tjaldi. Sýningargesturinn er beðinn um að fara úr skóm og ganga á sokkunum eða berfættur inn í helgidóm verksins.[15]

Þegar inn er komið er farið upp nokkrar tröppur og stígið inn á gólf sem er hulið svörtum gjáandi dúk. Í fimm bogalaga gluggaumgjörð sýningarrýmisins er búið að koma fyrir hnattlaga kúlum eða hnöttum. Í þeim eru sýndar vídeóupptökur, sem eru mestmegnis af náttúru Íslands og búið er að beisla í stafrænum boðum. Myndirnar eru marglaga, á sífeldu iði og tengdar brestakenndum hljóðheimi sýningarrýmisins. Hnettirnir speglast í „myrkvuðum salnum líkt og væru þeir tungl í lygnu vatni“[16] eða frekar sem ljós í tómi alheimsins. Á yfirborði hnattanna birtast jafnt örverur, brim, bráðnandi ís, hraun og önnur jarðnesk fyrirbrigði. Þó verkið lýsi út í geiminn sem hnattlaga kúla sem snýst taktbundið um ás sinn, þá dregur það athyglina inn á við; að þáttum sem móta jarðarkringlu og heiminn sem heimili okkar. Stað sem er eins og maðurinn viðkvæmur og forgengilegur.

Við inngang sýningarrýmisins er lýsing á verkinu en þar er haft eftir listakonunni: „Hreyfing og tími eru lykilatriði í list minni,“ og það mætti bæta við tón og rými, því í verkinu er líka leikið sér með  tímann og hreyfinguna til að veita sýningargestinum nýja rýmisvitund. Vissulega setur sjónin ramma utan um veruleika verksins og festir hlutina innan þess, en ört breytilegar myndir og hljóðin láta það verða að veruleika hins verðandi. Steina höfðar þannig til innsæis sýningargestsins sem þarf að gera sér heildarmynd af verkinu, og hún er ekki eitthvað sem er fast heldur verðandi. Óreglulegur taktur hljóðheimsins snertir mann líkamlega og eftir smá tíma í sýningar salnum er sem maður sé leiddur áfram inn í andlega hugljómun sem bundin er kjarna jarðarinnar.

Hér mætti skoðað verkið í samhengi fagurfræði Gadamer sem samleik leiks, hátíðar og tákns. Þannig virðast myndirnar og breytingar innan hvers hnattar þjóna leiknum sem er í „kjarna sínum leikræn hreyfing sem sýnir sjálfa sig.“[17] Þar sem við stöndum frammi fyrir er sem sé leikur sem miðar ekki að tilteknu hugtaki hvað þá afmörkuðum sannleika.[18] Þegar stigið er inn í sýningarrýmið er sem áhorfandinn fái hlutdeild í annarri vídd á helgum stað. Rými tengist hér veruleika hátíðarinnar þar sem áhorfandinn skynjar hinn eiginlega tíma.[19]

Þegar við hugum aftur á móti að táknrænum leik verksins þá er sem Steina vitni meðvitað og ómeðvitað í andlegt og trúarlegt svið þess táknheims sem mótar vestræna menningu.

Niðurstaða

Að mati Gadamer vísar táknið sem brot af einhverju til annars, en þó það hvíli í sjálfu sér og tali til mannsins annars vegar með „að uppgötva, afhjúpa og sýna, og hins vegar að hylja og leyna.“[20] Verkið krefst því viðveru og samtals til að það ljúki sér upp fyrir áhorfandanum og auðgi veruna. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að tengja verk Steinu Of The North við þessa nálgun og þrengja sjónarhornið og viðra það í samtali við kristinn táknheim.

Þegar stígið er inn í rýmið er sem við komum inn í frummyrkrið og til ljóssins sem greint er frá í sköpunarsögu Ritningarinnar. Þessa tilfinningu vekur dökkur dúkurinn og hnettirnir sem eru ljós fimm sjónarhorna á jörðina.[21] Á hnettinum á suðurvegg er áberandi áhersla á gróanda jarðar sem er undirbyggður með flæði forma og lita sem mótast af brúnum og grænum blæbrigðum. Í fyrsta hnetti á vesturvegg birtast örar breytingar vinds og skýja, þar er blái liturinn áberandi í öllum sínum litbreytingum. Á hnettinum fyrir miðju er viðfangsefnið vatnið og þeim þriðja ströndin sem fuglar svífa yfir. Þeir eru þar boðendur lífs og frelsis Guðs sköpunar. Loks á norðurvegg er að finna greinilegar tilvitnanir í eld og eldsumbrot. Hraði er í myndbreytingum í hverjum hnetti og virðast þær kallast á.

