Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina. Sá sem er leigður og hvorki er hirðir né á sauðina, hann flýr og yfirgefur sauðina þegar hann sér úlfinn koma og úlfurinn hremmir þá og tvístrar þeim. Enda gætir hann sauðanna aðeins fyrir borgun og er ekkert annt um þá. Ég er góði hirðirinn og þekki mína og mínir þekkja mig eins og faðirinn þekkir mig og ég þekki föðurinn. Ég legg líf mitt í sölurnar fyrir sauðina. Ég á líka aðra sauði sem eru ekki úr þessu sauðabyrgi. Þá ber mér einnig að leiða, þeir munu heyra raust mína. Og það verður ein hjörð, einn hirðir.

Jóhannesarguðspjall 10.11-16

Hundrað orða hugleiðing

Snemma varð henni ljóst að umhyggja meistarans frá Nasaret reyndist góð til daglegrar eftirbreytni. Hann var stöðugt í huga hennar eins og vinaleg stjarna á himni hversdagsins og vísaði henni veg. Meistarinn var líftaug hennar og hrakti margan úlfinn frá henni á lífsleiðinni. Í draumum sínum sá hún sjálfa sig sem lambið í fangi hans og sagði öðrum að líf hennar hefði orðið farsælt vegna ævilangrar vináttu hans. Þó að stundum hafi verið býsna hart í ári gleymdi hún sjálf aldrei þeim er minna máttu sín og voru umkringdir ýlfrandi úlfum heldur fór hún til þeirra í krafti upprisu lífsins.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina. Sá sem er leigður og hvorki er hirðir né á sauðina, hann flýr og yfirgefur sauðina þegar hann sér úlfinn koma og úlfurinn hremmir þá og tvístrar þeim. Enda gætir hann sauðanna aðeins fyrir borgun og er ekkert annt um þá. Ég er góði hirðirinn og þekki mína og mínir þekkja mig eins og faðirinn þekkir mig og ég þekki föðurinn. Ég legg líf mitt í sölurnar fyrir sauðina. Ég á líka aðra sauði sem eru ekki úr þessu sauðabyrgi. Þá ber mér einnig að leiða, þeir munu heyra raust mína. Og það verður ein hjörð, einn hirðir.

Jóhannesarguðspjall 10.11-16

Hundrað orða hugleiðing

Snemma varð henni ljóst að umhyggja meistarans frá Nasaret reyndist góð til daglegrar eftirbreytni. Hann var stöðugt í huga hennar eins og vinaleg stjarna á himni hversdagsins og vísaði henni veg. Meistarinn var líftaug hennar og hrakti margan úlfinn frá henni á lífsleiðinni. Í draumum sínum sá hún sjálfa sig sem lambið í fangi hans og sagði öðrum að líf hennar hefði orðið farsælt vegna ævilangrar vináttu hans. Þó að stundum hafi verið býsna hart í ári gleymdi hún sjálf aldrei þeim er minna máttu sín og voru umkringdir ýlfrandi úlfum heldur fór hún til þeirra í krafti upprisu lífsins.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir