Dr. Skúli S. Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju, sest við Gestaglugga Kirkjublaðsins.is og bendir á mikilvægt skref sem stigið var í þjóðkirkjunni í átt til siðbótar á okkar tímum og nauðsyn þess að siðbótarfólk veljist til forystu í kirkjunni

 

Við köllum hana siðbót

Baráttan fyrir rétti hinsegin fólks og tilnefningar til biskups

Kirkjusagan er kaflaskipt og einkennist meðal annars af því að kristið fólk hefur í gegnum tíðina risið upp og krafist breytinga. Því kann að hafa blöskrað það hvernig valdhafar hafa stýrt. Því hefur ofboðið þegar órétti hefur verið beitt. Það hefur stigið fram, til varnar því samfélagi sem á að byggja á hugsjónum Krists.

Áhrifamesta gagnrýnin á kristið trúarlíf og kirkjulega yfirstjórn hefur komið frá kristnum einstaklingum sjálfum. Við eigum meira að segja nafn yfir hana. Við köllum hana siðbót.

Slík siðbót er nýafstaðin innan kirkjunnar. Viðurkenning þjóðkirkjunnar á rétti samkynhneigðra til hjúskapar árið 2010 var annað og meira en ,,viðhorfsbreyting“. Átökin um túlkunina, hefðina, helgihaldið og siðferðið, leiddu til þáttaskila sem standa undir slíkri nafnbót. Nú þykir okkur sjálfsagt að fólk njóti jafnrar stöðu á þessu sviði, óháð kynhneigð. Það er til marks um það hvernig siðurinn hefur batnað – nýjar hugmyndir hafa tekið við af gömlum.

Umræðan var engu að síður hörð og ýmsir beittu sér gegn þessum tímabæru umskiptum. Hjónabandið var að þeirra áliti eingöngu fyrir gagnkynhneigt fólk og á þeim mátti heyra að sjálfur grundvöllur kirkjunnar væri hér í húfi. Andspænis þessu stóðu þau sjónarmið að tilgangur kristinna safnaða væri ekki að byggja múra, heldur að fylgja fordæmi Krists sem beitti sér fyrir rétti þeirra sem stæðu á jaðri samfélagsins. Ekkert væri áhrifameira í þeim efnum en að veita þeim aðild að sjálfri kjarnastofnun samfélagsins, hjónabandinu.

Nú hvílir mikil ábyrgð á herðum presta- og djáknastéttarinnar að tilnefna fulltrúa fyrir biskupskjör. Í því sambandi ættum við að hugleiða mikilvægi þess að velja leiðtoga sem býr yfir hugrekki til að takast á við nýjar áskoranir sem kalla á frekari siðbót í umhverfi okkar, siðum og samfélagi.

Siðbótarfólkið ætti að verða okkar fyrsti kostur þegar við veljum kandídata fyrir biskupskjör.

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Dr. Skúli S. Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju, sest við Gestaglugga Kirkjublaðsins.is og bendir á mikilvægt skref sem stigið var í þjóðkirkjunni í átt til siðbótar á okkar tímum og nauðsyn þess að siðbótarfólk veljist til forystu í kirkjunni

 

Við köllum hana siðbót

Baráttan fyrir rétti hinsegin fólks og tilnefningar til biskups

Kirkjusagan er kaflaskipt og einkennist meðal annars af því að kristið fólk hefur í gegnum tíðina risið upp og krafist breytinga. Því kann að hafa blöskrað það hvernig valdhafar hafa stýrt. Því hefur ofboðið þegar órétti hefur verið beitt. Það hefur stigið fram, til varnar því samfélagi sem á að byggja á hugsjónum Krists.

Áhrifamesta gagnrýnin á kristið trúarlíf og kirkjulega yfirstjórn hefur komið frá kristnum einstaklingum sjálfum. Við eigum meira að segja nafn yfir hana. Við köllum hana siðbót.

Slík siðbót er nýafstaðin innan kirkjunnar. Viðurkenning þjóðkirkjunnar á rétti samkynhneigðra til hjúskapar árið 2010 var annað og meira en ,,viðhorfsbreyting“. Átökin um túlkunina, hefðina, helgihaldið og siðferðið, leiddu til þáttaskila sem standa undir slíkri nafnbót. Nú þykir okkur sjálfsagt að fólk njóti jafnrar stöðu á þessu sviði, óháð kynhneigð. Það er til marks um það hvernig siðurinn hefur batnað – nýjar hugmyndir hafa tekið við af gömlum.

Umræðan var engu að síður hörð og ýmsir beittu sér gegn þessum tímabæru umskiptum. Hjónabandið var að þeirra áliti eingöngu fyrir gagnkynhneigt fólk og á þeim mátti heyra að sjálfur grundvöllur kirkjunnar væri hér í húfi. Andspænis þessu stóðu þau sjónarmið að tilgangur kristinna safnaða væri ekki að byggja múra, heldur að fylgja fordæmi Krists sem beitti sér fyrir rétti þeirra sem stæðu á jaðri samfélagsins. Ekkert væri áhrifameira í þeim efnum en að veita þeim aðild að sjálfri kjarnastofnun samfélagsins, hjónabandinu.

Nú hvílir mikil ábyrgð á herðum presta- og djáknastéttarinnar að tilnefna fulltrúa fyrir biskupskjör. Í því sambandi ættum við að hugleiða mikilvægi þess að velja leiðtoga sem býr yfir hugrekki til að takast á við nýjar áskoranir sem kalla á frekari siðbót í umhverfi okkar, siðum og samfélagi.

Siðbótarfólkið ætti að verða okkar fyrsti kostur þegar við veljum kandídata fyrir biskupskjör.

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?