Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jesús sagði líka dæmisögu þessa við nokkra þá er treystu því að sjálfir væru þeir réttlátir en fyrirlitu aðra: „Tveir menn fóru upp í helgidóminn að biðjast fyrir. Annar var farísei, hinn tollheimtumaður.
Faríseinn sté fram og baðst þannig fyrir: Guð, ég þakka þér að ég er ekki eins og aðrir menn, ræningjar, ranglátir, hórkarlar eða þá eins og þessi tollheimtumaður. Ég fasta tvisvar í viku og geld tíund af öllu sem ég eignast.
En tollheimtumaðurinn stóð langt frá og vildi ekki einu sinni hefja augu sín til himins heldur barði sér á brjóst og sagði: Guð, vertu mér syndugum líknsamur! Ég segi yður: Tollheimtumaðurinn fór heim til sín sáttur við Guð, hinn ekki, því að hver sem upp hefur sjálfan sig mun auðmýktur verða en sá sem lítillækkar sjálfan sig mun upp hafinn verða.“

Lúkasarguðspjall 18.9-14

Hundrað orða hugleiðing

Þegar hún sá þessa guðspjallsfærslu meistarans frá Nasaret á Feisbók hikaði hún við að læka hana eða setja vá-kallinn við hana. Móðir hennar hafði alltaf sagt að hún ætti að vera ánægð með sig: hún væri best, klárust og fallegust. Auk þess harðdugleg og hugmyndarík, samviskusöm og einstaklega greiðvikin. Vel klædd enda með dýran smekk, og hvað með það? Þetta sáu allir sem vildu. Skaraði algjörlega fram úr á vinnustaðnum og lét aðra vita af öllum mannkostum sínum. Alls ekki meðvirk og byrsti sig hæfilega á sérhlífið samstarfsfólk sitt þegar við átti. Mátti hún virkilega ekki upphefja sig á samfélagsmiðlunum?

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jesús sagði líka dæmisögu þessa við nokkra þá er treystu því að sjálfir væru þeir réttlátir en fyrirlitu aðra: „Tveir menn fóru upp í helgidóminn að biðjast fyrir. Annar var farísei, hinn tollheimtumaður.
Faríseinn sté fram og baðst þannig fyrir: Guð, ég þakka þér að ég er ekki eins og aðrir menn, ræningjar, ranglátir, hórkarlar eða þá eins og þessi tollheimtumaður. Ég fasta tvisvar í viku og geld tíund af öllu sem ég eignast.
En tollheimtumaðurinn stóð langt frá og vildi ekki einu sinni hefja augu sín til himins heldur barði sér á brjóst og sagði: Guð, vertu mér syndugum líknsamur! Ég segi yður: Tollheimtumaðurinn fór heim til sín sáttur við Guð, hinn ekki, því að hver sem upp hefur sjálfan sig mun auðmýktur verða en sá sem lítillækkar sjálfan sig mun upp hafinn verða.“

Lúkasarguðspjall 18.9-14

Hundrað orða hugleiðing

Þegar hún sá þessa guðspjallsfærslu meistarans frá Nasaret á Feisbók hikaði hún við að læka hana eða setja vá-kallinn við hana. Móðir hennar hafði alltaf sagt að hún ætti að vera ánægð með sig: hún væri best, klárust og fallegust. Auk þess harðdugleg og hugmyndarík, samviskusöm og einstaklega greiðvikin. Vel klædd enda með dýran smekk, og hvað með það? Þetta sáu allir sem vildu. Skaraði algjörlega fram úr á vinnustaðnum og lét aðra vita af öllum mannkostum sínum. Alls ekki meðvirk og byrsti sig hæfilega á sérhlífið samstarfsfólk sitt þegar við átti. Mátti hún virkilega ekki upphefja sig á samfélagsmiðlunum?

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir