Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Verið vel tygjaðir og látið ljós yðar loga og verið líkir þjónum er bíða þess að húsbóndi þeirra komi úr brúðkaupi og þeir geti lokið upp fyrir honum um leið og hann kemur og knýr dyra. Sælir eru þeir þjónar sem húsbóndinn finnur vakandi er hann kemur. Sannlega segi ég yður, hann mun búa sig, láta þá setjast að borði og koma og þjóna þeim. Og komi hann um miðnætti eða síðar og finni þá vakandi, sælir eru þeir þá. Það skiljið þér að húsráðandi léti ekki brjótast inn í hús sitt ef hann vissi á hvaða stundu þjófurinn kæmi. Verið þér og viðbúnir því að Mannssonurinn kemur á þeirri stundu sem þér ætlið eigi.“

Lúkasarguðspjall 12.35-40

Hundrað orða hugleiðing

„Þú ert nú meiri kertakonan,“ sagði fólk alltaf við hana en hún hafði þá föstu venju að kveikja á mörgum kertum á gamlársdag. „Ekki kveikja í húsinu!“ Svo kvað við léttur hlátur og hún brosti. Ljósin áttu að loga til að taka á móti frelsaranum þegar hann kæmi aftur og nú fyrirvaralaust. Það dugði henni reyndar að hann kom hér um árið og hafði ekki yfirgefið hana. En hún taldi sig vera á öryggisvakt andans. Hún var ekki alveg sátt. Þau leyfðu bara plastkerti á dvalarheimilinu. Óttaleg gervitýra. „En ég kveiki á einu alvöru gluggakerti fyrir þig,“ hvíslaði hún brosandi.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Verið vel tygjaðir og látið ljós yðar loga og verið líkir þjónum er bíða þess að húsbóndi þeirra komi úr brúðkaupi og þeir geti lokið upp fyrir honum um leið og hann kemur og knýr dyra. Sælir eru þeir þjónar sem húsbóndinn finnur vakandi er hann kemur. Sannlega segi ég yður, hann mun búa sig, láta þá setjast að borði og koma og þjóna þeim. Og komi hann um miðnætti eða síðar og finni þá vakandi, sælir eru þeir þá. Það skiljið þér að húsráðandi léti ekki brjótast inn í hús sitt ef hann vissi á hvaða stundu þjófurinn kæmi. Verið þér og viðbúnir því að Mannssonurinn kemur á þeirri stundu sem þér ætlið eigi.“

Lúkasarguðspjall 12.35-40

Hundrað orða hugleiðing

„Þú ert nú meiri kertakonan,“ sagði fólk alltaf við hana en hún hafði þá föstu venju að kveikja á mörgum kertum á gamlársdag. „Ekki kveikja í húsinu!“ Svo kvað við léttur hlátur og hún brosti. Ljósin áttu að loga til að taka á móti frelsaranum þegar hann kæmi aftur og nú fyrirvaralaust. Það dugði henni reyndar að hann kom hér um árið og hafði ekki yfirgefið hana. En hún taldi sig vera á öryggisvakt andans. Hún var ekki alveg sátt. Þau leyfðu bara plastkerti á dvalarheimilinu. Óttaleg gervitýra. „En ég kveiki á einu alvöru gluggakerti fyrir þig,“ hvíslaði hún brosandi.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir