Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Á fimmtánda stjórnarári Tíberíusar keisara, þegar Pontíus Pílatus var landstjóri í Júdeu en Heródes fjórðungsstjóri í Galíleu, Filippus, bróðir hans, í Ítúreu og Trakónítishéraði og Lýsanías í Abílene, í æðstapreststíð Annasar og Kaífasar, kom orð Guðs til Jóhannesar Sakaríasonar í óbyggðinni. Og hann fór um alla Jórdanbyggð og boðaði mönnum að taka sinnaskiptum og láta skírast til fyrirgefningar synda, eins og ritað er í bók Jesaja spámanns:
Rödd hrópanda í eyðimörk:
Greiðið veg Drottins,
gerið beinar brautir hans.
Öll gil skulu fyllast,
öll fell og hálsar jafnast,
bugður verða beinar
og óvegir sléttar götur.
Og allir munu sjá hjálpræði Guðs.
Við mannfjöldann, sem fór út til að láta hann skíra sig, sagði hann: „Þið nöðrukyn, hver kenndi ykkur að flýja komandi reiði? Sýnið í verki að þið hafið tekið sinnaskiptum og farið ekki að segja með sjálfum ykkur: Við eigum Abraham að föður. Ég segi ykkur að Guð getur vakið Abraham börn af steinum þessum. Öxin er þegar lögð að rótum trjánna og hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og því í eld kastað.“

Mannfjöldinn spurði hann: „Hvað eigum við þá að gera?“
En hann svaraði þeim: „Sá sem á tvo kyrtla gefi þeim er engan á og eins geri sá er matföng hefur.“
Þá komu og tollheimtumenn til að skírast. Þeir sögðu við hann: „Meistari, hvað eigum við að gera?“
En hann sagði við þá: „Heimtið ekki meira en fyrir ykkur er lagt.“
Hermenn spurðu hann einnig: „En hvað eigum við að gera?“
Hann sagði við þá: „Hafið ekki fé af neinum, hvorki með ofríki né svikum. Látið ykkur nægja mála ykkar.“
Allir voru nú fullir eftirvæntingar og hugsuðu með sjálfum sér hvort Jóhannes kynni að vera Kristur. En Jóhannes svaraði öllum og sagði: „Ég skíri ykkur með vatni en sá kemur sem mér er máttugri og er ég ekki verður að leysa skóþveng hans. Hann mun skíra ykkur með heilögum anda og eldi. Hann er með varpskófluna í hendi sér til þess að gerhreinsa láfa sinn og safna hveitinu í hlöðu sína en hismið mun hann brenna í óslökkvanda eldi.“
Með mörgu öðru hvatti hann fólk og flutti því fagnaðarboðin.

Lúkasarguðspjall 3.1-9 (10-14) 15-18

Hundrað orða hugleiðing

Hann hafði aldrei botnað í þessum skírara sem kom úr óbyggðum með látum. Fannst hann vera hálftruflaður. Jú, áttaði sig svo sem á því að hann var að boða að einhver kæmi sem væri kröftugri en hann sjálfur. Hafði dálítið mögnuð orð um þessa komu. Hann hrökk svo sem ekki við að vera settur í flokk nöðrukyns. Oft hafði verið sagt að hann væri óttaleg naðra. Eldur og brennisteinn hæfðu honum. Kannski ætti hann að taka þennan andlega ýtustjóra á orðinu og vinna í sínum málum. Hafði lengi ætlað sér að verða betri maður og úthýsa sjálfselskunni. Hugsa um aðra.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Á fimmtánda stjórnarári Tíberíusar keisara, þegar Pontíus Pílatus var landstjóri í Júdeu en Heródes fjórðungsstjóri í Galíleu, Filippus, bróðir hans, í Ítúreu og Trakónítishéraði og Lýsanías í Abílene, í æðstapreststíð Annasar og Kaífasar, kom orð Guðs til Jóhannesar Sakaríasonar í óbyggðinni. Og hann fór um alla Jórdanbyggð og boðaði mönnum að taka sinnaskiptum og láta skírast til fyrirgefningar synda, eins og ritað er í bók Jesaja spámanns:
Rödd hrópanda í eyðimörk:
Greiðið veg Drottins,
gerið beinar brautir hans.
Öll gil skulu fyllast,
öll fell og hálsar jafnast,
bugður verða beinar
og óvegir sléttar götur.
Og allir munu sjá hjálpræði Guðs.
Við mannfjöldann, sem fór út til að láta hann skíra sig, sagði hann: „Þið nöðrukyn, hver kenndi ykkur að flýja komandi reiði? Sýnið í verki að þið hafið tekið sinnaskiptum og farið ekki að segja með sjálfum ykkur: Við eigum Abraham að föður. Ég segi ykkur að Guð getur vakið Abraham börn af steinum þessum. Öxin er þegar lögð að rótum trjánna og hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og því í eld kastað.“

Mannfjöldinn spurði hann: „Hvað eigum við þá að gera?“
En hann svaraði þeim: „Sá sem á tvo kyrtla gefi þeim er engan á og eins geri sá er matföng hefur.“
Þá komu og tollheimtumenn til að skírast. Þeir sögðu við hann: „Meistari, hvað eigum við að gera?“
En hann sagði við þá: „Heimtið ekki meira en fyrir ykkur er lagt.“
Hermenn spurðu hann einnig: „En hvað eigum við að gera?“
Hann sagði við þá: „Hafið ekki fé af neinum, hvorki með ofríki né svikum. Látið ykkur nægja mála ykkar.“
Allir voru nú fullir eftirvæntingar og hugsuðu með sjálfum sér hvort Jóhannes kynni að vera Kristur. En Jóhannes svaraði öllum og sagði: „Ég skíri ykkur með vatni en sá kemur sem mér er máttugri og er ég ekki verður að leysa skóþveng hans. Hann mun skíra ykkur með heilögum anda og eldi. Hann er með varpskófluna í hendi sér til þess að gerhreinsa láfa sinn og safna hveitinu í hlöðu sína en hismið mun hann brenna í óslökkvanda eldi.“
Með mörgu öðru hvatti hann fólk og flutti því fagnaðarboðin.

Lúkasarguðspjall 3.1-9 (10-14) 15-18

Hundrað orða hugleiðing

Hann hafði aldrei botnað í þessum skírara sem kom úr óbyggðum með látum. Fannst hann vera hálftruflaður. Jú, áttaði sig svo sem á því að hann var að boða að einhver kæmi sem væri kröftugri en hann sjálfur. Hafði dálítið mögnuð orð um þessa komu. Hann hrökk svo sem ekki við að vera settur í flokk nöðrukyns. Oft hafði verið sagt að hann væri óttaleg naðra. Eldur og brennisteinn hæfðu honum. Kannski ætti hann að taka þennan andlega ýtustjóra á orðinu og vinna í sínum málum. Hafði lengi ætlað sér að verða betri maður og úthýsa sjálfselskunni. Hugsa um aðra.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir