Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jesús sagði: „En nú fer ég til hans sem sendi mig og enginn yðar spyr mig: Hvert fer þú? En hryggð hefur fyllt hjarta yðar af því að ég sagði yður þetta. En ég segi yður sannleikann: Það er yður til góðs að ég fari burt því ef ég fer ekki kemur hjálparinn ekki til yðar. En ef ég fer sendi ég hann til yðar. Þegar hann kemur mun hann sanna heiminum hvað er synd og réttlæti og dómur. Syndin er að þeir trúðu ekki á mig, réttlætið að ég fer til föðurins og þér sjáið mig ekki lengur og dómurinn að höfðingi þessa heims er dæmdur.
Enn hef ég margt að segja yður en þér getið ekki skilið það nú. En þegar andi sannleikans kemur mun hann leiða yður í allan sannleikann. Það sem hann segir yður hefur hann ekki frá sjálfum sér heldur mun hann segja yður það sem hann heyrir og kunngjöra yður það sem koma á. Hann mun gera mig dýrlegan því af mínu mun hann taka og kunngjöra yður. Allt sem faðirinn á er mitt. Því sagði ég að hann tæki af mínu og kunngjörði yður.“

Jóhannesarguðspjall 16. 5-15

Hundrað orða hugleiðing

Ég hef alltaf haldið mig til hlés í andlegum samkvæmum þegar spekingslegir gestir hefja umræður um anda sannleikans vegna þess að fljótlega er búið að hlaða svo mörgum útskýringum í kringum hann svo það minnir á illa hlaðinn grjótvegg. Þegar ég stend ögn utangátta við feyskna trúarstoð mína finn ég heilsubætandi andvara sannleikans leika fjörlega um sálartetur mitt vegna þess að hann lætur ekki sjálfskipaða sérfræðinga forrita sig. Hann tekur hlýlega um mig og hjálparsveit sannleiksandans leiðir mig úr samkvæminu. Í fjarska sé ég spakvitru gestina skjögra út undir slóttugri leiðsögn höfðingja heimsins en ég horfi bjartsýnum trúaraugum til morgundagsins.

.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jesús sagði: „En nú fer ég til hans sem sendi mig og enginn yðar spyr mig: Hvert fer þú? En hryggð hefur fyllt hjarta yðar af því að ég sagði yður þetta. En ég segi yður sannleikann: Það er yður til góðs að ég fari burt því ef ég fer ekki kemur hjálparinn ekki til yðar. En ef ég fer sendi ég hann til yðar. Þegar hann kemur mun hann sanna heiminum hvað er synd og réttlæti og dómur. Syndin er að þeir trúðu ekki á mig, réttlætið að ég fer til föðurins og þér sjáið mig ekki lengur og dómurinn að höfðingi þessa heims er dæmdur.
Enn hef ég margt að segja yður en þér getið ekki skilið það nú. En þegar andi sannleikans kemur mun hann leiða yður í allan sannleikann. Það sem hann segir yður hefur hann ekki frá sjálfum sér heldur mun hann segja yður það sem hann heyrir og kunngjöra yður það sem koma á. Hann mun gera mig dýrlegan því af mínu mun hann taka og kunngjöra yður. Allt sem faðirinn á er mitt. Því sagði ég að hann tæki af mínu og kunngjörði yður.“

Jóhannesarguðspjall 16. 5-15

Hundrað orða hugleiðing

Ég hef alltaf haldið mig til hlés í andlegum samkvæmum þegar spekingslegir gestir hefja umræður um anda sannleikans vegna þess að fljótlega er búið að hlaða svo mörgum útskýringum í kringum hann svo það minnir á illa hlaðinn grjótvegg. Þegar ég stend ögn utangátta við feyskna trúarstoð mína finn ég heilsubætandi andvara sannleikans leika fjörlega um sálartetur mitt vegna þess að hann lætur ekki sjálfskipaða sérfræðinga forrita sig. Hann tekur hlýlega um mig og hjálparsveit sannleiksandans leiðir mig úr samkvæminu. Í fjarska sé ég spakvitru gestina skjögra út undir slóttugri leiðsögn höfðingja heimsins en ég horfi bjartsýnum trúaraugum til morgundagsins.

.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir