Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Snemma varð henni ljóst að umhyggja meistarans frá Nasaret reyndist góð til daglegrar eftirbreytni. Hann var stöðugt í huga hennar eins og vinaleg stjarna á himni hversdagsins og vísaði henni veg. Meistarinn var líftaug hennar og hrakti margan úlfinn frá henni á lífsleiðinni. Í draumum sínum sá hún sjálfa sig sem lambið í fangi hans og sagði öðrum að líf hennar hefði orðið farsælt vegna ævilangrar vináttu hans. Þó að stundum hafi verið býsna hart í ári gleymdi hún sjálf aldrei þeim er minna máttu sín og voru umkringdir ýlfrandi úlfum heldur fór hún til þeirra í krafti upprisu lífsins.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Snemma varð henni ljóst að umhyggja meistarans frá Nasaret reyndist góð til daglegrar eftirbreytni. Hann var stöðugt í huga hennar eins og vinaleg stjarna á himni hversdagsins og vísaði henni veg. Meistarinn var líftaug hennar og hrakti margan úlfinn frá henni á lífsleiðinni. Í draumum sínum sá hún sjálfa sig sem lambið í fangi hans og sagði öðrum að líf hennar hefði orðið farsælt vegna ævilangrar vináttu hans. Þó að stundum hafi verið býsna hart í ári gleymdi hún sjálf aldrei þeim er minna máttu sín og voru umkringdir ýlfrandi úlfum heldur fór hún til þeirra í krafti upprisu lífsins.