Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.

Guðspjall

Þegar lærisveinarnir fóru yfir um vatnið höfðu þeir gleymt að taka með sér brauð. Jesús sagði við þá: „Gætið ykkar, varist súrdeig farísea og saddúkea.“ En lærisveinarnir ræddu sín á milli að þeir hefðu ekki tekið brauð. Jesús varð þess vís og sagði: „Hvað eruð þið að tala um það, trúlitlir menn, að þið hafið ekki brauð? Skynjið þið ekki enn? Minnist þið ekki brauðanna fimm handa fimm þúsundum og hve margar körfur þið tókuð saman? Eða brauðanna sjö handa fjórum þúsundum og hve margar körfur þið tókuð saman? Hvernig má það vera að þið skynjið ekki að ég var ekki að tala um brauð við ykkur? Varist súrdeig farísea og saddúkea.“ Þá skildu þeir að hann hafði ekki talað um að varast súrdeig í brauði heldur kenningu farísea og saddúkea.

Matteusarguðspjall 16.5-12

Hundrað orða hugleiðing

Hversdagsleg gleymska. Brauðið góða. Gleymskan verður meistaranum tilefni til að minna vini sína á að varast annarlegar kenningar en þeir býsnast yfir brauðleysinu. Ögn fýkur í meistarann; hann kallar þá trúlitla því að þeir hafa gleymt kraftaverkum hans. Gleymt er þegar gleypt er. Þeir þurfa engu að kvíða ef þeir trúa. Og hann endurtekur viðvörun sína. Varist hugsanir sem smjúga inn í frjósaman huga ykkar og fylla samfélagið sýndarmennsku og efnishyggju. Þá skildu þeir hann loksins og síðar ræðuna hans mögnuðu yfir trúarstéttinni sem staðföst kirkja getur lært af: „Vei, þér líkist hvítum, kölkuðum gröfum…“ Mundu: Einn er meistarinn. Kristur.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.

Guðspjall

Þegar lærisveinarnir fóru yfir um vatnið höfðu þeir gleymt að taka með sér brauð. Jesús sagði við þá: „Gætið ykkar, varist súrdeig farísea og saddúkea.“ En lærisveinarnir ræddu sín á milli að þeir hefðu ekki tekið brauð. Jesús varð þess vís og sagði: „Hvað eruð þið að tala um það, trúlitlir menn, að þið hafið ekki brauð? Skynjið þið ekki enn? Minnist þið ekki brauðanna fimm handa fimm þúsundum og hve margar körfur þið tókuð saman? Eða brauðanna sjö handa fjórum þúsundum og hve margar körfur þið tókuð saman? Hvernig má það vera að þið skynjið ekki að ég var ekki að tala um brauð við ykkur? Varist súrdeig farísea og saddúkea.“ Þá skildu þeir að hann hafði ekki talað um að varast súrdeig í brauði heldur kenningu farísea og saddúkea.

Matteusarguðspjall 16.5-12

Hundrað orða hugleiðing

Hversdagsleg gleymska. Brauðið góða. Gleymskan verður meistaranum tilefni til að minna vini sína á að varast annarlegar kenningar en þeir býsnast yfir brauðleysinu. Ögn fýkur í meistarann; hann kallar þá trúlitla því að þeir hafa gleymt kraftaverkum hans. Gleymt er þegar gleypt er. Þeir þurfa engu að kvíða ef þeir trúa. Og hann endurtekur viðvörun sína. Varist hugsanir sem smjúga inn í frjósaman huga ykkar og fylla samfélagið sýndarmennsku og efnishyggju. Þá skildu þeir hann loksins og síðar ræðuna hans mögnuðu yfir trúarstéttinni sem staðföst kirkja getur lært af: „Vei, þér líkist hvítum, kölkuðum gröfum…“ Mundu: Einn er meistarinn. Kristur.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir