Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jesús fór nú um allar borgir og þorp og kenndi í samkundum þeirra. Hann flutti fagnaðarerindið um ríkið og læknaði hvers kyns sjúkdóm og veikindi. En er Jesús sá mannfjöldann kenndi hann í brjósti um hann því menn voru hrjáðir og umkomulausir eins og sauðir er engan hirði hafa. Þá sagði hann við lærisveina sína: „Uppskeran er mikil en verkamenn fáir. Biðjið því Drottin uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar.“

Matteusarguðspjall 9.35-38

Hundrað orða hugleiðing

Hún sagði að hann væri á Stjörnutorgi í Kringlunni. Hafði frétt það. Spegilfögru flísarnar í verkfræðistofunni voru barðar taktfast af gljáandi skóm þegar þær snöruðust út. Á torginu sáu þær mikinn mannfjölda af fólki úr öllum áttum. Meistarinn frá Nasaret var í hringiðu mannmergðarinnar að lækna sjúka og veika. Mjúk rödd og björt sem talaði um kærleikann barst vinkonunum. Augu hans umföðmuðu þær sem höfðu alltaf verið svo ósáttar og umkomulausar. Leitandi konur og öflugar. Svo sannarlega til í að halda út á vettvang dagsins og segja frá meistaranum. Ganga veg kærleikans þakklátum huga: hjálpa umkomulausu fólki og hrjáðu .

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jesús fór nú um allar borgir og þorp og kenndi í samkundum þeirra. Hann flutti fagnaðarerindið um ríkið og læknaði hvers kyns sjúkdóm og veikindi. En er Jesús sá mannfjöldann kenndi hann í brjósti um hann því menn voru hrjáðir og umkomulausir eins og sauðir er engan hirði hafa. Þá sagði hann við lærisveina sína: „Uppskeran er mikil en verkamenn fáir. Biðjið því Drottin uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar.“

Matteusarguðspjall 9.35-38

Hundrað orða hugleiðing

Hún sagði að hann væri á Stjörnutorgi í Kringlunni. Hafði frétt það. Spegilfögru flísarnar í verkfræðistofunni voru barðar taktfast af gljáandi skóm þegar þær snöruðust út. Á torginu sáu þær mikinn mannfjölda af fólki úr öllum áttum. Meistarinn frá Nasaret var í hringiðu mannmergðarinnar að lækna sjúka og veika. Mjúk rödd og björt sem talaði um kærleikann barst vinkonunum. Augu hans umföðmuðu þær sem höfðu alltaf verið svo ósáttar og umkomulausar. Leitandi konur og öflugar. Svo sannarlega til í að halda út á vettvang dagsins og segja frá meistaranum. Ganga veg kærleikans þakklátum huga: hjálpa umkomulausu fólki og hrjáðu .

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir