Biskupskosningar verða um miðjan mars 2024. Til þess að geta boðið sig fram þarf að uppfylla sömu skilyrði og eru gerð til þeirra sem gefa kost á sér í prestsembætti.
Örfáir hafa kjörgengi
Sá hópur sem kemur til greina telur því vart nema um tvö hundruð sálir. Hann er harla smár í samanburði við þann fjölda sem hefur kjörgengi, til dæmis til sveitastjórna, forystu í stéttarfélögum eða jafnvel í stjórn stærri hlutafélaga. Enn fækkar í honum ef litið er til óformlegri þátta eins og að fólk sé að minnsta kosti komið á sextugsaldur, hafi fjölbreytta reynslu, hafi jafnvel bætt við sig menntun og skilað afburða árangri á starfsvettvangi sínum. Þá standa mögulega ekki eftir nema fáeinir tugir.
Mikil völd – engin ábyrgð
Biskupsembættið innan þjóðkirkjunnar felur engu að síður í sér mikla ábyrgð og til skamms tíma voru umsvif biskups slík að vart eru dæmi um annað eins í skipulagi rekstrarfélaga. Fram til 1. janúar 2022 var biskup forseti kirkjuráðs, sem var þá æðsta stjórnvald kirkjunnar. Í raun hefði kirkjuráð átt fylgjast með framkvæmdavaldinu en í ljósi þessarar stöðu biskups í ráðinu var ekkert slíkt formlegt eftirlitsvald til staðar.
Biskup var með alla þræði í hendi sér. Ábyrgðin á rekstri og fjármálum var öll hjá kirkjuráði og biskupsstofu. Því til áréttingar má benda á að margsinnis var kirkjuþing sett að hausti án þess að fyrir lægju endurskoðaðir ársreikningar. Slíkt lýsir því óeðlilega valdi sem biskup hafði og þá um leið hversu lint stjórnvald kirkjuþingið var í skipulagi kirkjunnar Og jafnframt var rekstur kirkjunnar fram að því oftar en ekki í mínus. Enginn axlaði ábyrgð á þeirri stöðu mála.
Ábyrgðin er núna skýr
Þetta breyttist um leið og kirkjuþing tók við rekstrarhluta þjóðkirkjunnar 1. janúar 2022. Með því var ráðinn ábyrgðaraðili yfir rekstrarmálum kirkjunnar, framkvæmdastjóri rekstrarstofu. Sá tekur við af biskupi sem æðsti maður í fjárhagslegum rekstri kirkjunnar. Ef kirkjuþing telur störf þessa framkvæmdastjóra vera óásættanleg þá víkur sá aðili og fær 3ja mánaða laun eins og tíðkast á almennum vinnumarkaði. Þar liggur því ábyrgðin í þessu tilviki. Þá er loksins kominn formlegur eftirlitsaðili, framkvæmdanefnd kirkjuþings. Hún þarf að endurnýja umboð sitt árlega svo að sama skapi getur kirkjuþing valið nýtt fólk ef það metur svo. Engin slík ákvæði voru til staðar í hinu gamla kerfi.
Annars konar vald
Nýr biskup mun ekki sinna verkefnum á sviði rekstrar og fjármála. Það er í samræmi við þær kröfur sem eru gerðar til frambjóðenda – eða öllu heldur þær kröfur sem ekki eru gerðar til þeirra. Við erum jú ekki að velja á milli viðskiptafræðinga.
Leitað verður að öflugum guðfræðingi sem mun standa fremstur meðal jafningja í opinberri umræðu. Kallað verður eftir sálusorgara sem gefur sig að því fólki sem þjónar á vettvangi kirkjunnar og talar til þjóðarinnar á ögurstundum. Þjóðkirkjan þarf leiðtoga sem mun hvetja, efla og styðja kristið fólk áfram með orðum sínum og fordæmi. Við höfum með öðrum orðum borið gæfu til þess að afmarka vald biskups við þá þætti sem gera má ráð fyrir að menntun og þjálfun frambjóðenda hafi skilað þeim.
Sá biskup sem verður valinn í mars mun bera ábyrgð á því sem er ekkert minna en sjálf kjarnastarfsemi kirkjunnar. Á þeim mikilvæga vettvangi liggja bæði ábyrgð og völd biskups.
Biskupskosningar verða um miðjan mars 2024. Til þess að geta boðið sig fram þarf að uppfylla sömu skilyrði og eru gerð til þeirra sem gefa kost á sér í prestsembætti.
Örfáir hafa kjörgengi
Sá hópur sem kemur til greina telur því vart nema um tvö hundruð sálir. Hann er harla smár í samanburði við þann fjölda sem hefur kjörgengi, til dæmis til sveitastjórna, forystu í stéttarfélögum eða jafnvel í stjórn stærri hlutafélaga. Enn fækkar í honum ef litið er til óformlegri þátta eins og að fólk sé að minnsta kosti komið á sextugsaldur, hafi fjölbreytta reynslu, hafi jafnvel bætt við sig menntun og skilað afburða árangri á starfsvettvangi sínum. Þá standa mögulega ekki eftir nema fáeinir tugir.
Mikil völd – engin ábyrgð
Biskupsembættið innan þjóðkirkjunnar felur engu að síður í sér mikla ábyrgð og til skamms tíma voru umsvif biskups slík að vart eru dæmi um annað eins í skipulagi rekstrarfélaga. Fram til 1. janúar 2022 var biskup forseti kirkjuráðs, sem var þá æðsta stjórnvald kirkjunnar. Í raun hefði kirkjuráð átt fylgjast með framkvæmdavaldinu en í ljósi þessarar stöðu biskups í ráðinu var ekkert slíkt formlegt eftirlitsvald til staðar.
Biskup var með alla þræði í hendi sér. Ábyrgðin á rekstri og fjármálum var öll hjá kirkjuráði og biskupsstofu. Því til áréttingar má benda á að margsinnis var kirkjuþing sett að hausti án þess að fyrir lægju endurskoðaðir ársreikningar. Slíkt lýsir því óeðlilega valdi sem biskup hafði og þá um leið hversu lint stjórnvald kirkjuþingið var í skipulagi kirkjunnar Og jafnframt var rekstur kirkjunnar fram að því oftar en ekki í mínus. Enginn axlaði ábyrgð á þeirri stöðu mála.
Ábyrgðin er núna skýr
Þetta breyttist um leið og kirkjuþing tók við rekstrarhluta þjóðkirkjunnar 1. janúar 2022. Með því var ráðinn ábyrgðaraðili yfir rekstrarmálum kirkjunnar, framkvæmdastjóri rekstrarstofu. Sá tekur við af biskupi sem æðsti maður í fjárhagslegum rekstri kirkjunnar. Ef kirkjuþing telur störf þessa framkvæmdastjóra vera óásættanleg þá víkur sá aðili og fær 3ja mánaða laun eins og tíðkast á almennum vinnumarkaði. Þar liggur því ábyrgðin í þessu tilviki. Þá er loksins kominn formlegur eftirlitsaðili, framkvæmdanefnd kirkjuþings. Hún þarf að endurnýja umboð sitt árlega svo að sama skapi getur kirkjuþing valið nýtt fólk ef það metur svo. Engin slík ákvæði voru til staðar í hinu gamla kerfi.
Annars konar vald
Nýr biskup mun ekki sinna verkefnum á sviði rekstrar og fjármála. Það er í samræmi við þær kröfur sem eru gerðar til frambjóðenda – eða öllu heldur þær kröfur sem ekki eru gerðar til þeirra. Við erum jú ekki að velja á milli viðskiptafræðinga.
Leitað verður að öflugum guðfræðingi sem mun standa fremstur meðal jafningja í opinberri umræðu. Kallað verður eftir sálusorgara sem gefur sig að því fólki sem þjónar á vettvangi kirkjunnar og talar til þjóðarinnar á ögurstundum. Þjóðkirkjan þarf leiðtoga sem mun hvetja, efla og styðja kristið fólk áfram með orðum sínum og fordæmi. Við höfum með öðrum orðum borið gæfu til þess að afmarka vald biskups við þá þætti sem gera má ráð fyrir að menntun og þjálfun frambjóðenda hafi skilað þeim.
Sá biskup sem verður valinn í mars mun bera ábyrgð á því sem er ekkert minna en sjálf kjarnastarfsemi kirkjunnar. Á þeim mikilvæga vettvangi liggja bæði ábyrgð og völd biskups.