Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þeir komu til Jeríkó. Og þegar Jesús fór út úr borginni ásamt lærisveinum sínum og miklum mannfjölda sat þar við veginn Bartímeus, sonur Tímeusar, blindur beiningamaður. Þegar hann heyrði að þar færi Jesús frá Nasaret tók hann að hrópa: „Sonur Davíðs, Jesús, miskunna þú mér!“ Margir höstuðu á hann að hann þegði en hann hrópaði því meir: „Sonur Davíðs, miskunna þú mér!“
Jesús nam staðar og sagði: „Kallið á hann.“
Þeir kalla á blinda manninn og segja við hann: „Vertu hughraustur, statt upp, hann kallar á þig.“
Blindi maðurinn kastaði frá sér yfirhöfn sinni, spratt á fætur og kom til Jesú.
Jesús spurði hann: „Hvað vilt þú að ég geri fyrir þig?“
Blindi maðurinn svaraði honum: „Rabbúní, að ég fái aftur sjón.“
Jesús sagði við hann: „Far þú, trú þín hefur bjargað þér.“
Jafnskjótt fékk hann sjónina og fylgdi honum á ferðinni.

Markúsarguðspjall 10.46-52

Hundrað orða hugleiðing

Þau vildu að hann þegði. Meistarinn hefði ekki tíma fyrir svona blinda vesalinga sem betluðu fyrir utan stórmarkaðina. Forgangsröðun var nauðsynleg og þau stjórnuðu henni. Þessi var örugglega númer sjötíu og fimm í röðinni og ekki nærri því komið að honum. En hann hrópaði því hærra eftir því sem þau höstuðu á hann. Kannski bar þessi blinda rödd vonarbjartan trúaróm sem meistarinn skynjaði í iðandi mannmergðinni. Blindi maðurinn kom til hans og hjarta hans sló hratt. Loksins sá einhver aumur á smæð hans. Enginn hafði spurt hann áður hvað hægt væri að gera fyrir hann. Rödd himinsins umvafði hann. Lífið

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þeir komu til Jeríkó. Og þegar Jesús fór út úr borginni ásamt lærisveinum sínum og miklum mannfjölda sat þar við veginn Bartímeus, sonur Tímeusar, blindur beiningamaður. Þegar hann heyrði að þar færi Jesús frá Nasaret tók hann að hrópa: „Sonur Davíðs, Jesús, miskunna þú mér!“ Margir höstuðu á hann að hann þegði en hann hrópaði því meir: „Sonur Davíðs, miskunna þú mér!“
Jesús nam staðar og sagði: „Kallið á hann.“
Þeir kalla á blinda manninn og segja við hann: „Vertu hughraustur, statt upp, hann kallar á þig.“
Blindi maðurinn kastaði frá sér yfirhöfn sinni, spratt á fætur og kom til Jesú.
Jesús spurði hann: „Hvað vilt þú að ég geri fyrir þig?“
Blindi maðurinn svaraði honum: „Rabbúní, að ég fái aftur sjón.“
Jesús sagði við hann: „Far þú, trú þín hefur bjargað þér.“
Jafnskjótt fékk hann sjónina og fylgdi honum á ferðinni.

Markúsarguðspjall 10.46-52

Hundrað orða hugleiðing

Þau vildu að hann þegði. Meistarinn hefði ekki tíma fyrir svona blinda vesalinga sem betluðu fyrir utan stórmarkaðina. Forgangsröðun var nauðsynleg og þau stjórnuðu henni. Þessi var örugglega númer sjötíu og fimm í röðinni og ekki nærri því komið að honum. En hann hrópaði því hærra eftir því sem þau höstuðu á hann. Kannski bar þessi blinda rödd vonarbjartan trúaróm sem meistarinn skynjaði í iðandi mannmergðinni. Blindi maðurinn kom til hans og hjarta hans sló hratt. Loksins sá einhver aumur á smæð hans. Enginn hafði spurt hann áður hvað hægt væri að gera fyrir hann. Rödd himinsins umvafði hann. Lífið

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir