Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Nú bar svo til að Jesús stóð við Genesaretvatn og mannfjöldinn þrengdist að honum til að hlýða á Guðs orð. Þá sá hann tvo báta við vatnið en fiskimennirnir voru farnir í land og þvoðu net sín. Hann fór út í þann bátinn er Símon átti og bað hann að leggja lítið eitt frá landi, settist og tók að kenna mannfjöldanum úr bátnum.

Þegar hann hafði lokið ræðu sinni sagði hann við Símon: „Legg þú út á djúpið og leggið net ykkar til fiskjar.“

Símon svaraði: „Meistari, við höfum stritað í alla nótt og ekkert fengið en fyrst þú segir það skal ég leggja netin.“ Nú gerðu þeir svo og fengu þeir þá mikinn fjölda fiska en net þeirra tóku að rifna. Bentu þeir þá félögum sínum á hinum bátnum að koma og hjálpa sér. Þeir komu og hlóðu báða bátana svo að nær voru sokknir.

Þegar Símon Pétur sá þetta féll hann á kné frammi fyrir Jesú og sagði: „Far þú frá mér, Drottinn, því að ég er syndugur maður.“ En felmtur kom á hann og alla þá sem með honum voru vegna fiskaflans er þeir höfðu fengið. Eins var um Jakob og Jóhannes Sebedeussyni, félaga Símonar. Jesús sagði þá við Símon: „Óttast þú ekki, héðan í frá skalt þú menn veiða.“

Lúkasarguðspjall 5.1-11

Hundrað orða hugleiðing

Fyrst þú segir það… í hversdagslegu striti kemur árangur ekki alltaf í ljós á augabragði. Stundum aldrei. Eða seint. Það er morgunn og við erum rög við að leggja á djúp tölvupóstsins. Við bíðum eftir góðum skilaboðum en gæftir eru dræmar. Leggðu á djúpið, segir meistarinn. Ég malda í móinn en opna póstinn. Fyrr en varir streyma inn skínandi spriklandi skilaboð. Allt sem ég beið eftir. Á ég þetta skilið? Meistarinn tekur mig í faðm sinn þegar ég ýti honum skjálfandi frá mér. Hann segir mér að fara og boða fagnaðarerindið af því að ég er eins og ég er.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Nú bar svo til að Jesús stóð við Genesaretvatn og mannfjöldinn þrengdist að honum til að hlýða á Guðs orð. Þá sá hann tvo báta við vatnið en fiskimennirnir voru farnir í land og þvoðu net sín. Hann fór út í þann bátinn er Símon átti og bað hann að leggja lítið eitt frá landi, settist og tók að kenna mannfjöldanum úr bátnum.

Þegar hann hafði lokið ræðu sinni sagði hann við Símon: „Legg þú út á djúpið og leggið net ykkar til fiskjar.“

Símon svaraði: „Meistari, við höfum stritað í alla nótt og ekkert fengið en fyrst þú segir það skal ég leggja netin.“ Nú gerðu þeir svo og fengu þeir þá mikinn fjölda fiska en net þeirra tóku að rifna. Bentu þeir þá félögum sínum á hinum bátnum að koma og hjálpa sér. Þeir komu og hlóðu báða bátana svo að nær voru sokknir.

Þegar Símon Pétur sá þetta féll hann á kné frammi fyrir Jesú og sagði: „Far þú frá mér, Drottinn, því að ég er syndugur maður.“ En felmtur kom á hann og alla þá sem með honum voru vegna fiskaflans er þeir höfðu fengið. Eins var um Jakob og Jóhannes Sebedeussyni, félaga Símonar. Jesús sagði þá við Símon: „Óttast þú ekki, héðan í frá skalt þú menn veiða.“

Lúkasarguðspjall 5.1-11

Hundrað orða hugleiðing

Fyrst þú segir það… í hversdagslegu striti kemur árangur ekki alltaf í ljós á augabragði. Stundum aldrei. Eða seint. Það er morgunn og við erum rög við að leggja á djúp tölvupóstsins. Við bíðum eftir góðum skilaboðum en gæftir eru dræmar. Leggðu á djúpið, segir meistarinn. Ég malda í móinn en opna póstinn. Fyrr en varir streyma inn skínandi spriklandi skilaboð. Allt sem ég beið eftir. Á ég þetta skilið? Meistarinn tekur mig í faðm sinn þegar ég ýti honum skjálfandi frá mér. Hann segir mér að fara og boða fagnaðarerindið af því að ég er eins og ég er.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir