Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Þegar hann vaknaði um morguninn og fann seiðandi ilminn af haustinu liðast inn um opinn gluggann og heyrði glaðlegan sigursöng fuglanna hugsaði hann með sér að þetta hlyti að vera dagurinn. Ekki bíllausi dagurinn né reyklausi dagurinn eða hvað þeir hétu nú allir. Nei. Þetta hlaut að vera áhyggjulausi dagurinn. Hvers vegna? Jú, hann hafði nefnilega tekið meistarann frá Nasaret á orðinu og gert allsherjarleit milli himins og jarðar að ríki hans og réttlæti til þess að hrista af sér allar þessar kæfandi áhyggjur. Nú sveif hann fagnandi og djarfhuga að glugganum til að heilsa nýfundnum kærleikanum á þessum merkisdegi.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Þegar hann vaknaði um morguninn og fann seiðandi ilminn af haustinu liðast inn um opinn gluggann og heyrði glaðlegan sigursöng fuglanna hugsaði hann með sér að þetta hlyti að vera dagurinn. Ekki bíllausi dagurinn né reyklausi dagurinn eða hvað þeir hétu nú allir. Nei. Þetta hlaut að vera áhyggjulausi dagurinn. Hvers vegna? Jú, hann hafði nefnilega tekið meistarann frá Nasaret á orðinu og gert allsherjarleit milli himins og jarðar að ríki hans og réttlæti til þess að hrista af sér allar þessar kæfandi áhyggjur. Nú sveif hann fagnandi og djarfhuga að glugganum til að heilsa nýfundnum kærleikanum á þessum merkisdegi.