Það virðist sem Steina nýti sér í verkinu algeng minni úr listasögunni þar á meðal um frumefnin fjögur: jörð, vind, vatn og eld.[22] Hún veitir vatninu, sem lífgjafa alls tvo hnetti, á einum er vatnið eitt og á hinum er tenging þess við landið, ströndin. Innan vestræns táknheimsins eru frumefnin oft sett í samhengi við áttirnar fjórar, árstíðirnar fjórar, en auk þess fjögur fljót Paradísar, guðspjallamennina fjóra, sem skjaldamerki Íslands sækir fyrirmynd sína í, að ekki sé minnst á erkienglanna fjóra þ.e. Uría (jörð), Rafael (vind), Gabríel (vatn) og Mikael (eld).[23] Það mætti lengja þennan lista, en óneitanlega eru þessar myndir enn mótandi í táknheimi nútímamanna og auðvelt að vekja þær til lífs við skoðun eða réttara í íverunni í verki Steinu.

Heimildir  

Battistini, Mathilde, Symbole und Allegorien – Bildlexikon der Kunst Band 3. Berlín: Parthas Verlag 2003.

Dickel, Hans, „Videokunst“, Grundbegriffe der Kunstwisenschaft, Stuttgart: Reclam Universal–Biliothek, ritstjórar Stefan Jordan og Jürgen Müller, 2018, bls. 326–328.

Dixon, Steve, Digital Performance, England: MIT Press Cambridge, Massachusetts London 2007, bls. 1–33.

Gadamer, Hans-Georg, „Listin sem leikur, tákn og hátíð“, íslensk þýðing Ólafur Gíslason; sótt á hugrunir.com 10. janúar 2021.

Grosz, Elizabeth, „Bergson, Deleuze and the Becoming of Unbecoming“, Parallax, , Vol 11.

  1. 2, 2005, bls. 4–13.

Halldór Björn Runólfsson,Vasulka Stofan = Vasulka Chamber, Reykjavík: Listasafn Íslands, ritstjórn Kristín Scheving og Birta Guðjónsdóttir; textaskrif á íslensku og ensku Halldór Björn Runólfsson og Kristín Scheving, 2014.

„Of the North“, 130 Verk úr safnaeign Listasafns Íslands, Reykjavík: Listasafn Íslands, ritstjórn Dagný Heiðdal, Halldór Björn Runólfsson, Steinar Örn Erluson og Svanfríður Franklínsdóttir 2019, bls. 248–249.

Hensel Thomas, „Iconic Turn / Pictorial Turn“, Kunst-Epochen Band 12: 20. Jahrhundert II, Stuttgart: Reclam Universal–Biliothek, ritsjórar Stefan Jordan og Jürgen Müller, 2017, 156–158.

Hlynur Helgason, ,,The Beyond Within „Post-Cinematic” Possibilities of Play and Action, New York/Dresden: Think Media Series, Atropos Press, 2010.

Lyotard, Jean– Francios, „Acinema“. The Lyotard – Reader, Oxford: Wiley-Blackwell, ritstjóri Andrew E. Benjamin 1991, bls. 169–180.

Nilgen, Ursula,, „Vier Elemente“, Lexicon der christlichen Ikonagrahie Band 1, Darmstadt: Wissenschafliche Buchgesellschat 2. útgáfa, ritstjóri Oskar Holl, 2020, bls. 600–606.

Reißer, Ulrich og Wolf, Nobert, Kunst-Epochen Band 12: 20. Jahrhundert II, Stuttgart: Reclam Universal–Biliothek, ritsjórar Stefan Jordan og Jürgen Müller, 2017.

Aftanmálsgreinar 

[1] Steve Dixon. Digital Performance, (England: MIT Press Cambridge, Massachusetts London 2007), 1–33. Jean– Francios Lyotard, „Acinema“, The Lyotard – Reader, (Oxford: Wiley-Blackwell, ritstjóri Andrew E. Benjamin 1991) bls. 169–180. Hlynur Helgason, The Beyond Within „Post-Cinematic” Possibilities of Play and Action, (New York/Dresden: Think Media Series, Atropos Press, 2010), bls. 59–75. Elizabeth Grosz, „Bergson, Deleuze and the Becoming of Unbecoming“, (Parallax, , Vol 11. no. 2, 2005) bls. 4–13.

[2] Hans-Georg Gadamer, „Listin sem leikur, tákn og hátíð“, íslensk þýðing Ólafur Gíslason; sótt á hugrunir.com 10. janúar 2021. Greinina var hlaðin niður í word-skjal punktastærð 12 með línubili 1.0. Greinin er þar 36 síður. Vísað er hér í blaðsíðutal í viðkomandi skjali.

[3] Halldór Björn Runólfsson, Vasulka Stofan = Vasulka Chamber, (Reykjavík: Listasafn Íslands, ritstjórn Kristín Scheving og Birta Guðjónsdóttir; textaskrif á íslensku og ensku Halldór Björn Runólfsson og Kristín Scheving, 2014), bls. 11.

[4] Sama rit, bls. 44.

[5] Sama rit, bls. 12.

[6] Sama rit, bls. 18–26.

[7] Sama rit, bls. 3.

[8] Sama rit, bls. 24–25.

[9] Thomas Hensel „Iconic Turn / Pictorial Turn“, Kunst-Epochen Band 12: 20. Jahrhundert II, (Stuttgart: Reclam Universal–Biliothek, ritstjórar Stefan Jordan og Jürgen Müller, 2017), 157.

[10] Ulrich Reißer og Nobert Wolf, Kunst-Epochen Band 12: 20. Jahrhundert II, (Stuttgart: Reclam Universal–Biliothek, ritsjórar Stefan Jordan og Jürgen Müller, 2017), bls. 293.

[11] Þannig bendir Dixon á að töflutæknin, netið og margmiðlinum hafi gjörbreytt aðstæðum fólks, þar sem fyrir tilstuðlan hennar hafi jafnt tími og rúm skroppið samann. Alheimsvæðingin er, fyrir tilstuðlan margmiðlunar, orðin að veruleiki hins daglega lífs. Nú er í netheimum t.d. til staðar „raunveruleg–nánd“ milli fólks í ólíkum heimsálfum. Steve Dixon. Digital Performance, bls. 2–4.

[12] Ulrich Reißer og Nobert Wolf, Kunst-Epochen Band 12: 20. Jahrhundert II, bls. 296.

[13] Hans Dickel, „Videokunst“, Grundbegriffe der Kunstwisenschaft, (Stuttgart: Reclam Universal–Biliothek, ritstjórar Stefan Jordan og Jürgen Müller, 2018), bls. 328.

[14] Jean– Francios Lyotard, „Acinema“, bls. 174–175.

[15] Þetta er þekkt krafa um atferli þegar menn nálgast heilaga staði m.a. úr frásögum í Biblíunni sbr. „Þegar Drottinn sá að hann gekk nær til að virða þetta fyrir sér kallaði Guð til hans úr miðjum runnanum og sagði: „Móse, Móse.“ Hann svaraði: „Hér er ég.“ Drottinn sagði: „Komdu ekki nær, drag skó þína af fótum þér því að staðurinn, sem þú stendur á, er heilög jörð.“ “ 2Móse 3. 4–5.

[16] Halldór Björn Runólfsson, „Of the North“, 130 Verk úr safnaeign Listasafns Íslands, (Reykjavík: Listasafn Íslands, ritstjórn Dagný Heiðdal, Halldór Björn Runólfsson, Steinar Örn Erluson og Svanfríður Franklínsdóttir 2019), bls. 248.

[17] Hans-Georg Gadamer, „Listin sem leikur, tákn og hátíð“, bls. 15.

[18] Sama grein, bls. 20.

[19] Sama grein, bls. 28.

[20] Sama grein, bls. 23.

[21] „Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. Jörðin var þá auð og tóm. Myrkur grúfði yfir djúpinu en andi Guðs sveif yfir vötnunum. Þá sagði Guð: „Verði ljós.“ Og það varð ljós. Guð sá að ljósið var gott og Guð greindi ljósið frá myrkrinu. Guð nefndi ljósið dag en myrkrið nótt.“ 1Móse 1.1–5.

[22] Mathilde Battistini,  Symbole und Allegorien – Bildlexikon der Kunst Band 3. (Berlín: Parthas Verlag 2003), bls. 202–209.

[23] Ursula Nilgen, „Vier Elemente“, Lexicon der christlichen Ikonagrahie Band 1, (Darmstadt: Wissenschafliche Buchgesellschat 2. útgáfa, ritstjóri Oskar Holl, 2020), bls. 604–606.

Viltu deila þessari grein með fleirum?